Morgunblaðið - 03.08.1983, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 03.08.1983, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1983 45 Þakkir til Reykjavík- urborgar og aðstand- enda brúðubílsins Tveggja barna móöir í Breiðholti skrifar: „Góði Velvakandi. Mig langar til að koma á fram- færi þökkum til aðstandenda brúðubílsins. Ég fór með börnin mín tvö á sýningu í Breiðholti í sumar og þarna var boðið upp á leiksýningu, sem á sér enga líka hér á landi. Leikararnir voru allir dýr, drekar, apar, krókódíll, fugl- ar, að ógleymdum refnum, sem gerði mikla lukku hjá börnunum. Dýrin töluðu og sungu með barna- skaranum og það var sannarlega áhrifamikið að taka þátt í barns- legri gleði áhorfendanna. Ég get ekki orða bundist um það, hvað brúðurnar eru sérstak- lega fallegar og vel gerðar. óska ég þeim Sigríði og Helgu, sem standa fyrir þessu skemmtilega leikhúsi, til hamingju með frá- bært starf. Ég las í Morgunblaðinu fyrir skömmu að Reykjavíkurborg byði börnunum upp á þessa skemmtun. Þökk sé öllum þeim sem eiga hlut að þessu menningarframtaki, og ég vona, að maður fái að sjá fleiri slíkar sýningar í framtiðinni. Þarna var ótrúlegur fjöldi af bömum, og sýnir það, hversu vin- sælar þessar leiksýningar eru hjá þeim. Þau voru greinilega komin til að hitta vini sína, apann, refinn og hin dýrin, og taka þátt í gleði þeirra og sorgum. Þarna komu þær stöllur fræðslu á framfæri við börnin og átti hún greiðan aðgang að þeim. Ékki er of mikið gert fyrir yngstu börnin. Þarna voru börn niður í tveggja ára og virtust þau eiga auðvelt með að lifa sig inn í leikinn af lífi og sál.“ Hjartans þakkir flyt ég vinum mínum og venslamönnum sem heiðruðu mig á 75 ára afmæli mínu hinn 10. júlí síðastliðinn. Sigurður ísólfsson. GRJOTGRINDUR A FLESTAR TEGUNDIR BIFREIÐA Eram sértiælðlr i FIAT og CITROEN SKEMMUVEGI 4 KOPAVOGI SIMI 7 78 40 KVERKSTÆÐIÐ nastás Þetta er besta sölusófasettið okkar í bili, enda sterkt og ódýrt ■ Greiðslukjör í 6 til 8 mánuði HISGA6NAHÖLLIN BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK S 91-81199 og 81410 með því allra besta, sem sjónvarp- ið hefur sent frá sér. Mér skilst, að þeir séu nú endursýndir. En hvernig getur það hafa átt sér stað, að fyrri sýningarnar hafa al- gjörlega farið fram hjá mér? Það er ekki síður ánægjulegt að verða vitni að því, hvað hóparnir héðan að heiman hafa lagt mikið fram til ánægju og uppbyggingar á þessari miklu hátíð fyrir vestan. Kærar þakkir til allra þeirra, er hlut eiga að máli. Fyrirspurn til gatnamálastjóra Einar Örn Thorlacius hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar að koma á framfæri fyrir- spurn til gatnamálastjóra: Hve- nær má vænta þess, að göturnar Kleppsmýrarvegur og Skútuvogur verði malbikaðar? Við báðar þess- ar götur eru miklar Vöruflutn- ingastöðvar, þ.e. Vöruleiðir og Landflutningar, og mikil þunga- umferð. Þetta eru stuttar götur, en bilar fara þar um mikið hlaðnir og því afskaplega bagalegt að hafa þar þvottabretti og slæma að- komu. Manni svídur svona framkoma Gunnlaugur hringdi og hafði eft- irfarandi að segja: — Ég ók Breiðholtsbrautina heim í morgun eins og oftar. Þar er verið að gera þetta litla sætt og fínt við Blesu- grófina, upp með Breiðholtsbraut. Og það hefur verið unnið í þessu í mestallt sumar, annað sumarið i röð. Þess vegna finnst mér það stinga algerlega í stúf við þessa fegrunarviðleitni borgaryfirvalda, að nú þegar gróðurnálarnar eru að byrja að teygja sig upp öðru sinni þá er eins og bíleigendur geti ekki séð þær í friði. Þeir eru þegar byrjaðir að aka þvers og kruss þarna yfir og inn á göturnar í Blesugrófinni. Þeir hafa sennilega fengið heldur lága skatta og lang- ar að bæta við þá vinnu við lag- færingar á skemmdunum eitt sumarið enn. Manni svíður svona framkoma ökumanna, þegar verið er að framkvæma hluti eins og þarna til fegrunar og snyrtingar fyrir almannafé. Biðskýlin til fyrirmyndar Sverrir Sverrisson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar til að koma á framfæri þökkum til forráðamanna Stræt- isvagna Reykjavíkur og borgaryf- irvalda fyrir biðskýlin, sem búið er að setja upp víða um borgina af miklum myndarskap, t.d. á Ægi- síðunni. Mér finnast þau til fyrir- myndar. Einnig langar mig að tjá ánægju mína með það, hvað vagn- stjórar á Leið 4 eru passasamir með tímann. Ávallt skulu þeir gæta þess að vera hvorki á undan né eftir áætlun og það kunnum við farþegarnir að meta. GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Úrslitin ullu vonbrigðum. Rétt væri: Úrslitin ollu vonbrigðum. Ath.: ollu er af að valda; en ullu er af að vella.) Framdrlfslokur - Aflstýrl - utað gler - Rúllubeltl • upphltuð afturrúða - Þurrka og vatnssprauta á afturrúðu - o.m.fl. Verð frá kr. 514.000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.