Morgunblaðið - 03.08.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.08.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1983 Farið að tygja sig til heimferðar f Húsafelli á sunnadag. HúsafeU: MorguDblaM/HBJ. Furðuhlutur í Skaftafelli í Skaftafelli var töluvert fjöl- menni um helgina og gisti þar flest um 1350 manns á laugardagsnótt. Aðallega var það fjölskyldufólk sem lagði leið sína í Skaftafell og fór allt mjög friðsamlega fram, að sögn landvarðanna þar og bar lítið sem ekkert á ölvun. í skoðunarferð á Svínafellsjökli fundu nokkrir göngugarpar úr Skaftafelli einkennilegan hlut ofan á skriðjöklinum. Það virtist eins konar rannsóknartæki sem svifið hefði niður í fallhlíf. Reynd- ar voru tækin tvö, en þeir tóku aðeins annað þeirra með sér niður. Efst á tækinu var stór linsa og sterk, og einhvers konar rafeinda- útbúnaður var inni í tækinu. Leif- ar af fallhlífum lágu á við og dreif þar sem tækin fundust. Verið er að kanna hvort þessi útbúnaður tilheyrir Jöklarannsóknarfélag- inu, eða öðrum sem stundað hafa rannsóknir á jöklinum. Á fímmta þúsund MIKIL umferð var í Borgarfirði um helgina — óvenju mikil og áberandi meiri en í fyrra, að sögn lögreglunn- ar í Borgarnesi. Gekk hún að mestu áfallalaust fyrir sig og urðu engin meiriháttar umferðaróhöpp. Tveir bílar skemmdust mikið er kviknaði í þeim, annar var við Langá, en hinn í Húsafelli. 12—14 ökumenn voru teknir grunaðir um ölvun við akstur og 17 minniháttar umferðaróhöpp voru skráð í bækur lögreglunnar. Nokkur þúsund manns söfnuð- ust saman í Húsafelli. Kristleifur Þorsteinsson bóndi í Húsafelli taldi að á fjórða þúsund manns hefði verið þar um helgina þegar allt var talið. Kom margt fólk með rútum og einkabifreiðum af höf- uðborgarsvæðinu og tjaldaði í Húsafelli, auk sumarbústaðafólks- ins. Kristleifur sagði að helgin hefði verið áfallalaus að mestu og sáralítil skemmdarverk hefðu ver- ið unnin á staðnum að þessu sinni en nokkrir „glæpamenn" hefðu þó verið í hópnum, en hann taldi að þeir hefðu flestir náðst. Sagði hann að fólkið hefði flest verið á aldrinum 14—20 ára og hefði mik- ið verið drukkið. Kristleifur sagði að lögreglan hefði staðið sig vel í stykkinu yfir helgipa og einnig hefðu félagar úr Björguharsveitinni Ok verið þarna við gæslu með heimamönnum. Síðdegis í gær þegar Mbl. hafði samband við Kristleif sagði hann að búið væri að hreinsa svæðið að mestu og væru það 10—15 bílhlöss af drasli sem þar hefðu verið skil- ín eftir. í Húsafelli var ráðist á sofandi mann í tjaldi sínu og hann barinn og rændur. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi náðist árásarmaður- inn og var hann tekinn í vörslu lögreglunnar og síðar fluttur til Reykjavíkur. Dansleikir voru á vegum Ungmennasambands Borg- arfjarðar á föstudags-, laugar- dags- og sunnudagskvöld í félags- ÞRIGGJA daga og fjögurra nótta þjóðhátíð Vestmannaeyinga lauk í Herjólfsdal undir morgun á mánu- dag. Þjóðhátíðin var að þessu sinni í umsjá knattspyrnufélagsins Týs og var hátíðin í ár töluvert fjölmennari en undanfarin ár, en talið er að um 6.500 raanns hafi sótt hátíðina. Eins og oftast á þjóðhátíð var talsvert um ölvun, en allt fór þó rólega og vel fram, enda ávallt sérstakt andrúmsloft vináttu og gleði ríkjandi á þessari rómuðu útihátíð í Herjólfsdal. Engin al- varleg óhöpp eða slys áttu sér stað. Veðrið lék við þjóðhátíðargesti lengst af helgarinnar, það rigndi á föstudagskvöldið, en veður var kyrrt og milt og lét fólk það ekkert heimilunum Brautartungu og Brú og fóru þeir vel fram að sögn lög- reglunnar. Flestir komu á laugar- dagskvöldið í Brautartungu, um 600 manns að því er talið er, en húsið rúmaði ekki fleiri gesti. Einnig var margt á föstudags- kvöldið en færra á sunnudag því þá var farið að fækka mikið gest- um í héraðinu. á sig fá þó bleytan kæmi einnig að ofan. Dansað var á fullu fram undir morgun og söngur, gleði og glens í tjöldunum. Veður var hið besta á laugardag og fram á mánudag. Sól skein í þrjá daga í röð sem þykir tíðindum sæta hér um slóðir á þessu vætusama sumri. Boðið var upp á fjölbreytta dagskrá á hátíðinni og dansað var á þremur pöllum öll kvöldin. Fast- ir liðir á þjóðhátíð voru á sínum stað, bjargsig, brenna á Fjósa- kletti og stórkostleg flugelda- sýning sem er orðin hápunktur hátíðarinnar. Að þessu sinni var skotið upp tívolí-flugeldum fyrir um andvirði um 80.000 króna. HKJ Vestmannaeyjar: Um 6.500 manns á þjóðhátíðinni Hannes Tómasson stendur hér fyrir aftan tækið dularfulla, en hann var einn þeirra sem fann það á Svínafellsjökli. Ánægð fjölskylda ( Þjórsárdal. Ljósm. Matthías Pétursson. Þjórsárdalur: Töluverð ölvun á útihátíð MBL. hafði samband við Jón Guð- mundsson, yfirlögreglumann á Sel- fossi og sagði hann að nokkuð hefði verið um ölvun í Þjórsárdalnum um helgina, en allt hafi gengið vand- ræðalaust fyrir sig. Haldið var þar stórt mót, Gauk- urinn ’83, en það voru Ungmenna- samband Kjalarness og Héraðs- sambandið Skarphéðinn sem stóðu fyrir þvi. Jón kvað eitthvað hafa verið um þjófnaði á svæðinu, og nokkuð um ölvun við akstur, en alls voru teknir í sýslunni 26 öku- menn, grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis. Jón sagði sína menn nokkuð ánægða með helg- ina, enda hafi hún að mestu verið slysalaus, og taldi hann að HSK og UMSK hefðu staðið vel að mót- inu í Þjórsárdal og haft góða stjórn á hlutunum. Að lokum sagði Jón að þeir hefðu gert könnun á bílbeltanotk- un fyrir helgi og hefði þeim þótt hún færast mikið í aukana, og voru þeir önnum kafnir við að dreifa viðurkenningar- og happ- drættismiðum frá Umferðaráði til bílbeltanotenda alla helgina. Allt að 90% notkun á bflbeltum yfir helgina: Fólk orðið jákvæðara í garð beltanna segir Tryggvi Jakobsson hjá Umferðarráði „BÍLBELTANOTKUN var með allra mesta móti á vegum úti um Verslun- armannahelgina, allt að 90%, og er það víst örugglega fslandsmet. Til samanburðar má nefna að um Versl- unarmannahelgina í fyrra var álitið að á milli 60 til 70% farþega í fram- sæti notuðu bílbelti,“ sagði Tryggvi Jakobsson hjá Umferðarráði í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Taldi Tryggvi að ýmsar skýr- ingar væru á þessari almennu notkun bílbelta nú, happdrættið hafði til dæmis örugglega mikið að segja að mati Tryggva, en lög- reglan dreifði yfir 10 þúsund mið- um. Annað sem Tryggvi nefndi sem hugsanlega skýringu var mynd sem sýnd var í sjónvarpinu fyrir helgina um mikilvægi þess að hafa börn í bílbeltum. En aðal- skýringuna áleit Tryggvi þó vera þá, að fólk væri almennt orðið jákvæðara í garð bílbeltanna, samanber könnun Hagvangs ný- lega, þar sem 87% aðspurðra voru meðmæltir notkun bílbelta. „En nú ríður á að fylgja þessum góða árangri vel eftir,“ sagði Tryggvi, „fólk má ekki gleyma beltunum þó Verslunarmannahelgin sé liðin. Og við munum halda áfram að dreifa happdrættismiðum í tvo mánuði í viðbót og væntum þess þá að hafa dreift um 50 þúsund miðum þegar yfir lýkur.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.