Morgunblaðið - 03.08.1983, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1983
5.500 manns voru í Atlavík
Viðskilnaðurinn góður í Atlavík
„ÞAÐ er auðvitað misjafn sauður í
mörgu fé. En miðað við þennan
mikla fjölda og frekar leiðinlegt veð-
ur er óhaett að segja að viðskilnaður-
inn sé nokkuð góður,“ sagði Jón
Loftsson skógarvörður í Atlavík þeg-
ar Morgunblaðið innti hann eftir því
í g»r hvernig umhorfs væri á staðn-
um eftir að 5 þúsund manns höfðu
skeramt sér þar um helgina.
„Mér leist satt að segja ekki á
blikun þegar fór að rigna á föstu-
dagskvöldið og ég ímyndaði mér
að grasið yrði eitt flakandi sár að
morgni. En það fór betur en á
horfðist þrátt fyrir ausandi rign-
ingu alla nóttina. Skipti þá ekki
litlu máli að fólkið var ánægt og
allir í banastuði. Hljómsveitirnar
drógu fólkið að sér og þúsundir
manna með ruslapoka úr plasti
sem yfirhöfn dönsuðu af kappi til
klukkan sex um morguninn."
Jón sagði að um 500 manns
hefðu starfað þarna við gæslu um
helgina, um 50 á vakt á hverjum
tíma. „Þetta væri ekki hægt öðru-
vísi,“ sagði Jón, „þrátt fyrir að
fólk gengi almennt vel um safnast
auðvitað fyrir gífurlega mikið af
rusli sem þurfti að hreinsa jafnóð-
um. Sölusvæðin voru stundum
eins og teppalögð af pylsubréfum
þegar líða tók á daginn, en þá tók-
um við tarnir og á morgnana var
allt hreint og fínt. Eins lögðum við
mikla vinnu í að hjálpa fólki við
að finna bílastæði. Við reiknuðum
með því fyrirfram að hægt væri að
koma fyrir 5 til 6 hundruð bílum
með góðu móti, en þegar mest var
fór bílafjöldinn yfir þúsund. Þá
var brugðið á það ráð að leggja
meðfram þjóðveginum báðum
megin."
Jón sagði að eitthvað hefði borið
á ölvun, eins og við væri að búast
þegar margir unglingar kæmu
saman, en allt hefði farið frið-
samlega fram og væri framkoma
unglinganna til fyrirmyndar.
Egilsstöðum, 1. ágúst.
GESTIR á Atlavíkurhátíð '83 eru nú
flestir að taka saman föggur sínar og
margir þegar haldnir til síns heima,
enda lauk skemmtidagskránni í
gærkvöldi með dansleik þar sem
Stuðmenn og Grýlur héldu uppi fjöri.
Rúmlega 5.500 manns sóttu Atlavík-
ursamkomuna að þessu sinni.
Skemmtidagskrá samkomunnar
hófst á föstudagskvöld og höfðu þá
hátt á 3 þúsund manns slegið
niður tjöldum sínum í víkinni. Á
föstudagskvöldi og langt fram yfir
miðnætti var síðan látlaus lest
bifreiða frá Egilsstöðum inní
Atlavík. Raunar höfðu 1.000
manns þegar hreiðrað um sig í
víkinni á fimmtudagskvöldi.
Veðurguðir léku samkomugesti
heldur grátt. Á fimmtudagskvöld-
ið hellirigndi, en stytti upp að-
faranótt föstudags. Síðan hélst
bærilegt veður þar til aftur tók að
rigna síðla laugardags og rigndi
mikið aðfaranótt sunnudags. Var
þá orðið bágt ástand hjá mörgum
gestinum — þar sem fólk virtist
almennt alls ekki búið undir rign-
ingu og kalsa.
Ölvun var áberandi og virtist
vínföng hvergi skorta. Meira að
segja að föstudagsmorgni var öl-
teiti talsverð í víkinni. ölvunin
náði þó hámarki aðfaranótt
sunnudags, að sögn lögreglu, og
þurfti gæslulið UÍA þá að hlúa að
50 manns vegna ofurölvunar og
vosbúðar.
Nokkuð var um minniháttar
meiðsli, s.s. skurði og beinbrot, og
voru miklar annir hjá læknum
sjúkrahússins á Egilstöðum.
Mikil umferð var milli Egils-
staða og Atlavíkur alla helgina —
og var hún óhappalítil. ökumenn
óku undantekningalítið á hæfi-
legum hraða og sýndu tillitssemi í
umferðinni, þótt einstaka ökuníð-
ingur skyti upp kolli við og við.
Að sögn lögregluvarðstjórans á
Egilsstöðum, Björns Halldórsson-
ar, var mikið um gripdeildir á há-
tíðarsvæðinu, tjöld voru skorin og
brotist inn í bíla, og reyndist lög-
reglu erfiðleikum bundið að kló-
festa sökudólga.
Skipulag allt og framkvæmd
þess á hátíðarsvæðinu var með
miklum ágætum og eiga UÍA-
menn skilið hrós fyrir, svo og sá
mikli meirihluti gesta sem sýndi
af sér góða umgengni í hvívetna.
í nótt var kalsaveður og gránaði
í fjöll.
— Ólafur.
Hljómsveitin Aþena fri Egilastöóum; L fri v.: Björn Hallgrímsson, bassaleik
ari; Valgeir Skúlason, trommari; Tómas Tómasson, gítarleikari; Örvar Ein-
arsson, hljómborðsleikari og söngvari; Kjartan Einarsson, rótari hljómsveit-
arinnar.
Aþena á Egilsstööum kjör-
in efnilegasta hljómsveitin
Kgilsgtodum, l.ágúut
A Atlavíkurhátíð nú um verslun-
armannahelgina fór fram sérstök
hljómsveitakeppni um titilinn „efni-
legasta hljómsveitin ’83“. í keppn-
inni tóku þátt 15 hljómsveitir víðs
vegar af landinu og sigurorð af þeim
bar hljómsveitin Aþena frá Egils-
stöðum.
Keppnin fór þannig fram að
fyrst kusu gestir á hátíðinni þrjár
hljómsveitir, er síðan kepptu til
úrslita. í úrslitakeppnina komust
auk Aþenu, kvennahljómsveitin
Dúkkulísurnar frá Egilsstöðum og
hljómsveitir Skriðjöklar frá Akur-
eyri. Sérstök dómnefnd fjallaði
síðan um leik þessara þriggja
hljómsveita og varð niðurstaðan
sú að Aþena hlaut fyrsta sæti,
eins og áður sagði, í öðru sæti
urðu Dúkkulísurnar frá Egilsstöð-
um og Skriðjöklar frá Akureyri í
þriðja sæti.
Sigurvegararnir hljóta að laun-
um 100.000.- krónur í peningum
eða ókeypis plötuupptöku.
— Ólafur
Vel gengið um þjóðgarðana
„ÞAÐ er mest fjölskyldufólk sem
sækir þjóðgarðana og friðuðu
svæðin, fólk sem gengur yfirleitt
vel um og gefur sér tíma til að
staldra við í nokkra daga.
Enda hef ég ekki annað en
góðar fréttir að færa, allt virðist
hafa gengið stórslysalaust fyrir
sig á þeim svæðum sem við höf-
um haft afskipti af,“ sagði Jón
Gauti Jónsson, framkvæmda-
stjóri Náttúruverndarráðs, í
samtali við Morgunblaðið í gær.
Jón Gauti sagði að um 13 hundr-
uð manns hefðu verið í Skafta-
felli þegar mest var, en um þús-
und manns í Jökulsárgljúfrum.
Sagði hann að umgengnin á
þessum stöðum hefði verið með
ágætum, og sömu sögu væri að
segja af öðrum stöðum, til dæm-
is Landmannalaugum, en þar
hefur stundum verið „róstu-
samt“ um helgar.
Vel heppnuð hátíðarhöld
Verslunarmannahelgin gekk
fremur vel fram í ár. Mbl. hafði sam-
band við lögregluna á nokkrum
stöðum á landinu og virtust flestir
hafa sömu sögu að segja.
Húsavík
Að sögn lögreglunnar á Húsa-
vík, gekk helgin vel fyrir sig, en
nokkuð var um minniháttar óhöpp
á vegum úti, og einn bíll fór útaf á
sunnudaginn og slösuðust tveir.
Laugahátíð á Laugum í Þingeyjar-
sýslu fór mjög vel fram að sögn
lögreglunnar og var með besta
móti í ár. Var talið að flest hefði
verið þar á laugardaginn, eða allt
að 2.000 manns. Ágætis veður var
á Húsavík á föstudag og fyrri
hluta laugardags, en síðdegis á
laugardag kólnaði nokkuð og tók
þá að rigna.
Akureyri
Á Akureyri var fremur rólegt
um helgina, og sagði lögreglan
þar, að unglingarnir hefðu margir
yfirgefið bæinn og haldið á útimót
í Atlavík og á Laugahátíð. Lítil
umferð var á Akureyri, en þó
nokkuð var af tjöldum í bænum
fyrir helgina. Engin stóróhöpp
urðu á vegum úti.
Hvolsvöllur
Að sögn lögreglunnar á Hvols-
velli, gekk helgin alveg ljómandi
fyrir sig, þrátt fyrir gífurlega um-
ferð um Suðurlandið. Mýrdals-
sandur varð ófær á sunnudags-
kvöld og mánudagsmorgun, en það
hafði engin óhöpp í för með sér.
Nokkrar skemmdir urðu á tjöldum
undir Eyjafjöllum vegna hvass-
viðris á sunnudag, en þá fuku tjöld
ofan af fólki langan veg. Bíla-
óhöpp voru fá, og sagði lögreglan
að mikið eftirlit hefði verið á veg-
um, og eftirtektarvert hafi verið
hve margir voru með spennt bíl-
belti og einnig var umferðarhraði
undantekningalaust í löglegum
mörkum.
ísafjöröur
Á ísafirði sagðist lögreglan ekki
muna eftir að verslunarmanna-
helgin hafi farið jafn friðsamlega
fram, og ekki urðu nein umferð-
aróhöpp. Tvær útihátíðir voru í
nágrenni ísafjarðar, önnur á
Reykjanesi og hin í Djúpmanna-
búð og voru samtals á báðum há-
tíðunum um 500 manns. Fór þar
allt mjög vel fram og ölvun ekki
meiri en um venjulegar helgar.
Veðrið var að sögn lögreglunnar,
ágætt en sólarlaust þar til á
mánudaginn, en þá var glampandi
sól og hiti.
Ólafsvík
LÍTIÐ var um að vera í Ólafsvík
um helgina, að sögn lögreglunnar
þar, en aðeins voru um 60 manns
við Arnarstapa þegar mest var.
Töluverð umferð var þó um svæð-
ið, en allt slapp slysalaust. Leið-
indaveður var þar, og fór unga
fólkið flest eitthvað annað út á
land, s.s. í Þjórsárdal, Húsafell
eða Vestmannaeyjar. Lögreglan
taldi að þetta hefði verið með ró-
legustu helgum sumarsins og var
lítið að gera hjá þeim.