Morgunblaðið - 03.08.1983, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.08.1983, Blaðsíða 44
BÍLLINN BILASALA SIMI 79944 SMIÐJUVEGI 4 KÓPAVOTt ^\skriftar- siminn er83033 MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1983 500 milljón kr. útskipun á tíu dögum UNDANFARNA daga hefur Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna verið að afskipa miklu magni af frystum fisk- afurðum til Bandaríkjanna. Nemur verðmæti útskipaðs farms um 17,7 milljónum dollara eða um 490 millj- ónum íslenskra króna. Að sögn Guðmundar H. Garð- arssonar, blaðafulltrúa SH, fór Hofsjökull nýverið vestur um haf með 4.000 lestir af frystum fiskaf- urðum og þessa dagana er verið að lesta í Goðafoss 2.700 lestum. Samtals eru þetta því 6.700 lestir og auk venjubundinna útflutn- ingsafurða er talsvert af frystum humri í þessum förmum. Úlfarsá: 48 laxar á einum degi MOKVEIÐI hefur verið í Úlfarsá í Mosfellssveit, eða Korpu eins og sumir nefna hana. 1. ágúst var kom- inn 241 lax á land úr ánni, en á sama tíma í fyrra hafði aðeins veiðst 71 lax, aukningin er því rúmlega þre- fóld. Mest veiddist þann 28. júlí síð- astliðinn, en þá komu eigi færri en 48 laxar á land, en aðeins er veitt á tvær stangir í Úlfarsá. Meðalþunginn er svipaður og í Elliðaánum, um 5 pund og stærstu laxar um 14 pund. Megnið af afl- anum hefur veiðst í fossunum tveimur við árósinn, en úr þessu má búast við því að veiðistaðir ofar fari að gefa afla. Sjá nánar „Eru þeir að fá ’ann?“ á blaðsíðu 27. Lengsta sjúkraflug TF-RÁN Morgunblaóið / Kristján 1». Jón.Nson. Þyrla Landhelgisgæzlunnar, TF-RÁN, fór í gær í lengsta sjúkraflug, sem vélin hefur farið í til þessa. Tveir sjómenn voru sóttir um borð í tvo togara á hafi úti. Á meðfylgjandi mynd sést skipverji á Bjarna Benediktssyni RE í körfu í stefni skipsins og skömmu síðar var hann hífður um borð í þyrluna. Togarinn var staddur á Halamiðum. Sjá nánar um sjúkraflugið á bls. 3. Hinn nýi methafi í svifflugi, Baldur Jónsson, á heimili sínu í gærkvöldi. Nýtt íslandsmet f svifflugi: M^nb,n4i4/(i“4j6n Flaug fyrstur gull-C „ÉG FLAUG austur að Leiðólfsfelli, tók þar mynd af hornpunktinum og sneri við og flaug til baka aftur og lenti á Sandskeiði, eftir mikinn barning við Ingólfsfjall. Þetta er meira en íslandsmet í lengdarfiugi á svifflugu, því þetta er gull-C, sem aldrei hefur verið tekið áður hér á landi, meira að segja með demanti,“ sagði Baldur Jónsson, byggingar- meistari, sem á sunnudaginn setti nýtt íslandsmet í svifflugi, fiaug svifflugu sinni yfir 300 kílómetra frá Sandskeiði að Leiðólfsfelli og til baka aftur til Sandskeiðs og bætti fyrra met um rúma 50 kílómetra, en það var sett fyrr í sumar. Svifflugnefnd Flugmálafélags íslands á eftir að staðfesta metið formlega. „Ég var í 7 klukkutíma og 20 mínútur á lofti og flugið gekk vel, nema við Ingólfsfjall, þar sem ég var næstum dottinn niður. Eg flaug alla leið austur á Foss á Síðu og flugið var miklu lengra en það sem fæst viður- kennt, því það er bara á milli hornpunktanna sem voru ákveðnir fyrirfram. Maður ákveður það áður en maður legg- ur af stað hvernig ætlunin er að fljúga og það er vottað af trún- aðarmanni Flugmálafélagsins eða einhverjum svifflugmanni og mér tókst það sem ég ætlaði mér. Það að fljúga yfir 300 kíló- metra gefur gull-C og demantur- inn fæst fyrir að ákveða flugið fyrirfram. Ég fór hæst í 5600—5700 metra hæð og það er möguleiki að það sé demantur fyrir það einnig, því ef maður hækkar sig um 5 þúsund metra eftir að maður sleppir, er einn demantur fyrir það og ég sleppti í 600 metra hæð yfir Sand- skeiði," sagði Baldur. lömbum tvö greni Dýrbítar unnir í Mosfellssveit: Leifar af 37 fúndust við TVÖ TÓFUGRENI voru nýlega unnin á afrétti Mosfellinga. Ummerki við grenin báru það greinilega með sér að í þeim báðum voru dýrbítar, því við þau var mikið af hauskúpum og leggjum af lömbum og fullorðnu fé. Helgi Bachman og Ómar Run- ólfsson refaskyttur voru að leita á afrétti og fundu þeir þá annað grenið eftir nokkra leit og tókst að vinna þar 6 dýr, 2 fullorðin og 4 yrðlinga. Við grenið voru 6 eða 7 hauskúpur af lömbum sem greinilega voru frá því í sumar og einnig eitthvað frá fyrra ári, en Helgi sagði í samtali við Mbl. að búast mætti við að annað eins hefði verið inni í greninu. Eftir þetta fóru þeir að leita betur og fundi þeir þá nýbitið lamb. Biðu þeir við lambshræið og skutu læðu og einn yrðling sem komu að því og fundu þeir síðan annað greni og unnu refinn og þá tvo yrðlinga sem eftir voru. Við þetta greni fundu þeir 12 hausa, bæði af lömbum og full- orðnu fé, og áætluðu að annað eins hefði verið inni í greninu, þannig að í og við þessi tvö dýr- bítagreni hafa verið leifar af 37 lömbum. Sagði Helgi að ekki væri það að furða, því þegar yrðl- ingarnir væru orðnir þetta stórir þá þyrfti lamb á dag til að fóðra íbúa hvers grenis. Mýrdalur: Mikill skaði af heyfoki MIKILL skaói varð af heyfoki í Mýrdalnum seinnipart sunnudags- ins og aðfaranótt mánudagsins, en þá gerði hvasst af norðri og hey fauk á haf út, en bændur áttu mikið hey flatt. Veðurspá var nokkuð góð og illa hefur gengið það sem af er sumri að ná inn heyjum. Á fjórum bæjum þar sem Morgunblaðið kannaði mál- ið í gær fuku mest 800—1000 baggar af heyi á einum bæ, en minnst 70. Alíir þessir bæir eru austarlega í Mýrdalnum, þar sem getur orðið mjög hvasst í hviðum. í Kerl- ingardal fuku 800—1.000 baggar, á Höfðabrekku um 400 baggar, á Litlu-Heiði 500—700 baggar og á Stóru-Heiði 70 baggar af heyi. Hvassviðrið ódrýgði einnig hey á Síðu og undir Eyjafjöllum, eink- um undir þeim austanverðum og á Skógarsandi fauk talsvert af heyi. Á veðurathugunarstöðinni á Vatnskarðshólum fengust þær upplýsingar að veðurhæðin hefði verið sögð 8 vindstig, en hvassara hefði orðið i mestu hviðunum. Þessi vindhraði er óvenjulegur á þessum árstíma í Mýrdalnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.