Morgunblaðið - 03.08.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.08.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1983 35 landhelginnar. í landhelgismálinu hafði hann sig nokkuð í frammi og lét þá gamminn geysa. Vera hans á togaraflotanum, árum saman, og þá einatt með með völdum skip- stjórnarmönnum, hefur haft sín áhrif á hann og víst er um það, að það var einlæg sannfæring hans að verið væri að þurrausa auðlind- ir fslands á hafsbotni og ekki væri seinna að vænna. Fjallaferðir og ferðalög voru snar þáttur í lífi Péturs og ungir að árum vorum við Pétur óþreyt- andi við að klífa fjöll og firnindi og mátti heita, að um árabil söfn- uðum við fjöllum og fjallgörðum í klifursafn. Þessar ferðir voru ánægjulegar og eru eftirminni- legar. Vil ég þakka það góðum skipulagsgáfum og vel grundvall- aðri landfræðikunnáttu Péturs ásamt því hve hann var ávallt eldhress og léttur í lund. Fram í hugann kemur ferð, sem við fórum saman þrír, Pétur, Sig- urjón, eldri sonur hans, og undir- ritaður, fyrir réttum átján árum. Arnarfell hið mikla hafði lengi freistað okkar, leiðin og umhverfi torfært, en nú var stundin runnin upp. Á fjallabíl Péturs stefndum við á Sprengisand. Pétur hafði þá nýverið eignast kajak, sem var þannig gerður að brjóta mátti saman og á honum fórum við yfir Þjórsá við upptök hennar í Hofs- jökli. Þegar yfir kom gat að líta varpland heiðagæsarinnar, hin frægu gæsaver. Þar blasti við sú sjón, sem seint líður úr minni. Gæsin var flogin með alla flevga unga, búin að flytja sig í hlýrra loftslag á láglendi, en eftir hafði hún skilið þá unga sína, sem ófleygir voru, óteljanlegan fjölda, en yfir sveif vargfuglinn. Leið lá nú meðfram Hofsjökli að austan og að suðurhlíðum Arnarfells hins mikla. Þar skynjuðum við mikil- fengleik, átök og andstæður í ís- lenskri náttúru. Arnarfell hið mikla hallar baki að Hofsjökli en skartar í suðurhlíðum sérhverri þeirri jurt er á annað borð vex villt hér á landi. Með tilliti til litbrigða var veður ákjósanlegt, skiptust á skin og skúrir, haglél féll um kvöld. Pétur Guðjónsson átti til góðra að telja, var alinn upp á traustu íslensku heimili og kom styrkur að heiman, albúinn þess að takast á við það, sem að höndum bar í leik og starfi. Vel er í minni frásögn Péturs, þegar hann á fermingar- aldri, í upphafi síðari heimsstyrj- aldar, bað móður sína leyfis, að hann mætti fara sem léttadrengur á einum fossa Eimskips til New York. Átök hernaðar voru hafin og siglingar fjarri því að vera hættu- lausar. Nærri má geta hve erfitt það hefur verið móður hans, að verða við þessari ósk en Sigríður Pétursdóttir þekkti son sinn og gaf leyfi sitt. Hún bað Pétur son sinn hinsvegar að gera eitt fyrir sig, þar sem hann væri nú að fara á sjóinn og myndi þá væntanlega hafa viðdvöl í erlendum hafnar- borgum, og það var að hann neytti hvorki áfengis né tóbaks. Pétri var ljúft að verða við bón móður sinn- ar og neytti hvorugs um sína daga. Komu hins íslenska skips til New York bar upp á þeim tíma að markvert þótti og höfðu þarlendir blaðamenn viðtöl við áhöfn. í einu blaðanna birtist viðtal við Pétur með mynd. Þetta atvik leiddi til þess að kaupmannshjón i New York, Reismann að nafni, af gyð- ingaættum, settu sig í samband við Pétur og gerðu honum heim- boð, sem var undanfari ævilangr- ar vináttu. Heimili þeirra Reismann-hjóna stóð síðan Pétri opið, var litið á hann sem son og þaðan þáði hann góð ráð og heil- indi, sem höfðu á hann mótandi áhrif og hann taldi sig seint fá fullþakkað. Pétur Guðjónsson var ekki allra, en vinur vina sinna var hann sannur. Ekki veit ég hvað það hefði átt að vera, sem Pétur var ekki reiðubúinn að gera fyrir vini sína og fá vinir hans seint þakkað honum samfylgdina. í einkalífi sínu var Pétur gæfu- maður. Engum sem til þekkti duldist hve vel þau Bára voru saman valin. Víðförul og verald- arvön voru þau aufúsugestir, inn- anlands og i'tan, og á sínu fagra heimili voru þau góð heim að sækja, glaðvær, gestrisin og mat- argerðarlist í hávegum höfð, þannig að unun var að. Skarð er fyrir skildi við andlát Péturs Guðjónssonar. Bára, syn- irnir Sigurjón og Guðjón Þór, tengdadætur, barnabörn og systk- ini Péturs hafa öll misst mikið. Það má vera ástvinum Péturs huggun í harmi hve góðar minn- ingar hann skilur eftir og ég bið þess nú að þegar frá líður verði það þær sem vermi um ókomin ár. Hugurinn leitar einnig til tengda- móður Péturs, frú Rannveigar móður Báru. Nýlátinn er sonur og bróðir og öðru sinni horfa þær mæðgur á eftir tengdasyni og eig- inmanni Báru. Blessuð sé minning Péturs Guð- jónssonar. Haukur Heiðar Landið var fagurt og frítt og fannhvítir jöklanna tindar himinninn heiður og blár hafið var skínandi bjart. (J.H.) Það var dýrlega fögur sjón, sem blasti við fjallgöngumanninum, þar sem hann gekk í átt til tinds Eyjafjallajökuls. Veðurútlit hafði ekki verið gott þegar lagt var upp um morguninn. Mestur hluti göngunnar upp jök- ulinn hafði verið farinn í þoku og veðurspáin gerði ráð fyrir rign- ingu og hvassviðri seinni hluta dagsins. Allt í einu brýst sólin fram, fannhvítur jökultindurinn ber við heiðbláan himininn. Geisl- ar sólarinnar flæða um allt. Á þessum stað, þegar sól nálg- ast hádegisstað, fellur Pétur Guð- jónsson örendur niður. öræfin, sem hann hafði helgað svo mikið af kröftum sínum, hafa nú heimt mátt hans allan. Tuttugu og fimm ára samferð er lokið. Minningarn- ar taka við. Minningarnar byrja á ferð til Norðurlands í fjallabíl Péturs, sem hann nefnir „Trölla". Pétur hefur gert Öræfaferðir að sérgrein sinni, eins og svo margt annað. Bíll hans er eins og eyðimerkur- skip, sjálfstætt og alls megnugt. Heimur út af fyrir sig, en í radíó-, sjónvarps- og loftskeytasambandi við umheiminn. Ungur að árum hafði Pétur haf- ið störf á íslenskum togurum og farskipum sem loftskeytamaður. Þar hlustaði hinn ungi og næmi hugur hans á útvarpsstöðvar heimsins. Þannig komst hann úr þeirri einangrun sem flestir Is- lendingar voru jafnan fjötraðir í. Með honum vaknaði meiri sjálfs- vitund en hjá flestum öðrum um þann stóra heim, sem er umhverf- is okkur eyþjóðina. Hann heyrði hin ýmsu tungumál þjóðanna og langaði til að skilja þau. Hann uppfyllti þá ósk síðar og náði full- komnum tökum á frönsku, spænsku, ítölsku, þýsku auk dönsku og ensku. Við þetta jókst sjóndeildarhringur hans í báðum merkingum þess orðs. Hann naut þess að ferðast vítt og breytt um heimsbyggðina og hafði samband við fjölda fólks af ýmsu þjóðerni. Fyrsti viðkomustaðurinn í ferð- inni er skíðaskóli Valdimars örn- ólfssonar. Skíðin eru tekin ofan af bílnum um hásumar og byrjað að skíða af kappi langt fram á kvöld. Höfðinginn Valdimar heldur lyft- unum opnum fyrir Pétur, löngu eftir að kennslu er hætt. Skíð- amennskan er uppáhaldsíþrótt Péturs. Hann er frábær skíðamað- ur. Hann skilur lögmál skíða- mennskunnar út í æsar og er mjög góður kennari. Hann hefur kennt sonum sínum og barnabörnum, mér og mínum börnum. Hann hafði sérstakt lag á börnunum og er fljótur að komast í samband við þau á sinn glaðlega og uppörvandi hátt. Orð eins og „fjalladrottning" eða „skíðakóngur" eru fljótt farin að heyrast ef hinn ungi sýnir við- leitni. Það byrjar að rigna í Kerl- ingarfjöllum. Pétur hlustar á veð- urfregnirnar. „Við förum norður yfir á morgun,“ segir hann, „þar verður sólskin." Veðrið var eitt af því sem hann hafði „stúderað". Hann er sérlega veðurglöggur maður. Við kveðjum Valdimar og höldum norður í Laxárdal og rennum í hlaðið á Halldórsstöð- um. Pétur hefur mjög gaman af að ræða við bændur landsins um hag þeirra, búskapinn, veðurfar, feg- urð landsins, sögu þess, stjórnmál og efnahagsmál. Þeim þykir og fengur í komu hans, manns sem þeir geta rætt við um nánast hvað sem er, fjölfróðan og vel lesinn. Sjálfur er hann af bændum kom- inn og ber alla bestu kosti sveita- fólks: Áreiðanleika, heiðarleika, traust, varkárni, útsjónarsemi, þrautsegju og hagkvæmni. Rót- gróin lífsviðhorf bænda eru þess- um heimsmanni í blóð borin. Oft hrjóta heilræði móður hans hon- um af vörum. Halldórsstaðabændur sýna okkur stoltir húsakynni sín hátt og lágt. Pétur vekur athygli á hin- um grísku formum á dyra- og gluggaútbúnaði. Áhugi hans á klassískri byggingarlist, húsbún- aði, skreytingarlist og antík er geysimikill. Hann er búinn af afla sér mjög mikillar þekkingar á þes'su sviði á ferðum sínum um heiminn, einnig með lestri bóka og tímarita um þessi mál. Þessi áhugi kemur fram í heimili hans og konu hans, Báru Sigurjónsdóttur, sem er eitt hið fegursta í landinu. Sér- staklega er samferðamaður minn smekklegur á liti og velur hann þá saman af sérstakri kostgæfni. Samræmið verður að vera algjört. Ekkert má særa augað. Þekking hans á efnum, framleiðendum, stíltegundum og sögu hlutanna er undraverð. Þetta hefur hann allt „stúderað", eins og svo margt ann- að. Úr Laxárdal er haldið á sím- stöðina á Akureyri. Hann ætlar að hringja heim. Fyrir honum var ein Báran alveg einstök. Á símstöð- inni er löng biðröð og þegar kemur að Pétri er Bára ekki í þeim síma, sem hann hefur hringt í, og hann biður um annað númer. Af- greiðslustúlkan segir, að til þess verði hann að fara aftur í biðröð- ina. Þá verður sprenging. Pétur mótmælir kröftuglega þessu óréttlæti, en símastúlkan situr fast við sinn keip. Hún segir að það séu aðeins 8 línur til Reykja- víkur. Allir Akureyringar eru í biðröð. Hvers vegna láta þeir bjóða sér þetta? hugsa ég með mér. Deilan magnast, raddir hækka og fylla allan afgreiðslu- salinn. Fólk fer hjá sér. Fólk, sem hefur látið sluksara berja sig inn í biðraðir í stað þess að krefjast Iausnar er þögult. Pétur er öðru- vísi. Hann er óháður áliti annarra. Hann gerir kröfur. Það er engin önnur lausn en að afgreiða Pétur strax. Hann talar við Báru og við höldum áfram ferð okkar. Það er ekki laust við aðdáun í undrunar- og hneykslunarsvip viðstaddra, þegar Pétur gengur út. Það er gott að svona menn skuli vera til til þess að eyða lognmollunni. Per- sónulegt frelsi og sjálfstæði er æðsta boðorð Péturs Guðjónsson- EIVGIAIMDS- OG SKOILWDSIi: KÐ meö lirvndísi Schram TVÆR VIKUR ■ BROTTFÖR 17. ÁGÚST VERÐ KR. 18.800.- Farið með ms Eddu á miðvikudagskvöldi og í tvo og hálfan sólarhring njóta menn lífsins í þessari lúxusferju. Komið til Newcastle laugardaginn 20. ágúst kl. 10. Komiö viö á Edinborgarhátíó Dvalist verður í Edinborg, hinni fögru höfuðborg Skotlands, fyrstu fjóra dagana. Listahátíðin mikla, sem haldin er árlega þar í borg, hefst einmitt sunnudaginn 21. ágúst, og er ætlunin að fylgjast með opnunarathöfninni í Princes Street, en þar verður eflaust margt um manninn þennan dag. Þeir sem vilja geta síðan keypt sér miða á tónleika eða aðra menning- aratburði, en hópurinn allur mun fara á kvöldskemmtun við Edin- borgarkastalann (Military Tattoo) og seinna eiga sameiginlegt borðhald í miðaldakastala, þar sem þjónustulið og skemmti- kraftar klæðast og skemmta á miðaldavísu. Á sjötta degi verður síðan haldið suður á bóginn í gegnum hið fagra Vatnahérað (Lake District) í Norður-Englandi. Þar verður gist eina nótt, en síðan haldið á ný til Newcastle. Þar verður svo dvalist þrjár síðustu næturnar. Pantanir í þessa sérstæðu og sérlega ódýru ferð þurfa að berast nú fljótlega til Bryndísar Schram í síma 21513 eða Farskips, Aðalstræti 7, sími 25166 alþýðufloHHurinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.