Morgunblaðið - 03.08.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.08.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1983 17 sem hinar þrjár myndir með eyra sem aðalþema eru miklu sterkari verk og átakameiri, — og jafn- framt ólíkt persónulegri. Hefði ég viljað sjá fleiri slík verk á sýning- unni og þá dettur mér í hug, að það hefði verið næsta óvenjulegt ef öll sýningin hefði verið byggð upp á þessu sama þema. Jafn- framt að öllu leyti réttlætanlegt. ólafur hyggst halda utan til náms í haust og hefur valið Vín- arborg sem framhaldsvettvang sinn. Það er ánægjulegt til þess að vita, að ekki róa allir á sömu mið- in og verður fróðlegt að sjá hvað ólafur uppsker með þeirri ákvörðun sinni. Alténd er það víst, að það er undir einstaklingnum komið en ekki staðnum hvernig lífsins strik skrifast. Ólafi Th. Ólafssyni fylgja óskir um velgengni og eljusemi í hinni miklu borg lista og menningar. Norrænn byggingar- dagur hald- inn hér- lendis Á þriggja ára fresti eru haldnar ráð- stefnur á vegum Norræns byggingar- dags, sem er samtök félagasamtaka, stofnana og opinberra aðila á sviði hús- næðis- og byggingarmála á Norður- löndum. Iár verður ráðstefna Norræns byggingardags haldin hér á landi, dag- ana 29.—31. ágúst og er þetta í 15 skipti sem slík ráðstefna er haldin. Á ráðstefnum Norræns bygg- ingardags er fjallað um helstu vandamál á sviði húsnæðis og bygg- ingarmála, og reynt að skyggnast inn í framtíðina. Ákveðið þema er á hverri ráðstefnu, og í ár verður þem- að „Mættet boligmarket?", eða er íbúðarþörfinni að verða fullnægt, en á Norðurlöndunum hefur undanfar- in ár orðið sú þróun, að fólksfjölgun hefur ekki orðið eins ör og áður og í sumum byggðarlögum hefur jafnvel orðið fólksfækkun. Ráðstefnan verður sett í Háskóla- bíói árdegis þann 29. ágúst, en henni haldið áfram á Kjarvalsstöðum sama dag og daginn eftir. 14 erindi verða flutt á ráðstefnunni, og eru fyrirlesarar úr hópi færustu sér- fræðinga á þessu sviði á Norðuriönd- um. Á ráðstefnunni verður meðal annars fjallað um hvað framundan sé í íbúðarbyggingum hér á landi og hvort fjölskylduvenjur breytist á næstu árum með tilliti til minni fjöl- skyldustærðar og meiri tækni. Einn- ig verður til umræðu viðhald og endurbygging húsa, rannsóknir í byggingariðnaði og hvað skuli til ráða ef framleiðsla fbúðarhúsa minnkar. Tveir fyrirlesaranna eru frá íslandi, þeir Davíð Oddsson, borgarstjóri og Jónas Haralz, banka- stjóri. Ráðstefnunni verður slitið í Há- skólabíói síðdegis 30. ágúst, en I tengslum við hana verða farnar fag- legar skoðunarferðir um Reykjavík og nágrenni miðvikudaginn 31. ág- úst. Þátttökugjald á ráðstefnunni i ár er 7.500 krónur, en nánari upplýs- inga um ráðstefnuna verður að leita í bæklingi sem Norrænn byggingar- dagur gefur út, og er til afhendingar á skrifstofu samtakanna að Hall- veigarstíg 1. Verndari Norræns byggingardags í ár er forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir. Nú getur þú eignast einbýlishús — eftir þínum óskum — án þess að fá magasár *SNORRAHÚS heitir það Nýtt 80 m2 parhús t&SS 11 sa &.Q yX- .- 09 3^aa^ot t. o3aí * Húsin eru byggð samkvæmt nýjustu kröfum Rannsóknarstofu byggingariðnaðarins og Hiisnæðismálastofnunnar. LÍTIÐ EINBÝLISHUS — fyrir unga sem aldna Gert er ráð fyrir að byggj^ megi garðstofu sem hægt er að nýta sem stækkun við stofu, gróðurhús með heitum potti ofL Því ekki að eignast slíkt hús í rólegheitum á næstu árum? Áætlað verð: 1. Uppsett, fulifrágengið að utan á þínum grunni. 107 m2 kr. 490.000 2. Uppsett, fulifrágengið að utan. Tilbiiið undir tréverk að innan. Með raflögn, vatnslögn hitalögn ásamt ofnum. Grófjöfnuð lóð. Staðsett á lóðum okkar við Grafarvog og er verð lóðar og grunns innifalið. 107 m2 kr.2.120.000 PARHUS Kynnið ykkur vel þá miklu möguleika sem þessi hús bjóða uppá. Kjörið hús til að aðstoða unga fólkið til að koma sér þaki yfir höfuðið. Reiknað fyrir tvær fjölskyldur en má breyta eftir efnum og ástæðum. Áætiað verð: 1. Uppsett, fullfrágengið að utan á þínum grunni —— - íbúð A 120 m2 kr. 581.000 íbúð B 77 m2 kr. 373.000 -íbúð A 80 m2 kr. 450.000 íbúð B 80 m2 kr. 450.000 2. Uppsett, fullfrágengið að utan. Tilbúið undir tréverk að innan. Með raflögn, vatnslögn hitalögn ásamt ofnum. Grófjöfnuð lóð. Staðsett á lóðum okkar við Grafarvog og er verð lóðar og grunns innifalið. íbúð A 120 m2 kr.l.900.000 íbúð B 77 m2 kr. 1.200.000 - íbúð A 80 m2 kr. 1.550.000 íbúð B 80 m2 kr. 1.550.000 Verð húsanna er áætiað og miðast við visitölu byggingarkostnaðar HAGSTÆÐDR SAMNINGAR 1 m 1983 .. 1. 10% vid samning. Þú velur húsagerd og ákveður hvernig og hvenær þú vilt fá húsið afhent. 2. 40% fram að afhendingu Þegar greidd hafa verið 40% af andvirði samnings færð þú húsið afhent. 3. Eftirstöðvar á 18 mánuðum. Við aðstoðum þig við að fá Húsnæðis- málastjórnarlán. 11 ÍTf| j. i Y Vv.:a i j-3 NY SPARNAÐARLEK) 5000 KR. MÁNAÐARGREIÐSLA Þetta er lámarksgreiðsla og er miðuð við afhendingu eftir 1-5 ár eða þar til 40% af andvirði hússins hefur verið greitt. Þú getur valið um upphæð mánaðrgreiðslna og einnig greitt hærri upphæðir eftir því sem þér hentar. Þú velur húsagerð og á hvaða byggingarstigi þú vilt fá húsið afhent. Innborgun við gerð samnings 10%. Allar innborganir eru að fullu verð- tryggðar og miðaðar við visitölu byggingarkostnaðar sem verð húss- ins miðast einnig við. Þetta er tækifæri sem margir hafa beðið eftir. Fjárfesting sem getur skilað umtalsverðum söluhagnaði. Nú er óhætt að skipuleggja fram í tímann þar sem Reykjavíkurborg stefnir að nægu lóðaframboði næstu árin. Við höfum nú þegar fjölda lóða til ráðstöfunar. ORFAUM HUSUM ORAÐSTAFAÐ 11. AFANGA ^ HÚSASMIÐJAN HF. LJ UPPLÝSINGASÍMI 43521 ATTU LOÐ? ERTU AÐ HUGSA UM AÐ BYGGJA? Við getum sparað þér stórfé og fyrirhöfn. Hjá okkur getur þú valið úr meira en 100 mismunandi teikningum. Verð kr. 35-55 þús. fyrir allar teikningar. Filipp^eyjar-Tarw I Farandaíerðinni til Filippseyja verður aðeins gist á íyrsta ílokks hótelum. Þess vegna látum við gististaði eins og þessa íara íramhjá okkur í ferðinni. Hop$ Kop$*Kípa Brottíör I. 23. desember Brottför II 30. desember ftaiandi Vesturgötu 4 - sími: 17445. Sérfræðingar í spennandi sumarleyfislerðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.