Morgunblaðið - 03.08.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.08.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1983 7 Raðhús til leigu í Kópavogi. Leigist frá og með 1. sept. ’83 til 1. sept. ’84. Húsiö er ekki alveg fullgert. Tilboð óskast send á auglýsingadeild Mbl. fyrir föstudagskvöld 5. 8. merkt: „K — 8728“. „K -8728“. MITSUBISHI Framhjóladrif - Supershift (sparnaöargír) - útlspeglar beggja megin - Ouarts klukka - Utað gler í rúðum - Rúliubelti - upphltuð afturrúða - Stórt farangursrými - o.m.fl. verð frá kr. 231.000 (Cengl 5.7.1985) ulHEKIAHF ■ ■ iLaugavegi 170-172 Sími 21240 UJI^J Handunnar Olíukolur í steinleir. VERÐ AÐEINS KR. 148.-& 245.- Höfðabakka 9, Reykjavík. S. 85411 Atvinnu- rekstur í Reykjavík Heimdalhir, SUS í Reykjavík, gekkst fyrr á þessu ári fyrir ráðstefnu um atvinnurekstur í Reykjavik. Erindi á þessari ráðstefnu hafa verið gefín út í aðgengilegu hefti. Þar fjallar Sigmar Ármanns- son, lögfræðingur lands- sambands iðnaðarmanna, um gildi smáfyrirtækja fyrir atvinnulífíð. Lokaorð erindis hans eru tekin upp í tvídálki Staksteina í dag. Sigmar segir ennfremur í grein sinni: „Nú er að verða almennt viðurkennt á Vesturlönd- um, að smá og meðalstór fyrirtæki gegni ekki síður þýðingarmiklu hlutverki í atvinnulífí einstakra landa heldur en stórfyrirtæki. Segja má, að á undanförn- um árum hafí í sumum löndum orðið nánast vakn- ing í þessum efnum. Stjómvöld og almenningur hafí í sívaxandi mæli hug- að að því, hvernig styrkja mætti stöðu minni fyrir- tækjanna. Hefur jafnvel mátt ræða um eins konar „smáfyrirtækjastefnu" í þessu sambandi. Með henni er leitast við að setja fram hugmyndir um, hvaða kröfur skuli gera til fyrir- tækjanna sjálfra, jafnt stórra sem lítilla, og til stjórnvalda, svo að tryggja megi viðgang atvinnulífs- ins, þar sem smá og meðal- stór fyrirtæki og stærri rekstrareiningar starfa á jafnréttisgrundvelli hlið við hlið. Gerðar era tillögur um úrbætur á flestum mik- ilvægum sviðum atvinnu- rekstrar, t.d. um skattamál, um fjármagnsfyrirgreiðslu til rekstrar og fjárfestingar, um hagræðingaraðgerðir og tækniráðgjöf, um fræðslu og endurmenntun jafnt stjórnenda sem starfsfólks, og loks um margvíslega löggjöf, er varðar atvinnureksturinn beinL Ekki síst hefur smá- fyrirtækjastefnan átt fylgi að fagna í löndum Efna- hagsbandalags Evrópu, á Norðurlöndum, í Sviss og víðar." Smá og stór fyrirtæki „Stór og öflug atvinnufyrirtæki eru nauösynleg hverri þjóö. Þau ein nægja þó ekki til að tryggja þegnunum velferð og öryggi. Nauösynlegt er aö leggja jöfn- um höndum áherslu á smáar rekstrarein- ingar sem stórar, og leitast viö aö tryggja aö sambúðarörðugleikar þessara tveggja fyrirtækjagerða veröi sem minnstir. Brýnt er t.d., að svo sé búiö um hnútana, aö framkvæmdir viö uppbyggingu stórfyrir- tækja og tilfallandi þjónusta vegna starf- rækslu þeirra gagnist minni fyrirtækjum í sem ríkustum mæli. Án þessara tengsla milli hinna minni fyrirtækja og hinna stærri veröur efnahagur íslendinga ekki bættur. Án jafnvægis milli þessara tveggja rekstrargeröa er hætt viö, aö þaö atvinnuleysi, sem um þessar mundir hrjá- ir flestar nágrannaþjóöir okkar, haldi inn- reiö sína hér á landi með ófyrirsjáan- legum afleiðingum." (Sigmar Ármannsson í grein um gildi smáfyrirtækja fyrir atvinnulífiö). Nýjar at- vinnugreinar Magnús L. Sveinsson, borgarfulltrúi, fjallaði um hlutverk Reykjavíkurborg- ar í atvinnuuppbyggingu. Hann sagði að borgin ætti ekki að gerast beinn þátt- takandi í atvinnurekstri. Hún ætti hins vegar að stuðla að öflugu og vaxandi atvinnulífí með óbeinum aðgerðum: lóðaúthlutun- um, hóflegri skattheimtu — og ýmiskonar aðstöðu. Tryggja þurfi batnandi samskipti borgar og full- trúa atvinnulífsins í því skyni að örva fyrirtæki til aukinna umsvifa og arð- vænlegum greinum. Hann tíundaði ýmsa möguleika, sem atvinnumálanefnd borgarinnar hefði fjallað um og sagði m.a.: „Auk þess, sem á undan er talið, þá hefur borgin talið sér skylt að stuðla að og styrkja með sérstökum hætti aðila með áform um nýja framleiðshistarfsemi. I því sambandi auglýsti Ld. atvinnumálanefnd borgarinnar, að hún væri reiðubúin að greiða niður ! húsnæðiskostnað um ákveðinn og tilskilinn tíma og veita þróur ‘yrki. Gerðir hafa verið fímm samningar við fjögur fyrir- tæki um greiðslu styrkja í tiltekinn tíma, að uppfyllt- um ákveðnum skilyrðum. Hér er um að ræöa þrjú rafeindafyrirtæki og fyrir- tæki sem hóf framleiðslu á umslögum. Það er enginn vafi, að nauðsynlegt er að efía raf- eindaiðnað í Reykjavík en í þeirri grein verðum við að hasla okkur völl í framtíð- inni. Við erum þegar komin inn í hringiðu örtölvubylt- ingarinnar, sem breyta mun verulega uppbyggingu í atvinnulífínu. Nauðsyn- legt er að laga þá byltingu að atvinnulífinu, þannig að hún leiði ekki til atvinnu- leysis." Reykjavík- urhöfn Reykjavík var vagga tog- araútgerðar í landinu. Og enn í dag er höfnin lífæð atvinnulífs, sem að sjávar- hliðinni snýr. Reykjavík er stærsta vöruhöfn landsins og útgerð er hér enn nokk- ur, þó vart sé hægt að segja að höfuðborgin hafi haldið sínum hlut í því efni. Árið 1981 voru tæplega 44 þúsund manns vinnandi í Reykjavík. Arsverk voru um 38 þúsund, enda ýmsir í hlutastarfí. Ef höfuðborg- arsvæðið er tekið í heild voru ársverk nálægt 57 þúsund. Þar af var aðeins 1,5% við fiskveiöar og 3,1% við fískvinnslu. Þetta svæði og sér í lagi Reykjavík hafa hvergi nærri haldið sínum hlut í frumvinnslugreinum. Reykjavík er eina sveit- arfélag landsins sem ekki fær eyri á fjárlögum til hafnarframkvæmda, en annars staðar greiðir ríkið 75% til 100% (landshafnir) stofnkostnaöar. Reykvík- ingar borga þó sinn hlut, og sennilega vel það í skatttekjum ríkisins. Fiski- höfn í Reykjavík hefur enga sérstöðu er réttlætir þennan mun. Hér er á ferð mismunun sem Reykvík- ingar geta ekki þolað deg- inum lengur. Sólskinslampinn Vandaður íslenskur sólar- lampi með 10 PHILIPS UVA-perum og svo hagan- legri loftfestingu, aö í geymslustöðu er hann að- eins 22 cm frá lofti, auk þess sem létt er aö lœkka hann og hækka eða halla að vild, t.d. fjær andliti og nær fótum. Góð kjör og einstakt verð: 28.500 Framleiðandi: Grímur Leifsson lögg. rafvm., 96—41410, Húsavík. Söluumboö: iFOniX HÁTÚNI 6A • SÍMI 24420 Skotið í mark Eininga- og veggskápakynning okkar hefur hitt þráöbeint í mark vegna þess aö viö bjóöum þér mesta úrvaliö, bestu kjörin auk 3ja ára ábyrgöar á smíöi. |Best er þegar báðir hagnast| HÓSG&GNAHÖLLIN BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK * 91-81199 og 81410

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.