Morgunblaðið - 03.08.1983, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.08.1983, Blaðsíða 32
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1983 Minning: Pétur Guðjónsson framkvœmdastjóri ar. Hann vill engum háður vera. Hvorki vinnutíma, eignum, al- menningsálitinu, tímaþröng né öðru. Hann hefur komist furðan- lega upp úr sínu umhverfi. Hann hefur jafnvel sigrað sjálfan tím- ann svo vel að menn halda að hann vinni ekki mikið. Sannleik- urinn er hins vegar sá, að afköst hans eru geysimikil. Á togurunum vandist hann því að kasta sér til svefns hvenær sem var. Hann get- ur því unnið á hvaða tíma sólar- hringsins sem er. Tímaskyn hans er ágætt og einbeitnin skörp. Hann er markviss. Þetta gerir tíma hans virkari. Pétur á fasteignir á Hverfisgötu 50 og er stoltur af þeim. Þarna er hann fæddur og þar rak Guðjón faðir hans umfangsmikla sveita- verslun. En hann vill engu vera bundinn. Skattar á fasteignir hækka gífurlega. Samt verð ég undrandi, þegar hann segir mér að líklega verði hann að selja þessar eignir, skattaánauðin sé orðin slík og hann kominn á þann aldur, að hann hafi ekki tíma til að bíða breytinga né árangurs af upp- byggingarstarfi sínu. Pétur getur alls ekki meðtekið þann boðskap að lífið og tilveran eigi aðeins að vera undanþága frá sköttum. Hann krefst meira frels- is en svo. Að lífið og tilveran séu undantekningar frá dauðanum eru honum nægar takmarkanir. Við ökum í vestur frá Akureyri til Skagafjarðar, fram til dala. Á Ieiðinni les ég upphátt úr árbók Ferðafélags íslands. Allt var „stúderað“. Við hittum Móniku á Merkigili og staðreynum móttöku- skilyrði sjónvarps á bæ hennar. Næst göngum við á Nýjabæjar- fjall, rúmlega 1000 metra hátt. En við komumst ekki aftur niður. Dalalæða hefur lagst þétt að fjallshlíðunum, svo við sjáum ekki til að ganga niður. Þó er albjart uppi á fjallinu. Pétur er mjög varkár og gætinn ferðamaður og tekur enga óþarfa áhættu. Það er ekki um annað að ræða en bíða þess að þokan leysist í sundur. Við göngum um fjallið alla nóttina. Ekki var sú ganga leiðinleg. Það skyggir að. Sólin sest. Við ræðum um alla heima og geima. Heims- málin, stjórnmál, efnahagsmál. Rjúpa hleypur fyrir fætur okkar með stóran ungahóp. Við víkjum. Við ræðum ferðamál, stórborgir Evrópu, landhelgismálið, menn- ingu, listir. Kl. 4 rís sólin aftur rauðglóandi. Þegar albjart er orðið kl. 6 og geislar sólarinnar farnir að verma okkur, setjumst við niður þar sem hreinn snjóskafl gengur fram í himinbláa tjörn. Þarna lögum við te á prímus og borðum nestið. Þessum árbít gleymi ég aldrei. Þar sem við sitjum þarna, órakaðir, skítugir, slæptir og ósofnir, verður mér hugsað til glæsilegra boða Péturs og Báru að Drápuhlíð 36, þar sem smókingklæddir banka- stjórar, sendiherrar, ráðherrar, forstjórar og frúr þeirra sitja glæsileg boð þeirra hjóna í húsa- kynnum, þar sem allt hið besta er sótt til evrópskrar menningar. Gestgjafarnir, tveir sterkir ein- staklingar, sem kunna að njóta lífsins saman, bjóða vinum sínum að taka þátt í hamingju sinni og lífsgleði. Klukkan níu um morguninn leysist þokan og við komumst niður í Austurdal. Enn er haldið í vesturátt. í Víðidal er hlustað á veðurfregnirnar. Spáð er rigningu kl. 6 um kvöldið. „Þetta passar ekki,“ segir Pétur. „Sjáðu, svartur skýjabakkinn er kominn hingað." Eftir nokkrar mínútur byrjar að rigna. Það er ekkert annað að gera en að halda til Reykjavíkur. Þegar heim er komið, tekur Pét- ur í hönd mína og segir. „Jæja, þetta er búið að vera ánægjulegt. Þakka þér kærlega fyrir vinur.“ „Þakka þér miklu fremur," segi ég og bæti við: „Vertu blessaður, vin- ur.“ Jóhann J. Ólafsson. Það var vonglaður hópur sem flaug austur í átt til Eyjafjalla- jökuls árla morguns laugardaginn 23. júlí sl. Skipulögð hafði verið ganga átta manns, fjögurra ís- lenskra og fjögurra erlendra, á jökulinn þennan dag. Allt var klappað og klárt nema veður. Það gat brugðið til beggja vona. Á Hellisheiði var lágskýjað og rétt hægt að smjúga yfir hana gegnum gat á skýjaþykkninu, en þá rofaði til og Eyjafjallajökull blasti við sýnum beint í austur í hinu feg- ursta veðri. Fyrirhugað hafði ver- ið að ganga á skíðum á jökulinn frá Fimmvörðuhálsi upp á Há- mund og skíða síðan niður til norðvesturs framhjá Goðasteini og meðfram Skerunum, uns ganga yrði siðasta spölinn niður á Þórs- merkurveginn sunnan Markar- fljóts. Flogið var yfir þessa leið frá vestri til austurs og sást, að allar aðstæður voru hinar ákjós- anlegustu. Síðan var lent að Skóg- um og ekið sem leið liggur upp á Fimmvörðuháls. Þar sem vegur- inn hafði ekki verið ekinn áður í ár var óvíst hversu langt yrði komist, en í reynd komumst við langleiðina að sæluhúsinu. Þar spenntum við á okkur skfðin og hófum gönguna um níuleytið. Veð- ur var ágætt, þótt skýjaslæðingur byrgði sýn um hríð, en komið var hið fegursta veður er komið var upp fyrir neðstu brekkuna í um 1100 metra hæð, sem síðan hélst. Þar var staldrað við og borinn áburður á skinninn sem notuð voru á gönguskíðin, en þeim er reyndar hægt að breyta í brekku- skíði með einu handtaki. Þegar við höfðum gengið í um það bil klukkutíma í viðbót, og Hámund- ur, hæsti tindur jökulsins, blasti við í um 2 km fjarlægð, tókum við eftir að einn vantaði i hópinn, og var þá staldrað við. Það var Pétur heitinn Guðjónsson sem hafði helst úr lestinni, og horfið fyrir leiti. Nokkrum mínútum síðar kom hánn í ljós og gekk í áttina til okkar. Allt í einu, þegar hann var í um 30 metra fjarlægð, virtist hann leggjast út af. Fór þá leið- sögumaðurinn okkar, Helgi Bene- diktsson, á staðinn og kallaði strax til okkar. Þegar að var kom- ið var ljóst, að Pétur hafði fallið útaf þar sem hann stóð, með út- varp í hendinni að hlusta á ellefu fréttirnar frá BBC. Helgi, sem er þjálfaður í fyrstu hjálp, reyndi bæði hjartanudd og munn við munn aðferðina, en allt kom fyrir ekki. Ljóst var að Pétur var allur. Við sem þekktum hann vorum agndofa. Við áttum ekki von á því, að algjör reglumaður eins og Pét- ur gæti látist svona snögglega, enda var hann í ágætri þjálfun og mjög vel á sig kominn andlega og líkamlega. En enginn má sköpum renna. Eftir á að hyggja er hugsanlegt að segja megi að Pétur hefði vart getað kosið sér betri dauðdaga: Hann var í miðjum klíðum að sinna tveim mestu áhugamálum sínum, það er að segja: við útiveru og það á skíðum, og hlustandi á BBC. Hvorutveggja stundaði hann af miklum áhuga og kappi. Vart leið svo vika að hann gengi ekki á skíðum eða renndi sér niður brekkur. Hann hafði einnig yndi af að ganga til rjúpna. Skipulagsgáfur og fyrirhyggja í sambandi við ferðalög voru Pétri í blóð borin, og naut undirritaður þess oftlega. Ekki síst var gaman að ferðast með honum í Trölla, en svo nefndi hann sænskan torfæru- bíl af Lapplander-gerð, sem hann eignaðist fyrir nær 30 árum. Bíll þessi var mjög vel útbúinn, þannig að ekkert skorti á þægindi þegar komið var til baka úr gönguferð- um, stundum í misjöfnu veðri. Þá var gott að setjast inn í Trölla og fá nýlagaðan kaffisopa og vín- arbrauð, en Pétur hafði þann sið að kaupa vínarbrauðslengju áður en hann hélt í ferðir um helgar og gæða sér og ferðafélögum sínum á. Pétur unni íslenskri náttúru ein- læglega og miðlaði öðrum og hreif Íá með sér í aðdáun á óbyggðum slands. Að því búum við ævilangt sem kynntumst. Pétur hafði óvenjumikinn áhuga á heimsmálum og hlustaði reglulega á fréttasendingar BBC. Áhuginn takmarkaðist ekki við stjórnmál, heldur var hann vel heima í öllum hræringum á al- þjóðlegum verðbréfamörkuðum og breytingum í gjaldeyrismálum. Pétur var hugsjóna- og baráttu- maður og hafði mikinn metnað fyrir hönd íslensku þjóðarinnar. Hann skrifaði fjölda greina um landhelgis- og hafréttarmál og hélt fram rétti íslands til yfirráða yfir Jan Mayen. Pétur Guðjónsson sótti flesta fundi Verslunarráðs íslands og ráðstefnu þess. Hann tók til máls I umræðum og talaði af sannfær- ingarkrafti og rökfestu og var vel heima í fjölmörgum málum, þar á meðal í alþjóðaviðskiptum og stjórnmálum. Ánægjulegt var hversu hann fylgdist vel með störfum og stefnu Verslunaráðs- Þorbjörg Blandon — Minningargrein Fædd 5. desember 1891 Dáin 22. júlí 1983 Það er erfitt að kveðja ömmu. Með henni hverfur svo margt úr lífi mínu. Hún og afi voru hluti af tilveru minni, þeim á ég svo mikið að þakka. Lengi var ég búin að kvíða því að missa ömmu og afa og mikill var söknuðurinn þegar afi minn dó fyrir tveimur árum síðan. En ömmu átti ég þó enn, þess vegna er tómleiki innra með mér núna, því þau eru bæði farin. Ég gleðst samt fyrir ömmu hönd. Hennar starfi hér á jörð er lokið og hún var tilbúin að kveðja. Hún var aldrei aftur söm eftir að hún missti afa. Eitthvað slökknaði í lífi hennar þá, það sáu allir. Þess vegna gleðst ég hennar vegna, því nú veit ég að hún hefur hlotið gleði sína á ný, laus við söknuð, veikindi og annað er hrjáði hana. Hún var södd lífdaga. Við sem eftir erum höfum minningarnar og ég skynja svo vel hversu dýrmætar slíkar minn- ingar eru, nú þegar amma og afi eru ekki lengur hjá okkur. Þegar ég læt hugann reika yfir liðin ár, þá leitar hugurinn alltaf mest á Háteigsveginn, þar sem þau bjuggu fyrst eftir að þau fluttu til Reykjavíkur. Mér finnst ég ennþá geta skynjað hlýjuna og jafnvel lyktina sem mætti mér. Alltaf man ég þegar ég hringdi bjöllunni og beið eftir að sjá skugga við innri dyrnar og svo kom amma og bauð mér inn. Ef enginn skuggi birtist átti ég það til að finna opinn glugga og skríða þar inn, ég vissi að amma yrði ekkert reið. Á meðan ég beið eftir að einhver kæmi heim, leiddist mér aldrei, því amma átti skáp og í honum voru bæði púsluspil og kubbar og svo voru líka bækur inni í svefnherbergi. Og svo gat ég líka spilað mörg lög með einum putta, á orgelið. Ég fékk oft að sofa hjá ömmu og afa. Ég man friðinn sem ríkti þar á kvöldin, hljóðið í prjónunum hennar ömmu og tikkið í borð- stofuklukkunni, allt var þetta hluti af örygginu sem ég fann þarna. Það var gott að sofna út frá hálfgerðu hvísli þeirra, er þau lásu dagblöðin. Þegar ég vaknaði eftir góða hvíld, þótti mér alltaf jafn gaman að sjá ömmu flétta hárið sitt af mikilli snilld. Þegar ég gifti mig og var sjálf orðin húsmóðir, voru þau flutt á Þingholtsbraut í Kópavogi. Þang- að gat ég glöð farið með fjölskyldu mína, því ég var stolt af ömmu og afa. Amma mín var mér og er ímynd hinnar fullkomnu ömmu. Fjöl- skylda hennar var henni allt, fyrst og fremst afi, svo börnin og af- komendur þeirra. Hún fylgdist með heilsu þeirra og bað fyrir öllu sínu fólki á hverju kvöldi. Um- hyggja hennar fyrir öðrum var augljós. Frá því að ég man eftir mér, prjónaði hún alltaf af kappi. Eng- an í fjölskyldunni skorti lopa- sokka á meðan hún gat prjónað þá. Amma var full af hlýju, kær- leika og ástúð. Hún hafði yndi af því að hafa sína í kringum sig og þjóna þeim. Hún átti alltaf með kaffinu, það varð að vera til fyrir alla hennar gesti. Og þegar hún sjálf gat ekki bakað lengur, sáu dætur hennar eða dætradætur um að hún ætti alltaf eitthvað í box- unum sinum. Þær vissu hvað þetta var henni mikils virði. Ekki má gleyma jólakökunni sem oftast var til, sérstaklega fyrir afa. Aldrei heyrðist amma kvarta og þegar afi veiktist, þjónaði hún honum og sinnti, þótt sjálf væri hún farin að lýjast. Aldrei sá ég á henni mæðusvip eða að hún segð- ist þreytt. Nei, hún átti alltaf bros og glettnisglampa í augum. Ég er svo innilega þakklát Guði fyrir þann tíma sem ég fékk að hafa ömmu mína og afa. Og nú veit ég að þau lifa glöð hjá Guði því þau áttu lífið í Honum og treystu Honum algjörlega. Árný Björg Amma mín, Þorbjörg Blandon, gekk mér í móðurstað þegar móðir mín var ekki til taks. Hún var sú dæmigerða amma sem nú er æ sjaldséðari: hornsteinn heimilis- ins, traust og góð, hjá henni var alltaf öruggt skjól. Hún kenndi mér að lesa, þolinmóð og skiln- ingsrík. Ef ég þreyttist á lexíu- stagli og gerðist svartsýn sagði hún: „Þú ert bara svöng,“ og svo gaf hún mér að borða. Þegar ég kom með einkunnablaðið úr skól- anum beið hún mín í glugganum, því hún vildi vita hvernig árang- urinn hefði orðið. Amma var hin dæmigerða hús- móðir, gaf öllum að borða svo mik- ið sem þeir vildu, hvort sem um var að ræða dýr eða menn. Hún var síprjónandi og við prjónuðum saman þegar þurfti að líta eftir henni síðustu árin og hún tók þátt í uppeldinu á drengnum mínum þar sem hann skokkaði í kringum okkur. Það síðasta sem hún sagði við mig var setningin sem þau afi og amma kvöddu mig alltaf með. Slíkar innileikakveðjur eru sjald- gæfar nú orðið. Amma strauk mér um kollinn og sagði: „Bless og takk fyrir allt, elsku besta stúlkan mín.“ Þannig var amma, en nú er hún ekki lengur. Ég kveð ömmu mína og þakka fyrir allt. Berglind Einarsdóttir Eitt sinn skal hver deyja. Þetta eru bæði forn og ný sannindi. Mér koma í hug þessi orð er kveðja skal aldna heiðurskonu, góða móð- ur, ömmu og langömmu, frú Þor- björgu Blandon, en hún lést á dvalarheimili aldraðra, Sunnu- hlíð, í Kópavogi, aðfaranótt föstu- dagsins 22. júlí sl. Með Þorbjörgu er gengin mikil kona sem hafði lokið löngu ævistarfi enda var hún á nítugasta og öðru aldursári er hún kvaddi þennan heim. Það var fyrir hartnær 15 árum að ég kom fyrst á heimili hennar og Árna E. Blandon sem lést fyrir 2 árum síðan. Kom ég þangað ásamt unnustu minni, Valgerði Selmu, en sú var venja að vænt- anlegir makar kæmu þangaö með barnabörnunum. Þar hitti ég fyrir þau heiðurshjón og bar fundum okkar saman oft eftir það. Jafn- ræði var með þeim hjónum og enda þótt þau væru ólík að lund- erni voru þau samhent og höfð- ingjar heim að sækja. Árni heit- inn skrafhreifinn en Þorbjörg ein- staklega hlý í viðmóti. Hún hafði fá orð um hlutina en tilsvör henn- ar voru hnitmiðuð og má segja að henni hafi fundist þögnin betri en þarflaus ræða, með brosi sínu og viðmóti sagði hún svo ótalmargt. Mjög gestkvæmt var hjá þeim Þorbjörgu og Árna og eru mér minnisstæð öll jólin er fjölskyldan kom saman á heimili þeirra, þang- að til fyrir tveimur árum er heilsa þeirra megnaði ekki meir. Voru þar samankomnar dæturnar fjór- ar, tengdasynirnir, barnabörnin ásamt mökum og barnabarna- börnin, alls um 40 manns. Ein jól lá Þorbjörg heitin fótbrotin á sjúkrahúsi, en hún mátti ekki heyra minnst á annað en að fjöl- skyldan kæmi saman að venju á fæðingarhátíð Frelsarans. Það sýnir best hve afi og amma í Kópavogi voru ríkur þáttur í lífi fjölskyldunnar, að enda þótt fjöl- skyldan stækkaði mikið þá stóð heimili þeirra öllum jafnopið. Mér og fjölskyldunni voru þessar sam- verustundir einstakar og einnig heimsóknir til þeirra á öðrum tím- um, alltaf var þar sama hjarta- hlýjan. Þorbjörg amma fylgir nú manni sínum yfir móðuna miklu og ég kveð hana með söknuði en full- vissu um endurfundi þessara mjög svo samrýndu heiðurshjóna sem ólu sinn aldur saman á sjöunda tug ára. Blessuð sé minning Þorbjargar Blandon. Guðbjörn Björgólfsson Mér er nær að halda að amma mín hafi lifað eftir því sem stend- ur í Biblíunni: „Allt hjá yður sé í kærleika gjört.“ Frá því ég fyrst man eftir og alla tíð síðan, sýndi hún mér kærleika, ástúð og um- hyggju. Við, ömmu- og afabörnin, sem komum oft á heimili þeirra vorum aldrei látin finna annað en að við værum sérstakir aufúsu- gestir. Ég minnist þess ekki að hún hafi nokkru sinni atyrt mig, þótt ég hafi efalaust einhvern tíma sem barn eða unglingur hegðað mér þannig, að ástæða væri til. Heimili afa og ömmu, fyrst á Háteigsveginum og síðar á Þinghólsbraut í Kópavogi, var mér alltaf sælureitur. Afi og amma voru miklir vinir og andrúmsloftið á heimilinu mótaðist af því. Amma hét fullu nafni Þorbjörg Jóney og var dóttir hjónanna Sig- ríðar Guðmundsdóttur og Gríms Benediktssonar á Kirkjubóli í Strandasýslu. Hún var fædd 5. desember 1891 á Kirkjubóli og ólst þar upp í fjölmennum systkina- hópi. Hún giftist afa mínum Árna Blandon árið 1916 og þau hófu þá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.