Morgunblaðið - 03.08.1983, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.08.1983, Blaðsíða 34
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1983 + ii Konan mín, HALLDÓRA ELÍN HALLDÓRSDÓTTIR, andaöist í Hátúni 10B, Öldrunarlækningadeild, 1. ágúst. Jón Guðmann Jónsson, Baröavogi 9. t { Móöir mín, ANNA JÓNSDÓTTIR, Brimhólabraut 1, Vestmannaeyjum, i lést á Vífilsstöðum 2. ágúst. Fyrir hönd ættingja, Trausti Marinósson. + i Bróöir minn og frændi, GUÐMUNDURGUÐMUNDSSON frá Hvammi, Grindavík, * andaöist á Grund 31. júlí. Ragnheiöur Guömundsdóttir og fjölskylda, Guömundur Hafliöason og fjölskylda. + Tengdafaöir minn og afi okkar, JÓN G. JÓNSSON, Víöimal 40, Raykjavik, lést á heimili sinu þ. 1. ágúst. Krístlaug Gunnlaugsdóttir, Gunnlaugur Valtýsson, Jón S. Valtýsson, Guömundur H. Valtýsson, Valtýr E. Valtýsson, Róbert Valtýsson. + Eiginmaöur minn, GUÐMUNDUR SKARPHÉÐINN KRISTJÁNSSON, Stóragerði 12, Reykjavík, i andaöist 30. júlí síöastliöinn. Fyrir hönd barna okkar, tengdabarna og barnabarna, Ólafía Guömundsdóttir. + Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi, HERMANN ERLENDSSON, Mávahlíö 32, Reykjavík, i andaöist mánudaginn 1. ágúst. Guörún Þorvaröardóttir, Sverrir Hermannsson, Guörún Jóhannesdóttir og barnabörn. + Sambýliskona mín og systir, OLGA JÓNSDÓTTIR, Hjaröarhaga 40, veröur jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 4. ágúst kl. 15.00. Kári Guöbrandsson, Háöinn Jónsson. + Jarðarför mannsins míns og bróöur, GABRÍEL SYRE, kaupmanns, fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 4. ágúst og hefst kl. 1.30. Blóm vinsamlegast afþökkuö. Kristín Einarsdóttir Syre, Valborg Syre. Minning: Olafur Jóhannsson húsasmíðameistari Fæddur 15. september 1897. Dáinn 23. júlí 1983. Góður maður er genginn. Ólafur Jóhannsson, trésmíðameistari, varð bráðkvaddur að heimili sínu laust fyrir miðnætti 23. fyrra mánaðar. ólafur var fæddur að Kirkjubóli í Kvígindisfirði í Barðastrandarsýslu 15. september 1897 og var því 85 ára er hann lést. Foreldrar hans voru hjónin Jó- hann Sigurðsson bóndi þar og Guðrún Guðmundsdóttir, bæði Barðstrendingar. Þegar Ólafur var 3ja ára missti hann móður sína og eins dóu tveir bræður hans ungir, svo snemma kynntist hann andstreymi í lífinu. Faðir hans kvæntist aftur ágætri konu og frænku fyrri konu sinnar, Guðrúnu Bæringsdóttur, og átti t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaöir og afi, SÆMUNDUR ELÍAS ÓLAFSSON, Sjafnargötu 2, Reykjavík, veröur jarösunginn frá Hallgrímskirkju flmmtudaginn 4. ágúst kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuö en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Slysavarnafélag Islands eöa Hallgrímskirkju. Vigdís Þóröardóttir, Guörún Sæmundsdóttir, Þorsteínn Bjarnason, Ólafur Þ. Sæmundsson, Jónína Sigurðardóttir, Erna Sæmundsdóttir, og barnabörn. t Útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, ÞÓRU S. SIGURJÓNSDÓTTUR frá Noröfiröi, hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hinnar látnu. Þökkum auösýnda samúö og vinarhug, sérstakar þakklr tll starfsfólks hjartadeildar Borgarspítalans fyrir alúö og umönnun. Helga Ólafsdóttir, Kristinn Ólafsson, Áslaug Ólafsdóttir While, Alfred Ólafsson, Ólafur Ólafsson. t Innilegar þakkir fyrir hlýjar kveöjur og vlnarhug viö fráfall fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa, JÓHANNS GUOMUNDSSONAR frá Þrasastööum. Gyða Jóhannsdóttir, Siguróur Jónsson, Ástrún Jóhannsdóttir, Björn Friöbjörnsson, Margrét Jóhannsdóttir, Jón F. Arndal, Guörún Gunnars, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartans þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur, afa, langafa og bróöur, STEFÁNS Ó. THORDERSEN, bakarameistara, Drápuhlíð 10. Sérstakar þakkir viijum viö færa læknum og hjúkrunarfólki Vífils- staöaspítala fyrir frábæra umönnun í veikindum hans. Sigþrúður Thordersen, Ólafur V. Thordersen, Vigdís Thordersen, Stefán Ó. Thordersen, Ólafur Thordersen, Sigríöur Thordersen, Margrét Thordersen, Guöný Thordersen, Egill Þorfinnson, Sigþrúöur Þorfinnsdóttir, Ólafur Viggó Thordersen, Helga Thordersen. t Þökkum auösýnda hluttekningu viö andlát og útför móöur okkar, systur og ömmu, SIGURLÍNU N. JÓNSDÓTTUR. Fyrir hönd vandamanna, Kristín Haraldsdóttir, systkini og barnabörn. t Útför eiginmanns míns, PÉTURS GUDJÓNSSONAR, framkvæmdastjóra, fer fram frá Dómkirkjunni í dag kl. 15.00. Bára Sigurjónsdóttir. Lokaö Verzlunin verður lokuð í dag frá kl. 13.00, vegna jaröarfarar Péturs Guðjónssonar, framkvæmda- stjóra. Hjó Báru, verzlun, Hverfisgötu 50. með henni 9 bðrn, sem öll komust til fullorðinsára. Börnin með fyrri konu Jóhanns voru 5 svo alls urðu Kirkjubólssystkinin 14. ólafur var elstur bræðra sinna er upp komust og þurfti því snemma að taka til hendinni, enda var hann sívinnandi. Hann var léttur á fæti og átti ótalin spor í eltingarleik við ær og tófur. Ungur fór hann til sjóróðra með eyja- mönnum, eða 16 ára. Svo var hann árlega seinni part vetrar og fram á vor á vertíð, fyrst á seglskipum frá Kollsvík og síðan frá Flatey, þar til hann fluttist alfarinn til Reykjavíkur, 27 ára gamall. Olafur var hagur i höndunum, alltaf sítálgandi þegar hann kom því við. Því var ekki nema eðlilegt að hann hefði augastað á trésmíði, enda braust hann í sárri fátækt til að læra þá iðn í Reykjavík og gekk undir próf hjá Finni Thorlacius. Alsystir Ólafs, Sigríður, lærði saumaskap og bjuggu þau í sama húsi ásamt fleiri ungmennum að vestan. Ungur að árum vann Ólafur við að byggja Mjólkurbú Flóamanna á Selfossi og Laugarvatnsskóla. Síð- an vann hann á verkstæðum i Reykjavik og í nokkur ár veitti hann forstöðu byggingum á vegum Almenna byggingarfélagsins. Síð- ustu áratugina sem hann vann sá hann um byggingar fyrir Mjólk- ursamsöluna í Reykjavík, auk þess sem hann byggði mörg hús fyrir einstaklinga. Ólafur kvæntist eftirlifandi konu sinni, Ingunni Eiriksdóttur Gíslasonar trésmiðs á Eyrarbakka og Guðrúnar Ásmundsdóttur frá Apavatni, 19. júlí 1930. Þau bjuggu alla tíð í Reykjavík. Börn þeirra eru: Svanhildur, gift Haraldi Jónassyni rafvirkja- meistara, Guðrún gift Ólafi H. Helgasyni bifreiðarstjóra og Guð- mundur Jóhann flugmaður, var giftur Brynju Pétursdóttur. Alls eru afkomendur ólafs 27. Heimili ólafs og Ingunnar stóð jafnan opið frændmennum þeirra, er leið áttu til höfuðstaðarins. Undir stríðslok réðst Ólafur af stórhug og dugnaði í að byggja fjögurra íbúða hús við Engihlið. Hafa margir ættingjar þeirra hjóna fyrr og síðar notið góðs af að leigja hjá þeim um lengri eða skemmri tíma. Ólafur tengdafaðir minn stóð á fimmtugu þegar ég kynntist hon- um. Engan bilbug var þá á honum að finna, þó hann hafi unnið myrkranna á milli við að byggja sitt hús. Hann var alltaf reiðubú- inn að að stoða kunningja sína og vini með þeirra hús, hollráður og handtakagóður. Get ég þar best um vitnað. Hann var betri en eng- inn þegar við Svanhildur kona mín og dóttir hans byggðum í Langagerði. Þeir sem til okkar komu dáðust að handbragðinu, ekki síst eikarstiganum, sem hann smíðaði með kollega sínum og vini, Sveini Jónssyni. Þó að ég e.t.v. einn taki mér penna í hönd til að þakka allt sem tengdafaðir minn gerði fyrir mig og mína, veit ég að það voru ekki einu vígstöðvarnar sem hann barðist á til stuðnings afkomend- um sínum. ólafur var tíður gestur á heimili mínu þau ár sem hann ók sjálfur. Hann var alltaf kátur og léttur í lund og gleðigjafi hvar sem hann fór. En kátastur var hann samt er talið barst að æskustöðvum hans. Hvergi voru aðalbláberin betri eða birkikjarrið, eða hrísið eins og hann kallaði það, fegurra en á Kirkjubóli. Eg varð þeirrar ánægju aðnjótandi í nokkur skipti að verða honum samferða á þessar slóðir meðan systkini hans bjuggu á Kirkjubóli og í Skálmardal. Ólafur helt sérstaklega mikið upp á alsystur sína, Sigríði. Höfðu þau verið mjög samrýnd í æsku. Sigríður bjó I áratugi í Kaupmannahöfn. Við fórum nokkrum sinnum með honum til hennar og eins dvaldist hún hjá ólafi þegar hún var á ferð hér heima. Þá var oft glatt á hjalla. Þau voru afar lík, létt í lund, gáskafull, hláturmild og glettin. Skammt innan við Kirkjuból eru örnefni, Litli- og Stóri-Hjalli og Hlaðklif. Nú hefur ólafur lagt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.