Morgunblaðið - 23.08.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.08.1983, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 190. tbl. 70. árg. ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Gdansk: Óþekktur maður liggur hér liðið lík eftir að öryggisverðir á flugvellinum í Manila á Filippseyjum skutu hann til bana sl. sunnudag. Segja þeir hann hafa skotið Benigno Aquino, fyrrum þingmann, sem kom til Manila á sunnudag eftir þriggja ára útlegð í Bandaríkjunum. Hjá manninum eru skot og hulstur byssunnar, sem öryggisverðirnir segja hann hafa notað við morðið. Sjá „Hóta endalokum ... “ á bls. 18. Verkamenn fari sér hægt í dag Habre býst við átökum Frakka og Líbýumanna f'k.d 00 AP Ndjamena, (’had, 22. ágúst. AP. HISSENE HABRE, forseti Chad, og rfkisstjórn hans kváðust í dag búast við því, að Frakkar „færu í stríð" gegn Líbýumönnum og legðu stjórnarhernum lið við aö reka innrásarherinn úr landinu og endurreisa fullveldi þess. Jean Poli, yfirmaður franska herliðsins í Chad, fór í dag áleiðis frá París til Ndjamena, höfuðborgar Chads. Soumaila, upplýsingamálaráð- herra Chads, sagði á fréttamanna- fundi í dag, að þegar stjórnarherinn væri tilbúinn til gagnsóknar gegn uppreisnarmönnum og líbýsku inn- rásarmönnunum yrðu Frakkar beðnir að taka þátt í henni. Ekki vildi hann segja hvenær látið yrði til skarar skríða. Soumaila sagði einnig, að Líbýumenn héldu áfram að senda lið og hergögn til Faya- Largeau, sem stjórnarherinn missti 10. ágúst sl., og að þeir beittu sífellt ósvífnari aðferðum við liðssöfnun- ina. Væri hún mest fólgin í því að neyða í herinn afríska verkamenn. sem ynnu í Líbýu. Khadafy, Líbýuleiðtogi, neitar enn öllum afskiptum af átökunum í Chad en sakar hins vegar Frakka um að hafa gert innrás í landið. Haft er eftir heimildum, að Líbýu- menn vinni nú að því að gera við og lengja flugvöllinn í Faya-Largeau þannig að herþotur þeirra geti not- að hann. Eftir sem áður geta flug- vélar þeirra ekki náð til höfuðborg- arinnar þar sem þær eru ekki búnar til að taka eldsneyti á lofti. (idansk, 22. ágúst. AP. NOKKUR hundruð manns söfnuð- ust saman fyrir utan skipasmíða- stöðvarnar í Gdansk í dag en Lech Walesa, sem hafði boðað til fundar- ins, hætti við að koma á síðustu stundu. Kvaðst hann gera þaö til að komast hjá handtöku. Verkamenn í skipasmíöastöðvunum hafa verið hvattir til að fara sér hægt við vinnu sína á morgun. „Ég hætti við að koma á fundinn til að komast hjá handtöku lög- reglunnar," sagði Walesa við fréttamenn þegar hann hélt heim frá vinnu. Þrátt fyrir það söfnuð- ust nokkur hundruð manns hjá minnismerki verkamanna, sungu söngva Samstöðu og gerðu sigur- merki með fingrunum áður en hver hélt til síns heima eftir rúm- an hálftíma. Lögreglan hafði eng- in afskipti af fundinum. Walesa var að því spurður hvort hann hefði einnig aflýst áskorun til verkamanna um að fara sér hægt við vinnu á morgun, en hann kvað svo ekki vera, enda væri hún ekki frá honum komin. Það var „leyninefnd verkamanna", sem sendi áskorunina frá sér og vill hún með því leggja áherslu á að stjórnvöld taki upp viðræður við Walesa. Verkamenn i Gdansk og víðar segja raunar, að síðan her- lögum var lýst í Póllandi 13. des- ember 1981 hafi fólk almennt far- ið sér hægt við vinnu sína. Ólga í Norður-Noregi vegna mikilla aflakaupa Sovétmanna borð í rússneska skipið, gáfu skipstjóranum tveggja tíma frest til að taka upp festar og hypja sig á brott frá Noregi, ella sögðust þeir mundu brenna sundur akkerisfestina. Ekkert varð þó af aðgerðum að þessu sinni því að sjávarútvegsráðu- Ösló, 22. ágúst Frá fréttaritara Mbl. ÆFAREIÐIR fulltrúar físk- vinnslufyrirtækja og verkalýðsfé- laga í Hammerfest, vel vopnaðir logsuðutækjum, gerðu sig í gær Ifklega til að ráðast á skipið „Rubny Murman“, sem liggur fyrir festum í höfninni en það er eitt sovésku skipanna, sem keypt hafa aflann beint af norskum físki- mönnum, m.a. sfld eins og sagt hefur verið frá í fréttum. Héldu mennirnir því fram, að gífurleg kaup Rússa á fiski úti á miðunum, m.a. á ufsa, væri aðal- ástæðan fyrir hráefnisskorti og fjöldauppsögnum fiskvinnslu- fólks í Tromsö og Finnmörku. Norsk stjórnvöld hafa hins veg- ar iagt blessun sína yfir þessi viðskipti en það á svo að heita, að Rússarnir kaupi aðeins þann fisk, sem ekki er hægt að vinna í landi. Knut Hoem, formaður í sam- tökum norskra sjómanna, hefur lýst furðu sinni á þessum at- burðum og segir þá stríðsyfirlýs- ingu gegn sjómönnum og hags- munum þeirra, sem aðeins muni hafa þær afleiðingar, að rússn- eska skipið hrökklist heim og fiskimennirnir verði að fara í land. Mennirnir, sem réðust um Sovéska skipið „Rubny Murman“ tekur við afla frá norskum fískibáti. neytið lofaði að taka málið fyrir í næstu viku. Meðan á þessu stóð fylgdist lögreglan í Hammerfest með án þess að hafast að. Embættismenn kommúnista- flokksins sökuðu Walesa í dag um að reka áróður fyrir „allsherjar- sjálfsmorði" polsku þjóðarinnar með því að styðja áskorunina um að menn fari sér hægt við vinnu. írland: Sjö fórust er lestir rákust á Kildare, írlandi, 22. ágúst. AP. JÁRNBRAUTARSLYS varð á ír- landi í nótt þegar lest á leið til Dyflinnar rakst á aðra kyrrstæða skammt frá bænum Kildare um 56 km fyrir norðan Dyflinni. Að minnsta kosti sjö manns fórust og 56 slösuðust. Áreksturinn var gífurlega harður og er enn ekki vitað með vissu hve margir fórust þar sem líkin eru svo illa út- leikin. Næturmyrkrið auðveld- aði heldur ekki störf björgun- armannanna, sem urðu að nota sérstök logskurðartæki til að ná fólki út úr sundurtættu brakinu. Embættismenn ríkis- fyrirtækisins, sem lestarnar rekur, segja, að kyrrstæða lest- in hafi neyðst til að stoppa vegna vélarbilunar og að aug- ljóst sé, að rauðu aðvörunar- ljósin, sem áttu að gefa það til kynna, hafi verið biluð. Einn íslendingur var meðal farþega í lestinni. Sjá viðtal á bls. 29. Blindur fékk sýn þegar vatnsfötu var kastað í hausinn á honum Newark, Englandi, 22. ágúst AP. MAÐUR nokkur, sem varð alblindur fyrir einu ári, fékk aftur sjón á öðru auga þegar kona hans kastaði í höfuð honum fullri vatnsfötu. Var frá þessu sagt í bresku blöðunum nú um helgina. Kevin Willis, 28 ára gamall, missti sjónina á öðru auga sem drengur þegar hann fékk skutlu í það og í fyrra missti hann sjónina á hinu. Nú fyrir nokkrum dögum, þegar Willis og kona hans voru að leik ásamt son- um sínum tveimur í lítilli laug í garðinum hjá sér, gerði kona hans, Karen, það sér til gamans að kasta í hann plastfötu fullri af vatni. „Hann greip til mín svo að ég lét fötuna vaða í hann. Þetta var ekkert högg en það hlýtur að hafa hitt hann á réttan stað,“ sagði Karen seinna í viðtali við blaðið „The Sun“. Daginn eftir vaknaði Willis við að hann var orðinn sjáandi á ný. „Glynn, sonur minn, er alveg stein- hissa á þessu. Áður gat hann hóað í öllum hornum en þó alltaf falið sig fyrir mér en nú skilur hann ekkert í því, að ég skuli geta fundið hann strax,“ sagði Willis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.