Morgunblaðið - 23.08.1983, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.08.1983, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1983 Kudrin sigraði á öfiugu Gausdalmóti Skák Árangur sænsku stúlkunnar Piu ('ramling var tvímælalaust það sem langmesta athygli vakti á al- þjóúlegu mótunum tveimur í Gausdal í Noregi um daginn. Á fyrra mótinu, fyrir 26 ára og yngri, sigraói Pia og á því síðara var hún allan tímann f toppbaráttunni og endaði að lokum í fjórða til átt- unda sæti og náði árangri alþjóð- legs meistara. Þessi frábæri árang- ur Piu, sem er aðeins nítján ára gömul, sýnir að ef stúlkur fá sömu tækifæri og piltar frá upphafi geta þær teflt við þá á jafnréttisgrund- velli síðar. Sem stendur er Pia Cramling næststigahæst allra kvenna í heiminum og á hraðri uppleið. Fyrir ofan hana er einungis heimsmeistarinn í kvennaflokki, Maja Chiburdanidze, 23ja ára gömul sovézk stúlka. Eftir árangur Piu í Gausdal er líklegt að eftir næsta stigaútreikning verði hún orðin efst allra kvenna og ætti að gera náð titlinum af Maju innan fárra ára ef hún þá kærir sig um það. Þótt Pia sé smávaxin og ung að árum getur hún verið býsna hörð í horn að taka og hefur stáltaugar. ( Viktor Korchnoi mátti t.d. þakka fyrir að sleppa með jafntefli gegn henni á móti í Englandi í fyrra, en þá sást Piu yfir þvingað mát í tímahraki. Hún vann líka mikilvægar skák- ir í síðustu umferð á báðum mót- unum í Gausdal. Á seinna mót- inu átti hún í höggi við reyndan pólskan alþjóðameistara, Jacek Bielczyk, sem engri skák hafði tapað fram að því. í þessari skák nýtur sóknarstíll Piu Cramling sín sérlega vel: Hvítt: P. Cramling (Svíþjóð) Svart: Bielczyk (Pólland) Sikileyjarvörn 1. e4 — c5, 2. Rf3 — Rc6, 3. d4 — cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 — d6, 6. f4!? 6. Bg5 og 6. Bc4 eru mun al- gengari leikir í stöðunni. 6. — Db6, 7. Rb3 — e6, 8. De2 — Be7, 9. Be3 — Dc7, 19. g4 — a6, Margeir Pétursson 11. a4 - b6, 12. g5 — Rd7, 13. h4 — Rb4 Hér hefur áður verið leikið 13. — Rc5 sem virðist eðlilegri leik- ur. 14. Bg2 — Bb7,15. h5 — 0-0-0, 16. 0-0 — Kb8, 17. a5 — b5, 18. Rd4 — Hc8, 19. Dd2 — Dc4? Þangað á svarta drottningin ekkert erindi, enda rekur hvitur hana síðar til baka með leikvinn- ingi. 20. Hf2 — d5, 21. e5 — g6, 22. h6 Staðan er nú orðin svo lokuð að það er ljóst að hvítur kemst ekki áleiðis nema með því að brjóta sér leið með fórnum. Með næsta leik sínum bíður svartur upp á hagstæð skilyrði til slíks. 22. — Rc6? 23. Rcxb5! — axb5, 24. Bfl - Dc5, 25. a6 - Ba8, 26. Bxb5! Vinningsleikurinn. Hvítur hótar nú bæði 27. Rxc6+ og 27. a7+. 26. — Rxd4, 27. Bxd7 — Da7, 28. Bxc8 — Bc5, 29. Ha5 — Bb6, 30. Ha4 — Rc6, 31. Bxb6 — Dxb6, 32. Bb7 — d4, 33. Bxc6 — Dxc6, 34. Db4+ og svartur gafst upp. Árangur Sergei Kudrins frá Bandaríkjunum sem sigraði á seinna mótinu í Gausdal upp- fyllti öll skilyrði stórmeistara- árangurs nema eitt. Kudrin tefldi við tvo stórmeistara á mótinu en samkvæmt reglunum þarf að tefla við þrjá. Snemma á mótinu mætti Kudrin stórmeist- urunum Westerinen og Lein og þá þurfti hann aðeins að tefla við Ungverjann Bilek til að upp- fylla skilyrðið. En þetta var hægara sagt en gert því Kudrin tók forystuna strax í upphafi móts, en Bilek byrjaði hins vegar illa. Monradkerfið gengur út á það að menn með jafnmarga vinninga tefli saman og því var Arnold J. Eikrem, mótsstjóra, mikill vandi á höndum. Hann brá á það ráð að láta Bilek mæta eins slökum andstæðingum og kostur var, en það dugði skammt því þótt Bilek ynni hvern minni spámanninn á fætur öðrum dró lítt saman með honum og Kudr- in, því Bandaríkjamaðurinn vann einnig flesta andstæðinga sína, þótt öflugir væru. Reynt var að gefa sem flestum alþjóðameisturum færi á að ná áfanga að stórmeistaratitli og var undirritaður í hópi slíkra kandídata. Er skemmst frá því að segja að á meðan ég var að berjast við þá vindmyllu sem áfangi þessi er, gekk hvorki né rak og lauk fjórum fyrstu skák- um mínum með jafntefli. Það var ekki fyrr en að Arnold Eikrem, skákstjóri, var búinn endanlega að afskrifa að í minn hlut kæmi slíkur frami að ein- hver mynd komst á taflmennsk- una. Þá vann ég þrjár síðustu skákirnar og náði 4.-8. sæti. í fjórðu umferð háði ég mikla maraþonviðureign við finnska stórmeistarann Heikki Wester- inen. Sú skál varð 89 leikir og stóð yfir í ellefu klukkustundir. Rétt áður en skákin fór í bið í þriðja sinn var ég of bráður á mér í tímahraki og Finnanum tókst að ná jafntefli með snjallri miliiskák: Sergei Kudrin sigraði á Gausdal- mótinu, en fyrir hreina óheppni fékk hann ekki áfanga að stór- meistaratitli. Svart: Margeir Pétursson Hvítt: Westerinen (Finnlandi) í slíkum stöðum er biskup mun betri en riddari enda hefði ég getað tryggt mér vinnings- stöðu með því að leika 72. — Kc3! því þá á hvítur engan nytsaman leik. En ég hafði því miður ann- an hátt á: 72. — b3?, 73. Re5+! Þannig vinnur hvítur leik, því ef 73 — Bxe5? þá 74. axb3+. Skákin fór nú í bið og er áfram var teflt reyndist hún vera jafn- tefli: 73. — Kc3, 74. axb3 — b4 Eða 74. - Kxb3, 75. Kd3 - Ka3, 76. Kd4 - b4, 77. Kxd5 o.s.frv. 75. Rg4! Þarna stendur riddarinn vel bæði til sóknar og varnar. 75. — Bh8, 76. f5 — d4, 77. f6 — Kc2, 78. 17 - d3+, 79. Ke3 — Bg7,80. Rf2 — d2, 81. Ke2 — Bh6, 82. h4 — Bf8, 83. Rdl — Bh6, 84. Rf2 — Bf8, 85. Rdl - Bc5, 86. h5 — Bf8, 87. Re3+ — Kcl, 88. Rdl — Bh6, 89. Rf2 — Kc2. Jafntefli. Á meðan á viðureign minni við Westerinen stóð þurfti ég að tefla við bandaríska alþjóða- meistarann Leonid Brass með svörtu. Vonaðist ég eftir því að þeirri skák lyki fljótt með jafn- tefli svo að ég fengi aukinn tíma sænska alþjóðameistarann Ornstein í æsispennandi skák. til að rannsaka biðstöðuna gegn Westerinen. Skák þessari við Bass lauk fljótt, en þó ekki með jafntefli: Hvítt* Bass (Bandaríkjunum Svart: Margeir Pétursson Tarraschvörn 1. d4 — d5, 2. c4 — e6, 3. Rc3 — c5, 4. cxd5 — exd5, 5. Rf3 — Rc6, 6. g3 — Rf6, 7. Bg2 — Be7, 8. 0-0 — 0-0, 9. dxc5 — Bxc5, 10. Ra4 Þannig tefldi Petrosjan gegn Spassky í heimsmeistaraeinvíg- inu 1969, en upp á síðkastið hef- ur 10. Bg5 þótt vænlengri til árangurs. 10. — Be7, 11. Be3 — He8, 12. Hcl — Bg4,13. h3 — Bh5,14. Rd4 — Dd7, 15. Rxc6 — bxc6, 16. Dc2 — Hac8, 17. Bc5 Hér bauð Bass jafntefli, en mér var farið að lítast vel á stöð- una og afþakkaði því. 17. — Re4!? Eftir 17. - Bg6, 18. Ddl er staðan í jafnvægi. 18. Bxe4 — dxe4, 19. Bxe7 — Hxe7, 20. Kg2 — Df5 Svartur hefur nú fengið nokk- ur sóknarfæri því hvítur hefur látið varnarbiskupinn á g2 af hendi. Hins vegar getur hvítur gert sér góðar vonir, ef honum tekst að hrinda atlögunni, vegna veika peðs svarts á c6. Bass mis- tókst hins vegar hrapallega að skipuleggja vörnina. 21. Hfel? Bezt var 21. Rc3 með hug- myndinni 22. Rdl og 23. Re3, en á e3 stendur hvíti riddarinn frábærlega vel. 21. — Hce8, 22. Dc5? 22. — Bf3+! Nú skyndilega rann upp ljós fyrir Bass. Eftir 23. Kh2 (23. exf3 — exf3+ tapar augljós- lega skiptamun) He5, 24. De3 mátar svartur með drottningar- fórninni 24. — Dxh3+! Hvítur gafst því upp. Sukkið í ríkis- rekstrinum — eftir Þórð E. Halldórsson Sú sparnaðaralda sem nú virðist vera að rísa í íslenskum ríkisbú- skap er gleðilegur vottur um frá- hvarf frá því sukki, sem hefur við- gengist í opinberum ríkisrekstri um áratuga skeið. Fólk treystir á að takast muni að minnka kúfinn á yfirbyggingu hins opinbera, sem er ótvíræður hagur almennings í þessu fámenna landi. Sala ríkisrekinna fyrirtækja er fyrsta skrefið í rétta átt. Ég hef oft haldið því fram, að hjá flestum ríkisfyrirtækjum mætti að skað- lausu fækka starfsfólki allt að ein- um þriðja. Nú er tækifærið, vegna þess m.a. að um leið og verið er að slúðra um eitthvert atvinnuleysi, sem hér er talið vera, eru útlend- ingar fluttir inn í landið i stórum stíl, jafnvel um hálfa jarðar- kringluna, til að vinna hin „óæðri" störf, sem svo eru stundum kölluð, en sem lúta að hinni gjaldeyris- skapandi framleiðslu. Þau störf eru undir mörgum kringumstæð- um ekki eins hreinleg og notaleg sem þeirra er sitja með hvítan flibba við dýr skrifborð og líða um sali á dúnmjúkum teppum. Ég er ekki á móti menntun fólks, langt frá því. En eru þeir ekki orðnir ansi margir náms- mennirnir, sem hafa lagt útí lang- skólanám á undanförnum árum vegna hagstæðra námslána og styrkja, án þess að námið hafi bor- ið nokkurn áþreifanlegan árangur, nema þá helst til þess að viðkom- andi hafi öðlast út úr þessu þægi- legt einkalíf um stundarsakir. Það þykir eftirsóknarvert há- mark á námsbraut að ná doktors- gráðu, oft í nauðaómerkilegum fræðum. Ég var að ræða um sparnað. Fyrir um það bil ári bauðst einkaaðili til að taka að sér inn- heimtu afnotagjalda fyrir Ríkis- útvarpið-Sjónvarp, og lækka þar með kostnað ríkisins um milljónir króna. Hvernig væri að athuga það mál? Nú líður að því að póstmeistar- inn í Reykjavík hverfi úr embætti. Til er embætti rekstrarstjóra Póst- og símamálastofnunar. Svo virðist sem auðvelt væri að gera þá skipulagsbreytingu að embætti póstmeistara væri sameinað emb- ætti rekstrarstjórans, sem hvort eð er hefur á hendi rekstrarstjórn allrar stofnunarinnar, eða gera Þórður E. Halldórsson „Maður sem veit að hann fær greidd góð laun það sem eftir er ævinnar hefur ekki sama áhuga á góðum rekstri fyrirtækis eins og sá sem á allt sitt und- ir því að fyrirtækið blómstri og sýni hagn- að.“ aðra þá ráðstöfun sem fæli það í sér að fækkað yrði um einn topp í stofnun, sem virðist hafa nóga slíka fyrir. Embætti, sem aðeins er stóll með manni í, á háum launum, ber að leggja niður. Ég tek þessi dæmi af handahófi, en svona mætti lengi halda áfram að telja upp, því af nógu er að taka. Eins og allir vita eru yfirmenn ríkisstofnana ráðnir ævilangt. Maður sem veit að hann fær greidd góð laun það sem eftir er ævinnar hefur ekki sama áhuga á góðum rekstri fyrirtækis eins og sá sem á allt sitt undir því að fyrirtækið blómstri og sýni hagn- að. Allur sparnaður og hagsýni í rekstri opinberra fyrirtækja er beinn hagnaður hvers skattgreið- anda. Okkur kemur öllum við hvernig framkvæmdin á ríkis- rekstrinum er í raun. Við eigum ekki að flytja inn vinnuafl þegar nóg er til af því í landinu. Það fer ekki á milli mála að mikill meirihluti landsmanna bíð- ur í ofvæni eftir því að núverandi fjármálaráðherra, Albert Guð- mundsson, taki rösklega til hend- inni í þessum málum, enda er hon- um best til þess trúandi. Tökum saman höndum og styðj- um hann af alhug á þeirri braut. Það er hagur okkar allra. Þórður E. Halldórsson vinnur hjá Kafboða í Garðabæ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.