Morgunblaðið - 23.08.1983, Side 19

Morgunblaðið - 23.08.1983, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1983 19 Ungverjar vilja halda einvígið Kína: 120 íslensk iðnfyrirtæki og stofnanir kynnaframleiðslu sína og þjónustu á 4000 fermetra sýningarsvæði í Laugardalshöll, í skála og á útisvæði - Það er betra að ætla sér góðan tíma til að skoða þessa glæsilegu sýningu. Og að sjálfsögðu er veitingasalurinn opinn, þarerboðið upp á fjölbreytta rétti á vægu verði, sem þið njótið í þægilegu umhverfi. líSKUSÝNINGAR. Fjölbreyttar fata- og tískusýningar verða haldnar daglega. 30 manna sýningarflokkursýnir. Sýningartími er kl. 6 og 9 virka daga og kl. 3,6 og 9um helgar. Aðgangseyrir er 100 kr. fyrir fullorðna og 40 kr. fyrir börn 6-12 ára. Börn yngri en 6 ára hafafrían aðgang. Búdapest, 22. ágúst. AP. Ungverska skáksambandið sendi Florencio Campomanes, forseta Alþjóða skáksambands- ins, skeyti í gær, þar sem það krafðist þess að undanúrslita- einvígið milli Ungverjans Zolt- an Ribli og Sovétmannsins Vas- ily Smyslov færi fram í Ung- verjalandi, en Smyslov var dæmdur úr leik á dögunum er hann mætti ekki á ákveðnum keppnisstað í Abu Dhaby. Ungverjar hafa þar með tekið málstað Sovétmanna í þessu mikla hitamáli þar sem þeir sendu heldur ekki Garry Kasparov til leiks gegn Vikt- or Korchnoi. Þá hefur ung- verska sambandið boðið Campomanes til Ungverja- lands til viðræðna. Er mikill þrýstingur á FIDE-forsetan- um að ógilda ákvörðun sína að dæma þá Kasparov og Smyslov úr leik. Þrýstingur- inn er sovéskur, þannig eru aðeins tveir dagar síðan Ribli tjáði Campomanes að hann sætti sig við málsmeðferð hans og hann væri reiðubúinn að mæta Korchnoi í lokaum- ferð áskorendaeinvígisins. En Mesta uppskeruaukn- ing í áratug í fyrra Flugleiðir bjóða sýningargestum utan af landi afslátt á flugfargjaldi til Reykjavíkur. Gagn og gaman fyrir alla tjölskylduna. í gær var staðan önnur, þá barst FIDE skeyti frá ung- verska sambandinu þar sem stóð svart á hvítu að Ribli vildi ólmur tefla við Smyslov, helst í Búdapest, en „hugsan- lega á öðrum heppilegum keppnisstað". Smyslov Alicia ekki mjúkhent Simarmnd AP. Á meðfylgjandi mynd má sjá, að fellibylurinn Alicia fór engum vettlingatökum um híbýli manna í Galveston í Texas, sem var einn af mörgum stöðum sem veðurhæðin fór um. Víða var aðkoman lík þessari, ekki steinn yfir steini og eignatjón mikið. Gengu óhindruð yfir í frelsið um hábjartan dag Washington, 22. ágúst AP. KÍNVERJAR státuðu af metupp- skeru á síðasta ári. Ef hrísgrjónaupp- skeran er undanskilin í ár eru allar líkur á að uppskeran verði engu minni að þessu sinni, að því er segir í fréttum frá bandaríska landbúnað- arráðuneytinu. Þessi aukna uppskera hefur komið Kínverjum mjög til góða því þeir þurftu orðið að flytja inn mikið af korni, sér í lagi hveiti. Með þessari uppskeruaukningu kemur innflutningurinn til með að minnka talsvert. Aukning á framleiðslu landbún- aðarvara jókst um 10,9% í Kína á síðasta ári. Hefur aukning á milli ára ekki verið slík i heilan áratug. Metuppskera hveitis, hrísgrjóna, baðmullar og sykurreyrs vóg þyngst á metunum. Hveitiuppskeran jókst um 15%, hrísgrjónauppskeran um 12% og baðmullaruppskeran um 21%. Þá jókst kjötframleiðsla um 7% og fólst aukningin einkum í svína- kjöti. Talið er að hveitiuppskeran verði meiri í ár en nokkru sinni, en hrísgrjónauppskeran verði heldur minni. Skýringuna á hinni miklu uppskeruaukningu í fyrra mátti einkum rekja til sérstaklega hag- stæðs veðurfars, sem talið er ólík- legt að endurtaki sig í ár. EisensUdt, Austurríki, 22. ágúst. AP. ÞRÍR A-Þjóðverjar, þar af ein 11 ára gömul stúlka, flúðu vestur yfir járn- tjaldið með því að fara fótgangandi um hábjartan dag yfir landamærin á milli Ungverjalands og Austurríkis. Landamæraverðir í Austurríki neituðu í morgun að gefa upp nöfn þremenninganna eða að segja hvernig þeim hefði nákvæmlega tekist að komast óséð alla leið heilu og höldnu. Þremenningarnir nutu aðstoðar landa síns, sem áður hafði flúið í vestur, við flóttann. Hann ók fyrr- um eiginkonu sinni, unnusta hennar og 11 ára dóttur sinni frá hjónabandi sínu og konunnar, að landamærunum og skildi síðan við þau þar. Ók síðan sjálfur framhjá varðstöðvum með eðlilegum hætti, enda með v-þýskt vegabréf. Þegar hann kom yfir landamærin beið hann þremenninganna á ákveðn- um stað og tók þau upp í bifreið sína. Lögreglan í Eisenstadt þvertók fyrir að gefa nokkrar upplýsingar, en samkvæmt heimildum AP- fréttastofunnar áttu þremenn- ingarnir ekki í miklum erfiðleik- um með að komast yfir landamær- in. Þrátt fyrir vírgirðingar og aðr- ar hindranir hafa landamæri Ungverjalands og Austurríkis orð- ið „fjölfarnari" með hverju árinu. Venjulega skýra austurrískir landamæraverðir ekki frá vel heppnuðum flóttatilraunum, en fregnir eru af nokkrum Ungverj- um, A-Þjóðverjum og öðrum A-Evrópubúum, sem sagðir eru komast yfir landamærin í viku hverri. ERLENT Aralvatn aö hverfa Moskvu, 22. á|(Ú8t. AP. DAGBLAÐ í Kovétríkjunum greindi frá því um helgina, að Aralvatnið sé að hverfa jafnt og þétt. Á síðustu tíu árum hefur dýpi þess minnkað um helming og strendurnar hopað um 60 kfló- metra. „Þetta er orðið ríkisvanda- mál,“ sagði i blaðinu, en ástæð- an fyrir því að innhafið mikla er að hverfa er að tvö stórfljót sem renna í það hafa verið not- uð gegndar- og forsjónarlaust til áveitu í Síberíu. í fljótu bragði mætti ætla að einfald- asta lausnin væri sú, að veita ánum óskiptum til Aralhafsins á ný, en það mun vera stór- háskalegt og margir óttast beinlínis, að ef slíkt væri gert, kynni það að hafa áhrif á veð- urfar um heim allan, auk þess sem það myndi raska gróðri og dýralífi heimskautahéraða, sem eru viðkvæmari en önnur. IÐNSÍNING83 SU SIÆRSIA FRÁ UPPHAFI Ribly — Smyslov: Opnunartím|- AÐGANGSEYRIR. Sýningin verður opin virka daga frá kl.3-10ogfrákl. 1 -10 um helgar. Sýningarsvæðinu verður lokað kl. 11 hvertkvöld. JKEMMTIATRIÐI- HAPPAGESTUR. Boðið verður upp á ýmis skemmfiatriði af og til á sviðinu gegnt áhorfendastúkunni. Og happagestur dagsins hlýtur veglegan vinning. ISLENSK FRAMTID IÐNAÐIByGGD VORUKYNNINGAR KYNNINGARAFSLÆTTIR. í matvæladeildinni í anddyri Laugardalshallarinnar gefst gestum tækifæri á að smakka á hverskonar réttum og kaupa varning með kynningarafslætti. Kynntarverða ýmsar nýjungar og bakarí verður í fullum gangi meðan sýningin stendur. ÐNSÝNING 19/8-4/9 í IAUGARDALSHÖLL FELAG ISLENSKRA ÐNREKENDA 50 ARA 5;aumst!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.