Morgunblaðið - 23.08.1983, Page 48

Morgunblaðið - 23.08.1983, Page 48
^^^skriftar- síminn er 830 33 Aliglýsinga- síminn er 2 24 80 ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1983 Ekið á stúlku: Urbætur á slys- stað nauðsynlegar — segja starfsmenn slysarannsóknadeildar LAUST eftir klukkan 19 í gær varö þaö óhapp að ekið var á 12 ára gamla stúlku á Þykkvibær: Kartöflu- grös byrj- uð að falla Miklubraut á móts við Rauðagerði. Var stúlkan flutt á slysadeild, en meiðsli hennar reyndust ekki eins al- varleg og í fyrstu var haldið. Tildrög slyssins voru þau, að stúlkan var á leið suður yfir göt- una er 'bifreið á leið austur Miklu- braut bar að. Ökumaður varð stúlkunnar ekki var nógu snemma og er hann reyndi að sveigja frá henni lenti hún á hægra fram- horni bifreiðarinnar. Var stúlkan að koma frá biðskýli SVR á móts við Borgargerði. Þar háttar svo til að að Miklubraut beggja vegna liggur malbikaður göngustígur og þarna er einnig skiptistöð fyrir SVR. Hins vegar er engin merkt göngubraut þarna og telja lög- reglumenn slysarannsóknadeildar úrbætur nauðsynlegar til að reyna að afstýra slysum sem þessum. Á þessum stað hafa orðið alvarleg umferðarslys, meðal annars eitt dauðaslys. Albert Guðmundsson Noel Johnson hleypur með ungum Reykvíkingum. Reykvíkingar hlaupa sér til heilsubótar ELDHRESS öldungur, sem þakkar sína góðu heilsu áti á blómafræfl- um, var miðpunkturinn í heilsbótar- skokki sem fram fór í Reykjavík á sunnudaginn. Noel Johnson heitir hann, 84 ára gamall Bandaríkja- maður og drjúgur þátttakandi í maraþonhlaupum. 65 ára gamall var hann mjög illa á sig kominn líkamlega, en hóf þá að nærast á blómafræflum og óx þá svo ásmeg- in að hann segist nú hafa heilsu á við tvítugan mann og hefur m.a. sigrað í fjölmörgum maraþonhlaup- um síðan. Þá er hann heimsmeist- ari öldunga í hnefaleikum. Nýlega skrifaði hann bók um kraftaverkið í lífi sínu og hefur hún verið þýdd á íslensku. í hlaupinu á sunnudaginn var lagt af stað frá Fellahelli í Breiðholti, farið niður Breiðholts- brautina, Miklubraut, Hring- braut, Sóleyjargötu og endað á Lækjartorgi. Hlaupið hófst klukkan rúmlega tvö og komu þeir fyrstu í mark 40 mínútum síðar. 407 manns skráðu sig í hlaupið, en margir bættust í hóp- inn á leiðinni og er talið að um 700 manns hafi verið með. Gífur- legur mannfjöldi safnaðist saman á Lækjartorgi eftir hlaupið, en þar voru fyrir Bergþóra Árna- dóttir og félagar og sungu m.a. nýtt lag sem Bergþóra hefur gert og nefnir „Blómafræflablúsinn". Johnson var hinn hressasti og áritaði bók sína. fjármálaráðherra: Óbilgjarnar kröfiir geta leitt til uppsagna fólks „HÉR VAR 2,5 stiga frost í nótt. Kartöflugrös hafa fallið í sumum görðum og sér talsvert á þeim í stórum hluta garðanna,“ sagði Guðlaugur Árnason, kartöflu- bóndi á Eyrartúni í Þykkvabæ, í samtali við Mbl. í gær, er hann var spurður að því hvaða áhrif frostið í fyrrinótt hefði haft. Sagði Guðlaugur að þetta væri fyrsta nóttin í sumar sem veru- legar frostskemmdir hefðu orðið og myndi þetta draga mikið úr þeim litla vexti sem þó hefði ver- ið í kartöflunum. Sagði hann að útlit væri fyrir algjöran upp- skerubrest og þættust menn góð- ir ef þeir fengju í soðið, en málin myndu þó skýrast endanlega undir mánaðamótin. ÞAÐ FER eftir launakröfum opin- berra starfsmanna hvort segja þarf upp fólki. Ef óbilgirni verður í kröf- um er fyrirsjáanlegt að segja verður upp ríkisstarfsmönnum en sé farið varlega í kröfugerð er hugsanlegt að ekki þurfi að grípa til uppsagna, að sögn Alberts Guðmundssonar, fjár- málaráðherra. Það sem er til skipta er það rýrt að fái einhverjir mikla hækkun getur það þýtt atvinnumissi fyrir aðra. Albert var spurður um undir- búning fjárlaga og hvaða sparnað- arleiðir kæmu einkum til greina í ríkisrekstrinum. Spurningu um það, hvort til uppsagna kynni að koma, svaraði hann með fram- angreindum hætti, en hann sagði að reynt yrði að spara á öllum sviðum. Ekki væru neinar fast- mótaðar sparnaðartillögur komn- ar fram, en á ríkisstjórnarfundi í dag yrði reynt að komast að niður- stöðu um gengis-, launa- og vaxta- forsendur fjárlaganna. Um sparnaðarleiðir sagðist Al- bert vilja nefna að dregið yrði úr kostnaði við nefndir á vegum hins opinbera og að þeim yrði fækkað verulega. Þá hefði verið rætt um sölu ríkisfyrirtækja, svo sem fram hefur komið, og margvíslega hag- ræðingu aðra á sviðum þar sem kostnaður hefur verið úr hófi fram. „Fyrrverandi ríkisstjórn stærði sig af jöfnuði í ríkisfjármálum, en hún hagaði sér eins og skuldugur maður sem tekur bankalán til að greiða lánardrottnum sínum og heldur að þar með sé hann laus allra mála! Erlendar skuldir þjóð- arinnar nema nú 1.200 milljónum bandaríkjadala. Við höfum tekið erlend lán til að halda lífskjörun- um uppi og það segir sig sjálft að við getum ekki haldið áfram á þeirri braut. Það er komið að skuldadögum. Við verðum að borga það sem við höfum fengið að láni,“ sagði fjármálaráðherra að lokum. Lélegar heimt- ur á gjöldum FRE8TUR þeirra sem úthlutaó var lóóum í Reykjavík nú í sumar til að greiða fyrsta hluta gatnagerðargjalda, rann út 12. ágúst síðastliðinn. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins greiddu mun færri tilskylda fjárhæð en reiknað var með miðað við lóða- úthlutun. Mun þetta mál meðal ann- ars verða á dagskrá borgarráðs Reykjavíkur í dag. Vagnarnir voru gjörónýt- ir og slasað fólk út um allt — segir Sigurður Pétur Sig- mundsson, sem lenti í járn- brautarslysi á írlandi — ÞAÐ VAR EKKI fyrr en ég gekk fram á mann sem var geysilega mikið slasaður og allur útataður í blóði, að ég gerði mér grein fyrir því að eitthvað hörmulegt hafði gerst. Skömmu síðar sá ég hvar öftustu lestarvagnarnir voru gjörónýttir og slasað fólk lá út um allt. Fólk streymdi út úr vögnunum og var í uppnámi. Þegar ég gáði betur að því hvað hafði skeð, þá sá ég þrátt fyrir svartamyrkur að önnur járnbrautarlest hafði ekið aftan á lest okkar þar sem hún stóð vélarvana á brautarteinunum; sagði Sigurður Pétur Sigmundsson, sem lenti í járnbrautarslysi á Irlandi á sunnudaginn. Sigurður Pétur segist hafa það fyrir venju að reyna að vera frekar aftarlega í járnbrautar- lest þegar hann ferðast með slíku farartæki. Sigurður var frekar seinn fyrir þegar hann kom á brautarstöðina í Thurles, en þar hafði hann verið að keppa í 21 km hiaupi. Öftustu vagnarnir í lestinni voru því fullir af fólki og Sigurð- ur fékk ekki sæti nema í þriðja fremsta vagninum. Eftir skamma ferð varð vélarbilun í járnbrautarlestinni og var hún því kyrrstæð á brautarteinunum þegar ekið var aftan á hana. Þrír öftustu vagnarnir voru gjörónýt- ir og fleiri vagnar skemmdust mikið. Sjö manns létu lífið og fjörutíu slösuðust alvarlega. Slysið varð um klukkan 22 í svarta myrkri og háði það mjög björgunarstörfum framan af. Mér varð hugsað til þess að hefði ég komið fyrr á brautarstöðina, hefði ég farið aftarlega í lestina. Þá gat ég ekki annað en hugsað um ungu mennina sem afgreiddu mig í veitingavagninum sem var aftarlega í lestinni. Nú voru þeir allir, segir Sigurður í viðtalinu. Sjá nánar á bls. 29: „Þetta var hræðileg lífsreynsla“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.