Morgunblaðið - 23.08.1983, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1983
Hefur áhuga á því að kynna
sér aðstæður hjá nokkrum
atvinnumannaliðum í haust
Rætt viö Sigurð Jónsson, hinn
stórefnilega knattspyrnumann á Akranesi
svona stórleikir eru spilaðir.
Stuöningur þeirra er einstakur og
þeir eiga þakkir skildar fyrir sitt
framlag.
Á þessu keppnistímabílí teflir
Akranes fram aö mestu sama lið-
inu og sl. sumar, en þó er nýr
þjálfari tekinn við liðinu. Hvernig
kanntu við hann?
— Ég tel aö Höröur Helgason
sé mjög góöur þjálfari, og ekki síð-
ur félagi. Hann hefur mjög góö tök
á verkefni sínu, æfingarnar eru
skemmtilegar og liösandinn góöur.
Meira er varla hægt aö ætlast til.
Skagamenn hafa nú í mörg ár haft
erlenda þjálfara, suma mjög góöa,
en mér sýnist aö þaö séu aö koma
upp ágætir innlendir þjálfarar og
Morgunblaöiö/ Frlöþjófur.
• Hór sóst Sigurður rótt áður en skotiö er látið ríöa af en Sigurður er búinn að leika mjög vel meö
Skagamönnum í sumar og skoraöi hann á dögunum sitt fyrsta 1. deildar mark.
Morgunblaöið/ Friöþjófur.
• Siguröur Jónsson sást hár á fullri ferð með boltann í leik íslendinga
og Svía á dögunum. Siguröur hyggst kanna aðstæður hjá erlendum
liðum á næstunni.
við eigum aö nýta þá meira. Þó
gott sé aö hafa erlenda þjálfara
meö er þess ekki þörf í jafn ríkum
mæli og verið hefur.
Nú hefur gengi Akranesliösins
verið mjög gott í sumar. Kemur
það þár á óvart?
— Nei, síöur en svo. Liöiö hefur
veriö viö toppinn undanfarin ár, oft
hefur vantaö herslumuninn á sigur.
í liöinu eru mjög reyndir leikmenn í
flestum stööum, leikmenn á besta
aldri og margir hverjir hafa unniö
þessa titila áöur. Þeir þekkja vel
þaö sem þarf til slíkra afreka og
eru tilbúnir í stórátök ef meö þarf.
Fyrr í sumar lákstu þinn fyrsta
A-landsleik og eins í landsliðinu
21 árs og yngri auk þess aö leika
í drengja- og unglingaliðunum. Er
mikill munur á þessum liðum?
— Ekki eins mikill og margir
halda. Hvað varöar t.d. A-landsliö-
iö þá hef ég nú ekki mikla reynslu
þar. Þaö kom mér mjög á óvart að
vera valinn. Ég held aö þaö hafi
hentaö mér mjög vel aö leika fyrst
gegn liöi eins og Möltu, yfirleitt er
leikiö gegn mun sterkari liðum.
Hvaö varöar undirbúning fyrir
landsleikina þá er hann ekki svo
ólíkur hvort sem þú ert í drengja-
liöinu eöa A-landsliöinu. Mér finnst
persónulega mesta „pressan“ vera
á mér þegar ég spila meö drengja-
liðinu, þá er ég aö leika bæöi meö
og á móti jafnöldrum mínum og
þaö heyrir tll undantekninga hjá
mér nú oröiö.
Nú skoraðir þú þín fyrstu mörk
fyrir Akranesliðið fyrir skemmstu,
annað þeirra tryggöi liðinu fram-
hald í bikarkeppninni en hitt
toppsætiö í 1. deild. Verða þessi
mörk þér eftirminnileg?
— Þaö hugsa ég. Mér fannst
þau bæöi falleg og vel aö þeim
unniö. Fyrstu mörkin veröa mér
sjálfsagt eftirminnileg þegar fram
líöa stundir, en ég er ekkert sér-
staklega aö hugsa um þau nú. Þaö
er frekar aö ég hafi áhuga á aö
bæta viö markatöluna.
Nú eru framundan fyrstu leikir
þínir í Evrópukeppni fálagsliöa
og þar er ekki viö neitt smálið aö
eiga.
— Nei, örugglega ekki. Ég er
mjög ánægöur aö fá tækifæri aö
leika á móti Aberdeen. Þetta var
mitt óskaliö í keppninni. Ég hef
nokkrum sinnum séö þá leika og í
en aörir tóra, en aöeins örfáir
komast í fremstu röö. Eitt atriöi
hefur mjög mikið breyst hjá okkur
á Akranesi á undanförnum árum
en þaö eru túnblettirnir, sem
strákar léku sér á í knattspyrnu frá
morgni til kvölds. Nú má helst ekki
vera til túnblettur í bænum sem
sparkvöllur, allir sparkvellirnir sem
voru fyrir hendi eru horfnir. Hér
finnst mér vera um mikla afturför
aö ræöa hjá bæjaryfirvöldunum.
Þaö sama á líka viö um íþróttavöll-
inn, aöstaöan þar er ekki í neinu
samræmi viö knattspyrnuáhugann
og íbúafjölda bæjarins.
í fyrrasumar byrjaðir þú að
leika með meistaraflokki ÍA á
miöju keppnistímabili aöeins 15
ára gamall.
— Já, það kom mér mjög á
óvart aö ég skuli hafa veriö valinn í
liðiö. Bæöi var aö ég var mjög illa
undir þaö búinn og í ákaflega lítilli
æfingu.
En þetta gekk nú samt?
— Já og þaö þakka ég mest
George Kirby og eins strákunum í
liöinu. Þeir reyndust mér allir mjög
vel. Mér fannst þaö strax í fyrsta
leiknum aö þaö væri eins og ég
heföi leikiö lengi með þeim, ég var
strax einn af hópnum. Og ekki var
þaö verra aö velgengni liösins var
mikil þaö sem eftir var af tímabil-
inu, viö töpuöum aðeins einum leik
í deildinni, en bikarkeppnin vannst
og þaö þótti mér aö sjálfsögöu
vera hápunkturinn.
Að vera bikarmeistari með liði
sínu aöeins 15 ára gamall, hvern-
ig tilfinning er þaö?
— Ég held aö tilfinning mín hafi
ekkert veriö ööruvísi en hjá elstu
leikmönnunum í liðinu. Viö fórum
allir í leikinn meö sama hugarfar-
inu, aðeins sigur kom til greina.
Þaö tókst og þá sá maöur frá nýj-
um sjónarhóli, hvaö stuönings-
menn liösins eru geysilega sam-
taka, þaö kemur best í Ijós þegar
FÁIR knattspyrnumenn hafa vakiö jafnmikla athygli aö
undanförnu og hinn ungi Skagamaöur Siguröur Jóns-
son. Bæði er aö hér er á ferðinni eitt mesta knattspyrnu-
mannsefni sem komið hefur fram á Íslandí, og svo hitt
aö ferill hans er næsta undraveröur, því nú þegar hann
er aðeins 16 ára gamall hefur hann skapað sér nafn í
íslenskri knattspyrnu sem ekki veröur svo auðveldlega
gleymt þegar fram líöa stundir.
Sumariö 1982 vakti þaö mikla
athygli þegar George Kirby þáver-
andi þjálfari Akurnesinga tefldi
Siguröi fram í byrjunarliöi í 8 liöa
úrslitum bikarkeppni KSÍ gegn
Breiöabliki. Hann lék síðan meö
liöinu út keppnistímabiliö alls 10
leiki, þ.á m. úrslitaleikinn í bikar-
keppninni gegn Keflvíkingum sem
Akurnesingar unnu og þar meö
varö hann yngstur þeirra leik-
manna sem unniö hafa til þeirrar
nafnbótar. Hann var auk þess fast-
ur leikmaöur í unglingalandsliöun-
um, 14—16 ára og 16—18 ára.
Þetta þykir kannski nóg fyrir 15
ára ungling, en svo var ekki meö
Sigurö. Hann lék auk þess bæöi
meö 2. og 3. flokki Skagamanna
þó þeim leikjum hafi fækkaó eftir
aö hann varö fastamaður í meist-
araflokki. Á yfirstandandi
keppnistímabili hefur Siguröur enn
aukiö hróöur sinn. Hann leikur nú
eitt aöalhlutverkiö í liöi Skaga-
manna, auk þess sem hann hefur
leikiö meö öllum karlalandsliöun-
um sem ísland teflir fram. í lands-
liöi skipuöu leikmönnum 21 árs og
yngri lék hann gegn Spánverjum í
maí sl., því næst sinn fyrsta lands-
leik þegar hann kom inn sem vara-
maöur Péturs Péturssonar í leikn-
um gegn Möltu í byrjun júní. Þá lék
hann gegn Skotum í drengja-
landsliðinu 14—16 ára á sínum
heimavelli á Akranesi um miöjan
júní og nú síöast meö 16—18 ára
liðinu gegn Færeyingum nú fyrir
nokkrum dögum. Aö leika meö
fjórum landsliöum á sama keppn-
istímabilinu er einstakt afrek 16
ára unglings og veröur vart leikió
eftir.
En hver er þessi drengur? Til aö
fræöast nánar um Sigurö sjálfan
og knattspyrnuferil hans og skoö-
anir á ýmsu sem aö honum lýtur
ræddi Mbl. viö hann og við spurð-
um hann fyrst um hann sjálfan og
fjölskyldu hans.
— Ég er fæddur í september
1966 á Akranesi og foreldrar mínir
eru Guörún Albertsdóttir og Jón S.
Jónsson. Bæði innfæddir Skaga-
menn. Ég á fjögur systkini, þrjú
þeirra eru eldri en ég og svo á ég
tvíburasystur. Þau eldri eru öil flutt
aö heiman svo aó viö tvö búum hjá
foreldrum okkar.
Og hvenær fékkstu áhuga fyrir
knattspyrnunni?
— Hann er mér sjálfsagt í blóö
borinn. Ég held samt aö áhuginn
hafi ekki veriö neitt meiri en geng-
ur og gerist hjá strákum á Akra-
nesi, flestir fá knattspyrnuáhugann
strax á unga aldri, þótt hann yfir-
gefi marga þeirra þegar loks bar-
áttan um aö komast í liöin hefst.
Nú ert þú af þekktri knatt-
spyrnumannaætt, faðir þinn lék á
sínum tíma fyrir Akranes, bræður
hans Ríkharð og Þórð þarf vart að
kynna fyrir knattspyrnuáhuga-
mönnum. Karl son Þórðar þarf
heldur varla aö kynna frekar.
Höfðu þessir menn einhver áhrif
á knattspyrnuáhuga þinn?
— Já, sjálfsagt eitthvað. Ann-
ars var ég nú ekki fæddur þegar
þeir bræöurnir geröu garöinn
frægan en ég hef heyrt mikiö um
þeirra feril og er stoltur af þeim. Ég
sá Kalla Þóröar oft spila og ég
fylgdist vel meö honum strax á
unga aldri, mér finnst hann vera
mjög góöur knattspyrnumaöur.
Sigurður fór í gegnum alla
yngri flokkana sem er hinn venju-
legi gangur knattspyrnumanna
og þótti strax fyrsta flokks leik-
maður. Hvernig gekk honum í
yngri flokkunum og hvaða álit
hefur hann á þjálfun unglinga?
— Okkur gekk yfirleitt vel og
uröum t.d. Islandsmeistarar bæöi í
5. flokki og síöar í 3. flokki, í bæöi
skiptin eftir úrslitaleik viö Val.
Þessir leikir voru mjög eftirminni-
legir, sérstaklega í 5. flokki, því þar
þurfti þrjá úrslitaleiki til aö knýja
fram úrslit og viö höföum þaö í
lokin, en þá var ég fjarri góöu
gamni, lá veikur og þótti þaö held-
ur súrt. Á þessum árum var bar-
átta Vals og Akraness í algleymingi
í knattspyrnunni og viö lögöum
þarna gott lóö á vogarskálina.
Hvaö varðar þjálfun unglinga al-
mennt get ég ekki dæmt um hana,
nema ef vera skyldi hér á Akra-
nesi. Mér finnst þjálfunin oft ekki
hafa veriö til fyrirmyndar og alhliöa
knattspyrnukennsla á æfingum lít-
il. Hjá mörgum félögum hefur þetta
batnaö, sérstaklega eftir aö farið
var aö stofna knattspyrnuskóla, en
við hér á Akranesi höfum oröiö þar
mikið á eftir. Viö fáum á hverju ári
stórkostlega efnilega stráka en
þeir fá ekki þá þjálfun sem þeir
þurfa, sumir missa síöan áhugann,