Morgunblaðið - 23.08.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.08.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1983 17 Heimilisiðnaðar- sýning í ferðalag Heimilisiðnaðarfélag er 70 ára í ár og verður í tilefni þess sett upp heimilisiðnaðarsýning á nokkrum stöðum úti á landi á næstunni. Félagið var stofnað 1913 og er landsfélag, þó að starfsemi þess fari nær eingöngu fram í Reykjavík, og er þessi sýning því hugsuð sem tenging við landsbyggðina. Sýningin á að gefa hugmynd um það sem unnið var og er á íslensk- um heimilum. Meginuppistaða hennar eru munir sem sýndir voru á norrænum heimilisiðnaðarþing- um í Danmörku og Noregi 1980 og 1983, vefnaður og ísaumur með að- ferðum, sem einkennandi eru fyrir islenskan heimilisiðnað, einkum fyrri tíma. Aðrir munir eru úr ýmsum áttum og sýna bæði gaml- ar aðferðir og nýjar. Þá verður í tengslum við sýninguna fyrirlest- ur um þær útsaumsgerðir sem kynntar eru og fatasýning á prjónuðum og ofnum fatnaði úr ull. Heimilisiðnaðarsýningin verður opnuð á Blönduósi 25. ágúst, á Sauðárkróki 28. ágúst og á Akur- eyri verður hún 1 — 4. september. Dagsetningar eru ekki komnar á fleiri staði. Frá undirbúningi sýningarinnar. Talið frá vinstri Kristín Ágústsdóttir, Jakob- ína Guðmundsdóttir, Ragna Þórhallsdóttir og Hallfríður Tryggvadóttir. Sumarhus og Tívolí á sama stað Bráðskemmtileg nýjung fyrir fjölskylduna sem vill stanslaust Tívolí- fjör i sumarleyfinu án aukakostnaöar. Gist verður í sumarhúsum við Pony Park, einn stærsta Tivolígarð Hollands. Innifalinn í verði ferðarinnar er frjáls aðgangur aö öllum tækjum, leikjum og sýningum í Pony Park og bilaleigubíll að auki! Verðdæmi: 4 saman i húsi kr.10.600.- Barnaafsláttur kr. 4.000.- Heildarverð fyrir 4ra manna fjölskyldu aðeins kr. 34.000.- Innifalið: Flug til og frá Amsterdam, gisting i sumarhúsi og ókeypis aðgangur að Pony Park, bílaleigubill af A-flokki í viku, ótakmarkaður kílómetrafjöldi, allar nauðsynlegar tryggingar og söluskattur. Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 30. ágúst Frá opnun Skeljahellis. Jóhanna Kristjónsdóttir, formaður félagsins, heilsar Lilju Félag einstæðra foreldra: Schopka, fyrrum eiganda hússins. Morgunblaðió: Rax Skeljahellir, hús- næði undir félags- starf tekið í notkun FÉLAG einstæðra foreldra hefur tekið í notkun kjallara hússins við Skeljanes 6, nefnir hann Skeljahelli og þar verður í framtíðinni félags- starfs og menningarmiðstöð fyrir fé- lagið. Þar er aðstaða fyrir ýmsar smærri samkomur, barnabingó, spila- og kaffikvöld og í setustofu mun stjórn og samstarfsnefndir fá aðstöðu. Þar er lítið eldhús, snyrting og rúmgóður inngangur. Síðan húsið í Skeljanesi 6 tók til starfa, í apríl 1981, hafa um sextíu fjölskyldur búið þar. í húsinu eru 6 íbúðir og fjögur herbergi í risi, þar sem er sameiginleg setustofa og eldhús. Leikherbergi barna og þvottahús eru í kjallara. Dvalartími á fjölskyldu eru 3 mánuðir í rishæð og 6 mánuðir í íbúðum. Einstæðir foreldrar í námi hafa möguleika á lengri dvöl. Húsaleiga er mjög viðráðan- leg og aðeins einn mánuður borg- aður fyrirfram hverju sinni. Hús- ráðandi er Laufey Waage, en und- anfarna mánuði hefur Ragnhildur Vilhjálmsdóttir leyst hana af vegna sumarleyfa. Síðan húsið var tekið í notkun hafa nokkrar breytingar verð gerðar, eftir því sem meiri reynsla hefur fengizt, m.a. var ein íbúðin stækkuð til að hægt væri að hýsa foreldri með þrjú börn, setustofa á miðhæð var tekin sem geymsla fyrir FEF o.fl. Formaður húsnefndar FEF er Haukur Geirsson og ásamt honum í húsnefnd eru Birna Karlsdóttir, Ragna U. Helgadóttir og Jóhanna Kristjónsdóttir, form. FEF. U-BÍX90 Smávaxna eftirherman Þó U-BIX 90 sé minnsta eftirherman í U-BIX fjölskyldunni hefur hún alls enga minnimáttarkennd, enda óvenju hæfileikarík og stórhuga eftirherma. Einstaklingar og fyrirtæki sem til hennar þekkja láta heldur ekki á sér standa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.