Morgunblaðið - 23.08.1983, Side 28

Morgunblaðið - 23.08.1983, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1983 Víðir vann UMFN sannajarnt 1—0 • Grétar Einarsaon, yngstur þriggja bræðra í Vídisliöinu, skor- aði glæsilegt mark sem tryggði Víði bæði stigin gegn Njarðvík- ingum. Mbl. Arnór. urmarkiö en sem fyrr voru hestarn- ir í hættu en þeir voru á beit skammt sunnan viö knattspyrnu- völlinn. Fátt markvert geröist í síöari hálfleik nema þaö sem undan er talið þegar Grétar skoraöi. Þá áttu Njarövíkingar sitt bezta tækifæri skömmu fyrir leikslok. Kom þaö eftir aukaspyrnu sem dæmd var á miðjum vallarhelmingi Víöis. Þrumufleygur stefndi í vinstra horn Víöismarksins en Gísli Heiöarsson náöi aö pota hendinni í knöttinn og þar meö voru Víöismenn orönir 2 stigum ríkari og komnir í topp- baráttu 2. deildar á ný. Víðismenn voru mun betri aðil- inn í þessum leik og náöu Njarö- víkingar aldrei aö sýna sitt rétta andlit og er þetta einhver sá léleg- asti leikur sem undirritaöur hefir séö hjá þeim. Alla baráttugleði vantaöi í liöiö sem yfirleitt hefir þaö á stefnuskrá sinni aö enginn leikur sé tapaöur fyrr en flauta dómarans tilkynnir leikslok. A.R. Einherjj stal öðru stiginu Það var ekki rismikil knatt- spyrna sem liö Fram og Einherja höfðu uppá að bjóða þegar þau mættust í Laugardalnum á laug- ardaginn í 2. deildinni. Afar sjald- an sást boltanum spilaö manna á milli, en þess meira var um lang- spörk og kýlingar. Frammarar reyndu þó eins og fyrri daginn aö byggja upp spil, en harðir og baráttuglaöir Einherjamenn brutu það niöur jafnharöan. Hvoru liöinu tókst að skora eitt mark en í staöan í hálfleik var 1—0 fyrir Einherja. Nánast ekkert markvert skeöi fyrsta hálftímann, líöin skiptust á aö sækja en Einherji var þó öllu aögangsharöari. Á 30. mínútu uröu varnarmönnum Fram á mistök sem enduöu nærri því meö sjálfs- marki. Sverrir ætlaöi aö sparka boltanum frá marki þar sem hann stóö á vítateigslínu en aftur fyrir hann fór boltinn og yfir Guömund, sem kom hlaupandi út úr markinu, en rétt framhjá. Einherji fékk því hornspyrnu og eftir þvögu sem myndaöist innan vítateigs Fram eftir hana barst boltinn til Gísla Davíössonar, sem þrumaði í netiö. Rétt á eftir átti Kristinn Jónsson gott skot aö marki Einherja á víta- teigshorni en Birkir varöi vel. Síöari hálfleikurinn var hrein einstefna á mark Einherja. Birkir haföi aftur á móti nóg aö gera í marki Einherja og bjargaöi oft meistaralega vel. Kristinn átti hörkuskot innan vítateigs á 72. mín. en Birkir varði stórvel. Þaö var svo tíu mínútum fyrir leikslok aö Fram jafnaöi. Sverrir Einarsson fékk boltann á hægri kanti og gaf fyrir markiö. Boltinn flaug yfir alla innan vítateigs Einherja og til Guö- mundar Torfasonar, sem stóö einn og óvaldaöur, hoppaði upp og skallaöi í netið. Jafntefli, 1 — 1. • Bryan Robson þykir gaman að skora á Wembley. Hann skoraði tvívegis þar gegn Liverpool á laugardag- inn. A myndinni skorar hann annað tveggja marka sinna á sama leikvangi í bikarúrslitaleiknum gegn Brighton síðastliðið vor. Tvö mörk frá Robson er United lagði Liverpool VERTÍD ensku knattspyrnunnar hófst á laugardaginn með hinum heföbundna sýningarleik Eng- landsmeistaranna og bikarmeist- aranna, í þessu tilviki risanna Liv- erpool og Manchester Utd., sem unnu titla þessa með glæsibrag á síöasta keppnistímabili. Keppt er jafnan um hinn svokallaða „Charity Shield" eða góögerð- arskjöldinn. Bikarmeistararnir Man. Utd. sigruöu Englands- meístarana að þessu sinni með tveimur mörkum gegn engu. Leikurinn þótti mjög spennandi og fjörugur og 92.000 áhorfendur klöppuðu leikmönnum liðanna oft lof í lófa. Liverpool var sterkari aðilinn fyrstu mínúturnar og leikmenn United máttu láta sig hafa þaö að komast vart fram yfir miöju þar til á 8. mínútu leiksins. Liverpool fékk engin tækifæri á þessum mínútum þrátt fyrir sóknina, en markvöröur liðsins, Bruce Grobbelaar, bjarg- aöi liöi sínu meö snilldarmark- vörslu eftir fyrstu sóknarlotu Unlt- ed, Stapleton átti þá þrumuskot sem Grobbi náöi að verja í horn. United kom meira inn í dæmiö úr þessu, en næsta hættulega færiö átti þó Liverpool, er Kenny Dal- glish átti stangarskot frá vítateigs- línunni. Vörn United var í berjamó, Gordon McQueen bakkaöi frá „Doggy“ er hann lék að markinu og Garry Bailey marköröur horföi á knöttinn eins og hann væri glóandl vígahnöttur í staö þess aö reyna aö handsama hann. Liverpool var aö ná tökunum smám saman, er United skoraöi fyrra markiö eftir skyndisókn. Leikmenn Liverpool voru flestir á vallarhelmingi United á 23. mínútu, er Kevin Moran spyrnti knettinum langt fram á völlinn. Bestimaöurinn á vellinum, Ray Wilkins, náöi knettinum og sendi glæsilega stungusendingu inn fyrir vörn Liv- erpool, sem var afar fáliöuö. Bryan Robson haföi tekiö mikinn sprett upp allan völl, hann fékk knöttinn, lék á Grobba og skoraöi, 1—0. Eftir markiö haföi United nokkra yfirburöi allt til leikhlés. Robson átti gott skot á markiö eftir sam- leik viö Wilkins, en Grobbi varöi vel, Stapleton skallaöi stöan naumlega fram hjá eftir fyrirgjöf frá Wilkins. Liverpool átti í miklu basli i síö- ari hálfleik og á 62. mínútu geröi hinn nýi stjóri liðsins, Joe Fagan, tvær breytingar á liöinu. Hann tók þá Thomson og Robinson út af og setti Craig Johnstone og Dave Hodgeson inn á í þeirra staó. Þeir höföu vart verið inná í mínútu, er United skoraói síöara markiö. Arthur Graham, nýi maöurinn frá Leeds, tók hornspyrnu, sendi lága sendingu fyrir markiö og Bryan Robson spyrnti knettinum í markiö af stuttu færi. United haföi nú öll völd á vellin- um, Liverpool reyndi meö veikum buröum aö bjarga einhverju, en vörn Manchester-liösins afgreiddi léttilega tvær síðbúnar tilraunir Dalglish og Alan Kennedy. Á síö- ustu mínútu leiksins var svo fyrir- liði liðsins, Graeme Souness, bókaöur fyrir aö brjóta illa á fyrir- liöa United, Bryan Robson. Víðír sigraði Njarðvík, 1—0, á Garðsvelli sl. laugardag. Það var Grétar Einarsson sem skoraði af stuttu færi stórglæsilegt mark eftir skallafyrirgjöf frá bróður sín- um, Daníel, á 63. mínútu. Þaó var suö-vestan strekkingur í Garöinum þegar leikurinn fór fram en þaö þýöir aö annaö liðiö leikur undan vindi. Njarövíkingar unnu hlutkestiö og kusu aö leika undan vindinum. Þaö voru Njarö- víkingar sem áttu fyrsta hættulega tækifæriö. Jón Halldórsson átti gott skot að marki Víðis á 10. mín- útu úr þröngri aöstööu en rétt framhjá. Víöismenn voru mun aö- gangsharðari viö mark andstæö- inganna enda þótt þeir ættu á móti vindi aö sækja og kom þaó fyrir aö þegar markskot var reynt aö úr varö innkast. Á 20. mínútu á Vil- berg fallegt vinstrifótarskot aö marki en rétt yfir. Mínútu síöar skorar Grétar mark sem dómarinn sá ekkert athugavert viö en línu- vöröurinn veifaöi og dæmdi rétti- lega markiö af en Grétar haföi not- aö hendurnar við aö koma knettin- um í netiö. Fimm mínútum síöar áttu Njarövíkingar ágætt tækifæri en sem fyrr geigaöi skotiö. Þá átti Villi (Vilhjálmur Einarsson) gott skot af 30 metra færi á Njarövík- Nýliðarnir hafa forystu NYLIDAR vestur-þýsku deildar- keppninnar, Bayer Uerdingen, sigruðu Eintracht Frankfurt i 2. umferð keppninnar 5—2 á laugardaginn og hafa forystu. Hefur liðið fjögur stig og betri markatölu en gömlu risarnir HSV og Bayern MUnchen, sem einnig hafa unniö leiki sína til þessa. Rennum yfir aðra leiki: Calle Del Heye skoraöi fyrsta mark Bayern eftir hroöaleg varn- armistök hjá heimaliöinu Biele- feldt. Markiö skoraöi hann á 8. mínútu, en Dronia jafnaöi metin tæpri mínútu síöar. Bayern náöi forystunni á ný fyrir leikhlé, Grobe skoraði á 35. mínútu eftir enn verri varnarmistök en leiddu til fyrra marksins. Eftir markiö náöi Bayern góöum tökum á leiknum. Fleiri uröu mörkin þó ekki fyrr en á síö- ustu mínútu leiksins, er Karl Heinz Rumenigge skoraöi þriöja mark gestanna. Þjálfari HSV, Ernst Happel, var ekki ánægöur meö sína menn þrátt fyrir sigurinn gegn Dortmund, einkum var hann óhress með frammistööu nýju framlínumanna sinna, Schatzschneider og Wuttke, sem sáust varla í leiknum. Manny Kaltz tryggöi HSV bæöi stigin, er hann skoraöi úr geysilega um- deildri vítaspyrnu sex mínútum fyrir leikslok. Dietmar Jakobs hafói skoraö fyrir HSV á 56. mínútu, en Bernd Klotz skoraöi fyrir heimalið- iö á lokamínútu leiksins. Bum Kun Cha, Kóreumaöurinn sem áöur lék með Frankfurt, var í ham í leik þessum og skoraöi hann tvö af mörkum Leverkusen gegn Nurnberg. Hörster skoraöi þriðja markið en var aö ööru leyti voöa- legur syndaselur, því hann brenndi af hverju dauöafærinu af ööru. Næstbesta lið síöasta tímabils, Werder Bremen, lék illa gegn Bochum í fyrri hálfleik, en náöi samt forystunni á 13. mínútu meö marki Maier. Kuntz jafnaði fyrir leikhlé og Bochum var betra liöiö á vellinum. Renhagel þjálfari hefur svo vafalaust haldiö frægan reiöi- lestur yfir sínum mönnum í bún- ingsklefanum, því þaö var aö sjá gerbreytt liö sem mætti til leiks í seinni hálfleik. Neubarth, Völler og Maier skoruöu allir fyrir Bremen áöur en Pater skoraöi fyri Bochum. Völler átti samt síöasta orðiö fyrir heimaliöiö er hann þrumaöi knett- inum í netiö hjá Bochum, 5—2. • Frá leik HSV og Dortmund. Á efri myndinni grípur markvörður HSV Uli Stein, inn í leikinn, en þeir Loose og Von Heesen kljást um knöttim á neðri myndinni. Nýliöarnir frá Mannheim báru einhverja einkennilega viröingu fyrir mótherjum sínum og gestgjöf- um, Braunschweig. Hollmann, Tripacher og Studzizba skoruöu fyrir heimaliöiö í fyrri hálfleik og var engu líkara en fram væri aö fara jarðarför Mannheimliösins. En skyndilega vöknuöu leikmenn liðs- ins af dvalanum og Fritz Walter skoraði fyrir leikhlé. Staöan í deildinni eftir tvær fyrstu umferöirnar er sem hér seg- ir: Bayer Uerdingen 2 2 0 0 9—4 4 Bayern Munchen 2 2 Hamburger SV 2 2 VFB Stuttgart 2 1 Fortuna Dusseldorf 2 1 Bayer Leverkusen 2 1 Werder Bremen 2 1 SV Mannheim 2 1 Kickers Offenbach 2 1 Armenia Bielefeldt 2 1 VFLBochum 2 1 Eintr. Braunsch. 2 1 Kaiserslautern 3 0 Bor. Dortmund 3 0 Bor. Mönch.gl. 2 0 Eintracht Frankfurt 2 0 1. FC Cologne 2 0 1 1 1 1 0 2 5—2 5-3 5—2 3— 1 4— 2 5— 4 4—3 4—4 4— 5 3—5 3— 5 6— 7 5- 6 4— 5 4—7 2—5

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.