Morgunblaðið - 23.08.1983, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 23.08.1983, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1983 15 hikandi í pólitískri afstöðu og raunar háð mitt sálarstríð þess vegna. Eftir 30 mars 1949 hikaði ég ekki. Síðan hefur aldrei hvarflað að mér neins konar hlutleysi í átök- um einræðis og lýðræðis. Mér getur ekki staðið á sama. Ég skal enn og aftur vitna í Tómas Guðmundsson. Og vitund þín mun öðlast sjálfa sig, er sérðu heiminn farast kringum þig og elfur blóðs um borgarstrætin renna. Því meðan til er böl, sem bætt þú gast, og barist var á meðan hjá þú sast, er ólán heimsins einnig þér að kenna. í Austur-Þýskalandi er opinber, ríkisrekin friðarhreyfing. Annað fólk, sem vill beita sér fyrir friði í heiminum, fær ekki að starfa, vegna þess að opinber stefna mannsins, sem reisti Berlínar- múrinn, er friður á jörðu. Minn frið gef ég yður, segja þeir Erich Honnecker og Juri Ándropov. Og hver er sá friður? Það er friður geðveikrahæla, þrælabúða og múrveggja. Adolf Hitler var auð- vitað með friði, svo lengi sem hann hafði frið til að leggja undir sig heiminn. Hann var reiðubúinn að gefa mönnum sinn frið. Neville Chamberlain samþykkti sundur- limun Tékkóslóvakíu og kom heim til Englands fagnandi: Friður um okkar tíma! tilkynnti hann þjóð sinni og alheimi. Við vitum hvern- ig sá friður varð. Við vitum Kennara- samtökin efna til uppeldis- málaþings KENNARASAMBAND íslands og Hið íslenska kennarafélag halda sameiginlegt uppeldismálaþing dag- ana 26. og 27. ágúst nk., að Borgar- túni 6, Reykjavík. Þingið hefur hlotið yfirskrift- ina: Grunnskóli/framhaldsskóli: Samræmd heild eða sundurleitir heimar? — en það er heitið á er- indi Gerðar G. Óskarsdóttur, sem er annar aðalfyrirlesari á þinginu. Hinn aðalfyrirlestarinn er dr. Ólafur Proppé og mun hann fjalla um áhrif samræmingar á þrosk- andi nám, starf kennarans og sjálfsmynd nemandans. Auk fyrirlestranna verða erindi og umræður um ýmis málefni í fimm valhópum: 1. Samræming skólastiganna, framsögumenn Ragnheiður Gunn- arsdóttir og Þuríður Pétursdóttir. 2. „Fallinn með 4,9“, framsögu- menn Guðmundur Páll Ásgeirsson og Haraldur Finnsson. 3. Með lög- um skal ... , framsögumenn Elín Ólafsdóttir og Heimir Pálsson. 4. Skólaskylda, framsögumenn Hanna Kristín Stefánsdóttir og Þórir ólafsson. 5. Námsráðgjöf, framsögumenn Sigrún Svein- björnsdóttir og Vigfús Geirdal. Þá verður á dagskrá þingsins flokkur stuttra erinda, en flytj- endur þeirra er fólk á ýmsum aldri og úr ýmsum áttum, nem- endur, kennarar og foreldrar. Auk fyrirlestra og umræðuhópa verður námsgagnakynning frá báðum skólastigunum (grunn- skólum og framhaldsskólum) svo og ljósmyndir, teikningar og fleira úr skólalífinu. Að þinghaldi loknu verður „opið hús“ að Borgartúni 6, þannig að nægur tími gefist til áframhald- andi skoðanaskipta fólks af öllum skólastigum. Þess má að lokum geta að þetta er í fyrsta sinn sem KÍ og HÍK halda sameiginlegt uppeldismála- þing. Því má segja að þingið marki tímamót í sögu skólastarfs á ís- landi. (Frétutilkynning) kannski lika að Englendingar lögðu líf sitt við frelsið í ófriði við nasista, meðan Sovét-Rússar voru hlutlausir, þangað til á þá var ráð- ist. Meðan sprengjunum rigndi yf- ir England, orti Nordal Grieg ein- hvern máttugasta frelsisóð sinn, London, og spyr með orðum Magn- úsar Ásgeirssonar: Hvers virði er það fólki í fjötrum að forðað sé Notre Dame? Hversu margir íslendingar geta látið sér á sama standa um frelsi og fjötra, einræði og lýðræði, verið hlutlausir? Hversu margir íslend- ingar vilja kaupa frið af ofbeldis- mönnum hverju verði sem er? Þessir hinir sömu mega halda áfram að slíta skóm sínum í öllum tegundum af Keflavíkurgöngum. En það er ekki nóg að ganga að einu eða tveimur sendiráðum. Fólk verður að ganga alla leið til fyrirheitna landsins. Heim komið myndi kannski eitthvað af því segja með Steini Steinarr eftir þvílíka pílagrímsför að Kremlar- veggjum: Sjálfur dauðinn, sjálfur djöfullinn hefur byggt þessa bergmálslausu múra. 1 stað þess að kvaka um frið og hlutleysi í heimi sem er öllum ógnað af því gamlingjaliði sem tyllir sér upp á Kremlarmúra í blóra við verkalýðinn 1. maí. GJ. Fjórar hand bækur um ál ÁL-samskeyting. Um hvernig ál er skeytt saman með því að hnoða, skrúfa, líma eða lóða. ÁL-suðuhandbók Tig-Mig. Um Tig og Mig suðu á áli. ÁL -mótun og vinnsla. Um hvernig ál er notað við að vinna og framleiða ýmsa hluti - steypu, pressun og stönsun. ÁL-yfirborðsmeðferð. Um hvernig yfirborði áls er gefinn mismunandi áferð og litur. Hentugar kennslubækur fyrir iðnnema og handbækur fyrir iðnaðarmenn og hönnuði. Verð hverrar bókar kr. 30,- Sölustaðir: Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar, Rvik, Bókaverslun Ólivers Steins.Hafnarfirði. skon luminium NORRÆN SAMTOK ÁLIONAÐARINS INVITA innréttingar í allt húsið Yfir 40 mismunandi tegundir. ■ Ri B RB tegundir. ■ ■■ ■■ Stuttur afgreiðslu- tími. 0 c Þægilegar eldhús- innréttingar byggðar á vinnusparandi skápum. Sérsmíðaðar og staðlaðar innréttingar í öll herbergi — gæðin í fyrirrúmi. Nýjir viðskipta- hættir: Við undirritun samnings er afhendingardagur ákveðinn. Ef hann stenst ekki bjóðumst við til að borga þér dagsektir. SKALINN Grensasvegur12 — 108Reykjavik — Simi 91-39520

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.