Morgunblaðið - 23.08.1983, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 23.08.1983, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1983 t Frú IRIS GYLDENBRO, andaöist 20. ágúst. Fyrir hönd vandamanna. Inga Finnbogason, Bjarneklevaj 5, 2300 Kebenhavn S, Danmark. Faöir okkar. t GUNNAR PÉTURSSON, Selvogagrunni 29, andaöist i Borgarspítalanum 21. ágúst. Dætur hins látna. t Móðir okkar og tengdamóöir, JENNÝ SIGFÚSDÓTTIR, Barkarstööum, Miöfiröi, andaöist 18. ágúst sl. í sjúkrahúsinu á Hvammstanga. Ragnar Benediktsson, Arndís Pálsdóttir, Börkur Benediktsson, Sólrún Þorvaróardóttir, Bírna Benediktsdóttir, Kristinn Jónsson, Bergþóra Benediktsdóttir, Ásmundur J. Jóhannsson, Sveinlaug Sigmundsdóttir. t Eiginmaöur minn og faöir okkar, ÓSKAR SVEINSSON, prentari, Drekavogi 20, lést í Bromton-sjúkrahúsinu í London 19. ágúst. Jakobina Hafliöadóttir, Sveinn Óskarsson, Helga Óskarsdóttir. Faöir okkar. t ÞORKELL STEINSSON, fyrrv. lögregluvaröstjóri, Búöageröi 1, lést 21. ágúst. Synir. t Eiginmaöur minn, JÓHANNES Ó. GUDMUNDSSON, viöskiptafræöingur, Melabraut 47, Seltjarnarnesi, andaöist 19. ágúst. Þ6ra Quöjónsdóttir. t Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir og amma, ÁSTA MARGRÉT GUDLAUGSDÓTTIR, Miklubraut 42, andaöist í Landakotsspítala aöfaranótt 22. ágúst. Björgvin Grímsson, Jóhann S. Björgvinsson, Klara Sjöfn Kristjánsdóttir, Guðrún E. Björgvinsdóttir, Jón Böövarsson, Guölaugur Björgvinsson, Þórunn Hafstein og barnabörn. t Útför bróöur okkar, PÁLS KR. SIGURDSSONAR frá Laxamýri, Sörlaskjóli 13. fer fram frá Fossvogskirkju í dag 23. ágúst kl. 3.00. Systkinin. t Móöir mín, dóttir okkar og systir, KRISTÍN L. BLÖNDAL frá Siglufiröi, veröur jarösungin frá Garöakirkju, Garöabæ, miövikudaginn 24. ágúst kl. 14.00. Lárus St. Blöndal Jónasson, Guörún J. Blöndal, Lárua Þj. Blöndal og systkini. Sólveig Unnur Jóns- dóttir — Sköröum Fsdd 30. desember 1899 Dáinn 25. desember 1982 Hinn 25. desember sl. lést í sjúkrahúsi Húsavíkur Sólveig Unnur Jónsdóttir, húsfreyja, Skörðum í Reykjahreppi. Stund- um er dauðinn liknsamur og má ætla að svo hafi verið að þessu sinni því lífsgangan var orðin löng, dagsverkið mikið og sjúk- dómslegan ströng. Sólveig var til moldar borin frá Húsavíkurkirkju þann 30. desem- ber að viðstöddu fjölmenni og voru margir langt að komnir til að votta henni virðingu og þökk. Þennan dag höfðu vetrarveðrin lægt og veðurguðirnir skörtuðu því besta, sem verða má á þessum tíma árs. Hinn mildi skammdeg- isdagur minnti á þá, sem kvödd var, því frá henni stóðu eigi stormar. Sólveig var af þingeysku bergi brotin og af merku fólki komin í ættir fram. Ættir hennar verða þó ekki raktar hér, svo kunnar sem þær eru þeim, er áhuga hafa á slíku. Sólveig fæddist i Skörðum þann 30. desember 1899 og var einkabarn þeirra hjóna Þuríðar Sigurðardóttur og Jóns Ágústs Árnasonar, bónda þar. Þótt Sól- veig væri einkabarn, þá ólst hún ekki upp sem einbirni væri, því foreldrar hennar ólu upp að fullu og öllu Kristrúnu Helgadóttur Flóventssonar frá Húsavík og systur hennar Rögnu að miklu leyti, þá var og Steinþór Þórðar- son Markússonar frá Húsavík langdvölum hjá þeim Skarðahjón- unum í bernsku og á unglingsár- um. Þannig eignaðist Sólveig raunverulega systkinahóp. Sólveig ólst ekki upp i fásinni, sem nokkuð var þó algengt í þá daga, því mannmargt var í Skörð- um á uppvaxtarárum hennar. Skörð voru og í þjóðbraut, sem kallað var, því þá var Skarðaháls alfaraleið að og frá Húsavík, og lágu leiðir manna um hlað i Skörðum að kalla mátti. Það var því oft gestkvæmt þar, bæði nætur og daga, og rómuðu menn að- hlynningu og gestrisni þeirra Þur- íðar og Jóns Agústs. Sem barn var Sólveig í barna- skóla á Húsavík og var sú skóla- ganga nokkuð umfram það, sem þá var krafist i sambandi við upp- fræðslu barna. Nokkrum árum síðar fór hún til frekara náms bæði til Akureyrar og Reykjavíkur og mun þar hafa numið kvenleg fræði, tungumál og hljóðfæraleik, sem allt varð henni haldgott veganesti á lífsins leið. Árið 1923 réðst Sólveig sem kaupakona austur að Valþjófsstað í Fljótsdal til þeirra hjónanna séra Þórarin8 Þórarinssonar og Ragnheiðar Jónsdóttur. Segja má að sú vistráðning hafi verð hið mesta gæfuspor þvi á Valþjófsstað réðust örlög Sólveigar á þann veg, að hún gekk að eiga eftirlifandi mann sinn, Jón, son þeirra prestshjónanna á Valþjófsstað, hinn glæsilegasta mann, sem einnig var harðsækinn búmaður. Sólveig og Jón gengu í hjóna- band sumarið 1925 og þótti með þeim jafnræði bæði í sjón og raun. Sama vor stofnuðu þau til búskap- ar að Brekku í Fljótsdal og tóku jafnframt að sér rekstur sjúkra- skýlisins, sem þar var þá, og í voru jafnan 4—5 sjúklingar. Auk þess var héraðslæknirinn kostgangari á heimili þeirra hjóna, svo nokkuð var umleikis í upphafi. Ýmsar ástæður munu hafa legið til þess að vorið 1926 brugðu þau ungu hjónin búi á Brekku og fluttu að Skörðum í Reykjahreppi þar sem þau tóku við búi foreldra Sólveig- ar á hálflendu jarðarinnar. Frumbýlisár þeirra hjónanna munu ekki hafa verið dans á rós- um, enda fór þá landbúnaðar- kreppan í hönd með öllum sínum erfiðleikum. Kröfunum varð því að stilla í hóf og haga vinnudegin- um eftir þörfum, en ekki eftir því sem klukkan sló. En þau voru samhent hjónin í Skörðum og brátt blómgaðist þeirra bú og eignuðust þau alla jörðina, sem þau svo ræktuðu og hýstu eins og tíminn krafði. SVAR MITT eftir Billy (iraham Heimilisguðrækni Mér er Ijóst, að okkur er mikil þörf á að iðka heimilisguð- rækni og að ég verð að koma henni á. En ég vil ekki taka fram fyrir hendurnar á eiginmanni mínum. Hann er húsbóndinn á heimilinu. Hvernig á ég að snúa mér í þessu? Biblían kennir, að í heimilishaldinu eigi húsbónd- inn að vera „æðstiprestur". „Maðurinn er höfuð kon- unnar að sínu leyti eins og Kristur er höfuð safnað- arins." Manninum ber að veita forstöðu í andlegum málum. En þetta táknar ekki, að konan og móðirin eigi að sitja með hendur í skauti. Hún er í raun og veru „æðsti-kvenprestur" heimilisins og í Biblíunni segir: „Hún vakir yfir því, sem fram fer á heimili hennar." Heimilisguðrækni á fólk að hafa um hönd í kær- leika og af gagnkvæmum áhuga. Ef maðurinn yðar hefur sýnt vanrækslu á þessu sviði, gætuð þér kannski rætt einslega við hann um það og bent hon- um á, að helgistundir gætu orðið til að efla ástúð og tillitssemi á heimilinu. Látið hann síðan stjórna þessu eins og „æðstaprest", og þér verðið honum til aðstoðar. Ég þekki ekkert sem eins vel er til þess fallið að tengja fjölskylduna saman og styrkja heimilið og sameiginlegar helgistundir fjölskyldunnar. Nú á dögum er mikill tvístringur á fjölskyldunni. Vitrir foreldrar verja því tíma og kröftum til að greiða fyrir návist Guðs á heimilinu og veita þekkingu á fyrirmælum hans. „Þau munu uppskera blessun, sem alvörugefin og einlæg börn láta þeim í té.“ Sólveig var kona mild í fasi, við- ræðugóð og glaðleg, enda gædd óvanalegri kímnigáfu og naut sín vel meðal fólks heima og að heiman. Gestrisni var henni í blóð borin og var jafnan gestkvæmt á hennar heimili og dró það ekki úr gesta- gangi, að Jón maður hennar var og er enn hrókur alls fagnaðar, ef svo ber undir og lét auk þess félags- mál sinnar sveitar mikið til sín taka. Það var sama hvort börn, ungl- ingar eða fullorðnir komu í Skörð, þá átti húsmóðirin þar, í öllum sínum önnum, nægan tíma til að sinna gestum sínum og hafði jafn- an á takteinum áhugaverð um- ræðuefni við allra hæfi. Sólveig var skartkona og þreyttist aldrei á að prýða heimili sitt utan sem inn- an og var fegurðarskyn hennar næmt. Hún mun hafa verið nokk- uð dul og því líkast sem útþrá byggi henni alltaf i brjósti. Vera má að henni hefði hentað annað betur en vera húsmóðir í sveit, þótt hún skilaði hlutverkinu með prýði. En enginn fær séð í annars hug svo vel sé. Sólveig var gæfukona í fjöl- skyldulífi sínu. Þau hjónin höfðu barnalán og varð 4 barna auðið, en þau eru sem hér skal greina: Þór- arinn Ragnar, bóndi Skarðaborg, giftur Sigurveigu Kristjánsdóttur bónda í Klambraseli. (Skarðaborg er nýbýli, sem þau hjónin reistu í landi Skarða.) Stefán Jón, skóla- stjóri, búsettur að Kúfhóli Aust- ur-Landeyjum, giftur Guðrúnu Sigurðardóttur f.v. bónda þar, Ragnheiður kaupkona í Reykjavík, sem er annar eigandi Guðrúnar- búðar við Rauðarárstíg, og Þuríð- ur, sem er gift og búsett í Kali- forníu, USA. Auk sinna barna ólu þau Skarðahjónin upp son Ragnheiðar dóttur sinnar, Ragnar Þór Árna- son, sem nú er lögreglumaður, bú- settur í Reykjavík, kvæntur Maríu Sigmundsdóttur. Nú er margt breytt frá því sem var á uppeldisárum Sólveigar. Göturnar eru nú grónar á Skarða- hálsi og gras vefur þar spor horf- inna kynslóða, reykur frá bæjum ber ekki lengur vott um fótaferð húsfreyjunnar því hitaveita og rafmagn hafa leyst eldinn af hólmi. Það er ekki lengur fjöl- mennt í Skörðum því Jón er þar einn manna. Hann er nú hvíthærð og höfðingleg hetja, sem heldur tryggð við sinn heimarann, og bíð- ur þess, sem koma skal, sáttur við Guð og menn. Saga konu, sem verið hefur hús- freyja í sveit meira en hálfa öld á mestu framfara- og umbrotatím- um í sögu þessa lands verður ekki ofin með örfáum orðum. Ég hygg þó að flestir muni lesa á milli lín- anna um fórnarlund, meðlæti og mótlæti, sorgir og gleði með sigur- laun. Ég vil að lokum taka það fram, að það var aldrei meining mín með þessum örfáu línum að rita ævi- sögu Sólveigar í Skörðum, heldur hitt að færa fram þakkir fyrir langa og ljúfa samfylgd og óska henni yndis á ókunnri strönd.Ég tel að svo megi ég mæla fyrir hönd fjölmargra. Að síðustu sendi ég svo öllum aðstandendum Sólveigar síðbúnar samúðarkveðjur vegna fráfalls hennar og er mér þá Jón, maður hennar, efst í huga. Vigfús B. Jónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.