Morgunblaðið - 23.08.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.08.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1983 7 ARMAPLAST Brennanlegt og tregbrennanlegt. Sama verð. Steinull — glerull — hólkar. ’Armúla 16 sími 38640 Þ. ÞORGRÍMSSON & CO T^íQamazkaðuzinn ■^ý-tettirýötu 12-18 Rtozda 626 (2000) 8port 1961 Rauöur. Ekinn 33 þús. km. Sjálfsk. Kassettutæki oft. Verö kr. 235 þús. (Skipti ath.) Toyota Crown diesel 1900 Ekinn 137 þús. km. Aflstýri, gott útlit. Verö 270 þús. (Skipti á ódýrari bít) Rtozda 323 Saloon 1962 Brúnsans. Ekinn aöeins 13 þús. km. 2 dekkjagangar ofl. Verö 235 þús. Fallegur sportbfll Flat 1/9 1960 Innfluttur 1982 nýr. Blásans. Ekinn 12 þús. km. Verö 275 þús. (Skipti mögulea) Saab 99 QL11961 Blásans 4ra dyra. Ekinn 38 þús. km. Útvarp og segulband. Verö 320 þús. (Sklptl á ódýrari) Daihatau Charade 1961 Chevrolet Camaro Z-28 1978 Silfurgrár. Ekinn 26 þús. km. 2 dekkja- Svarlur. Ekinn 70 þús km. Einn með öllu. gangar Verö 185 þús. Verð 350 þýs. (Skipli möguleg) BEAMSCOPE Nú geta allir notid þeinar ánœgju ad horía á stœrri mynd í sjónvarpinu. Sérstakur skermur sem settur er íyrir íraman sjónvarpiö og stœkkar myndina verulega. Petta gerir t.d. sjóndöpm íólki auöveldara að fylgjast meö mynd og texta. Beamscope er til í tveimur mismunandi stœröum. Komið og kynnist þessari frá- bœru nýjung írá Japan. Eintal alþýðubanda- lagsmanna „Lífsháski lýðræðisins“ Ummæli Árna Bergmann, ritstjóra Þjóðviljans, „lífsháski lýðræðis- ins kemur frá hægri“ urðu fleyg á sínum tíma, en þau viðhafði hann um einhvern alþjóðaatburð í sama mund sem mest var rætt um hættuna á því að sovéski herinn yrði sendur inn í Pólland til að stöðva þróunina þar, sem gat leitt til einhvers konar lýðræðis. í engu kommúnista- eða sósíalistaríki hefur þróunin orðið í lýðræðis- átt — þvert á móti. Engu að síður halda ýmsir alþýðubandalags- menn þeirri blekkingu á loft að sunnudagur sósíalismans komi einhvern tíma austan járntjalds. Alþýöubandalagsmenn hafa verið á eintali á síöum Þjóðviljans um nokkurra vikna skeiö. llmræöuefniö er ekki af verri toganum þar á bæ: Hvort trúa eigi á sovéska stjórnskipulagið í blindni eöa ekki. Eins og við er að búast hitnar mörgum alþvóubandalags- manninum í hamsi þegar hann ræðir þetta hjartans mál flokksins, sjálf Sovét- ríkin og stjórnarfarió þar. Agreiningurinn er ekki um það hvort sósíalismi og kommúnismi sé markmið- ið heldur hitt, hvort una eigi við það stjórnkerfi sem nú ríkir fyrir austan tjald í Evrópu. Annars vegar eru þeir nafnarnir, Árni Berg- mann, ritstjóri, og Árni Björnsson, þjóðháttafræð- ingur, sem líta svo á að eft- ir miðvikudaginn komi ein- hvern tíma sunnudagur sósíalismans í Moskvu, þess sé að vænta að unnt sé að framkvæma sósíal- isma og kommúnisma með öðrum hætti en í Sovétríkj- unum og Austur-Evrópu núna. Hins vegar eru þeir Steingrímur Aöalsteinsson, sósíalisti af gamla skólan- um, Eyjólfur Eriðgeirsson, fiskifræðingur, og Haukur Már Haraldsson, sem Al- þýðubandalagið geröi út af örkinni í vor til að safna peningum til húsakaupa og kosningastarfs flokksins, þessir þrir eru helstu talsmenn blinds átrúnaðar á ágæti Sovétríkjanna. Áhrifin frá 1968 Þeir nafnarnir Árni Bergmann og Árni Björns- son láta mikið af því, hver úrslitaáhrif það hafði á þá fyrir fimmtán árum þegar innrásin var gerð í Tékkó- slóvakíu að frumkvæði Kremlverja. Fjórum árum eftir innrásina, eða 1972, var Árni Bergmann engu að síður kjörinn forseti gagnrýnislausasta Sovét- vinafélags landsins, MÍR Hann tók við forsætinu af sjálfum Kristni E. Andrés- syni. Kjarninn f árásum þeirra Hauks Más og Eyjólfs á Árna Bergmann er sá, að hann hafi gefist upp við að verja Sovétríkin eins og fyrrverandi forseta MÍR sæmir. í grein í Þjóðviljanum á fostudaginn minnir Árni Björnsson á þaö að hann hafi í kringum 1960 verið f hópi „nokkurs fjölda ungra íslenskra sósíalista" sem stunduðu nám og önnur störf í kommúnistaríkjun- um. Árni Björnsson lætur þess þó ekki getið að hann starfaði hjá alþjóðastúd- entasamtökum kommún- ista, IUS, en aðalbæki- stöðvar þeirra voru einmitt í Prag. Þessi samtök voru og eru enn angi af því stjórnkerfi Kremlverja sem frelsissinnarnir risu gegn vorið í Prag 1968. IUS á uppruna sinn í stalínisk- um stjórnarháttum og er hluti af því alþjóðastofnan- akerfi sem Kremverjar hafa komið á fót til að syngja sér lof og dýrð. Hins vegar segir Arni Björnsson nú að það hafi þurft innrás Sovétríkjanna og leppa þeirra í Prag í ágúst 1968 til að hann átt- aði sig á því stjórnarfari sem ríkti fyrir vorið í Prag og ríkir enn í Prag — stjórnarfari sem byggist á sósíalisma og kommún- israa sem Árni Björnsson er enn trúr og hollur. Heimkoman Árni Björnsson segir í föstudagsgrein sinni að hinir ungu sósíalistar hafi undantekningarlítió snúiö heim frá kommúnistaríkj- unum „harla vonsviknir að því er varöaði „fram- kvæmd sósíalismans" f þcssum ríkjum". Og enn fremur segir Árni Björns- son: „Ekki var þó fianað að því að hrópa þessi von- brigði út í Morgunblöð heimsins, jafnskjótt og veruleikinn rakst á hugsýn- ina. Það var leitað skýringa í mörg ár. Menn reyndu að hittast sem flestir og oftast, bera saman bækurnar og brjóta mál til mergjar. Þess á milli skiptust menn á skriflegum álitsgerðum, og er þróun þeirra athygl- isvert viðfangsefni. Þetta voru heiöarleg, varfærnis- leg og vísindaleg vinnu- brögð heilsteyptra sósíal- ista.“ Hér er ástæðulaust að hefja deilur við Árna Björnsson um stjómmála- og lífskoðanabreytinguna sem varð á hinum ungu sóslíalísku mennta- mönnum við dvöl þeirra í sæluríkjunum. Hitt er vist að þeim var það síður en svo kappsmál að athuganir þeirra á þjóðfelögum kommúnistaríkjanna birt- ust á opinberum vettvangi — það var fyrir tilstuðlan ungra sjálfsta-ðismanna að Rauða bókin kom út, eða SÍA-skýrlsur þessara menntamanna voru birtar í bók. Þar gera menn ekki upp við sósíalismann, síður en svo. Frægust er líklega skilgreining Hjörleifs Gutt- ormssonar, síðar iðnaðar- ráðherra, á lýðræðinu sem byggðist á algjöru forræði fiokks og stjórnar. En fieiri gullkorn af sama tagi eftir minni spámenn en Hjörleif má finna í þessum skýrsl- um. Samanlögð niðurstað- an hlýtur að vera sú, aó þetta fólk gerði sér Ijóst að sósíalismi og kommúnismi þróast ekki án frelsisskerð- ingar og miðstýringar, en þrátt fyrir það gerði þaö undantekningarlítið hvorki upp sakir við kommúnisma né sósíalisma. Toll- og verðskjöl Áttu tölvu? Nei Já^ Við notum tölvu til að reikna og prenta aðflutningsskýrslur og verð- reikninga á svipstundu. Ljúktu dagsverkinu af á einni klukk- ustundu með aðstoð torritsins DTOLL. DTOLL reiknar og prentar aðflutn- ingsskýrslur og verðreikninga og er vingjarnlegt í notkun. DTOLL borgar sig á nokkrum vikum. Hringið og biðjið um upplýsingar. Reyndu viðskiptin. Geymið auglýsinguna ÍSLENSK TÆKI ÁRMÚLA 36 SÍMI86790

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.