Morgunblaðið - 23.08.1983, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 23.08.1983, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1983 45 ■■ —11 1 "y VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI ^ TIL FÖSTUDAGS Einhverjum kann að finnast þetta orðum aukið, en við stefnum á hraðferð í þessa átt og verðum að sporna við þróuninni á meðan mannleg skynsemi er enn til þess að greina í milli hvað er rétt og rangt. Við megum ekki líta á glæpi, hversu smávægilegir sem þeir kunna að vera, sem sjálfsagð- an og óviðráðanlegan hlut, eins og hugarfar fólks er viða orðið í er- lendum borgum." Þessir hringdu . . . Margrét hringdi: Málfar í auglýsingum er oft fyrir neðan allar hellur. Ekki alls fyrir löngu sá ég auglýsingu frá fyrirtæki í Reykjavík sem vantaði starfsfólk. Voru tilgreind nokkur störf í auglýsing- unni, en á einum stað stóð: „Okkur vantar konu í buff.“ Ekki veit ég hver örlög sú kona hlýtur! En burtséð frá öllu gamni, þá er orðaval sem þetta heldur ósmekk- legt í auglýsingu sem mætti orða: „Okkur vantar konu til að vinna í buffgerð" eða eitthvað í þá veru. Um útsölur Sigrún Björnsdóttir skrifar: „Velvakandi. „Útsala, útsala, útsala." Ekki hef ég opnað fyrir útvarpið und- anfarnar vikur svo ekki gelli við auglýsing um útsölu, stórlækkað verð, sérstakan afslátt, rým- ingarsölu og þar fram eftir götun- um, hvaða nöfnum sem þetta er nú nefnt. í síðustu viku skrapp ég niður í miðbæ og ætlaði nú heidur betur að versla mér föt og annað fyrir haustið á þessum kostakjörum. Þegar ég hafði farið á milli nokk- urra verslana sá ég, að mikill munur er á skilningi kaupmanna um hvað sé útsöluverð og hversu mikið eigi að lækka vörur til að hægt sé að kalla verð þeirra út- söluverð. í flestum verslunum var hvort tveggja skrifað á verðmiða, upprunalegt verð vörunnar og út- söluverð. Ekki var það þó alls staðar, en slík verðmerking finnst mér að eigi að vera skylda, þegar um útsölur er að ræða. Á annan hátt fær fólk ekki séð á hvaða kjörum það er að kaupa. Þegar ég fór að skoða mig um í fataverslunum sá ég fljótlega að „stórlækkað verð“ þýddi oft ekki annað en að flík, sem áður kostaði 900 krónur, kostaði á útsölu 800 krónur, eða eitthvað álíka. Varð ég sérstaklega vör við þetta í smærri tískuverslunum. Síðan kom ég inn í aðrar verslanir þar sem sambærileg flík hafði lækkað allt að 50% í verði og stóð fylli- lega undir nafni sem útsöluflík. Fyndist mér að verslanir sem á annað borð auglýsa vörur sínar á útsölu eigi þá að gera það sóma- samlega, ella sleppa því, eða aug- lýsa aðeins lækkað verð. Þarna held ég að verið sé að leika á fólk, því flestir vilja fá sem mest fyrir sem minnst og nafnið „útsala" ginnir marga til að skunda með innkaupatöskuna i bæinn og versla ýmislegt sem þeir myndu annars ekki kaupa. Og fólk áttar sig oft ekki á að þó útsala sé í versluninni þýðir það ekki að ein- hver vildarkjör séu í boði. En af því að það heitir útsala hafa menn það á tilfinningunni að allt sé svo ódýrt, missa jafnan allt verðskyn í útsöluæsingnum og kaupa hitt og þetta á næstum því sama verði og áður var, í þeirri góðu trú að allt sé þetta á gjaf- verði. En, eins og ég benti á áður, eru margar verslanir hér í bæ, þar sem rausnarlega er slegið af verði og útsalan góð. Ekki ætla ég að fara að benda á neinar sérstakar verslanir í þessu sambandi, fólk verður bara að bregða sér í bæinn og sjá það sjálft." Svarað kveðju frá 20. ágúst Vanda ég orð mín, Velvakandi, verð ég endur kveðju að senda, kýs mér brag sem er konunglegur kveðinn til forna eðalbornum. Eiríkur vill ei annað heyra, Eirík þarf ég síst að mæra. Eiríkur kveður óði dýra, Eiríki kemur þú helst í færi. Kappi úr austri í koki hraustur kætist oft við níð og skæting. Eiríkur hefur þar íþrótt kæra erðimaður af Dögurðargerði, skríkir og sest á skáldafákinn, skokkar og lemur fótastokkinn, finnst honum þá að flestum mönnum fegur sitji hann dýrið bitils. Geislar af penna glæsimennis, garpur sá er í hugsun skarpur, einatt nennir hann oss að kenna, ímugust hefur á flötu rími. Kverkaþyrstur og kreddufastur kirkju sína tengir hann víni. Kyn er ei nokkurt þótt kirkja og drykkja kunni að ruglast hjá slíkum fugli. Halldór frá Kirkjubóli. E.s. um drykkjuhólið. Eiríks heila höfuðból háð er drykkjumenjum dvelur hann oft við drykkjuhól deyfður öldurvenjum. Sami H. Kr. Nú dugar víst ekki annað en hrynhenda, þó að mér finnist Eiríkur minn kveða dróttkvæði meira af vilja en mætti. Kveðja, Halldór Kristjánsson. GÆTUM TUNGUNNAR Fornafnið hvortveggi beygist eins og greinir og veik- beygt lýsingarorð, t.d. „hinn mikli“. Því er rétt að segja: í hvorumtveggju (eins og: í hinum miklu samtökum). Eða: um hvorartveggju dyrnar (eins og: um hinar miklu dyr). Eða: Ég hef gaman af hvoruveggja (eins og: af hinu mikla). Til sölu raöhús í Kambaseli á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr, alls 188 m . Húsin seljast fokheld að innan en fullfrágengin að utan, þ.e.a.s. pússuð, máluð, gler, járná þaki, útihurðir, svalahuröir, bílskúrshuröir. Bílastæði og lóð frágengin. Tilbúin til afhendingar fokheld strax. Verð kr. 2.020.000 miðaö viö lánskjara- vísitölu í ágúst 727 stig. "fjjV Xt BYGGINGARFYRITÆKI \JT Birgir R. Gunnarsson SE Sæviðarsundi 21. sími 32233 Nú mælum við barnaherbergið og gefum barninu okkar vönduö og hentug húsgögn. Hér er tegund 2024, bekkur meö hillum yfir, til í furulit. Stærö: hæö 167, lengd 197, breidd 75. Verö með dýnu og 3 púöum 9.430.-, útborgun 2.000.- og rest á 6 mán- uöum. Bekkurinn stakur kostar 6.290.-. Hér er gagnlegur hlutur þar sem vantar klæöaskápa í herbergi. Teg. 2033, er til í furulit. Stæröir eru: hæö 167, lengd 274, breidd 75. Verö meö dýnu og þrem púöum. 13.290.-, útborgun 3.000,- og rest á 7 mánuðum. Hringdu til okkar eöa líttu inn, viö höfum geysilegt úrval húsgagna sem henta vel í lítil barnaherbergi. HAGSÝNN VELUR ÞAÐ BESTA BUSGAGNAHOLLIN BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK S 91-81199 og 81410

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.