Morgunblaðið - 23.08.1983, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 23.08.1983, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1983 Ég veit það, því að ég var þar — eftir Gísla Jónsson mennta- skólakennara Maður nokkur var spurður þess, hvort hann tryði á tiltækið krafta- verk austur í Gyðingalandi, það sem um er getið í heilagri ritn- ingu. Maðurinn vildi vera fyndinn og sagði: Ég veit það ekki, ég var þar ekki. Ég hef verið spurður um það, hvað átt sé við með alþingi göt- unnar. Ég veit það, því að ég var þar. Alþingi götunnar er tilraun til þess að taka sér vald með ofbeldi, það sama vald og réttkjör- ið alþingi hefur eftir stjórnarskrá lýðveldisins. Á alþingi götunnar greiða menn atkvæði með grjót- kasti eða ámóta tilburðum. Ég veit það, því að ég var þar. Mig langar til þess að rifja upp svipmvndir frá 30. mars 1949. Ál- þingi Islendinga fjallar um tillögu sem kveður á um aðild ísiands að Atlantshafsbandalaginu. Fundur í sameinuðu þingi hefst klukkan tvö. Svo vill til að ég er ræðuskrif- ari á alþingi til þess að vinna fyrir mér við háskólanám. En ég er ekki á vakt þennan dag. Ég get því not- ið þeirra réttinda að vera starfs- maður alþingis, og gengið út og inn að vild, og fylgst sem best með því sem gerist utan dyra og innan. Á svipuðum tíma og fundur al- þingis hefst, er boðað til annars fundar við Lækjargötu. Þar er al- þingi götunnar sett. í blóra við verkalýðshreyfinguna boða liðs- oddar kommúnista til þessa fund- ar. Þar er liðskönnun. Árás á Al- þingishúsið við Austurvöll er und- irbúin. Liðið er kannað á Lækjar- götufundinum og árásarandinn magnaður upp. Ég veit það, því að ég var það. Reykvíkingar vissu hvað til stóð. Fjöldi lýðræðissinna mynd- aði varnarhring um þinghúsið ásamt lögreglu og varalögreglu- menn voru til staðar. Þegar árásarliðið kom af Lækjargötu- fundinum, var þessa ekki vanþörf. Lögregla og varalögregla hefðu ekki án aðstoðar mannfjöldans varið Alþingishúsið. Ég veit það því að ég var þar. Aðdáanleg var ró og kyrrstaða þessa fólks sem sætti aðkasti, eggjakasti, aurkasti og var i lífshættu undir grjótkasti frá alþingismönnum götunnar. Al- þingismenn götunnar mega þakka það öðrum en sjálfum sér að þeir drápu ekki suma þingmanna, lög- reglumenn og varðstöðufólk. Eg veit það, því að ég var þar og horfði upp á þetta allt saman. Af hverju var alþingi götunnar Gísli Jónsson „Alþingi götunnar er til- raun til þess a taka sér vald meö ofbeldi, það sama vald og réttkjörið alþingi hefur eftir stórn- arskrá lýöveldisins. Á alþingi götunnar greiöa menn atkvæði með grjótkasti eða ámóta til- burðum. Ég veit það, því að ég var þar.“ kallað saman? Til þess að koma í veg fyrir að íslendingar skipuðu sér í sveit með þjóðum sem ekki vildu gefast upp fyrir yfirgangi Sovét-Rússa og þykjast vera hlut- lausir. Alþingi götunnar var kvatt saman til þess að þjóna hagsmun- um heimskommúnismans og und- irbúa jarðveginn fyrir frjókorn þau sem báru blóm í ljóði Jóhann- esar úr Kötlum: Sovét-ísland, óskalandið, hvenær keraur þú? Alþingi götunnar var kvatt saman til þess að hleypa upp fundi rétt kjörins alþingis þjóðarinnar og það hefði verið gert, ef varð- stöðumenn hefðu ekki komið í veg fyrir það. Alþingi götunnar var kvatt saman 1949 í nafni friðar og hlutleysis. Ég veit það, því að ég var þar. Nú var hlutleysi ekki lengur að mati Einars Olgeirssonar hliðhylli við árásaraðila, því að nú hentaði það Sovétríkjunum ekki lengur. Nú var hlutleysi æskilegt til þess að ísland gæti fallið óvarið undir áhrifasvæði Sovétríkjanna eins og Tékkóslóvakía sem nýfallin var. En þetta gerðist ekki, vegna þess að fólk sem var ekki hlutlaust, varði alþingi fslendinga fyrir al- þingi götunnar, þar sem hlutleysi var haft á orði en árás á borði. Ég veit það, því að ég var þar. Fram að þessu hafði ég oft verið Fatlaðir á fjöll: 20 hjólastólamenn á tind Bláfjalla ÖRfÁIR dagar hafa verið rigningarlausir í hverjum mánuði í sumar. Góð áform um að lyfta fólki upp á fjöll í skíðalyftunni í Bláfjöllum jafnan farið út um þúfur. Þann eina dag sem Bláfjallamenn drifu auglýsingar um opnun inn í hádegisútvarp og kvöldútvarp um slíka ferð, eftir að hafa sjálfir séð glampandi sólskin um morguninn, rak þoku niður í fjallsrætur þegar fólk fór að drífa að. fjallstindinn með mömmu sinni. En sagt er að það gefi hverjum sem hann er góður til. íþróttafélag fatlaðra og ferðafélag Sjálfsbjargar ákváðu bara að fara með sitt fólk á fjöll í fyrsta sinni sunnudaginn 25. júlí og báðu starfsmenn í Bláfjöllum um að lyfta sér vinsamlega þang- að upp, sem var auðsótt. Pönt- uðu sér rútur á ákveðnum tíma. Og viti menn, glamp- andi sólskin og ekki einu sinni rok þar uppi, svo sem þá fáu daga sem bjart hefur verið í sumar. Hugmyndin fæddist ein- hvern tíma í sundlauginni hjá þeim og varð að fyrstu ferð- inni út í bláinn, eins og Edda Bergmann, varaformaður íþróttafélags fatlaðra, sagði okkur um leiö og við fengum þessar myndir hjá henni. í hópnum voru um 60 manns, þar af 20 í hjólastólum og margir hinna illa færir til göngu af ýmsum ástæðum, og svo hjálparfólk til aðstoðar. Og allir fóru upp á tindinn. Þeir, sem treystu sér til, fóru úr stólunum þar uppi, en þeir sem ekki treystu sér til þess sátu kyrrir og var bara stanz- að meðan þeir nutu útsýnis- ins. Síðan sátu menn úti á pallinum í Bláfjallaskála og nutu veitinga. Þetta tókst al- veg einstaklega vel, sagði Edda og bráðum ætlum við að fara aðra ferð út í bláinn. Þarna hefur opnazt ein- Á tindi Bláfjalla og horft yfir landið fríða. Með þessu móti má sigrast á fjallahlfðunum, þótt fæturnir séu ekki fráir. Hér heldur Edda Bergmann af stað með Lýð Hjálmarssyni, sem er fjallamannslegur þótt fæturnir séu ekki til að ganga á. stakur möguleiki fyrir þá sem ekki eru fótafráir. — Gerirðu þér grein fyrir því að við höf- um aldrei séð landið okkar ofan frá, sagði einn hjóla- stólamaðurinn. Það er alveg nýtt sjónarhorn og aldeilis stórkostlegt. Fullorðin kona hefur varla farið út úr húsi um langan tíma og allt í einu var hún komin upp á fjall. Drengur, sem ekki getur í fæturna stigið, fór upp með mömmu sinni, sem sveiflaði honum úr stólnum og um fjallstindinn. Væntanlega er þetta upp- hafið að fjallaferðum fatl- aðra. Kannski verður næsta skref að stofna Alpaklúbb fatlaðra og leggja í ný ævintýri. - e.pí.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.