Morgunblaðið - 23.08.1983, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1983
Ökukennsla - Hæfnisvottorð - Greiðslukjör
Guðjón Hansson símar 74923 — 27716.
NÝBYIAVEGI22 KÓPAVOGI S46085
Heildsölubirgðir:
Agnar Ludvigsson hf.,
Nýlendugötu 21.
Sími12134.
BENCO 01-1400 AM/FM
C.B. heimastöð
• Fyrsta og eina C.B.-heimastöðin á íslandi.
• 40 rásir AM/FM fyrir 220 volta spennu.
• Stórir mælar — tölvuálestur og hátalari.
• Innbyggður „Swr. og Watt"-mælar.
• Möguleiki á tveimur loftnetum.
• Úttak fyrir heyrnartæki og ótal margt fleira.
Verð 14.885
Benco
Bolholti 4, Reykjavík, sími 91-21945 / 84077.
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir HARRY DUNPHY
Franskir fallhlífamenn fara á vettvang.
Mitterrand sýnir gát
í Chad-málinu
FRANCOIS MITTERRAND Frakklandsforseti hefur farið með gát í
Chad-málinu, því að hann hefur verið tregur til að taka að sér það
lögregluhlutverk, sem Frakkar gegndu í Afríku fyrr á árum, og hefur
kvartaö yfir þrýstingi, sem hann segir að stjórn Ronald Reagans Banda-
ríkjaforseta hafi beitt í því skyni að fá Frakka til að grípa til beinnar
íhlutunar.
Hugmyndir Mitterrands um
Chad komu fram í grein,
sem blaðið „Le Monde" birti á
forsíðu. Greinin var eftir blaða-
mann, sem sagði að hann hefði
hlýtt á forsetann ræða málið í
einkasamtali. Seinna sögðu emb-
ættismenn í Elysee-höll að frétt-
in væri nákvæm lýsing á afstöðu
Mitterrands.
í greininni sagði að Mitterr-
and vildi umfram allt forðast að
deilumálin í Norðvestur-Afríku
mögnuðust svo mjög að þau
snerust upp í árekstra milli
austurs og vestur, og hlífa
Frökkum við tilgangslausri
styrjöld. Hann er hlynntur því
að hinar stríðandi fylkingar í
Chad taki upp samningaviðræð-
ur um lausn deilunnar og vill
gjarnan að Einingarsamtök Afr-
íku (OAU) taki þátt í tilraunum
til að finna lausn.
Sú ákvörðun Mitterrands að
senda herlið til Ndjamena og
annarra staða í Chad miðar að
því að gefa Moammar Khadafy
Líbýuleiðtoga til kynna, að
Frakkar muni ekki láta viðgang-
ast að líbýski fastaherinn sæki
lengra suður á bóginn og slíku
verði svarað með valdi. Forset-
inn hefur einnig sent vin sinn,
Pierre Dumas, sem hann hefur
áður notað í sáttatilraunum í
Afríku, til viðræðna við Khadafy
í þeim tilgangi að lægja öldurn-
ar.
Samkvæmt fréttinni gremst
Mitterrand tilraunir Banda-
ríkjastjórnar til að leggja fast að
honum að skerast í leikinn í
Chad. Hann telur að ástandið í
Chad væri ekki nándar nærri
eins flókið og það er orðið, ef
Bandaríkjamenn hefðu ekki
beitt sér í málinu, bæði nú þegar
deilan er komin á alvarlegt stig
og áður en málið tók þá stefnu.
Þetta er talið gefa til kynna, að
Mitterrand aðhyllist ekki þá
kenningu Bandaríkjastjórnar að
ef Khadafy verði ekki stöðvaður
í Chad muni hann reyna að grafa
undan jafnvægi í öðrum löndum
í þessum hluta Afríku.
„Le Monde" sagði að Mitterr-
and hefðu borist nokkur bréf frá
Reagan um Chad og að þau
hefðu reynt á þolinmæði hans.
Blaðið sagði að síendurteknar
staðhæfngar bandarískra emb-
ættismanna um að Frakkar og
Bandaríkjamenn hefu ekki sam-
ræmt stefnu sína væru villandi.
Reagan og aðrir bandarískir
ráðamenn hafa látið í ljós von-
brigði vegna þess að Frakkar
hafi ekki gripið til nógu skjótra
ráðstafana til þess að hjálpa að-
þrengdri ríkisstjórn Hissene
Habré forseta. Tákn þessra von-
brigða Bandaríkjastjórnar eru
tvær fullkomnar ratsjár-eftir-
litsflugvélar (AWACS), sem
hafa staðið ónotaðar t grannrík-
inu Súdan vegna þess að Frakk-
ar hafa ekki, að sögn Banda-
ríkjastjórnar, sent orrustu-
flugvélar þær, sem ratsjárflug-
vélarnar áttu að aðstoða á vett-
vang. Diplómatar, sem óska
nafnleyndar, segja að heyrst
hafi að Frakkar hafi farið þess á
leit, að ratsjárflugvélarnar verði
kyrrar þar sem þær eru eða að
þær verði sendar heim.
Tregða sú, sem einkennt hefur
viðbrögð Frakka við eindregnum
tilmælum Chad um aðstoð, hefur
einnig valdið áhyggjum hóf-
samra Afríkuríkja, sem hafa
jafnan leitað til Frakka til þess
að tryggja sér vernd, fá tækni-
legar leiðbeiningar og samninga
um viðskipti.
Ríkisstjórnir þessara landa
hafa áhyggjur af drottnunar-
girni Khadafys í Afríku. Mitt-
errand hefur ekki beygt sig fyrir
þessum þrýstingi og tekið fram
um leið að engin hernaðarlausn
sé til á flóknum vandamálum
Chad og því sé hann fylgjandi
samningaviðræðum.
Að dómi Mitterrands eru
Habré forseti og andstæðingur
hans, Gukouni Oueddei, báðir
þjóðernissinnar, hvor á sinn
hátt. Franska ríkisstjórnin fylg-
ir þeirri stefnu að styðja hina
lögmætu ríkisstjórn í höfuðborg-
inni, það er stjórn Habré, á sama
hátt og hún studdi Goukouni
þegar hann var við völd uns
Habré hrakti hann frá höfuð-
borginni í fyrrasumar. Goukouni
dfe Habré hafa haft hlutvtrka-
skipti.
„Le Monde" segir, að stjórnar-
andstöðuleiðtogar, sem hafa
gagnrýnt Mitterrand fyrir að
senda of litla hernaðaraðstoð of
seint til Chad hafi misskilið
stefnu hans. Að dómi Mitterr-
ands er rökrétt, að Khadafy
reyni samningaleiðina undan-
bragðalaust, ef það er raunveru-
legur vilji hans að bægja
„bandaríska móranum" frá
landamærum Líbýu.
Vonað er í París, að sögn „Le
Monde", að síðasti sigur Khadaf-
ys, taka virkisins Faya-Largeau
í norðri, komi í veg fyrir að hann
bíði álitshnekki og geri honum
kleift að taka raunsæja afstöðu í
Chad-málinu. Frakkar telja að
Khadafy eigi næsta leik.
Við mótun stefnu sinnar hefur
Mitterrand orðið að taka tillit til
stjórnarandstæðinga, sem gripu
oft til íhlutunar í Afríku á árun-
um 1960—’80 þegar þeir voru við
völd, og hann hefur einnig orðið
að fullvissa sósíalista og komm-
únista, samstarfsflokk þeirra,
um að hann fylgi réttri stefnu.
Mitterrand gagnrýndi harð-
henta íhlutunarstefnu Frakka í
Afríku þegar hann barðist fyrir
því að verða forseti og er sagður
hafa óbeit á slíkum aðgerðum
eins og margir vinstrisinnar í
flokki sósíalista. Kommúnistar,
samstarfsflokkur sósialista,
hafa varað við því að láta
Bandaríkjamenn teyma Frakka
út í „heimsveldisstríð". Á hinn
bóginn vill forsetinn viðhalda
áhrifum sínum í Afríku og hann
telur að stefna sín muni tryggja
það jafnframt því sem Frakkar
geti sem fyrr átt góð samskipti
við Líbýumenn.
Ilarry Dunphy er íréttaritari AP í
París.