Morgunblaðið - 23.08.1983, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 23.08.1983, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1983 41 fólk í fréttum Arftaki Björns Borg Þegar móðir hans Stefans sá auglýsingu frá tennis- skóla í Vastervik, þar sem þau búa, hringdi hún og lét innrita strákinn án þess aö hafa fyrir því aö spyrja hann fyrst. Þannig byrjaði þaö, en nú fyrir nokkru náöi Stefan Eld- berg, 17 ára gamall, þeim merka áfanga aö sigra i ungl- ingakeppninni í Wimbledon. Hann er líka sá fyrsti í sög- unni, sem unniö hefur í þeirri keppni og Opna franska meistaramótiö á sama árinu. Svíar binda miklar vonir viö Stefan og líkja honum gjarnan viö Björn Borg. Sú samlíking á líka fulian rétt á sér og ekki aöeins hvaö íþróttina snertir. Stefan hefur nefnilega líka fetaö í fótspor landa síns í peningamálunum, tekiö aö sér aö auglýsa alls kyns vörur og er nú oröinn milljónamæringur eins og Björn Borg. Vilja ekki striplast með Chrístinu Onassis Grískir strípalingar vilja ekkert hafa með milljónamæringinn Christinu Onassis að gera að þvt er talsmaður þeirra sagði nú nýlega í Aþenu. „Hún spurðist nýlega fyrir um hvort hún mætti ekki striplast með okkur, en við teljum það geta komið okkur í koll. Við tökum nektina mjög hátíðlega og viljum ekki sjá ríkt og frægt fólk í okkar röðum,“ sagði talsmaður nektaráhugamanna, sem nú hafa fengið viðurkenningu grískra stjórnvalda. Þeir hafa í hyggju að striplast á næstunni á af- skekktri eyju, en Christina, einkadóttir skipakóngsins Aristoteles Onassis, verður líklega að láta sér nægja að fækka fötunum á sinni eigin eyju, sem Skorpios heitir. COSPER Christina Onassis GARÐASTÁL Þrautreynt efni í hæsta gæÓaflokki á þök og veg'gi utan sem innan. Allir fylgihlutir fyrirliggjandi .33? einnig slétt efni. Sérsmíói eftir óskum. Hringió, komið eóa skrifið og fáið ókeypis ráðgjöf og kost-naóaráætlun. Verð frá kr. 392.00 Verð fra kr. 357.00 Skeifunni 8 — Sími 82660 Hverfisgötu 32 — Sími 25390 Úrvaliö er hjá okkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.