Morgunblaðið - 23.08.1983, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1983
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1983
25
Evrópukeppnin í frjálsum íþróttum í Dyflinni:
Karla- og kvennalið íslands
lentu í neðstu sætunum
— litlu munaði þó að karlaliðið sigraði Dani
Frá Þórarni Ragnarssyni blaðamanni Morg-
unblaösins á Evrópubikarkeppninni í frjáls-
íþróttum í Dyflinni á írlandi.
Þrátt fyrir að íslenzka frjáls-
íþróttalandsliðiö ræki lestina í
karla- og kvennakeppninni hór í
Dublín um helgina voru margir
Ijósir punktar hjá okkar fólki og
árangur í mörgum greinum góður.
Lengi vel lifði maður í voninni aö
körlunum tækist aö leggja Dani að
velli, sem heföi verið mjög
skemmtilegt, en í lokin skildu aö-
eins tvö stig. Hefðum viö að öllum
líkindum unnið Dani ef Óskar Jak-
obsson og Einar Vilhjálmsson
heföu verið með. Eitt íslandsmet
var sett er Jón Diöriksson úr UMSB
hljóp 5000 metra á 14:13,18 mínút-
um og bætti átta ára gamalt met
Sigfúsar Jónssonar um 13 sekúnd-
ur, sem er mjög gott hjá Jóni. Þá
stóð Þórdís Gísladóttir sig vel í há-
stökkinu, fór yfir 1,73-1,76-1,79-1,82
og 1,85 í fyrstu tilraun, alltaf him-
inhátt yfir, og synd að henni skyldi
ekki takast aö setja íslandsmet og
stökkva 1,88 metra. Það var varla
hægt að sjá að hún kæmi við rána
en 1,88 felldi hún naumlega er hún
krækti í rána á niöurleiðinni. Einnig
náði Guðmundur Skúlason sínu
bezta í 800 metra hlaupi, hljóp á
1:50,92 og undirstrikaöi aö hann á
eftir að láta mikið að sér kveða.
Veður var mjög hagstætt til
keppni, stafalogn og hátt í 30 stiga
hiti, en greinilegt er aö frjáls-
íþróttafólkið er orðiö langþreytt,
enda hefur keppnistímabilið verið
óvenjulega langt og strangt hjá því
flestu. Er þetta síöasta mót flestra
frjálsíþróttamannanna í ár, en mik-
ill hugur er í frjálsíþróttafólkinu,
sem ætlar aö byggja sig vel upp í
vetur, því næsta ár er mikið ár í
hugum þeirra, m.a. Ólympíuleikar.
FYRRI DAGUR:
Spjótkast kvenna:
íris Grönfeldt náði sér ekki vel á
strik, nýlegt met hennar hefði nægt til
sigurs í keppninni, en í sumar hefur
hún oft gert betur en nú:
1. Frandsen Danmörku 52,38
2. Thiemart Sviss 51,24
3. fris Grönfeldt 49,46
4. Walls irlandi 40,78
400 m grind kvenna:
Sigurborg Guömundsdóttir lét þau
orð falla að hún væri hálfþreytt, heföi
ekki náö sér eins vel á strik í sumar og
hún hefði vonast til. Hún hljóp vel
fyrstu 200 metrana og hélt í við keppi-
nautana. Hún á sjálf íslandsmetið,
60,86 sekúndur. Danska stúlkan hljóp
niður undir danska metið, sem er
58,03, og var gjörsamlega útkeyrö,
varð að fá aöstoö sjúkrafólks:
1. Sichlau Danmörku 58,98
2. Barnwell írlandi 59,10
3. Hebling Svias 61,13
4. Sigurborg Guömundad. 82,20
Kringlukast kvenna:
Margrét Óskarsdóttir kom inn í liðið
í forföllum Guðrúnar Ingólfsdóttur,
bætti sinn bezta árangur um rúman
metra og krækti í aukastig:
1. Walsh írlandi 52,24
2. Elsener Svisa 49,80
3. Margrét Óskarsdóttir 43,80
4. Hansen Danmörku 43,38
100 m kvenna:
Oddný Árnadóttir náði ekki sérstöku
starti en hljóp vel um miöbik hlaupsins
og háði harða keppni viö svissnesku
stúlkuna. Danska stúlkan var í sér-
flokki:
1. Rasmussen Danmörku 11,67
2. Werthmuller Sviss 12,12
3. Oddný Árnadóttir 12,28
4. Parr Írlandí 12,36
800 m kvenna:
Ragnheiður Ólafsdóttir var nýbúin
aö setja Islandsmet, 2:04,90, og flestir
áttu von á að hún mundi veita hinum
stúlkunum harða keppni og jafnvel
bæta sig. En hún brást vonum manna
og varð þriöja, sem rekja má til þess
hve hægur fyrri hringur var, en hann
var hlaupinn á 66 sekúndum. Stúlkurn-
ar tóku að spretta úr spori er 200
metrar voru í mark og komu allar jafn-
ar út úr síöustu beygjunni, og ekki
mátti á milli sjá þegar 50 metrar voru í
mark, en þá seig sú danska fram úr:
1. Krebs Dsnmörku 2:07,81
2. McClives Sviss 2:08,02
3. Ragnheiður Ólafsdóttir 2:06,61
4. Morrison irlandi 2:10,09
400 m kvenna:
Oddný Árnadóttir var aöeins fjórum
hundruöustu úr sekúndu frá íslands-
meti sínu þrátt fyrir að hafa hlaupið
100 metra skömmu áður. Oddný hljóp
mjög vel, fór geyst af stað og met lá í
loftinu. Stúlkurnar komu jafnar út úr
beygjunni en þá varö Oddný að gefa
eftir og sú svissneska seig fram úr:
1. Hotstetter Sviss 53,60
2. Pettersen Dsnmörku 54,30
3. Shes irlsndi 54,38
4. Oddný Árnsdóttir 54,94
4x100 m kvenna:
islenzka sveitin átti aldrei neina
möguleika í hinar, skiptingarnar voru
ek ki góðar en þó var sveitin rétt við
íslandsmetiö, sem er 47,24 sek. i sveit-
inni voru Oddný Árnadóttir, Þórdís
Gísladóttir, Bryndís Hólm og Helga
Halldórsdóttir:
1. Danmörk 45,54
2. Sviss 45,77
3. írland 46,12
4. ísland 47,44
Eftir fyrri daginn var staöan í
kvennakeppninni þessi:
Dsnmörk 24
Sviss 21
irlsnd 14
islsnd 11
Hástökk karla:
Gömul meiösl tóku sig upp hjá
Kristjáni Hreinssyni þegar í keppnina
kom, þótt hann fyndi ekki fyrir þeim í
upphituninni. Stökk hann 1,90 og
reyndi síðan tvisvar við 2,00 en átti
enga möguleika. Norðmaðurinn sigr-
aði, en var heppinn, því hann komst
naumlega yfir byrjunarhæö sína, 1,95,
í þriðju tilraun eftir að hafa tvisvar fellt
gróflega. Hann á um 2,20 í ár:
1. Totlsnd Noregi 2,11
2. Rollenberg Hollsndi 2,05
3. Nilsen Danmörku 2,05
4. Csrvey írlsndi 1,95
5. Kristjén Hreinsson 1,90
400 m grind karla:
Þorvaldur Þórsson hljóp mjög vel,
keyrði grimmt af stað og var í forystu
er komiö var út úr seinni beygjunni.
Var hann í gifurlegri baráttu við Norð-
manninn og írann og þrátt fyrir aö
hann hitti illa á tvær síöustu grindurnar
tókst honum að halda öðru sæti:
1. Hesselberg Noregi 51,24
2. Þorvaldur Þórsson 52,28
3. Currid Írlandí 52,40
4. Jensen Danmörku 53,63
5. Beukamp Hollandi 53,85
Langstökk karla:
Kristján Harðarson tók forystuna í
fyrsta stökki, stökk 7,10 metra, og í
annarri umferð bætti hann við sig þótt
hann hitti illa á plankann, náöi sínu
lengsta stökki, 7,38 metrum. i þeirri
þriöju stökk hann 7,29 en aörar tll-
raunir hans voru ógildar. Kristján var
óánægður meö atrennuna hjá sér, sem
verið hefur i ólagi í allt sumar, og sagöi
að sér yrði að takast vel upp á Evrópu-
meistaramóti unglinga, sem hann væri
búinn að bíða eftir í tvö ár: Hol-
lendingurinn tók forystu í fjórðu um-
ferð, en keppnin einkenndist af miklu
sentimetrastríði:
1. Bronwasser 7,39
2. Kristján Harðarson 7,38
3. Atkinson irlandi 7,30
4. Sagli Noregi 7,24
5. Nilsen Danmörku 6,69
100 m karla:
Siguröur Sigurösson náöi slæmu
starti og virkaöi frekar þungur og átti
aldrei möguleika. Kvaöst hann standa í
byggingarframkvæmdum og aö erfitt
væri að sameina það og íþróttaiökun:
1. Ellerts Hollandi 10,72
2. Regli Danmörku 10,77
3. Connor írlandi 10,81
4. Bergan Noregi 10,96
5. Siguróur Sigurósson 11,25
Kúluvarp karla:
Hér var Óskar Jakobsson fjarri góðu
gamni, hefði sigraö örugglega, en sig-
urinn féll Knut Hjeltnes, góðkunningja
íslenzkra frjálsíþróttaunnenda, í skaut.
Hjeltnes notaði ýmist snúningsstíl eöa
hina hefðbundnu aöferö og náði sigur-
kastinu í síöustu umferð. Vésteinn varð
að láta reyra á sér brjóstkassann og
notaði aðeins þrjár tilraunir sínar af
sex:
1. Hjeltnes Noregi 18,86
2. Henning Danmörku 16,29
3. Quirke Irlandi 16,25
4. Vésteinn Hafsteinsson 15,75
5. Wolf Hollandi 14,67
1500 m karla:
Hápunktur fyrri dagsins var 1500
metra hlaup karla. Rúmlega 3000
áhorfendur komu sérstaklega til að sjá
skærustu stjörnu íra í dag, Eamonn
Coghlann, sem varð heimsmeistari í
Helslnki fyrir viku. Kom hann meö
konu sína og tvö börn og eru írar
greinilega mjög stoltir af þessum frá-
bæra íþróttamanni, sem veriö hefur
stórhlaupari allt frá 1974.
Keppnin var skemmtileg, byrjun-
arhraðinn var lítill og hlaupararnir
skiptust á forystunni. Jón Diöriksson
tók forystuna eftir 600 metra og reyndi
að keyra upp hraðann, en danski
hlauparinn tók viö af honum þegar
hringur var eftir, en síöan spretti
Coghlann úr spori 300 metra frá marki,
og það var með ólíkindum hvaö þetta
var létt hlaup fyrir hann, byrjaöi að
brosa og veifa til áhorfenda 200 metra
frá marki. Jón háði mikla baráttu við
Norðmanninn, hljóp nokkuð vel og
náði sínu næstbezta í sumar og var
aöeins tvær sekúndur frá íslandsmet-
inu:
1. Coghlann írlandi 3:39,40
2. Hjort Danmörku 3:41,15
3. Kristofersen Noregi 3:43,01
4. Jón Dióriksson 3:43,97
5. Borm Hollandi 3:44,08
Spjótkast karla:
Greinilegt er að islendingar eiga
orðið tvo afreksmenn í spjótkasti, því
þótt Einar Vilhjálmsson hafi ekki verið
með stóð Siguröur Einarsson sig mjög
vel og setti nýtt persónumet. Stutt er í
að hann fari yfir 80 metrana. Sigurður
gerði tvö fyrstu köst sín ógild, kastaöi
77,92 í þriðju umferð, tók forystu í
þeirri fjórðu með 79,64 metra kasti, og
kastaði hann 79,60 bæöi í fimmtu og
sjöttu umferö. Norömaðurinn Olsen,
sem kastaö hefur yfir 90 metra í ár,
náði sigurkastinu í fimmtu umferð, eöa
á elleftu stundu, því hann gerði ógilt í
síöustu tilraun:
1. Olsen Noregi 82,82
2. Siguróur Einarsson 79,64
3. Boysen Danmörku 76,06
4. Smit Hollandi 70,74
5. O’Connor Irlandí 65,69
400 m karla:
Oddur Sigurösson stóö að venju
fyrir s/nu í þessari keppni, fór geyst af
stað á annarri braut og var í forystu út
úr beygjunni, en virkaöi þungur og far-
inn að stífna á síöustu 50 metrunum:
1. Slorlien Noregi 46,94
2. Oddur Sigurósson 47,07
3. Brauer Hollandi 47,23
4. Delaney irlandi 47,66
5. Karlsen Danmörku 48,65
10.000 metrar karla:
Langhlaupin hafa lengi veriö veikur
hlekkur og ekki varð nein undantekn-
ing á því núna, því Siguröur Pétur varð
rúmum hring á eftir næstu mönnum í
mark. Norðmaðurinn hljóþ létt og
skemmtilega, haföi forystu allan tím-
ann og aldrei neinn vafi á því hver
fyrstur yrði í mark. íslandsmetið á Sig-
fús Jónsson, 30:10 mínútur, frá 1976.:
1. Andersen Noregi 29:20,20
2. Deegan irlandi 29:27,40
3. Kate Hollandi 30:27,00
4. Kristensen Danmörku 30:28,00
5. Sigurður P.Sigmundsson 31:42,30
4x100 m boöhlaup karla:
Islenzka sveitin hljóp ekki vel og
skiptingarnar voru alls ekki nógu góö-
ar. í sveitinni voru Oddur Sigurösson,
Þorvaldur Þórsson, Egill Eiösson og
Sigurður Sigurðsson.
1. Holland 40,52
2. Noregur 41,13
3. irland 41,16
4. Danmörk 41,67
5. ísland 42,09
Eftir fyrri daginn var staöan í stiga-
keppninni þannig:
Noregur 41
Holland 30
irland 29
Danmörk 26
island 24
SEINNI DAGUR:
110 m grind karla:
Þorvaldur Þórsson stefndi að því að
setja nýtt íslandsmet, hljóp vel fyrstu
80 metrana, en þá voru þrír fyrstu
menn hnífjafnir. Þá seig Norömaðurlnn
fram úr. Þorvaldur á sjálfur metið, sem
er 14,34 sekúndur:
1. Hesselber Noregi 14,56
2. Wijnbergen Hollandi 14,63
3. Þorvaldur Þórsson 14,86
4. Jensen Danmörku 14,90
5. Dunphy írlandi 15,33
800 m karla:
Guömundur Skúlason hljóp mjög
vel, hraöinn var nokkuö góöur, milll-
Jón á átta
íslandsmet
Jón Diðriksson langhlaupari
bætti einu íslandsmeti í safn sitt
meö nýja metinu í 5 km hlaupi í
Dubiin.
Jón á nú íslandsmetin í 800
metrum, 1000, 1500, 2000, 3000,
3000 metra hindrunarhlaupi, 5000
metrum og míluhlaupi, eða átta
met. Enginn íslendingur á í dag
jafn mörg met og Jón.
Fyrsta met sitt setti Jón í 2000
metra hlaupi, það var í Menden í
V-Þýzkalandi 1976. Næst setti
hann met í 800 metra hlaupi, sem
stendur enn óhaggaö, en þaö
gerði hann í Pitea í Svíþjóö sumar-
iö 1978. Nokkru seinna setti hann
íslandsmet í 1500 metra hlaupi, og
1979 og 1980 hóf hann aö setja
met á lengri vegalengdum auk
þess aö bæta metið í 1500 metrum
samtímis.
• Þorvaldur Þórsson á 4. braut í 400 metra grindahlaupinu en þar lenti hann í ööru sæti.
• Jón Diöriksson setti glæsilegt íslandsmet í 5.000 metra hlaupi á
Evrópumótinu í frjálsum íþróttum í Dyflinni um helgina. Hér má sjá
Treacy fyrstan en hann sigraði í hlaupinu, annar er Hollendingurinn
Jaspers og Jón er þriöji en þaö sést lítiö í hann á myndinni.
tíminn um 54 sekúndur eftir fyrsta
hring. Þegar 200 metrar voru eftir tók
silfurmaðurinn frá heimsmeistaramót-
inu míkinn sprett, Hollendingurinn Rob
Druppers, írinn fylgdi honum eftir, en
Guðmundur háði mikla baráttu við
Norðmanninn og Danann og þaö var
ekki fyrr en á síöustu 10 metrunum að
Norðmaðurinn sleit sig frá Guömundi:
1. Druppers Hollandi 1:47,00
2. Omara írlandi 1:48,27
3. Kristoflersen 1:50,41
4. Guömundur Skúlason 1:50,92
5. Guldberg Danmörku 1:51,13
3000 m hindrun:
Hafsteinn Óskarsson átti viö ramm-
an reip að draga, hljóp aleinn mest allt
hlaupið en var samt aöeins 2/io úr sek-
úndu frá sínu bezta. Irinn setti nýtt
írskt met. Hollendingurinn forfallaöist,
meiösli tóku sig upp í upphitun:
1. Quinn írlandi 8:34,05
2. Gjövaag Noregi 8:42,31
3. Jensen Danmörku 8:56,42
4. Hafsteinn Óskarsson 9:22,94
5000 metrar:
Jón Diöriksson hljóp mjög vel, hélt
góðum hraða allt hlaupiö og alltaf í
baráttu viö Hollendinginn. Treacy tók
strax forystu og fór greitt. Jón hékk
vel, og voru hlaupararnir allir í hóp
fyrstu þrjá kílómetrana. Þá sleit Treacy
sig lausan en Norðmanninum tókst aö
fylgja honum eftir og var mikil og
skemmtileg barátta þeirra í milli. Norð-
maöurinn var í forystu þegar 100 metr-
ar voru í mark, en ákaft hvattur af
áhorfendum tókst Treacy aö setja á
góöan sprett og komast fram úr:
1. Treacy írlandi 13:51,44
2. Fjærestad Noregi 13:51,75
3. Jaspers Hollandi 14:11,01
4. Jón Diöriksson 14:13,18
5. Andreasen Danmörku 14:23,78
Sleggjukast:
Eggert Bogason setti persónulegt
met og nálgast 50 metrana, en varð að
gera sér neösta sæti að góöu:
1. Olsen Noregi 68,92
2. Hegarty írlandi 64,82
3. Noort Hollandi 60,10
4. Kristiansen Danmörku 56,86
5. Eggert Bogason 49,68
200 metrar karla:
Geysihörð keppni var í þessu hlaupi
og fyrstu fjórir menn hnífjafnir þar til
20 metrar voru eftir. Oddur varð að
gefa eftir í restina:
1. Everts Hollandi 21,46
2. Storlien Noregi 21,66
3. Oddur Sigurðsson 21,76
4. Connor írlandi 21,76
5. Petersen Danmörku 22,45
Þrístökk:
Siguröur Einarsson spjótkastari
stökk tvö stökk til að taka stigið. Hol-
lendingurinn setti nýtt Hollandsmet:
1. Leuven Hollandi 16,15
2. Dahle Noregi 15,82
3. Knutaen Danmörku 15,30
4. Stapleton irlandi 14,45
5. Siguröur Einarsson 12,49
1500 m kvenna:
Ragnheiður Ólafsdóttir leiddi hlaup-
ið ailan tímann og var fyrst út úr sið-
ustu beygjunni. Þá gerði danska stúlk-
an tilraun til að komast fram úr en
Ragnheiöur jók við sig, en þegar 40
metrar voru eftir tókst þeirri dönsku að
síga fram úr. Keppnin í hlaupinu var
mjög skemmtileg:
1. Krebs Danmörku 4:19,19
2. Ragnheiöur Ólafadóttir 4:19,35
3. Gaaser Sviaa 4:19,92
4. Molley irlandi 4:29,41
100 m grind kvenna:
Helga Halldórsdóttir hljóp þokka-
lega, en hefur gert talsvert betur í
sumar:
1. Sichlau Danmörku 13,74
2. Weiss Sviss 14,26
3. Helga Halldórsdóttir 14,48
4. Burke írlandi 14,74
200 m kvenna:
Oddný Árnadóttir virkaði þung eftir
þrjú hlaup fyrri dagsins og var langt frá
því sem hún hefur verið að hlaupa á í
sumar:
1. Rasmussen Danmörku 23,87
2. Wertmuller Sviss 24,59
3. Parr irlandi 25,03
4. Oddný Árnadóttir 25,42
Kringla karla:
Vésteinn náöi örugglega ööru sæti
eins og við var búist:
1. Hjeltnes Noregi 62,84
2. Vésteinn Hafsteinsson 56,64
3. Wolf Hollandi 50,44
4. Andreassen Danmörku 49,04
5. Quirke írlandi 45,94
Stangarstökk:
Sagt er frá óheppni Siguröar T. Sig-
urðssonar annars staöar á síðunni.
Hann meiddist í upphitun en sýndi af
sér fádæma hörku og var nálægt því
að sigra. Hollendingurinn felldi byrjun-
arhæð sína:
1. Lange Danmörku 5,00
2. Reppen Noregi 5,00
3. Siguröur T.Sigurðsson 4,80
4. Hennessy írlandi 4,40
Langstökk kvenna:
Bryndís Hólm hefur dalaö að undan-
förnu, en hún var örugg með rúma sex
metra fyrir mánuöi og þá í framför.
Stökk 6,17 fyrir fjórum vikum og hefði
þaö nægt til sigurs nú:
1. Stambly Sviss 6,15
2. Coogan irlandi 6,09
3. Feltre Danmörku 6,07
4. Bryndís Hólm 5,92
Kúluvarp kvenna:
Soffia Gestsdóttir barðist um þriðja
sætiö viö dönsku munaöi í lokin: stúlkuna og litiu
1. Walton írlandi 15,94
2. Staehly Sviss 15,40
3. Larsen Danmörku 13,51
4. Soffía Gestsdóttir 13,45
4x400 m kvenna:
Gífurleg barátta var milli Svisslend-
inga og ira og mátti vart milli sjá. is-
lenzku stúlkurnar hlupu allvel en áttu
aldrei möguleika í hinar sveitirnar. i
sveitinni voru Oddný Árnadóttir, Helga
Halldórsdóttir, Unnur Stefánsdóttir og
Sigurborg Guðmundsdóttir. íslands-
metið er 3:43,05:
1. Sviss
2. írland
3. Danmörk
4. ísland
3:34,86
3:34,90
3:40,67
3:45,40
4x400 m karla:
islenzka sveitin hljóp nokkuö vel og
náði næst bezta árangri sem náöst
hefur á þessari vegalengd, 3:12 mínút-
um, þótt sveitin yrði í síöasta sæti. í
sveitinni voru hinir sömu og settu is-
iandsmet í Edinborg fyrir mánuöi, þ.e.
Oddur Sigurðsson, Þorvaldur Þórsson,
Egill Eiðsson og Guömundur Skúlason.
Lokastaðan:
Karlar:
1. Noregur 83
2. Holland 63
3. írland 57
4. Danmörk 49
5. ísland 47
Konur:
1. Danmörk 47
2. Sviss 46
3. írland 33
4. ísland 23
27 þjóðir í
Evrópukeppni
SAMTALS tóku 27 Evrópuþjóðir
þátt í 14. Evrópubikarkeppninni í
frjálsíþróttum nú um helgina, en
keppt var á fimm stöðum, Lon-
don, Sittard í Hollandi, Prag,
Lissabon og í Dublin.
Keppnin fór fyrst fram 1965 en
þá var hún aðskilin og keppt til
úrslita í V-Þýzkalandi, karlalið (
Stuttgart og kvennalið ( Kassel.
Fleiri þjóðir bættust við 1967 og
þá tók íslenzka frjálsíþrótta-
landsliðiö þátt i keppninni í fyrsta
sinn og hefur veriö með síöan, en
einn riðill 1970 fór einmitt fram á
Laugardalsvelli.
Keppnin var sameinuð 1967 og
fór úrslitakeppnin þá fram í Kiev í
Rússlandi. Keppnin hefur fariö
fram annaö hvert ár frá 1973.
Hingað til hefur Evrópubikar-
keppnin verið eins konar deildar-
keppni, þar sem þjóöir hafa flust
milli riöla eftir frammistöðu, og því
farið fram þrjár umferðir hverju
sinni meö úrslitakeppninni.
Að þessu sinni var tekiö upp
nýtt fyrirkomulag, aöeins keppt
einu sinni en þjóöunum skipt í riöla
eftir frammistööunni 1981, í A-riöil,
B-riöil og tvo C-riöla. Annar þeirra
fór einmitt fram í Dublin.
Auk íslands kepptu í Dublin Irar,
Danir, Norömenn og Hollendingar
í karlakeppninni og Irar, Danir og
Svisslendingar í kvennakeppninni.
Vestur-Þjóöverjar hafa átt góöu
gengi aö fagna í Evrópubikar-
keppninni í frjálsíþróttum, hafa
sigrað fimm sinnum í karlakeppn-
inni og sex sinnum í kvennakeppn-
inni, meö 20 stiga mun bæöi 1973
og 1975.
• Þórdís Gísladóttir stökk 1,85 metra í hástökki og var
ótrúlega nærri því að setja nýtt íslandsmet, en hún felldi
naumlega 1,88 á niðurleið, en eins og sjá má á myndinni
var hún vel yfir ránni í stökkinu. Morgunblaöiö/ Þórarinn Ragnarsson
Sigurður sýndi hörku
Sigurður T. Sigurösson stang-
arstökkvari varð fyrir því óhappi
aö slasa sig er hann var aö hita
upp fyrir stangarstökkiö. Sigurö-
ur lenti illa niður á malbiki viö
stokkinn í eínu upphitunar-
stökkinu, og varð að fá læknis-
hjálp þar sem hann meiddist illa
á hæl.
Siguröur hélt aö hann gæti ekki
tekið þátt í stangarstökkskeppn-
inni, en eftir meöhöndlun og kæl-
ingu meiöslanna sýndi hann af sér
eindæma keppnishörku. Ákveðinn
í aö ná stigum fyrir þjóö sína í
þessari keppni reyndi Siguröur viö
4,80 metra drjúgri stundu eftir
óhappiö. Hljóp hann haltur í at-
rennunni, en sveif skemmtilega yfir
í fyrstu tilraun viö fögnuö áhorf-
enda.
Siguröur tók sér enn góöan tíma
til aö jafna sig og reyndi næst viö
5,10 metra, en ef hann heföi fariö
yfir væri hann sigurvegari. Hann
þjáöist enn af meiöslum sínum en
gerði samt góöar tilraunir viö
þessa hæö og var mjög nálægt því
að fara yfir.
Sigurður sýndi þarna mjög gott
fordæmi, því það hefur oft viljað
brenna viö aö íþróttamenn guggni
þegar eitthvaö á móti blæs og
mikið er í húfi.
Löng hvfld
hjá Kristjáni
Kristján Hreinsson hástökkvar-
inn efnilegi varð fyrir því óláni í
hástökkskeppninni í Dublin aö
gömul meiðsli tóku sig upp og
segist hann búast viö að þurfa aö
taka sér langa hvíld frá æfingum
og keppni, jafnvel fram á næsta
ár.
Af þessum sökum varö Kristján
aö hætta viö aö fara til Evrópu-
meistaramóts unglinga i Vínar-
borg, sem hefst i dag, þriöjudag,
en þar keppa Kristján Haröarson
og Bryndís Hólm í langstökki.
Þaö eru hælmeiðsli í stökkfæti
sem Kristján á viö aö stríöa, en
mikið mæöir á hælnum í hástökk-
inu, og því Ijóst aö Kristján veröur
aö fá sig algóðan áöur en hann
getur tekiö til viö æfingar aö nýju.