Morgunblaðið - 23.08.1983, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1983
Athugasemd frá
Kvennaframboðinu
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi athugasemd frá
Kvennaframboðinu:
í Morgunblaðinu þ. 16 ágúst sl.
var skýrt frá nýjum reglum um
hámarkshraða í gamla Vesturbæ
Hollustuvika
á Borginni
SÉRSTÖK hollustuvika hefst á
Hótel Borg í dag. Verður boðið
upp á hollustumáltíð í hádeg-
inu alla daga vikunnar. Jón
Óttar Ragnarsson dósent hefur
í samráði við Pál Árnason yfir-
matsvein lagt á ráðin um sam-
setningu réttanna. Er hér um
að ræða íslenzka kjöt- og fisk-
rétti þar sem kappkostað er að
sameina bragðgæði, hollustu
og ákveðið hitaeiningagildi. Á
undan hverri máltíð er
skammtur af blönduðu ís-
lenzku grænmeti. Hver máltíð
er um 400 hitaeiningar, en
dagsþörf fullorðinna er að
meðaltali um 2400 hitaein-
ingar. (Frétutilkynnine)
Reykjavíkur. í frásögn blaðsins er
haft eftir Stefáni Erni Stefáns-
syni, formanni íbúasamtaka Vest-
urbæjar, „að tillagan um að lækka
hámarkshraða í Vesturbænum
hafi verið borin fram af Katrínu
Fjeldsted í borgarráði." Hér er
hallað réttu máli. Umrædd tillaga
var borin fram í Umferðarnefnd
Reykjavíkur af tveimur nefndar-
fulltrúum þar sameiginlega, full-
trúa Sjálfstæðisflokksins, Katrinu
Fjeldsted, og fulltrúa Kvenna-
framboðsins, Eddu Björgvinsdótt-
ur. Tillagan fór síðan rétta boðleið
um borgarráð og borgarstjórn líkt
og aðrar tillögur úr nefndum og
ráðum borgarinnar.
Með þessari athugasemd við
skrif Morgunblaðsins er ekki ætl-
unin að kasta nokkurri rýrð á at-
orku eða áhuga fulltrúa Sjálfstæð-
isflokksins á hraðatakmörkunum í
gamla Vesturbænum og það þó
síður væri. Einungis virðist rétt-
látt að una fulltrúa Kvennafram-
boðsins þess að hafa starfað að
þessu máli líka.
Með þökk fyrir birtinguna,
Kvennaframboðiö í Reykjavík.
Bergþóra Árnadóttir
á tónleikaferðalagi
SÖNGKONAN og lagasmiðurinn
Bergþóra Árnadóttir er nú á tón-
leikaferð um Austurland.
Hún mun syngja á vinnustöðum
á vegum verkalýðsfélaganna á
Höfn í Hornafirði, Neskaupstað og
Seyðisfirði, og síðan fer hún norð-
ur til Húsavíkur og syngur á
vinnustöðum þar.
Áætlað er að halda tónleika á
öllum þessum stöðum, og er
dagskráin sem hér segir: Þriðju-
daginn 23. ágúst í Sindrabæ, Höfn
Hornafirði. Fimmtudaginn 25. ág-
úst í Egilsbúð, Neskaupstað.
Föstudaginn 26. ágúst í Herðu-
breið, Seyðisfirði. Mánudaginn 29.
ágúst í Félagsheimili Húsavíkur.
Á efnisskrá eru m.a. lög af
væntanlegri plötu hennar, Aftur-
hvarfi. Allir tónleikarnir hefjast
kl. 21.00.
13
ISUZU
SENDIBÍLL
\
úi
Laglegur, lipur ogleggur lýgilega
vel á.Burðarþolog innanrými er
með ólíkindum. Auðvelt að
vinna í bílnum og við hann.
Dieselvél og 5- gíra kassi tryggja
hagkvæman rekstur.
□ ISUZU
Verð frá kr. 383.300.-
(Gengi 02.08,83) J
Frá blaðamannafundi námsmannasamtakanna. T.f.v. Már Jónsson, Emil Búason, Aðalsteinn Steinþórsson, Þor-
steinn Sæberg og G. Pétur Matthíasson.
„Námslán miðuð
við nauðþurftir“
n\rí oA varo nfmotiA Hlnl
— segja fulltrúar námsmanna
Námsmannasamtökin á fslandi telja að umræður um málefni lánasjóðsins
einkennist fremur af þekkingarleysi og benda á nokkur atriði til skýringar,
s.s. að námslán séu miðuð við nauðþurftir og nemi nú um 10.700 kr. á
mánuði til manns á íslandi að hámarki og með námslánum sé jafnrétti til
náms tryggt óháð efnahag og búsetu. Lánasjóðurinn gerir strangar kröfur um
lágmarksárangur í námi á ári hverju og standist menn ekki þessar kröfur,
varði það missi námsláns. Að meðaltali endurgreiðist námslánin á um 25
árum og endurgreiðslur miðist við lánskjaravísitölu og tekjur að námi loknu.
Á núgildandi verðlagi sé meðalendurgreiðsla á ári um 14.000 kr. Þessar
upplýsingar komu meðal annars fram á blaðamannafundi, sem fulltrúar
námsmanna boðuðu til í gær.
Á fundinum kom fram að engar
tillögur hafi borist formlega frá
stjórnvöldum, nema bréf frá
Ragnhildi Helgadóttur, mennta-
málaráðherra. Bréfið birtist hér í
heild sinni:
„Ráðuneytinu hefur borist bréf
frá fjármálaráðuneytinu, fjár-
laga- og hagsýslustofnun, vegna
fjárhagsvanda Lánasjoðs is-
lenskra námsmanna þar sem fram
kemur að sjóðnum hefur verið
veitt aukafjárveiting að upphæð
135 milljónir króna á þessu ári.
Umrætt bréf er staðfesting á
niðurstöðu viðræðna milli fulltrúa
Lánasjóðs íslenskra námsmanna,
fjármálaráðuneytisins og mennta-
málaráðuneytis svo og viðræðna
fjármálaráðuneytis og mennta-
málaráðuneytis vegna umsóknar
LÍN um 182 m. kr. aukafjárveit-
ingu á árinu með bréfi frá 16. júní
sl.
í þessum umræðum kom m.a.
fram að menntamálaráðherra
myndi beita sér fyrir því að auka-
fjárveiting yrði veitt og að hugs-
anleg skerðing námslána á árinu
yrði ekki meiri en hjá þeim sem
fengu minnsta skerðingu verðbóta
í kjölfar bráðabirgðalaga frá 1.
júní sl. Jafnframt kom fram að
eðlilegt þætti að námsmenn hefðu
rétt til að afla hærri tekna án þess
að það skerti lánamöguleika við-
komandi og loks að útborgunar-
reglum vegna þeirra er stunda
nám erlendis yrði breytt til aukins
hagræðis fyrir lánþega.
Ráðuneytið óskar þess að samd-
ar verið sérstakar reglur um veit-
ingu haustlána 1983. í reglunum
verði þess gætt að fjárhagur
sjóðsins í haust leiði til sem allra
minnstrar skerðingar á lánum
þeirra, sem lán eiga að fá, skv.
lögunum. Eftirtalin atriði verði
athuguð sérstaklega í þessu sam-
bandi:
a) Reiknuð fjárhæð (þ.e. fram-
færslueyris) eða hlutfallstala
lána af reiknaðri fjárþörf.
b) Hækkun á marki þeirra tekna
er lántaki getur aflað, án þess
að lánsréttur skerðist.
c) Lán, sem veitt eru vegna náms
erlendis komi til útborgunar
mánaðarlega og í gjaldeyri
þess lands sem námið er stund-
að í. Þetta atriði þyrfti að
koma til framkvæmda strax í
haust.
d) Ferðastyrkir verði ekki greidd-
ir nema gegn framvísun far-
seðla.
e) Takmörkun á veitingu bráða-
birgðalána skv. síðustu máls-
grein 7. gr. laga um námslán og
námsstyrki.
Takmarkanir skv. a) og/ eða e)
myndu aðeins gilda til ársloka
1983. Auk þessa óskar ráðuneytið
upplýsinga frá stjórn lánasjóðsins
um hverju það breytti fjárhags-
lega fyrir sjóðinn, ef lán vegna
grunnnáms erlendis yrði að
krónutölu ekki hærra en lán vegna
samskonar náms sem unnt er að
stunda hérlendis."
í bréfi menntamálaráðherra er
bent á nokkur atriði sem athuguð
skulu sérstaklega, og hér á eftir
fara athugasemdir námsmanna-
samtakanna við þessum hug-
myndum:
Lánasjóðurinn áætlar mánað-
arlega framfærslu einstaklinga á
íslandi 11.265 kr. frá 1. júlí sl. og
af þeirri upphæð fær námsmaður
95% í lán, eða 10.702 kr. Sú upp-
hæð skiptist í einstaka útgjalda-
liði, samkvæmt frumforsendum
LlN, og er þar gert ráð fyrir kr.
1.649 í húsnæði á mánuði, en sam-
kvæmt upplýsingum námsmanna-
samtakanna kostar herbergi á há-
skólagarði kr. 2.325 næsta vetur.
Tæplega 5.000 krónur eru áætlað-
ar í fæði á mánuði og 658 kr. í
fatnað. Námsmannasamtökin
telja því tæplega hægt að skera
frekar niður framfærslukostnað
námsmanna:
„a) Það er skoðun námsmanna-
samtakanna að mat á fram-
færslukostnaði sé langt frá
því að vera ofmetið. Hlutverk
stjórnar lánasjóðsins er að
okkar mati að framfylgja lög-
um um námslán og náms-
styrki.
b) Námsmenn taka því að sjálf-
sögðu fagnandi að aukinn um-
reikningur á tekjum komi til.
Þó ber þess að geta að slík
breyting mun að öllum líkind-
um auka fjárþörf sjóðsins um
30—40 milljónir.
c) Þetta er sjálfsagður hlutur og
hefur nú þegar verið sam-
þykktur í sjóðsstjórn.
d) Sjá 25. gr. reglugerðar.
Breyting í þessa átt mun verða
þung í vöfum fyrir starfsmenn
sjóðsins og viðskiptavini.
e) Bráðabirgðalán eru eingöngu
veitt til námsmanna á fyrsta
ári í námi og eru það undarleg
vinnubrögð að fyrsta árs nem-
um skuli gert erfitt fyrir á
þennan hátt. Námsmanna-
samtökin líta svo á að allir
hafi jafnan rétt til náms og
því samrýmist það ekki skoð-
un samtakanna að einn hópur
sé skertur umfram annan."
Á blaðamannafundinum kom
einnig fram að í fyrra hefðu um
4.900 manns fengið lán hjá LÍN, og
umsóknir nú væru komnar yfir
4.000. Lánshlutfallið hefði verið
hækkað úr 90% í 95%, skv. lögum
LÍN, og á að hækka í 100% í byrj-
un ársins 1984. Námsmannasam-
tökin bentu jafnframt á að ef farið
hefði verið eftir útreikningum
þeirra og LÍN hefði fengið það fé,
sem um var beðið hefði þessi vandi
nú aldrei orðið. Einnig hefði verð-
bólga sett strik í reikninginn, enda
hafi verið notaður rangur verð-
bólgustuðull við útreikninga í
fyrra. Samkvæmt útreikningum
LÍN verður heildarfjárþörf sjóðs-
ins næsta ár um 1,1 milljarður.
Á fimmtudag verður haldinn
fundur í stjórn lánasjóðsins og
verður þar tekin ákvörðun um
hvernig brugðist verður við bréfi
menntamálaráðherra.
Jörundur Jóhannesson listmálari.
Málverkasýning í Grímsnesi
JÖRUNDUR Jóhannesson opnar
sína fyrstu einkasýningu á mál-
verkum í dag í veitingastofunni í
Grímsnesi. öll verkin eru unnin í
olíu. Sýningin er sölusýning og
stendur til 2. sept.