Morgunblaðið - 23.08.1983, Page 44

Morgunblaðið - 23.08.1983, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1983 e 1882 Unlvrwl Prn» Syndlc»l« „Annab hvorfc evu þ^uS -tvéir naungar maÖ fall- bi»su efco. Stóri FÖtur í -Pófcboifcaskó/v»." Ast er... að feröast saman. TM Req U S Pat. Off — all rights reserved ©1983 Los Angetes Times Syndicate Nei, reyndar ekki. Það hrífur ekki neitt núna. Með morgunkafíinu Guði sé lof. Okkur er borgið. HÖGNI HREKKVÍSI Heimsborgarbragurinn kominn Borgarbúi skrifar: „Velvakandi góður. Heimsborgarbragurinn er heldur en ekki kominn yfir íslendinga. Nú ganga menn ekki lengur til náða, svo þeir athugi ekki allar dyr og glugga á heimilinu og harðlæsi öllu. Bíllinn er hvergi skilinn eftir nema allt sé læst, hvort heldur er við heimahús eða í miðbænum. Þar nægir ekki leng- ur að læsa, allar hurðir eru athug- aðar utan frá áður en gengið er í burtu. Gamla hugsunin um að á litla Islandi gerist ekki ljótir hlutir, eins og úti í hinum stóra heimi, á við lítil rök að styðjast. Hnupl, innbrot og skemmdarverk eru daglegur viðburður og færast í aukana. Margir af þeim sem verkin fremja, eru gómaðir, yfir- heyrðir, fá áminningu og ganga síðan burt af lögreglustöðinni. Áminningin dugir skammt, þvi of margir sækja aftur í sína fyrri iðju. Hvernig hægt er að sporna við þessari þróun vita fáir, en á ein- hvern hátt hlýtur það að vera hægt. Fyrir tveimur árum var ég á siglingu um Miðjarðarhaf og kom þá til eyjunnar Möltu. Eyj- arskeggjar þar eiga við sama vandamál að stríða, en hafa tekið á því með hörðum aðgerðum. Einu sinni á tveggja vikna fresti, er innlendur fréttaauki í sjónvarp- inu og eru þá allir þjófar, skemmdarverkamenn og vasa- hnuplarar sem hafa verið hand- samaðir látnir standa fyrir fram- an góssið sem fannst hjá þeim, á meðan kvikmyndavélin rennur framhjá, nöfnin lesin upp og til- greint hvort um fyrsta glæp sé að ræða eða ekki. Eftir að ég sá fréttaauka af þessu tagi, spurði ég fararstjór- ann breska, hvort ég hefði séð rétt. Hann samsinnti því og kvað þetta hafa tíðkast í nokkur ár. Bætti síðan við að vasahnupli og smáinnbrotum hefði stórlega fækkað eftir að farið var að sýna hverjir stæðu þar að baki. Þessi aðferð er nú ekki mann- úðleg, alla vega ekki fyrir að- standendur afbrotamannanna. En hvers vegna þarf fólk alltaf að dæma heilu fjölskyldurnar vegna eins meðlims sem hefur farið út á glæpabrautina. Við verðum að horfast í augu við það að gamli bæjarbragurinn er að hverfa á ís- landi, og eitthvað þarf að gera og það í tæka tíð, annars endum við hér með borg, þar sem enginn þorir einn út að næturlagi, hlerar eru settir fyrir glugga, hundar í garða og gaddavír á girðingar. Kattavandamálið Húsmóðir í Breiðholti skrifar: „Velvakandi. Mikið hefur verið rætt og ritað um hunda og hundahald. Ég ætla ekki að minnast á það mál nú, heldur annað sem oft gleymist þegar rætt er um dýr í þéttbýli. Það er til hundavandamál en hitt er miklu meira vandamál og það eru kettir. Mikið er af villiköttum á höfuð- borgarsvæðinu, sem vel mættu missa sig, en meiri vandræði tel ég þó af stafi af heimilisköttum sem fá að ráfa úti og inni. I sumar hef ég hvað eftir annað fengið ketti inn til mín, en ég bý á jarðhæð í fjölbýlishúsi í Breiðholti. Það hef- ur gengið svona upp og ofan að ná þessum óboðnu gestum út, sem oft eru frekir og vilja hvergi fara. Hefur þetta jafnvel gengið svo langt að dóttir mín var bitin og klóruð af „lítílli sætri kisu“ sem ekki ætlaði að fást út. Það sem er verra við að fá þessi dýr inn, er að sjálf er ég með astma og get hreinlega ekki umgengist dýr. En hér má ekki opna glugga svo ein- hver heimiliskötturinn í nágrenn- inu sé ekki kominn inn. Það er hreinlega óhæft að geta ekki viðr- að íbúðina eða haft opinn glugga vegna þessa. Eins er maður að rekast á þessi dýr á göngunum og í anddyri hússins. Þá eru það blessaðir fuglarnir. Hér heyrist aldrei fuglasöngur, né sést í fugla af sömu ástæðu. Ef fugl slysast inn á lóðina er hann umsvifalaust flæmdur burt af kattarkvikindunum eða lendir í klónum á þeim. Það er kannski til hundavanda- mál en kattavandamálið er stærra. Fólk sem hefur ketti á að gæta þeirra, en ekki láta þá slæp- ast úti allan sólarhringinn, breim- andi og vælandi, öllum til ama. Væri ráð að setja reglur um katta- hald á sama hátt og hundahald og jafnvel brýnni nauðsyn. Það yrði til þess að kattaeigendur myndu ranka við sér og hugsa um kettina sína og þeirra ferðir á sama hátt og flestir hundaeigendur gera.“ Svarað til um tóuna „Ójafnt höfumst við að“ FYRIR skömmu hafði selur nokkur synt upp eftir Þverá í Borgarfiröi, og var kominn um 30 km. fri sjó. Var hann hinn rólegasti og sett- ist á kletta hér og þar í ánni til að hvíla sig. Virtist hann njóta ferða- lagsins og að litast um á þessum nýjum slóðum. Höfðu margir yndi af að horfa á þennan fallega gest, sem villst hafði svo langt upp í land. En „Adam var ekki lengi í Para- dís“. Skotglaðir menn urðu honum að fjörtjóni. Þeir eiga stundum svo bágt með að horfa á nokkuð kvikt. Þeir virðast hafa meira yndi af öllu, ef það er dautt heldur en lifandi. Öðruvísi var farið að við selinn Valla, (sem reyndar var rostungs- ættar). Hann villtist af sínum heimaslóðum alla leið til Hollands í byrjun þessa árs. Þarlendir menn komu honum aftur til sinna réttu heimkynna með hjálp góðra manna, íslenskra, og síðar gerði hann sig heimakom- inn á Rifi á Snæfellsnesi, og varð aufúsugestur og vinur heima- manna þar um margra vikna skeið, öllum til hinnar mestu ánægju. Engum datt í hug að gera honum nokkurt mein. Samanburður á framkomu heimamanna við þessa tvo seli, minnir nokkuð á orð álfkonunnar í þjóðsögunni, þar sem hún segir við bóndakonuna þessa eftirminni- legu setningu: „öjafnt höfumst við að. Ég dilla barni þínu en þú berð bónda minn.“ Guðrún Kristín náttúrukeri skrifar: Eyþóri svarað. Hún Guðrún Kristín, náttúrukeri, býr nú í sveit. Hún hefur séð dýrbitið fé, sundurskotnar tóur, húsdýrum slátrað, byssukalla á vélsleðum sem elta uppi mögur hlaupadýr, og hún lætur hundana sína veiða minka. Það er dálítið ógeðslegt. Hún hefur séð blessaða sauðkind- ina misþyrma gróðri, séð kött veiða þröst, þröst veiða ánamaðk, rjúpnaskyttur leika sér, laxveiði- menn stunda sport sitt, trillukalla murka lífið úr grásleppu. Tillagan mín var ekki góð. Það leysir ekki kindakjötsoffram- leiðsluvandamálið að friða þetta íslenska sjaldgæfa, réttdræpa rándýr, tóuna, en fátækari væri náttúra landsins án hennar. Var hún ekki hér á undan okkur? Maðurinn er grimmur eða hugs- unarlaus morðingi. Við ræsum t.d. fram lífríkar mýrar og við fluttum minkinn inn í landið. En hvernig finnst þér nýyrðið mitt „náttúrukeri"? Það er ekki yfir þá sem meta lífið á jörðinni út frá peningagróðasjónarmiðum manna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.