Morgunblaðið - 23.08.1983, Page 37

Morgunblaðið - 23.08.1983, Page 37
Dagbækur Hitlers eftir Richard Hugo Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir The Hitler Diaries eftir Rirhard Hugo. Útg. Sphere Books Þessi bók mun hafa komið út hjá Macmillan í Bretlandi á síð- asta ári og er freistandi að álykta, að þeir aðilar sem tóku upp á því að falsa dagbækur Adolfs Hitlers og selja þær þýzka tímaritinu Stern með brauki og bramli hafi fengið hugmyndina úr þessum ágæta reyfara Richards Hugo. Eftir því sem ég hef lesið um að- draganda alvörufölsunarmálsins er lygilega margt líkt með því og efni þessarar bókar. Undarlegur maður Knights að nafni kemur á fund forstjóra stórs útgáfuforlags í New York og býð- ur honum dagbækur Hitlers til kaups fyrir offjár. Hins vegar er flest á huldu um þessar dagbækur og hvaðan þær eru komnar og yfir málinu hin mesta leynd, sem út- gefandanum hugnast ekki nema rétt bærilega. Hann fær til liðs við sig rithöfundinn Grant og stúlk- una Lisu til að reyna að komast til botns í málinu og fara þau á stúf- ana og hvarvetna er reynt að leika á þau, menn eru drepnir 1 síbylju, ef þessir óþekktu aðilar, sem að baki standa, hafa grun um að þau séu að komast á einhverja slóð. Og af hverju er svo öll þessi leynd? Og af hverju hafa dagbækur Hitl- ers ekki komið fram í dagsljósið fyrr, ef þær eru ófalsaðar. Gæti verið að ástæðan væri sú að ein- hverjum stjórnmálamönnum í austri eða kannski í vestri, sem kæmi það verr ef dagbækurnar yrðu látnar á þrykk út ganga og er þá ekki líklegast að þær séu eftir allt saman ófalsaðar? Öllu þessu er reynt að svara og er þó sögu- þráðurinn einfaldaður hér og ekki ástæða til að lýsa að hvaða niður- stöðu þau komast Lisa og Jonath- an. En óhætt að mæla með bók- inni sem góðri skemmtisögu og í henni er raunar að finna ýmsan fróðleik fyrir áhugamenn um þennan tíma í sögunni. MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1983 37 J -íkUNN NkiiTISKGlLJ 2 MARKMIÐ: Tilgangur námskeiðsins er að veita staðgóða undir- stöðuþekkingu í tölvufræðum, en slík undirstöðuþekking er nú orðin nauðsyn öllum þeim, sem í starfi sínu vinna beint eða óbeint við tölvur. Ahersla er lögð á notkun tölvunnar og hvernig hönnun tölvukerfa fer fram og þá möguleika sem not- andinn hefur til þess að auka áhrif sín á skipulag tölvukerf- isins. Jafnframt þessu verður leiðbeint um breytta starfshætti sem fylgja munu tölvuvæðingu. EFNI: - Grundvallarhugtök tölvufræðinnar skýrð. - Áhrif tölvunnar á vinnuumhverfi og starfshætti. - Grundvallaratriði í kerfisfræði; hönnun tölvukerfa. - Notendabúnaður; raunhæf notendaforrit kynnt og æfingar framkvæmdar á / samtengd bókhaldskerfi / toll- skýrslukerfi / áætlanaforrit / ritvinnsluforrit. - Yfirlit yfir tölvur á íslenska markaðnum og samanburður og mat á afkastagetu. Grunnnámskeið II ásamt Grunnnámskeiði Imynda samstæða heild, sem veitir þátttakendum haldgóða þekkingu um tölvur og notkunarmöguleika þeirrra. ÞÁTTTAKENDUR: Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja öðlast góða þekkingu í tölvufræðum. Æskileg undirstaða undir námskeiðið er Grunnnámskeið I, eða sambærileg reynsla. LEIÐBEINENDUR: Dr. Kristján Ingvarsson, verkfræði- ngur lauk prófi frá North Western University í Bandaríkjunum 1981, er starfar nú við ráðgjafa- og vísind- astörf. Unnar Þór Lárusson, tölvunar- fræðingur. Utskrifaðist frá Háskóla íslands 1982 og hefur síðan starfað við Reiknistofnun Háskólans TÍMI-STAÐUR: 5.-8. september kl. 13.15-17.15. Samtals 16 klst. Síðumúla 23 3. hæð. TILKYNNIÐ ÞÁTTTÖKU í SÍMA 82930 ATH: Verslunarmannafélag Reykjavíkur og Starfs- menntunarsjóður Starfsmanna ríkisstofnanna greiðir þátttökugjald fyrir félaga sína á þessu námskeiði. Upplýs- ingar gefa viðkomandi skrifstofur. STXDRNUNARFÉIAG ÍSLANDS fiK23 Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar Innritun og greiösla námsgjalda fyrir haustönn verður þriðjudaginn 23., miðvikudaginn 24. og fimmtudaginn 25. ágúst í Hellusundi 7, kl. 16—19, alla dagana. Nemendur sem sóttu um fram- haldsskólavist á sl. vori eru sérstaklega áminntir um að staðfesta umsóknir sínar með greiðslu námsgjalda þar sem skólinn er fullsetinn nú þegar. Upplýsingar um stundarskrárgerð o.fl. veröa veitt- ar við innritun. Ekki verður svarað í síma meöan á innritun stendur. Skólastjóri. ALLT Á SÍNUM STAÐ Stálhillurnar sem smella saman. Það tekur aðeins 2 mínútur fyrir þig að setja saman hillurekka, síðan raðar þú hillum í eftir þörfum og ert ennþá fljót- ari. í hverja hillu getur þú látið 200 kg. eða 400 kg. Ef þú þarft að breyta millibili eða bæta við hillum þá er það gert á sama hátt, þær smella úr og í. SVO AUÐVELT, ENGIR BOLTAR Einnig getur þú skift hillunum í mis- munandi stór hólf eftir þörfum. Svo má setja á hillurekkana hliðar og bak. Ef þú bætir við hurðum þá ertu kominn með skáp sem þú getur læst. SVONA EINFALT ER Hringdu eða líttu inn, við látum þig hafa litprentaða bæklinga. r r ISVIK JjVp VgUAVERSLUN______________________________ Grensásvegur 12, 108 Reykjavík, s. 91 85840 SELKO IDNSYNING oas í sérflokki Þar getið þér skoðað framleiðslu okkar. Hinar nýju glæsilegu spjaldahurðir með og án glugga að ógleymdum okkar sívinsælu SELKO fataskápum sem við bjóðum nú í nýjum og fjölbreyttari viðartegundum. - Verið velkomin. SIGURÐUR ELÍASSON HE Auóbrekku 52 Kópavogi. s 41380

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.