Morgunblaðið - 23.08.1983, Side 36

Morgunblaðið - 23.08.1983, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1983 Eyríöur Árnadóttir — Minningarorð Fædd 30. júní 1896 Daín 9. ágúst 1983 í jarðskjálftanum mikla í ágúst og september 1896 gjörféllu eða skemmdust verulega 4300 bæjar- hús í Árnes- og Rangárvallasýsl- um. Þá bjuggu í Starkarhúsum í Hraungerðishreppi i Flóa, ásamt 5 börnum sínum, hjónin Árni Þórðarson frá Tyrfingsstöðum í Akraneshreppi og Oddbjörg Pálsdóttir frá Haga í Holtum. Hún var af Víkingslækjarætt. Þegar ósköpin dundu yfir var yngsta barn þeirra átta vikna gamalt. Það var Eyríður, fædd 30. júní, sem í dag er kvödd hinztu kveðju frá Fríkirkjunni í Reykja- vík. Hún lézt 9. þ.m. á 88. aldurs- ári. Svo hart lék jarðskjálftinn bæ- inn Starkarhús að bæði bær og peningshús hrundu til grunna. Fólkið hírðist í tjöldum í lands- ynningsroki og rigningu og haust og vetur fór í hönd. Það er senni- lega erfitt fyrir okkur nútímafólk, sem byggjum velferðarríki, að ímynda okkur hvernig líðan manna hefur verið þá. Ýmsir góðir menn brugðu skjótt við til hjálpar. Meðal þeirra sem þar komu mjög við sögu var séra Ólafur Ólafsson í Arnarbæli, síðar fríkirkjuprestur í Reykjavík. Ungbörnum var safnað saman úr báðum sýslunum og ekið með þau á hestvögnum til Reykjavíkur, þar sem þeim var komið fyrir á góðum heimilum. Mörg þeirra sneru aldr- ei heim aftur en ílentust hjá fóst- urforeldrunum. Þessi börn voru manna á meðal nefnd jarð- skjálftabörnin. Hjónin í Starkarhúsum treystu sér ekki til að endurreisa bæinn. Þau brugðu því búi og fluttust með barnahópinn til Revkjavíkur. Fyrir milligöngu séra Olafs, sem ætíð reyndist þeim sannur vinur, fengu þau húsnæði í Skálholtskoti. Árni Þórðarson féll frá 9 árum síðar, en Oddbjörg kona hans lézt 1932. Þá hafði hún séð á bak 5 börnum sínum. Guðni og Kristinn dóu ungir, elzti sonurinn, Sigur- jón, fórst með skútu fyrir Norður- landi, Valdimar vélstjóri hvarf í hafið með togaranum Leifi heppna 1925 og Auðbjörg dó 1926 frá 7 börnum, þar á meðal voru ný- fæddir tvíburar. Þegar hér var komið sögu var Eyríður ein eftir af systkinunum, en þær mæðgur skildu aldrei með- an báðar lifðu. Eyríður stundaði skólanám hér í Reykjavík auk þess sem hún afl- aði sér fræðslu í verklegum grein- um, hússtjórn og hannyrðum. Hún var því vel undir ævistarf sitt búin er hún 18 ára gömul giftist mikl- um myndarmanni, Sigurði Guð- brandssyni, síðar skipstjóra. Hann starfaði í rúman aldarfjórð- ung hjá Kveldúlfi hf., og lengst af stjórnaði hann aflaskipinu Snorra goða. Þetta voru glæsileg hjón og hjónaband þeirra var farsælt. Þau eignuðust fallegt heimili þar sem gestrisni og góður andi ríkti. Þar var mikið spilað og sungið því bæði voru hjónin söngelsk. Þeim varð 5 barna auðið. Þau eru þessi: Oddbjörg, var gift Viggó Bald- vinssyni húsgagnasmíðameistara. Hann féll frá árið 1966. Sigurjón Árni, fyrrum útgerðarmaður. Hann lézt í ágúst 1982. Hans kona var Bryndís Bogadóttir, sem einn- ig er látin. Hún dó 1978. Katrín, gift þeim sem þessar línur ritar. Hermann deildarstjóri. Hann er tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Rúna Guðmundsdóttir frá Móum. Þau slitu samvistum. Seinni kon- an er Elinborg Óladóttir. Sigurður Guðmundur framkvæmdastjóri. Fyrri kona hans var Birna Oli- versdóttir, en seinni konan Sigríð- ur Gylfadóttir. Þau slitu samvist- um. Mér telst svo til, að afkomendur þeirra hjóna, Sigurðar og Eyríðar, séu nú 58 að tölu og þar af 56 á lfi. Það er alkunna að mikil ábyrgð hvílir á herðum sjómannskonunn- ar, sem ein þarf að stjórna barn- mörgu heimili þegar eiginmaðurin dvelur langdvölum við störf á hafi úti. En þetta fórst Eyríði prýði- Iega úr hendi, því hún var bæði eindæma reglusöm og stjórnsöm. En oft var það erfitt því lengi átti hún við veikindi að stríða. Árið 1943 dró ský fyrir sólu er Sigurður Guðbrandsson lézt af slysförum. Þá var yngsti sonurinn misserisgamall, Eyríður brást ekki. Húm kom syninum til mennta og hélt heimili fyrir hann í rúm 30 ár. Eyríður var glæsileg kona. Myndir af henni birtust í kynn- ingarbókum um ísland, enda báru fáar konur íslenzka búninginn betur en hún. Hún var félagslynd, var lengi virk í starfi hjá Hvíta- bandinu, var m.a. fulltrúi þess fé- lags í nefnd kvenfélaganna, sem beittu sér fyrir byggingu Land- spítalans og öfluðu fjár í því skyni. Þau hjón voru meðal stofn- enda Landsmálafélagsins Varðar og var hún kjörin heiðursfélagi í því ágæta félagi. Þar sótti hún fundi meðan heilsa hennar leyfði og hún fylgdist með stjórnmála- baráttunni af áhuga fram á síð- ustu stund. Eyríður var mikil og listræn hannyrðakona og stundaði hún þá iðju þar til henni tók að daprast sjón, hálfníræðri. Eg tel að tengdamóðir mín hafi verið gæfumanneskja. Ung var hún gefin góðum manni og þau áttu barnaláni og hamingju að fagna. Hún var ætíð veitandi og kom ýmsu góðu til leiðar um dag- ana. Að sjálfsögðu mætti hún á langri ævi ýmsu mótlæti, ástvina- missi og veikindum. En hún var trúuð kona og tók með ótrúlegu jafnaðargeði hverju því sem að höndum bar. Hún skildi orð skáldsins Sveinbjarnar Egiissonar er kvað: Guð það hentast heimi fann, það hið blíða blandað stríðu; allt er gott, sem gjörði hann. Eyríður var samfleytt 68 ár hús- móðir á heimili sínu hér í borg, þar til í fyrra að hún flutti í dval- arheimili aldraðra að Droplaug- arstöðum, farin að líkamlegum kröftum, en við góða andlega heilsu til hins síðasta. Með Eyríði Árnadóttur er góð kona gengin. Guð gefi henni raun lofi betri. Magnús Helgason Minning: Páll Kröyer Sigurðs- son frá Laxamýri I dag verður til moldar borinn mágur minn, Páll Kr. Sigurðsson, sem lést í Landspítalanum þ. 15. þ.m. og langar mig að minnast hans með örfáum línum. Hann var fæddur hinn 28. júní árið 1917 á Laxamýri í S-Þingeyj- arsýslu, sonur hjónanna Rakelar Júdit Pálsdóttur frá Siglufirði og Sigurðar Egilssonar frá Laxa- mýri. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum ásamt fimm yngri systkin- um á Laxamýri til 11 ára aldurs, en þá fluttu þau til Siglufjarðar, þar sem móðir hans lést 2 árum síðar, en þá fluttist Sigurður faðir hans með barnahópinn að Hraun- um í Fljótum, þar sem hann rak búskap um tíma, en þetta voru erfiðir tímar og smátt og smátt tvístraðist hópurinn, og fór Páll til Siglufjarðar þar sem hann dvaldist í nokkur ár, síðan lá leið- in til Akureyrar og Reykjavíkur. Þess má og geta, að Sigurður faðir hans giftist aftur og eignaðist þrjá syni, svo systkinin urðu níu alls. Páll varð fyrir áfalli í æsku heima á Laxamýri, sem háði hon- um alla tíð síðan og orsakaði veik- indi hans síðar á æfinni. Páll var mörgum góðum kostum búinn og hafði mörg mismunandi áhuga- mál, hann var víðlesinn og einkum þó á íslendingasögurnar, sem hann kunni nánast utanað, en minni hans var næsta fágætt. Á íþróttasviðinu var áhugi hans all- ur í frjálsum íþróttum og hefði hann sjálfsagt haslað sér þar völl, en þar varð hann að láta sér nægja að vera aðeins áhorfandi og var hann þar fastagestur þegar heilsa hans leyfði. Oft var gaman að hlusta á hann tala um íþróttir og íþróttaafrek, og þar var minni hans óbrigðult og gat hann þulið upp metatöflur langt aftur í tímann. Hann unni góðri tónlist, einkum Ijóðasöng og söng mikið sjálfur, einkum á yngri árum, en söngrödd hafði hann góða og nam hann söng í nokkur ár hjá Benedikt Elfar í Reykjavík, en veikindi hans hömluðu honum þar sem annars staðar. Kynni okkar Páls urðu nánust er hann réðst til mín í fyrirtæki okkar feðganna, föður míns og bróður, en hjá okkur vann hann um áratuga skeið. Það má segja um Pál, að hann var enginn augn- þjónn og þurfti ekki að standa yfir honum við vinnu, því samvisku- semi hans, handlagni og vand- virkni var við brugðið, og var vart hægt að hugsa sér betri starfs- mann. Páll var dagfarsprúður maður sem barst lítið á, oftast alvörugef- inn en í hópi starfsfélaga var hann spaugsamur og glettinn og aldrei heyrði ég hann hallmæla eða lasta nokkurn mann. Eins og að framan greinir háði Páll harða lífsbaráttu þar sem hann átti við veikindi að stríða allt sitt líf og síðustu 12 árin var hann á stofnunum, svo sem Víf- ilsstöðum, Reykjalundi og Ási í Hveragerði, sem er deild frá Reykjalundi, en þar var hann í 6 ár og ber hjúkrunarkonan þar sögu hans þannig: „Hann var aðal- stoð og stytta samferðasjúklinga sinna og sinnti þeim sem hann mátti, þó sjúkur væri sjálfur." Ég vil ljúka þessum fátæklegu línum mínum með þakklæti fyrir störf hans í minni þjónustu og margar gleðistundir, sem við áttum sam- an. Ég sendi systkinum hans og öðrum ættingjum mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Fari minn kæri vinur í friði. Guð blessi minningu hans. Einar Steinarsson Þorkell Bergs- son — Minning Fæddur 10. september 1889 Dáinn 13. ágúst 1983 Fyrir nokkrum árum fórum við afi í ferðalag. Leiðin lá á æsku- stöðvar hans upp í Skaftártungu, þá var hann á nítugasta ári. Hann var spenntur að komast á æsku- stöðvarnar. Heldur fannst honum ég vera seinn, dagleiðin löng fram- undan frá Selfossi í V-Skafta- fellssýslu. Hann þekkti þessa leið af eigin raun, oft hafði hann geng- ið hana, stundum farið ríðandi eða á vagni. Tímarnir hafa breyst. Eftir fáeina tíma vorum við komnir að Flögu. Þar hafði afi verið vinnumaður frá 13 ára aldri, upp úr því einstæðingur, en átti marga ættingja og vini þar í sveit- inni. Hann benti mér á fjall fyrir ofan bæinn, Nónfjall, þar hafði hann beðið morgunbænir á leið- inni til að gæta kinda. Viðkynningin við afkomendur fyrrverandi húsbænda afa var góð og dvöldum við á Flögu þessa daga. Afi hafði gaman af ferðalög- um og elskaði að heimsækja fólk. Fórum við á flesta bæi í Tungunni og alls staðar var okkur vel tekið. Fólkið hafði gaman af að hitta fortíð sína í gamla manninum og afi naut þess að rifja upp söguna, svo langt sem hann man, var það nokkuð fram yfir Skaftárelda. Sr. Jón Steingrímsson var heimildar- maður hans og trúarfyrirmynd. Landgæði höfðu verið miklu meiri og fossinn fyrir ofan Skaftárdal gjörbreyttist eftir eldana og byggðin öll. Ég þóttist þekkja afa, en þarna kynntist ég honum á nýj- an hátt. Ást mín á landi og þjóð óx til muna. Við stefndum upp að Skaftár- dal, fæðingarstað afa míns, en þegar við komum að ánni sáum við að hlaupið var meira en við ætluð- um, með öllu var ófært upp að bænum. Tók afi þetta nokkuð nærri sér, en vildi alls ekki tefla I neina tvísýnu. Við gengum þá upp á hól þar hjá, sást þar vel yfir á bæinn. Gamli maðurinn yngdist upp um nokkra áratugi, benti mér á hvar gamli bærinn var og sagði mér frá fortíð sinni. Minning mín um afa er tengd þessari fjallgöngu, allt líf hans var upp á við, þarna stóð hann og horfði yfir farinn veg. Móða Iifsins rann undir fótum hans, virtist ill- fær — jafnvel ófær með öllu, en samt stóð hann þar sem sigurveg- ari. Þó að afi sé horfinn okkur í flaum aldanna, þá varir enn minn- ing hans. Og erfiði hans og arfur er ekki fólginn í fjármunum, held- ur í okkur sjálfum, sem viljum ganga þá leið sem hann gekk, upp á við til lífsins eilífa. Einhvern tíma sagði hann við mig: „Þú skalt lifa eins og himnaríki taki við eft- ir dauðann." Hann sá meira en við flest og lifði því sannara lífi og dó í von. Sem ungur maður tók hann ákvörðun, sem hann var trúr til æviloka, um þá ákvörðun orti hann: „Ákvörðun æskumanns Jesú Kristi ég vil fylgja jafnan mína æfi tíð. Hátt þó rísi hafsins bylgja hann mig geymir náðin blíð. Hann sem forðum hasta réði hátt á vind og straumaföll, lífsins góða orð oss léði ljóst vér nú þess heyrum köll. Gef mér Jesú styrk að standa stöðugum í trú og dyggð, lát þitt sannleiksljós og anda leiða blessun yfir byggð." í þeirri trú lifði hann og sigraði í Drottni okkar. Fáir hafa þurft að ganga eins erfiða braut og hann. Oftar en einu sinni stóð hann uppi allslaus. Það er ekki pláss hér að rekja það allt, en í gegnum raunir sínar fékk hann styrk til að standa. Um það segir hann í „Æviminning" sinni: „Margt hefur á dagana drifið. Drottinn minn ég þakka þér. Oft hefur mig úr hættu hrifið höndin sterka Drottins hér. Oft ég var á vegamótum vissi ei hvert leiðin lá kunni lítið forráð fótum fékk ég hjálp frá Drottni þá.“ Drottinn blessi minningu afa míns og gefi okkur náð til að taka öllu eins og hann gerði. Guðmundur Guðmundsson Breytt staða landsbyggðar og búseturöskun Árlegt þing Fjórðungs- sambands Norðlend- inga haldið á Raufar- höfn 1.—3. sept. nk. Akureyri, 20. ágúst. Fjórðungssamband Norðlendinga hcldur árlegt þing sitt í félagsheimil- inu Hnitbjörgum á Raufarhöfn dag- ana 1.—3. sept. nk. Rétt til þingsetu eiga fulltrúar allra sveitarfélaga og sýslufélaga á Norðurlandi, 94 talsins. Auk þess sækja alþingismenn af Norðurlandi þingið, auk gesta. Sérstakur umræðufundur verður á þinginu kl. 13.30 á föstudag um meginmál þingsins: „Breytt staða landsbyggðar og búseturöskun." Þórður Skúlason, formaður fjórð- ungssambandsins, mun hefja þær umræður og Hafþór Helgason mun kynna athuganir sínar á búsetu og atvinnuþróun á Norðurlandi. Aðal- framsögumenn verða Alexander Stefánsson, félagsmálaráðherra, sem mun ræða um byggðarmál i víðara samhengi og sveitarstjórn- armálefni, og Birgir ísleifur Gunnarsson, formaður stóriðju- nefndar, sem mun fyrst og fremst ræða um áform um stærri iðnþróun og orkubúskap með tilliti til verk- efna á vegum nefndarinnar og um orkuframleiðslu. G.Berg.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.