Morgunblaðið - 23.08.1983, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1983
Guðmundur H. Garðarsson:
„Ég er hlynntur
lengingu lánstíma“
„ÉG ER hlynntur lengingu lánstíma fjárfestingarlána og vænti þess aö skiln-
ingur verði um það innan stjórnarinnar,“ sagði Guðmundur H. Garðarsson,
stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna, en Mbl. sneri sér til hans í
kjölfar stofnunar áhugamannahóps um lengingu lánstíma í húsnæðismála-
kerfinu.
Lífeyrissjóður verslunarmanna
er stærsti lífeyrissjóður landsins,
og sagði Guðmundur H. Garðars-
son, stjórnarformaður sjóðsins, að
lánstími fjárfestingarlána væri nú
10—32 ár. Guðmundur sagði að
þrátt fyrir að 32 ár teldust langur
lánstími, væri hann viljugur til að
lengja hámarks lánstímann enn
frekar og myndi beita sér fyrir því
í stjórn sjóðsins. Hann kvaðst vilja
lengja lánstímann í að minnsta
kosti 40 ár og kvðast vænta þess að
skilningur yrði um það innan
stjórnarinnar.
Hundadögum lýkur í dag:
Rigning sunnanlands
Engum breytingum til hins betra
á veðrinu er spáð hér sunnanlands
þó að hundadögum Ijúki í dag. Hjá
Veðurstofunni fengust þær upplýs-
ingar að þykkna roundi upp seinni
partinn í dag og byrja að rigna. Og
næstu daga er spáð vætu sunnan-
og vestanlands. — Það hefur lengi
verið trúa manna að í upphafi og
við lok hundadaga, sem draga
nafn sitt af stjörnunni Síríusi,
muni skipta um veður og hníga
margar alþýðuskýringar að sömu
rökum. Um þetta leyti á sól t.d. að
ganga undir á norðurpólnum sem
hefur í för með sér breytingar á
veðurfarinu samkvæmt þessum
sögum. — En nú a.m.k. virðast
veðurguðirnir á annarri skoðun ef
marka má spá veðurfræðinga. —
Þó geta Norðlendingar og Aust-
firðingar unað sæmilega við sinn
hlut því að þar er spáð þurru veðri
áfram.
Landsfundur Sjálf-
stæðisflokksins
MIÐSTJÓRN Sjálfstæðisflokksins
kemur saman til fundar miðviku-
daginn 31. ágúst. Á þeim fundi
verður ákveðið hvenær landsfund-
ur flokksins verður kallaður sam-
an, að sögn Kjartans Gunnarsson-
ar, framkvæmdastjóra Sjálfstæð-
isflokksins. Búist er við því að
landsfundurinn fari fram um
mánaðamótin október-nóvember.
Síðasti landsfundur sjálfstæð-
ismanna var haldinn í Sigtúni við
Suðurlandsbraut í október 1981.
Seglskútu hvolfdi
SEGLSKÚTU hvolfdi á Skerjafirði um kvöldmatarleytið á sunnudaginn.
Tveir menn voru um borð í skútunni og tókst þeim ekki að koma skútunni á
réttan kjöl aftur á eigin spýtur, sökum þess að vatn hafði komist í annað
(lotholt hennar. Þeir skriðu því upp á kjöl skútunnar og rak skútuna hægt til
lands.
Lögreglunni var tilkynnt um at-
burðinn og fór hún á gúmmíbáti
út á móti mönnunum og flutti þá í
land. Voru þeir þá orðnir nokkuð
kaldir, og var farið með þá á slysa-
deild. Þeim varð ekki meint af
volkinu og voru aldrei í verulegri
hættu. Skútuna sóttu þeir seinna
um daginn.
Fastafloti NATO
hingað til lands
SEX SKIP úr fastaflota Atlantshafs-
bandalagsins eru væntanleg hingað
til lands á fimmtudag. íslendingar
fengu síðast heimsókn fastaflotans
1979. Alls munu um 1.800 manns
vera á skipum þessum.
Skipin sex eru frá fimm aðild-
arlöndum, tvö frá Kanada en hin
frá Bandaríkjunum, Englandi,
Hollandi og Vestur-Þýzkalandi.
Skipin eru af ýmsum gerðum og
verða þau almenningi til sýnis í
Sundahöfn um helgina. Skipin
munu síðan halda héðan á mánu-
dag.
Kassabflarallýið vinsælast
„Reykjavíkurmót barnanna
tókst vonum framar,“ sagði
Benjamín Árnason fram-
kvæmdastjóri mótsins sem
Skátafélgið Árbúar stoð fyrir í
Hljómskáiagarðinum á sunnu-
dag. „Veðrið var afbragðsgott
og lögðu milli fimm og sjö þús-
und manns leið sína í Hljóm-
skálagarðinn. Á sjötta hundrað
börn tóku þátt í einhverjum
þeirra tíu greina barnaíþrótta
sem keppt var í og langt yfir
þúsund tóku þátt í einstakl-
ingsþrautakeppninni. Kajaks-
róðrarkeppni bættist við á
seinasta degi og vakti mikla
hrifningu, en eftir sem áður
var kassabflarallýið vinsælast
bæði af áhorfendum og kepp-
endum.
Hljómleikahald samhliða mót-
inu tókst einnig með ágætum.
Það kom okkur ánægjulega á
óvart hversu margir foreldrar
komu til mótsins með börnum
sínum. Vonandi verður Reykja-
víkurmót barnanna fastur liður
hvert sumar, við erum ánægð
með hvernig til tókst og ætlum
að gera enn betur næst.“
Styrking dollarans bætir
viðskiptakjör íslendinga
„VIÐ lítum svo á að styrking doll-
ars bæti viðskiptakjör okkar
vegna þess að við flytjum meira út
á dollaramarkað en við kaupum
þaðan. Þróunin hefur verið ívið
betri en reiknað var með en ekki
það mikil að ástæða hafi þótt að
breyta fyrri spám um viðskipta-
kjarabatann því þessi styrking
dollarans hefur ekki verið alveg
stöðug og gæti þetta reynst
skammgóður vermir,“ sagði Jón
Sigurðsson forstöðumaður Þjóð-
hagsstofnunar í samtali við Mbl.
er hann var spurður að því hvaða
áhrif styrking dollarans hefði á
viðskiptakjör og þjóðartekjur.
Jón sagði einnig: „Viðskipta-
kjörin fyrstu sex mánuði ársins
reyndust vera um 4% hagstæð-
ari en að meðaltali í fyrra en ef
álviðskiptunum er sleppt eru
þau um 3,5% hagstæðari en i
fyrra. Við höfum gert ráð fyrir
3% viðskiptakjarabata en vegna
þeirrar óvissu sem enn ríkir
teljum við þó ekki ástæðu til að
breyta spánni fyrir árið í heild
að svo stöddu. Þarna munar
mest um lægra olíuverð en í
fyrra en hluti er vegna þessa
háa gengis dollarans á fyrri
hluta ársins.
Þessi viðskiptakjarabót veld-
ur því að samdráttur þjóðar-
tekna verður minni en þjóðar-
framleiðsla og er þessi munur
1,5% af þjóðarframleiðslu, það
er í staðinn fyrir 6% afturkipp
eins og spáð er um þjóðarfram-
leiðslu veldur sá viðskipta-
kjarabati sem spáð er því að
þjóðartekjur rýrna um 4,5% frá
árinu 1982. Með hliðsjón af töl-
um fyrri árshelmings er spáin
um viðskiptakjör ársins 1983 því
greinilega gerð af varkárni."
Þröstur ráðinn
GENGIÐ hefur verið frá rádningu
Þrastar Ólafssonar, hagfræðings, sem
framkvæmdastjóra Verkamannafélags-
ins llagsbrúnar. Að sögn Þrastar mun
hann að öllum líkindum hefja störf sín
hjá Dagsbrún i dag.
Norræn ritstjóra-
ráðstefna hérlendis
NORÐURLANDADEILD International Press Institute, alþjóða frétta-
stofnunarinnar, fundar nú hér á landi. Fundina sitja ritstjórar og
fulltrúar blaða frá öllum Norðurlöndunum og telur hópurinn alls um 70
manns. Meðal þátttakenda er ennfremur formaður samtakanna, Hol-
lendingurinn Max Snijders.
Norðurlandadeildin hefur að
undanförnu fundað árlega til
skiptis í hverju landi og var
fundað hér siðast fyrir 5 árum.
Á fundunum verða flutt ýmis er-
indi um málefni blaða og frétta-
flutnings, sem aðallega snerta
Norðurlöndin, en einnig mun
formaðurinn flytja erindi um
samskipti stofnunarinnar út á
við.
Auk fundarhalda munu ráð-
stefnufulltrúar ferðast um land-
ið og meðal annars fara um
Snæfellsnes, til Vestmannaeyja
og um Suðurlandsundirlendið.
Jónas Kristjánsson ritstjóri er
formaður íslensku nefndarinnar,
og hefur hann annast skipulagn-
ingu ráðstefnunnar en Flugleiðir
sjá um ferðaþáttinn.