Morgunblaðið - 23.08.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1983
21
• íslenska landsliðiö í frjálsum íþróttum viö setningarathöfn
C-riðilsins í Evrópukeppninni í Dyflinni um síðustu helgi. Það
er Oddur Sigurösson sem er fánaberi íslenska liösins. Þrátt
fyrir að bæöi kvenna- og karlaiiö okkar yröu í neöstu sætunum
náöu íslensku keppendurnir ágætis árangri í mörgum grein-
um. Sjá bls. 24—25. Morgunblaöiö/ Þórarinn R.
Bjargaði þjófstartið
hlaupurunum frá slysi?
Þaö geta hin furöulegustu atvik komiö fyrir á íþróttamótum. í Evrópu-
keppninni í Dyflinni um helgina munaði litlu aö stórslys yröi á vellinum
en tílviljun ein kom í veg fyrir það.
Segja má aö þjófstart í 110
metra grindahlaupinu hafi bjarg-
aö hlaupurunum frá stórslysi.
Sleggjukastiö var nýhafið og
kastaöi einn sleggjukastaranna
sleggjunni inn á hlaupabrautina í
veg fyrir grindahlauparana.
I sömu andrá sem sleggjukast-
arinn sneri sér í búri sínu reið rás-
merkiö af, en einn hlauparanna
brá of skjótt viö og voru hlaupar-
arnir kallaöir til baka. Aöeins ör-
fáum sekúndum eftir byssuhvellinn
lenti sleggjan inn á brautinni miöja
vegu í mark, og er Ijóst aö ef ekki
heföi komiö til þjófstart heföi ein-
hver hlauparinn orðiö fyrir sleggj-
unni, jafnvel fleiri en einn.
Og keppendur og starfsmenn í
langstökki kvenna áttu fótum fjör
aö launa þegar sleggjan skoppaöi
eftir brautinni í átt aö lang-
stökkssvæöinu. Þaö lá svo sann-
arlega viö stórslysi í upphafi seinni
keppnisdagsins, en sem betur fer
sakaöi engan.
Stórveldin á
Ítalíu töpuðu
RISARNIR í ítölsku knattspyrn-
unni, Juventus, töpuöu sínum
Tvö heims-
met í sundi
NÝTT heimsmet var sett á
Evrópusundmótinu sem fram fer
í Róm um þessar mundir.
Kvennaboössundveit frá
A-Þýskalandi setti fyrsta heims-
metiö í 4x200 metra skriösundi,
en það hefur aldrei verið skráö
heimsmet í þeirri grein áöur, en
Alþjóða sundsambandið setti
tímann 8:07,43 sem heimsmet, en
þær þýsku gerðu enn betur og
syntu vegalengdina á 8:02,27 og
voru þannig fyrstar til aö setja
heimsmet á þessari vegalengd.
Vestur-Þjóöverjinn Michael
Gross setti á þessu sama móti nýtt
heimsmet í 200 metra skriösundi
þegar hann synti vegalengdina á
1:47,87 mínútum, en eldra metiö
átti hann sjálfur og var þaö 1:48,28
sett fyrr í sumar.
fyrsta leik í bikarkeppninni þar í
landi um helgina fyrir Perugia
sem leikur í annarri deild. Úrslit
leiksins urðu 1—0 og þaö heyrö-
ist hátt í áhorfendum þegar snill-
ingarnir Platini og Rossi gengu af
leikvelli að leik loknum.
Inter Milano tapaöi einnig fyrir
annarar deildar liöi Cesena, 1—0,
og Lazio meö þá Batista og Laud-
rup geröi markalaust jafntefli gegn
Catanzaro sem leikur í annarri
deild. Stjörnurnar Zico og Cerezo
voru kosnir bestu leikmenn í fyrstu
umferöinni en Udienese geröi jafn-
tefli viö Bologna og skoraöi Zico
jöfnunarmarkið. Cerezo var maö-
urinn á bak viö 3—1-sigur Roma á
Rimini, sem leikur í 2. deild, þrátt
fyrir aö hann næöi ekki aö skora
mark. Falcao lék ekki meö Roma
en hann á viö smávægileg meiðsl
aö stríöa. Austurríski markaskor-
arinn Walter Schachner skoraöi
fjögur mörk í 5—0-sigri Torino
gegn Vicenza og var besti maður-
inn á vellinum.
Bogdan kom til landsins i gær:
„Slæmt að Alfreö skuli vera
kominn til V-Þýskalands“
— ÞÚ SEGIR mér aldeildis
fréttir. Er Alfreð Gíslason kominn
til V-Þýskalands? Það þykir mér
slæmt aö heyra. Hann er mikil-
vægur hlekkur hjá mér í æfingum
landsliðsins. Þorbergur Aöal-
steinsson úti í Vestmannaeyjum
og Alfreð í Þýskalandi. Þaö er
slæmt. Ég átti alls ekki von á því
aö Alfreö færi út, sagði Bogdan
landsliösþjálfari er blaöamaöur
Mbl. ræddi við hann um undir-
búning landsliðsins og sagði
honum frá því aö Alfreö Gíslason
heföi gerst leikmaður meö Essen
í V-Þýskalandi.
— Ég mun leggja á þaö áherslu
aö landsllöiö hefji æfingar sínar
sem fyrst. Ég geri ráö fyrir því aö
landsliöshópurinn muni æfa reglu-
lega saman alltaf einu sinni í viku, í
allan vetur, en síðan mun liöiö
veröa saman í nokkra daga fyrir
landsleiki, sagöi Bogdan landsliös-
þjálfari í handknattleik, en hann
kom til landsins í gær.
Bogdan sagöi aö þaö heföi
dregist nokkuö heima fyrir aö fá
I fararleyfi og heföi það stafaö af því
I aö bréf sem koma átti frá HSÍ til
pólska handknattleikssambands-
ins 10. júní, kom ekki fyrr en 8. júli.
Bogdan kom einn til landsins í gær
en sagöi að kona sín og börn
kæmu eftir einn mánuö. Bogdan
hefur veriö ráöinn landsliösþjálfari
til tveggja ára og fær þaö verkefni
aö reyna að koma landsliöinu í
A-heimsmeistarakeppnina í Sviss
áriö 1985. En á næasta ári veröur
B-keppnin í Noregi. Að sögn
Bogdans þá hefur hann áhuga á
því aö kalla saman tuttugu manna
hóp til æfinga en sagöi aö þaö yröi
ákvöröun HSÍ hverstu stór hópur-
inn yrði.
Hann myndi ræöa viö leikmenn
og þjálfara 1. deildar liöanna og í
samvinnu viö þá leggja drög aö
löngum undirbúningi.
— Ég á mikið og erfitt verkefni
fyrir höndum, sagði Bogdan, og
þaö tekst ekki nema meö sam-
stilltu átaki aö koma landsliðinu
langt.
— ÞR
A-Þjóðverjar sigursælir
GÓÐUR árangur náðist á Evrópu-
leikunum í frjálsíþróttum í Lond-
on, en þar kepptu þær þjóöir sem
rétt höfðu til aö keppa í A-riðli.
A-Þjóöverjar sigruðu bæöi í
karla- og kvennaflokki og Sovét-
ríkin uröu í ööru sæti í báöum
flokkunum.
í karlaflokki sigruöu Þjóöverjar
meö 117 stigum, en Sovétmenn
fengu 106, V-Þjóöverjar komu
næstir meö 102 stig og Bretar
fengu 93,5 stig í fjóröa sæti. í
fimmta sæti lenti Pólland með 91,5
stig, ítalía haföi 80,5, Frakkland
varö í sjöunda sæti, hlaut 69 stig
og Ungverjar ráku lestina með
59,5 stigum.
A-þýsku stúlkurnar sigruöu meö
nokkrum yfirburöum, en þær hlutu
alls 107 stig, en Sovétmenn voru í
ööru sæti meö 77 stig, eöa jafn-
mörg og Tékkar, en þeir fengu
ekki eins mörg gullverölaun, þann-
ig aö Bretar lendu í fjóröa sæti.
Búlgaría kom næst á eftir meö 58
stig, þá V-Þýskaland meö 57, Pól-
land meö 42 og loks Ungverjaland
meö 37 stig.
í Prag var keppt í B-riöli og þar
sigruöu Tékkar í karlaflokki meö
108 stigum. Aörir uröu Spánverjar
meö 107,3 stig og Finnar höfnuöu
í þriöja sæti, hlutu 103,5 stig. f
kvennaflokki sigruöu ítölsku stúlk-
urnar meö 90,2 stigum, þær rúm-
ensku uröu númer tvö meö 82 stig
og Frakkland hafnaði í þriöja sæti
meö sama stigafjölda, sigraöi aö-
eins í einni grein en rúmensku
stúlkurnar i þremur, þannig aö
þær hlutu annaö sætiö.
• íslandsmeistarar Víkings í „old boys“-knattspyrnu eftir aö þeir höföu lagt Valsara aö velli í
úrslitaleik. Aftari röö frá vinstri: Guömundur Símonarson liösstjóri, Guömundur Kristinsson,
Ásgeir Kaaber, Ólafur Friöriksson, Árni Indriöason, örn Guömundsson, Kári Kaaber, Bjarni
Gunnarsson, Páll Björgvinsson og Sveinn G. Jónsson, formaöur Víkings. Fremri röö frá vinstri:
Björn Friðþjófsson, Jón Ólafsson, Sturla Þorsteinsson, Diörik Ólafsson, Gunnar Gunnarsson,
Jóhannes Tryggvason og Ágúst Ingi Jónsson. Morgunblaöiö/ SUS
Víkingar íslandsmeistarar
VÍKINGAR urðu um helgina Is-
landsmeistarar í knattspyrnu öld-
unga eöa í eldri flokki, þegar þeir
sigröu Valsmenn í hörku
skemmtilegum leik meö tveimur
mörkum gegn engu. Valsmenn
sóttu mun meira í leiknum en
Víkingarnir sáu um aó skora
mörkin, bæöi í tyrri hálfleik.
Strax á fyrstu mínútum leiksins
átti Hemmi Gunn glæsilegan skalla
aö marki Víkings eftir fyrirgjöf frá
Matthíasi Hallgrímssyni. Boltinn
kom fastur og lár fyrir markiö þar
sem Hemmi skutlaöi sér á boltann
og skallaöi í jöröina og uppundir
slána en þaðan hrökk hann út.
Þaö var Kári Kaaber sem skor-
aöi fyrra markiö í leiknum úr víta-
spyrnu eftir aö brotið haföi veriö á
Bjarna Gunnarssyni og rétt fyrir
hálfleik bætti Páll Björgvinsson
ööru marki viö. Ágúst Ingi Jónsson
átti þá góða sendingu langt fram á
Pál sem tók hann niður og skaut
góöu skoti sem Siguröur Dagsson
réöi ekkert viö og staðan því 2—0
í leikhléi.
Síöari hálfleikurinn var mun
jafnari en Valsmenn sóttu mun
meira í þeim fyrri. Valsmenn áttu
hættulegri sóknir en Diörik stóö í
marki Víkings og sýndi hann aö
lengi lifir i gömlum glæöum. Hann
bjargaöi einu sinni alveg hreint
ótrúlega uppi í vinklinum skoti frá
Matta. Markvarsla á heimsmæli-
kvaröa þar og mega Víkingar
þakka honum aö þeir fengu ekki
mark á siq.
— SUS