Morgunblaðið - 23.08.1983, Side 20

Morgunblaðið - 23.08.1983, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1983 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Maraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 230 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 18 kr. eintakið. Misskilið forystu- hlutverk í friðarmálum Fyrir rúmum tveimur ár- um kom fram sú hug- mynd í Tímanum hjá Þórarni Þórarinssyni, helsta utan- ríkismálafræðingi Fram- sóknarflokksins, að nú væri að því stefnt á Vesturlöndum að flytja kjarnorkueldflaugar á haf út og notaði Þórarinn þessa staðhæfingu til að rök- styðja hugmynd sem hann hreyfði 1978 um að íslend- ingar ættu „frumkvæði að því að draga úr vígbúnaðar- kapphlaupi og stríðshættu á Norður-Atlantshafi". Þróað- ist þetta þannig hjá fram- sóknarmönnum að á tímabili töldu þeir það helst stuðla að „friði“ á Norður-Atlantshafi að íslendingar boðuðu hingað á ráðstefnu fulltrúa kjarn- orkuveldanna og strandríkja Norður-Atlantshafs til að ræða málið. Því er þetta rifj- að upp hér og nú, að á sunnu- daginn endurtekur utanríkis- og öryggismálafræðingur Framsóknarflokksins, Þórar- inn Þórarinsson, greinar sín- ar um þetta efni bæði frá 1978 og 1981 og gefur til kynna að það sé meira en tímabært að gera eitthvað meira í málinu. Athyglisvert er að Þórar- inn Þórarinsson telur þá fyrst nauðsynlegt að hefja umræður um kjarnorkufrið- lýsingu Norður-Atlantshafs þegar hann þykist sjá fram á að vestræn ríki með Banda- ríkin í broddi fylkingar ætli að koma sér upp svipuðum vopnabúnaði þar, þ.e. stýri- flaugum, hugsanlega með kjarnaoddum, og Sovétmenn hafa haft um árabil. Banda- rísku stýriflaugarnar eru ekki komnar út á Atlantshaf og óvíst um framtíð þeirra. Þórarinn Þórarinsson var einnig áhyggjufullur út af ákvörðun NATO um nýjar meðaldrægar kjarnorkueld- flaugar í Evrópu — engum dettur í hug að koma þeim fyrir um borð í skipum á hafi úti. Þeirri hugmynd var endanlega hafnað með NATO-ákvörðun í desember 1979. Þórarinn Þórarinsson hefur áhyggjur af því að svonefndri MX-eldflaug Bandaríkjamanna verði kom- ið fyrir í hafinu, það stendur ekki til. Og staðreynd er að eldflaugarnar um borð í kaf- bátum risaveldanna eru orðnar svo langdrægar að þeir þurfa ekki að sigla inn á Norður-Atlantshaf til að skjóta þeim á fyrirfram ákveðin skotmörk. Þróunin sýnist sem betur fer vera í þá átt að kjarn- orkuvopnum ætti fremur að fækka í nágrenni íslands en fjölga miðað við tækniþróun- ina. Að minnsta kosti ætti vígdrekum bandalagslanda okkar sem flytja kjarnorku- vopn að fækka, en Þórarinn Þórarinsson beinir einkum spjótum sínum gegn hinum vestrænu vopnum eins og sjá má, enda hafa þessar hug- leiðingar hans jafnan vakið töluverða ánægju meðal al- þýðubandalagsmanna. Ólafur Jóhannesson gerði hins vegar lítið með þær á meðan hann var utanríkisráðherra og enn minni ástæða er til að taka bakföll vegna þeirra nú. Það er misskilið forystu- hlutverk íslendinga í frið- armálum að taka sig til og krefjast einhliða afvopnunar Vesturlanda hvort heldur er á hafinu eða annars staðar. Staðreynd er að eini flotinn með stýriflaugar hlaðnar kjarnorkusprengjum á Norð- ur-Atlantshafi er sovéski flotinn. Gegn þeirri vá þarf að verjast um leið og Sov- étmenn eru knúðir til að hverfa á brott með þessi skip sín — til þess þarf enga fjöl- þjóðaráðstefnu. íslendingar gegna best forystuhlutverki í friðarmálum á Norður-At- lantshafi með því að standa vörð um sjálfstæði sitt og frelsi. Ábyrgð þjóðarinnar er mikil í þessum efnum, þótt vopnlaus sé. Ósamið um ál Samningar tókust ekki í ál- málinu á fundunum í Lon- don fyrir helgi. Eins og les- endur Morgunblaðsins hafa séð var Sverrir Hermanns- son, iðnaðarráðherra, mun svartsýnni í yfirlýsingum sínum á föstudagskvöldið um árangur á fundinum í London en Jóhannes Nordal, formað- ur íslensku viðræðunefndar- innar, í lok viðræðnanna á laugardag. Aðilar eru greini- lega staðráðnir í að láta samningaþráðinn ekki slitna eins og gerðist í ráðherratíð Hjörleifs Guttormssonar og bauð hann þó Alusuisse að orkuverðið til álversins þyrfti ekki að hækka nema í 9,5 mills, en í þeirri tölu hanga Svisslendingarnir enn. Kristinn Sigmundsson söng fyrir fullu húsi á sínum fyrstu sjálfstæðu tónleikum í GerAubergi á sunnudagskvöld. Reykjavíkurvikan mjög vel heppnuð „Reykjavíkurvikan hefur tekist vel,“ sagði Markús Örn Antonsson framkvæmdastjóri Reykjavíkurviku í samtali við Mbl. í gær. ,,Ef litið er yfir heildina þá hefur hún verið vel sótt og gengið að óskum. A afmælis- daginn sjálfan ríkti mikil stemmning, miðbærinn var blómum skreyttur og allir virtust í hátíðarskapi. Margir hafa komið því nærri að undirbúa og framkvæma þessa hátíð og er það þakkar vert.“ Borgarbókasafnið tókan mikinn þátt í Reykjvíkurvikunni, og lét forstöðumaður safnsins, Elva Björk Gunnarsdóttir, vel af undir- tektunum. „Við stefnum að því að gera safnkynningar að föstum þætti í starfsemi safnsins fram- vegis," sagði Elva. „Á Reykjavík- urviku vorum við með kynningar í aðalsafni og í tveim útibúum. Þá settum við upp fallegt barna- og unglingabókasafn á Kjarvalsstöð- um, höfðum þar mikið að erlend- um blöðum og bókum. í tilvonandi safni okkar í Gerðubergi vorum við með barnasafn. I báðum þess- um söfnum vorum við með sögu- stund fyrir börnin sem varð svo vinsæl að við höfðum þær á hverj- um degi Reykjavíkurvikunnar. Það var ánægjulegt að sjá hversu mörg börn sýndu þessu áhuga, og undirstrikaði aðsóknin i Gerðu- bergi hvað þörfin er mikil fyrir að safnið í Breiðholti verði opnað sem fyrst. „Reykjavík fyrr og nú“ hét dagskrá á okkar vegum. Ég valdi efni en Helga Bachman leikstýrði flutningnum. Þessi dagskrá var flutt bæði á Kjarvalsstöðum og í Gerðubergi og tókst mjög vel, og vonum við jafnvel að hún verði tekin til flutnings í útvarpinu. Nú í safnkynningunni vöktum við at- hygli á þeim vísi sem við höfum að tónlistardeild í Bústaðarsafni, og þætti innan safnsins sem við köll- um borgarmál. Með honum reyn- um við að nota bókasafnið sem tengilið fyrir fólk við opinberar stofnanir og borgarmál, koma á upplýsingastreymi og hafa til taks bæklinga, fundagerðabækur og annað sem að gagni mætti koma. Við stefnum á það að gera al- menningsbókasafnið að nútíma- fyrirbæri. Höldum í það gamla góða um leið og við færum inn það nýja.“ Umferðarnefnd Reykjavíkur hélt opinn fund á Kjarvalsstöðum á sunnudag. „Þetta heppnaðist prýðisvel," sagði Guttormur Þormar, formaður nefndarinnar. „Að vísu var ekki fjölmennt en það var góðmennt og sköpuðust miklar umræður. Af áheyrendum tóku fjórtán til máls. Við fórum ekki yfir mjög mikið en gáfum umræð- um þess meiri tima. Ég gaf stutt yfirlit um hvaða ráðum hægt er að beita til hraðatakmarkana í þétt- býli. Það var rætt um þær ráðstaf- anir sem gerðar hafa verið í Vest- urbænum, hámarkshraði er nú á flestum götum þar 30 kílómetrar, og hafa verið sett upp hámarks- hraðaskilti. Það er stundum ekki nóg, sérstaklega ekki á löngum götum og hafa þá verið notuð ráð eins og upphækkanir eða mjókk- anir. Nú, aðaltilgangur slíkra hraðtálma er að erfitt sé að kom- ast í gegnum þá á miklum hraða en gangi greitt ef keyrt er hægt. Ein tillaga var samþykkt á fund- inum, um hraðatálma við skólana í Seljahverfi. Nú er verið að vinna að fjölda slíkra tálma við gang- brautir að skólum og víðar og er stefnt að því að klára þær fram- kvæmdir áður en skólar hefjast." Það sem einna mesta athygli og hrifningu vakti á Reykjvaíkurvik- unni voru tónleikar Kristins Sig- mundssonar í Gerðubergi á sunnudag, og voru þeir endurtekn- ir í gærkvöldi vegna gífurlegrar aðsóknar. „Þetta voru mínir fyrstu sjálf- stæðu tónleikar," sagði Kristinn er Mbl. hafði samband við hann rétt fyrir seinni hljómleikana í gær. „Tókust þeir mjög vel, troð- fullt var út að dyrum og jafnvel setið fram á gangi og hlustað, og þetta voru góðir áheyrendur. Lög- in sem ég söng voru samtfningur, fyrri hlutann söng ég meðal ann- ars íslensk þjóðlög, en seinni hlut- inn var eingöngu klassísk verk.“ Kristinn er 32 ára gamall, og er tiltölulega nýbyrjaður í söngnámi, en hann lauk fyrst líffræðiprófi frá Háskóla fslands og kenndi um tíma. Þá var hann í Söngskólanum í tvö ár og hefur nú verið eitt ár við nám í Vín. Hér heima hefur hann sungið einsöng með kórum og tekið þátt í Sígaunabaróninum og Silkitrommunni. Hann fer fljótlega utan og mun hann syngja aðalhlutverkið í óperunni Don Giovanni í sýningu á vegum skól- ans í Vín, sem frumsýnd verður í október. Börnin létu sig ekki vanta á sögustundir Borgarbókasafnsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.