Morgunblaðið - 24.08.1983, Side 3

Morgunblaðið - 24.08.1983, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1983 3 Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, leikkona, er útvarpsstjóri á iðnsýningunni í Laugardalshöll. Útvarp Laugardalshöll: Auglýst eftir týndum foreldrum ÞEGAR 120 fyrirtæki sýna undir sama þaki þarf ekki að spyrja að því: það er alltaf eitthvað um að vera. Þegar ofaná bætast tískusýningar og önnur skemmtiatriði þurfa menn að skipuleggja tímann vel til að missa ekki af neinu. Þá kemur sér vel að útvarp er á svæðinu, sem flytur til- kynningar um það helsta sem er upp á teningnum hverju sinni. Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, leikkona, er útvarpsstjóri á iðnsýn- ingunni í Laugardalshðll. Lilja Guðrún situr ýmist í stjórnstöð sinni bakatil í Höllinni eða gengur um sýningarsvæðið með þráðlaus- an sendi, spjallar við fólk eða „lýs- ir beint“ því sem er á döfinni í hverjum bás fyrir sig. „Þetta er nauðsynleg þjónusta," segir Lilja Guðrún, þegar við heimsóttum hana á útvarpið, „fyrir utan að senda út tilkynn- ingar og auglýsingar flytjum við tónlist og stjórnum „barnaleitum". Það er nefnilga töluvert um það að börn verða viðskila við foreldra sína í margmenninu og þá er aug- lýst eftir týndum börnum, mömm- um og pöbbum. Ég hef gaman af því að vera útvarpsstjóri í Höll- inni, starfið felst fyrst og fremst í skipulagningu, raða auglýsingum og tilkynningum niður á ákveðinn tíma svo þetta lendi ekki allt í einni bendu." Úthafsrækjuyeiðin í júlf: Um 115% meiri en á sama tíma síðasta ár VEIÐAK á úthafsrækju hafa aukizt verulega í ár samanborið við síöasta ár. í júlímánuði síöastliðnum veiddust 1.858 lestir af úthafsrækju en í sama mánuði í fyrra alls 864 lestir. Aukn- ingin nemur því um 1.000 lestum eða um 115%. Þá hafa í ár verið gefin út rúmlega helmingi fleiri leyfi til veiða á úthafsrækju en í fyrra eða 81 nú á móti 38 í fyrra. Hvað varðar veiðar á innfjarða- rækju, eru þær háðar ákveðnum kvóta hvert veiðitímabil og hefur ekki orðið um teljandi breytingar þar á, en veiðitímabilið stendur að jafnaði frá hausti og fram á vor með mánaðar jólafríi. Að sögn Þórðar Eyþórssonar, deildarstjóra í sjávarútvegsráðuneytinu, hafa út- hafsveiðarnar líklega aldrei gengið eins vel og nú. Ný mið hafa fundizt víða út af Austfjörðum og hafa rannsóknaskipin Bjarni Sæmunds- son og Dröfn auk Votabergsins frá Eskifirði stundað rannsóknir þar. Fékk Votabergið meðal annars 12 lestir í fyrsta túr, en þeir leituðu á um 100 mílna svæði sunnan Lang- aness og urðu alls staðar varir við rækju. Bjarni fór austur á Færeyja- hrygginn og varð var við rækju þar og einnig varð rækju vart í Lóns- dýpi og Berufjarðaráli. Nánast ekkert hefur verið um veiði á Dornbanka en góð veiði hef- ur verið í Norður-kantinum, í Eyja- fjarðaráli, við Grímsey, Kolbeinsey og á Skagagrunni. Þá hafa veiðar gengið vel við Eldey en þar var kvótinn aukinn úr 800 lestum í 1.000 og stunda 10 bátar veiðar þar og leggja upp á þremur stöðum á Suð- urnesjum. Enginn aflakvóti er á öðrum úthafsveiðum. Skip af öllum gerðum og stærðum stunda þessar veiðar, allt frá smáum bátum og upp í skip, sem frysta aflann um borð. Ekki er hægt að segja til með nákvæmni hve margir nýta leyfin, en það mun vera mikill meirihluti þeirra, sem leyfi hafa fengið. Félagsmenn hafa síðasta orðið — segir Halldór Björnsson varaform. Dagsbrúnar „ÞAÐ KEMUR til kasta þeirra sem kusu okkur á sínum tíma, sem eru félagsmenn Dagsbrúnar, eða kusu okkur ekki, því það kom ekki fram neitt mótframboð síðast, að segja sitt síðasta orð í þessu máli. Ég eins og aðrir verð að sætta mig við það hvað þar kemur fram og í sjálfu sér er ég ekkert að neita að sætta mig við það, sem meirihluti stjórnar ákvað, hún hefur umboð til að ráða starfsmenn samkvæmt lögunum, en það má áfrýja hlutunum," sagði Halldór Björnsson, varaformaður Dagsbrúnar, um þá ákvörðun stjórn- ar Dagsbrúnar að ráða Þröst Olafs- son til íelagsins, en Halldói varð í minnihluta þegar ráðning Þrastar var til umræðu í stjórninni. „Maðurinn er ráðinn með vald yfir allt og öllu, eða ég fæ ekki betur séð,“ sagði Halldór, er hann var spurður um þau ummæli sín, að Þröstur væri ráðin með vald yfir kjörnum starfsmönnum félagsins. „Það verður svo að koma í ljós hvernig menn halda á sínum mál- um,“ sagði Halldór. Halldór sagði aðspurður um fyrir- ætlanir sínar, ekkert vilja um þær segja að svo stöddu. * Utvarpsráð mælir með Atla Steinarssyni: Fréttastofan ósk- ar eftir að hætt sé við ráðninguna ATLI Stcinarsson hlaut atkvæði 5 útvarpsráösmanna á fundi ráðsins í gær, en þá var tekin fyrir ráðning afleysingamanns á fréttastofu Hljóð- varps fram til áramóta. Trausti Ólafsson hlaut 1 atkvæði og um- sækjandi sem óskaði nafnleyndar 1 atkvæði. í bréfi frá fréttastofu Hljóð- varps, sem lagt var fram á fundin- um, var, að sögn Markúsar Arnar Antonssonar, útvarpsráðsmanns, þess óskað að hætt yrði við að ráða í stöðuna, þar sem liðið væri á þann tíma, sem ráðningin ætti að gilda, en ráðningartíminn átti að hefjast 1. júlí. Útvarpið var bú- ið að tilkynna umsækjendum að ekki yrði ráðið í stöðuna fyrr en um miðjan ágúst. Sagði Markús að það hefði kom- ið fram á fundinum að hálfgert hernaðarástand hefði ríkt á Hljóðvarpinu undanfarnar vikur, sökum þess að það hefði komið fram hjá Útvarpsstjóra, að ef Útvarpsráð mælti enn einu sinni með ráðningu Atla Steinarssonar í stöðu fréttamanns á Hljóðvarp- inu, þá myndi hann ráða Atla í hana. Atli hefur áður sótt um stöðu á fréttastofu Hljóðvarps og þrátt fyrir að meirihluti Út- varpsráðs hafi mælt með honum, hefur hann ekki verið ráðinn. „Það kom fram hjá mér og fleir- um á fundinum, að það væri al- gerlega forkastanlegt, að frétta- stofa Hljóðvarps ætlaði að ráða alfarið sjálf, hverjir væru taldir hæfir til vinnu þar og misbjóða og hafa í hótunum við Utvarpsráð og útvarpsstjóra í því efni,“ sagði Markús Örn. Sagði Markús að síðan væri fréttastofan með áætlanir um að kalla inn fyrrverandi fréttamenn á útvarpinu til að bjarga því í horn að ekki þyrfti að ráða nýjan mann á fréttastofuna til áramóta. INNLENT Afar dauft í Laxá í Aðaldal Veiðin hefur verið afar léleg í Laxá í Aðaldal í allt sumar og alveg sér í lagi síðustu vikurnar, en að sögn viðmælenda Mbl. í veiðihúsinu að Vökuholti í gær, hafa aðeins veiðst að meðaltali 3 til 4 laxar á dag síðasta hálfa mánuðinn. í gærmorgun komu 3 laxar á land og voru þá komnir 788 laxar á land af svæði Laxár- félagsins. Best sést hversu léleg veiðin er, þegar athugað er að afli þessi hefur veiðst á 12 stang- ir sem flengja Laxá daglangt. Þá er laxinn með smæsta móti, sá stærsti 21 pund og þar fyrir utan sáralítið af vænum löxum. Er af sem áður var og margar ár stæra sig af því nú að vera meiri stórlaxaár en gamla drottningin Laxá. Akureyrarblaðið Islendingur greindi frá því fyrir skömmu, að tugir tonna af grjóti hefðu fallið úr klettum ofan í Æðarfossa fyrir nokkrum dögum og væri svipur þeirra stórbreyttur eftir. Hafði blaðið eftir Vigfúsi Jóns- syni á Laxamýri, að mildi hefði verið að engin slys hefðu verið á fólki þar sem fólk hefði verið þar við veiðar daginn áður og náð fimm löxum. Þar sem grjótið féll í fossinn var mikill veiðistaður, en reynslan hefur enn ekki skor- ið úr um framtíð hans sem slíks. Blanda enn léleg en Svartá glæðist Það er gjarnan talað um Blöndu og Svartá í sömu and- ránni. Blanda hefur verið afar slök í sumar miðað við það sem hún best getur verið, en að sögn veiðieftirlitsmanns í sýslunni er erfitt að henda reiður á ná- kvæmri aflatölu, því fleiri aðili en einn hefur ána á leigu og hver skráir sinn afla á kort sem skil- ast misjafnlega vel. Taldi hann þó um 500 laxa vera komna á land. Svartá hefur hins vegar tekið góðan fjörkipp, til dæmis veiddi síðasta „holl“ 22 laxa á 3 dögum, en veitt er á 3 stangir. Þá gerðist það í fyrsta skiptið í Svartá í 2 ár, að veiðimaður fyllti kvótann, veiddi 8 laxa á einum degi. í gær voru 113 laxar komnir á land. þar af 50 stykki síðan 16. ágúst. Er þetta prýðileg veiði miðað við hversu illa byrjaði og laxinn gekk seint. Laxinn er allvænn og fjórir 16 punda laxar hafa komið á land. Merkislax í Runka Eins og greint er frá á baksíðu blaðsins, veiddist merkilegur lax í Laxá á Ásum þann 20. ágúst. Laxinn, 3 punda hæng, veiddi Eyþór Sigmundsson, mögnuð veiðikló, í veiðistað sem Runki heitir. Er sá veiðistaður frekar ofarlega í ánni. Laxinn hafði fyrr um sumarið verið að flækj- ast í Blöndu, um það bar merki á honum vitni. Þannig er nefnilega mál vexti, að Þórólfur Antons- son hefur í sumar verið að merkja laxa í Blöndu. Hefur hann náð þeim í gildru við laxa- stigann og þannig merkt yfir 400 laxa og mikið af bleikju. 2. ágúst merkti hann laxinn sem Eyþór veiddi í Runka. Það er ekki eins- dæmi að laxar flækist milli áa á veiðitímabili, en telst þó til und- antekninga og flækingur litla hængsins merkilegur á ekki lengri tíma. Litlu árnar Veiðieftirlitsmaður Húna- vatnssýslu gaf Mbl. upp ýmsar tölur um laxveiði í gær, til dæm- is frá Hallá. Úr henni voru komnir 94 laxar í gær, all miklu betri veiði en á sama tíma í fyrra. Þó hefur veiðin dregist nokkuð saman, en það mun ekki síst vera af samgönguástæðum, þar sem laxinn liggur nú mest ofarlega í ánni. Þangað er ekki fært nema jeppum og gönguferð- ir langar. í Laxá fremri, efri hluta Laxár á Ásum, hafa veiðst 38 laxar og hefur verið treg laxveiði að und- anförnu. Silungsveiðin er hins vegar að venju mjög góð. Laxá ytri, í Refasveit, hefur gefið 45—50 laxa á tvær stangir. Oft er hún illa nýtt, þ.e.a.s. leiguhafar sleppa því alloft að nýta veiðidaga sína. Meiri ástundun myndi því væntanlega gefa meiri afla. Þá má geta þess, að 39 laxar hafa veiðst á silungasvæðunum í Vatnsdalsá í sumar, þar á meðal einn 19 punda. Silungsveiðin hefur ekki brugðist. Lélegt við Svarthöfða Mbl. rabbaði við veiðimann nýkominn frá Svarthöfða í Borgarfirði, vatnamót Hvítár, Flóku og Reykju. „Það var mjög dauft, við vorum í 3 daga og misstum einn lax, en það telst varla í frásögur færandi," sagði hann og bætti við að enginn lax hefði veiðst í 6 daga og lítið virt- ist vera af laxi á svæðinu, að minnsta kosti liti svo út. 61 lax var kominn á land og meðal- þunginn ekki hár. Er það mjög lélegt á þessum annars ágæta veiðistað.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.