Morgunblaðið - 24.08.1983, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 24.08.1983, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1983 15 Hermann Þorstcinsson un velupplýstra fréttamanna, sem láta sér ekki nægja að vera matað- ir á sléttorðum fréttatilkynning- um okkar kirkjunnar manna. („Sá sem eyru hefir hann heyri.“) Á fyrrnefndum fréttamanna- fundi gat ég þess einnig að ég væri enn sem ölvaður af þeim sterku áhrifum, sem ég varð fyrir á þessu 18 daga heimsþingi Alkirkjuráðs- ins, þar sem saman voru komnir um 3500 allra þjóða menn frá rúmlega 300 deildum kristinnar kirkju. Ég held ég sé nú orðin nægilega gáður til að geta orðið við tilmælum Mbl. um frásögn í tilefni af þessu magnaða kirkju- þingi. En sú frásögn er ekki vandalaus, því margs er að gæta og „aðgát skal höfð... “ Meiði ég einhvern bróður eða systur í eða utan kirkjunnar með skrifum mínum, þá vísa ég til orðanna í Orðsk. 27:6 „Kirkjan er oss kristnum móðir“. Hver heilbrigð manneskja hlýtur að elska móður sína, vilja veg hennar sem mestan og hag sem bestan, ber umhyggju fyrir henni og tjáir henni ást sína á margvíslegan hátt — með gleði. Það sem ég skrifa bið ég menn lesa með þetta í huga. Ég ann kirkju minni, er ekki sama um hana. Hún hefur fært mér það besta sem ég á. Börn sömu móður eru einatt ósammála um, hvað henni sé fyrir bestu. Það verður svo að vera. — Frændur okkar Danir geta verið glettnir eins og kunnugt er. Einhver þeirra hefur sagt: „Hvis du er i tvivl, sá sig bara sandheden." Það er ekki svo „galt“, svo ég held að í vafa mínum nú fari ég bara eftir þessari vina- legu bendingu, jafnvel þótt ein- hver kunni að spyrja síðar (eins og áður hefur verið spurt: „Hvað er sannleikur?" Væntanlegir pistlar mínir, sem óhjákvæmilega verða í miklum flýti skrifaðir, vegna margra skylduverka sem bíða eftir þriggja vikna Vancouver-ferð, verða auð- vitað aðeins leikmannsþankar, hvorki guðfræði, kristnisaga né bókmenntir, heldur tjáning venju- legs manns, sem sleginn er ótta vegna þeirrar vonlausu stöðu, sem kynslóð okkar er búin að koma Móður Jörð í. En í hinni vonlausu stöðu sjáum við kristnir menn samt von. Sú von er fólgin í nafn- inu Jesús, ljósi og lífi heimsins. Þessu trúi ég og þess vegna tala ég — og get ekki annað. Þetta sama hefur eitt af sálmaskáldum okkar (H.H.) meitlað meistaralega þann- •g: Jesú nafn er náðar lind, dýrðlegs frelsis fyrirboði, friðardagsins morgun-roði, læknisdómur dýr við synd, styrkur veikum, stoð í þrautum, stjarna vonar hjórtum blíð, himneskt ljós á harma brautum, heilsa og líf á dauðatíð. Frásögn mín í tilefni af nýaf- stöðnu heimsþingi Alkirkjuráð- sins mun birtast í nokkrum köfl- um undir samheitinu Gjörvöll Kristí kirkja kveður oss með sér. 1. hluti Alkirkjulegt uppeldi í ev- angelísk-lútherskri þjóðkirkju. 2. hluti Oikoumene. World Council of Churches. Alkirkjuráðið. 3. hluti Er Alkirkjuráðið bláeygt? 4. hluti ??? Hermann Þorsleinsson er fram- kræmdastjórí lífeyríssjóðs SÍS, framkvæmdastjóri Hins ísl. biblíu- félags, sóknarnefndarformaður Hallgrímssafnaðar í Reykjavík, formaður byggingarnefndar Hall- grímskirkju á Skólarörðuhæð og Kirkjuþingsmaður um árabil. Húsavík: Afli undir meðallagi Ifúsavík 22. ágúst. MUNNMÆLI herma að áður fyrr hafi ekki þýtt að róa til fiskjar frá Húsavík fyrr en allur snjór væri horf- inn úr Dagmálalág í liúsavíkurfjalli. í ár hvarf hann ekki fyrr en síðastliðinn Tóstudag, svo lengi hefur mátt bíða eftir gömlu kenningunni. En það eru meira en 10 ár síðan snjórinn þar hef- ur horfið jafnseint og nú. Þetta eru afleiðingar þess, að „vorið kom ekki“ og sumarið hefur ekki verið hlýtt, þó það hafi verið betra og úrkomuminna en sunnan- lands. Nú er róið héðan allt árið og ekkert farið eftir snjónum, en afli þetta árið er undir meðallagi. Fyrstu sjö mánuðina tók frystihús- ið á móti tæpum 6.000 lestum en á sama tíma í fyrra rúmum 7.000 lestum. — Fréttaritari. Bruni í Hafn- arfirði TILKYNNT var um eld í íþróttahúsi íþróttafélags Hauka í Hafnarfirði kl. 1.50 aðfaranótt sunnudagsins. Slökkviliðið í Hafnarftrði fór á staðinn og var eldur í mæni í norövesturenda hússins. Sökum staðsetningar eldsins var erfitt að komast að honum og þurfti að rjúfa gat á þak hússins. Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins og var slökkvistarfi lokið kl. 3.15. Skemmd- ir af eldi urðu ekki miklar, nema á þakinu þar sem eldurinn kom upp, en skemmdir af vatni kynnu að vera á gólfi hússins, þegar það er full- þornað. Ókunnugt er um eldsupptök. Pabbi, mamma og Siggi komust ekki öll í Tívolíferðirnar tvær Gengi 12/8 '83 FLUGLEIDIR Gott fólk hjá traustu félagi Þess vegna bætum við tveim ferðum við! Það eru greinilega margir sem eru áhugasamir um ódýru Tívoliíerðirnar í sólina og hitann i Kaupmannahöfn. Vegna mikillar þátttöku 1 íerðirnar 20. og 26. ágúst höfum við ákveðið að bœta við tveimur íerðum, 27. ágúst og 8. september. Ef þú vilt taka börnin með þér og leyía þeim að njóta œvintýra í hinu eina og sanna Tívolí, þá er tilvalið að bjóða þeim með í Kaupmannahaínarferð með Flugleiðum. 19.872 krónur fyrir pabba, mömmu og Sigga. Fargjaldið fyrir fjölskyldu með barn í 3ja daga íerð er eins og hér segir: Fyrsta fargjald 10.310 krónur, annað íargjald 6.426 krónur og þriðja fargjald (barn 2ja-l 1 ára) 3.138 krónur-samtals 19.872 krónur. Nú eru þrjár ferðir eftir: 4ra daga íerð 26. - 30. ágúst 4ra daga íerð 27.-31. ágúst 3ja daga ferð 8. - 11. september Innifalið: Innifalið í allar ferðirnar: Flug, gisting í 2ja manna herbergi, morgunverður. Flugvallaskattur og íerðir til og írá ílugvöllum ekki inniíaldar. Allar nánari upplysiiigar hjá söluskrifstoíu Flualeiða, íerðaskriístoíum og umboðsmönnum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.