Morgunblaðið - 24.08.1983, Side 20

Morgunblaðið - 24.08.1983, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1983 Öræfaganga ungmenna, á vegum Æskulýðsráðs og Drake-stofnunarinnar Áfangastað náð og allir geta kastað sér niður og hvílst eftir góða útivist. syngjandi sæll og það í fyllstu merkingu orðsins, því göngugarparnir brýndu raustina og sungu hátt, sem venja er í ferðalögum. Um alvana göngumenn er ekki að ræða, en flest hafa krakkarnir verið undirbúin fyrir ferðina. Bret- arnir sóttu námskeið áður en kom- ið var til íslands á vegum Drake stofnunarinnar, en hún hefur um áraraðir unnið dyggilegt starf í þágu unglinga sem eiga erfitt upp- dráttar. Svo er með bresku ung- mennin og eru til að mynda flest þeirra atvinnulaus og ferðin til ís- lands því kærkomið frí frá erfið- leikum heima fyrir. Ferðin er styrkt af ýmsum fyrirtækjum og einstaklingum í Bretlandi og fengu Bretarnir allan útbúnað að láni hjá Drake stofnuninni. Nokkur íslensk fyrirtæki hafa einnig lagt hönd á plóginn til handa íslensku göngu- mönnunum og kunnu þeir þessum aðilum bestu þakkir fyrir. Hópurinn lagði upp frá Hvera- völlum 16. ágúst sl., eftir að hafa stikað þaðan gönguleið að Strýtum og var fyrsti áfangi farinn að Hundavatni. Þá var gengið frá Hundavatni að Bláfellstjörn og þaðan að Arnarvatni. Frá Arnar- vatni lá leiðin að Bjarnarfossi í Norðlingafljóti og í Surtshelli, en á þriðjudagsmorgun lögðu krakkarn- ir síðan upp i lokaáfangann og gengu frá Surtshelli í Húsafell. Ferðin er farin í samráði Drake stofnunarinnar bresku og Æsku- lýðsráðs og fararstjórarnir þrír af hvoru þjóðerni, þau William Bird, sem var einn helsti hvatamaður fyrir ferðinni, Keith Noble og Sue Llewelyn ásamt Þórarni Eyfjörð, Rósu Björgu Þorsteinsdóttur og Sigtryggi Jónssyni. í „Góð ferð, enda samstilltur hópur og skemmtilegir krakkar,“ sagði Þórarinn Ey- fjörð, fararstjóri. Skemmtileg ferð sam- stillts hópsu hélt að það væri ekki hægt að finna svona stórkostlegt landsvæði, hér höfum við gengið í fleiri daga án þess að sjá eitt einasta hús,“ sagði Kevin Whittle, einn bresku ung- mennanna í Drake gönguhópnum þegar Mbl. hitti þau við komuna til Húsafells f fyrradag. Þangað kom hópurinn, sem samanstendur af 25 Bretum og íslendingum, þreyttur og ánægður, þrátt fyrir blöðrur á fótum og verki í baki, eftir sex daga göngu um hálendið. Ekki voru Morgun- blaðsmcnn þeir einu sem biðu göngu- manna í Húsafelli, kvikmyndafélagið Sýn hefur fest bróðurpart ferðarinnar á filmu. Var kvikmyndað af kappi þegar hópurinn gekk lokaspölinn „Þessi ferð hefur verið í bígerð í rúmt ár, þó hugmyndin sé miklu eldri,“ sagði William Bird, þegar hópurinn hafði sest niður og kastað mæðinni í Húsafelli. „Hugmyndin kom þegar ég deildi káetu með ís- lendingi á skólaskútu sem Drake stofnunin gerði út fyrir nokkrum árum. Síðan kom ég til íslands Tjöldin upp og svo allir í sund! Ljósm. Mbl./KÖE. Tjaldstæðið ákveðið. William Bird fararstjóri (Lv.) ásamt Paul Roberts (t.h.).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.