Morgunblaðið - 24.08.1983, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 24.08.1983, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1983 fNfaBtmlftlfifeft Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 230 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 18 kr. eintakiö. Þarft frumkvæði Ahugamenn um úrbætur í húsnæðismálum hafa tek- ið sig saman, efnt til blaða- mannafundar og kynnt sjón- armið þeirra sem eru að slig- ast undan skuldabyrði vegna húsnæðiskaupa eða bygginga og klukkan 18 í dag boða þess- ir aðilar til borgarafundar um mál húskaupenda í Sigtúni. Þetta frumkvæði er þarft og ætti í senn að stuðla að því að stjórnvöld fái nauðsynlegt að- hald og lántakendur geri sér gleggri grein fyrir réttindum sínum og skyldum. Ekki eru nema fjórir mán- uðir síðan kosið var til þings en eins og menn muna höfðu allir flokkar uppi stór áform um úrbætur í húsnæðismál- um. Fer vel á því að þessi fyrirheit séu nú rifjuð upp og metið hvernig framkvæmd þeirra miðar. Við stjórnar- skiptin voru húsnæðismálin í ólestri. Undir forsjá Svavars Gestssonar í félagsmálaráðu- neytinu var haldið þannig á málum við útdeilingu á opin- beru fé til húsnæðismála að gengið var á hlut einstaklinga. Vandi húskaupenda er þó víðtækari en svo að hann verði alfarið rakinn til starfa for- manns Alþýðubandalagsins í félagsmálaráðuneytinu. Hann stafar auðvitað samhliða af því hve illa hefur verið haldið á almennri stjórn efnahags- mála. Peningarnir sem hús- kaupendur verða að taka að láni hafa hækkað gífurlega í verði í óðaverðbólgunni. Eins og málum er nú háttað, þegar launakjör manna hafa verið skert til að rjúfa vítahring víxlhækkana, en þessi hringur hefur ekki verið rofinn í lánskjörum, myndast mis- ræmi milli tekjuöflunar og þunga afborgana og vaxta sem verður óbærilegt til lengdar. Blasir gjaldþrot við fjölda manns ef svo fer fram sem horfir. Þanþol einstaklinga er ekki óendanlegt þótt þeir séu fúsir til að axla byrðar og þær jafnvel þungar um tíma í því skyni að rétta þjóðarskútuna við. Morgunblaðið fagnar frum- kvæði áhugamanna um úrbæt- ur í húsnæðismálum. Miðað við stefnumiðin sem ríkis- stjórnarflokkarnir settu fram í kosningabaráttunni getur aukið aðhald að stjórnarflokk- unum í húsnæðismálum ekki leitt til annars en góðs fyrir einstaklinga og þjóðarheild- ina. Sigmunds- búnaðurinn Grein Sigmunds Jóhanns- sonar, teiknara, hér í blaðinu síðastliðinn fimmtu- dag um gang mála hjá Siglingamálastofnun varðandi björgunarbúnað sem Sigmund hefur fundið upp hlýtur að vekja menn enn einu sinni til umhugsunar um stirðleikann og tregðulögmálin sem alltof oft setja svip sinn á opinber afskipti. Sigmundsbúnaðurinn er neyðartæki sem Sjóslysa- nefnd, sjómannafélög og fleiri samþykktu og gerðu tillögu um að yrði lögfest með því að setja eitt tæki í hvert skip nema þar sem einn björgun- arbátur nægði ekki fyrir alla áhöfnina. Þessi búnaður getur sjósett og blásið upp gúmmíbjörgunarbát við allar aðstæður og hvort sem menn hafa tíma til að gera það með handföngum eða ekki. Fyrir rúmu ári var lögskipað að Sig- mundsbúnaðurinn yrði settur um borð í íslensk skip. Sig- mund Jóhannsson tekur sér hins vegar penna í hönd og skrifar grein í Morgunblaðið vegna þess að hann telur að Siglingamálastofnun hafi ekki staðið með viðunandi hætti að framkvæmd málsins. Morgunblaðið tekur undir þessa ádrepu Sigmunds og lýs- ir undrun sinni yfir gangi málsins síðan ákveðið var með reglugerð að björgunarbúnað- urinn sem við hann er kennd- ur yrði settur um borð í ís- lensk skip. Til að tryggja ör- yggi sjómanna eiga opinberir aðilar að sjá til þess að þeir hafi afnot af hinum bestu neyðartækjum hverju sinni, því hefur ekki verið fylgt fram í þessu tilviki. Anægjuleg Reykjavíkurvika Borgarstjórn Reykjavíkur undir framkvæmdastjórn Markúsar Arnar Antonssonar, forseta borgarstjórnar, stóð ánægjulega að því í síðustu viku að minnast 197 ára af- mælis höfuðborgarinnar. Fer vel á því að borgaryfirvöld nýti afmæli Reykjavíkur með þessum hætti til kynningar á starfsemi fyrirtækja borgar- anna og til menningarauka. Stórvirk vélskófla dregur vagn meö stálbitum yfir vatnsósa sandinn, en keyrt er eftir stikum. í fjarska sést Ingólfshöföi. Dæling að hefjast við „gullskipið“ í dag hefja gullskipsmenn dæl- ingu úr kvínni á fjörukambi Skeiðarársands, en undanfarna daga hafa þeir unniö við lokafrá- gang á þilinu umhverfis flakið í sandinum og lokaverkið var að ganga frá festingum til hliðanna þannig að engin hætta sé á að þilið falli saman þegar dælt verð- ur innan úr því. Gengið er frá þilinu á sama hátt og gert er við venjuleg bryggjuþil í höfnum landsins. Sérstakir stálvírar og járnbitar eru notaðir til þess að stífa þilið af, en festingarnar eru annars vegar í þilinu sjálfu og hins vegar í sandinum til hliðar við þilið. Unnið við lokafrágang á þilinu, en búið var að róta talsverðu af sandi innan úr þilinu um helgina með stórvirkum tækjum. Eins og myndin sýnir er komið niður f vatn innan þilsins. Þegar dæling hefst þarf að dæla vatni inn í þilið, því dælurnar þurfa vatn til þess að geta dælt sandinum og talið er að ekki muni síga inn af sjálfsdáðum nægilegt vatnsmagn til verksins. Gullskipsmennirnir brugðu sér út fyrir búðirnar þegar við heimsóttum þá eitt kvöldið fyrir skömmu og Ragnar Axelsson Ijósmyndari Mbl. tók þessa mynd.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.