Morgunblaðið - 24.08.1983, Síða 26

Morgunblaðið - 24.08.1983, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1983 íslendingar með að nýju á heimsmeistaramóti stúdenta Þessa dagana er að hefjast í Chicago í Bandaríkjunum heims- meistaramót sveita skipuðum skákmönnum 26 ára og yngri. Mót þetta nefndist áður fyrr heims- meistaramót stúdenta og tóku fs- iendingar oft þátt í því, þó nú hafi þátttaka okkar í þessari keppni fallið niður um nokkurt skeið. En nú eftir sjö ára hlé er sveit frá okkur aftur mætt til leiks og vant- ar nú engann af okkar beztu skák- mönnum í þessum aldursflokki. Sveitina skipa: 1. borð: Margeir Pétursson, al- þjóðl. meistari, 2460 Elo-stig. 2. borð: Jón L. Arnason, alþjóðl. meistari, 2465 Elo-stig. 3. borð: Jóhann Hjartarson, 2395 Elo-stig. 4. borð: Karl Þorsteins, 2370 Elo- stig. Varamaður: Elvar Guðmundsson, 2320 Elo-stig. Mótið hefur verið stytt veru- lega frá því sem áður var og verða nú tefldar ellefu umferðir eftir svissneska kerfinu á þrett- án dögum. Piltarnir í sveitinni eru staðráðnir í að standa sig vel en mikill hluti sumarsins hjá þeim hefur farið í undirbúning fyrir mótið. Þessir sömu fimm skákmenn fóru til Júgóslavíu í júní og tóku þar þátt í sterku opnu skákmóti. Þar byrjuðu þeir allir mjög vel, en þegar komið var fram yfir mitt mót var sem úthaldið þryti, sérstaklega hjá þeim yngri, og er nú vonandi að sett hafi verið undir slfkan leka, því á móti þar sem teflt er eftir svissneska kerfinu, eins og því í Chicago, skipta lokaumferðirnar langmestu máli. Það verður ekki síst fróðlegt að fylgjast með árangri íslensku sveitarinnar með tilliti til fram- tíðarinnar, því þetta er ung sveit sem getur verið með í næsta heimsmeistaramóti eftir tvö ár. Margeir er 23ja ára, Jón 22ja, Jóhann 20, Karl 18 og Elvar 19, þannig að meðalaldurinn er rétt rúmlega 20 ár. Vegna fjárskorts gat Skák- samband íslands ekki fjármagn- að ferðina til Chicago að neinu leyti og hefði sveitin orðið að sitja heima ef ekki hefði komið til stuðningur Reykjavíkurborg- ar og Garðabæjar, en í þeim bæjarfélögum eru islensku þátttakendurnir búsettir. Menntamálaráðuneytið og stúd- entaráð Háskóla íslands lögðu einnig drjúgan skerf af mörkum, auk þess sem Flugleiðir veittu ríflegan afslátt af fargjöldum til Chicago, en þangað flýgur félag- ið beint. íslenska sveitin er talin sú fimmta sterkasta Mótshaldararnir í Chicago hafa reiknað út áætlaðan styrk- leika sveitanna og verður þeim raðað upp í töfluröð samkvæmt honum. Notast er við alþjóðlega Elo-stigakerfið og samkvæmt því erum við með fimmtu öflug- ustu sveitina á mótinu, en alls er búist við því að þátttökuþjóðirn- ar verði 27 talsins. Að venju eru Sovétmenn með langöflugustu sveitina, í henni eru þrír stór- meistarar, þeir Psakhis, Jusupov og Dolmatov, en um neðstu þrjú borðin er ekki vitað enn, því um þau áttu sex skákmenn að tefla, þ.á m. þeir Sokoiov, heimsmeist- ari unglinga, og Ehlvest, Evróp- umeistari unglinga. Má nærri geta að það er engin aulasveit sem slíkir kappar ganga inn í án þess að tefla í úrtökumóti. Bandarísku sveitinni er spáð öðru sæti í mótinu, en hana skipa alþjóðlegu meistararnir FederoWicz, Wilder, Benjamin, Kudrin og Rohde og annar vara- maður er J. Whitehead. Eng- lendingar eru með þriðju beztu sveitina, samkvæmt útreikning- um, hana skipa alþjóðameistar- arnir Chandler og Hebden, FIDE-meistararnir Flear og Hodgson og varamaður er al- þjóðameistarinn Davies. Vestur-Þjóðverjar eru í fjórða sæti með stórmeistarann Eric Lobron á fyrsta borði og alþjóð- legu meistarana Kindermann og Bischoff. Fast á eftir þessum öfl- ugu skákþjóðum kemur síðan ís- lenska sveitin, en á eftir henni koma Frakka, B-sveit Banda- ríkjanna, Kínverja, Skotar, Svisslendingar og Argentínu- menn. Hæpið er þó að draga miklar ályktanir af útreikningi þessum. Úrslit á mótinu hafa oft verið mjög óvænt, sumir skákmann- anna hafa engin stig, en eru samt öflugir skákmenn, auk þess sem það er almennt viðurkennd staðreynd að evrópskur skák- maður með 2400 stig hefur yfir- leitt meiri styrkleika en t.d. Suður-Ameríkani með sama stigafjölda. öruggt er því að þessi fyrirfram ákveðna röð kemur til með að riðlast mikið og í svo stuttri sveitakeppni get- ur meðbyr og góður liðsandi haft úrslitaáhrif. I Chicago er nú mikill sumar- hiti, á milli 30 og 40 stig á celcíus og er óskandi að íslenska sveitin sé nú búin að venjast honum eft- ir rigningarnar hér heima. Sveitin fór út á laugardaginn, tveimur dögum áður en mótið átti að hefjast og hefur því feng- ið nokkurn aðlögunartíma. Fyrri heimsmeistara- mót stúdenta Mót þessi hófust fljótlega upp úr seinni heimsstyrjöld og voru þá venjulega haldin árlega, en á síðasta áratug gekk oft illa að finna mótinu stað og er það því haldið á tveggja ára fresti um þessar mundir. Yfirleitt hafa Sovétmenn verið með langsterk- ustu sveitina, en þó stundum misst óvænt af efsta sætinu, enda virðast þeir ekki ætla að taka neina áhættu að þessu sinni, ef marka má liðsuppstill- ingu þeirra. Eini skákmaðurinn sem vantar frá þeim úr þessum aldursflokki er sjálfur Garry Kasparov! Frammistaða íslendinga hefur verið mjög misjöfn, stundum hefur árangurinn verið vonum framar, en einnig hefur sveitin stundum brugðist þegar til of mikils hefur verið ætlast af henni. Hér á eftir fara helstu úr- slit í öllum heimsmeistaramót- um stúdenta, árangur íslensku sveitarinnar og hverjir voru með hverju sinni fyrir okkar hönd. Áður en FIDE hóf að halda mótið fóru fram tvö mót. Hið fyrra af þeim var einstaklings- keppni sem fram fór í Liverpool 1952. Þar sigruðu Sovétmennirn- ir Bronstein og Taimanov. Síðan var haldin sveitakeppni í Brússel 1953. Þátttökuþjóðirnar voru átta og úrslit urðu þessi: 1. Noregur 18% v. 2. Stóra-Bret- land 18 v. 3.-4. Finnland og ís- land 16 Vfe v. í íslensku sveitinni voru þeir Guðmundur Pálmason, Þórir Ólafsson, Jón Einarsson og Guðjón Sigurkarlsson. Eftir þetta tók FIDE keppnina í sínar hendur og nefndist hún eftir það heimsmeistaramót stúdenta. Hér á landi hafa þeir jafnan aðeins þótt boðlegir í sveit þessa sem hafa lokið stúd- entsprófi úr menntaskóla, en er- lendis mun þetta hins vegar hafa verið skilið sem svo að keppni þessi væri fyrir skólanemendur almennt. Orsökin fyrir þessum sérstaka skilningi Islendinga á því hverjir mættu vera með í keppninni, er án efa enskt heiti keppninnar. „World Student Chess Championship". Enska orðið „student" þýðir að sjálf- sögðu nemandi, en með þessu heiti er ekki verið að höfða til neinnar ákveðinnar prófgráðu. En hvað um þetta, þótt þetta aukaskilyrði um stúdentspróf væri sett hér heima áttum við ætíð mjög frambærilegar sveitir þegar við á annað borð tókum þátt í keppninni. Nýlega var síð- an keppninni breytt þannig að það er ekki lengur skilyrði að vera í skóla. 1. Osló 1954 1. Tékkóslóvakía 29% v. 2.-3. Sovétríkin og Búlgaría 26 v. 4. England 23 v. 5. ísland 19 v. 10 þjóðir tóku þátt. fslensku sveit- ina skipuðu þeir Guðmundur Pálmason, Þórir ólafsson, Ingv- ar Ásmundsson og Jón Einars- son. 2. Lyons í Frakklandi 1955 1. Sovétríkin 41 v. 2. Júgó- slavía 33 v. 3.-4. Ungverjaland og Búlgaría 32% v. 5. Tékkósló- vakía 27% v. 6. ísland 26 v. 7. Pólland 25% v. o.s.frv. 13 þátt- tökuþjóðir. Sovétmenn hefndu þarna ófaranna í Osló grimmi- lega. í íslensku sveitinni voru Guðmundur Pálmason, Ingvar Ásmundsson, Þórir ólafsson, Sveinn Kristjánsson og Guðjón Sigurkarlsson. Þarna stóðu fs- lendingarnir sig mjög vel er þeir náðu að komast upp á milli A - E vrópuþj óðan n a. IJppsalir í Svíþjóð 1956 1. Sovétríkin 21% v. 2. Ung- verjaland 16% v. 3.-4. Júgó- slavía og Búlgaría 15 v. fslenska sveitin sigraði í B-riðli og var það sárabót fyrir að ná ekki sæti í A-riðlinum. Þátttökuþjóðirnar voru 16. fslenska sveitin: Friðrik Ólafsson, Guðmundur Pálmason, Ingvar Ásmundsson, Þórir Ólafsson og Jón Einarsson. 4. Reykjavík 1957 1. Sovétríkin 43% v. 2. Búlg- aría 37 v. 3. Tékkóslóvakía 36 v. fslendingar urðu í áttunda sæti með 27 v., en 14 þjóðir tóku þátt. Árangur sveitarinnar á heima- velli var ekki alveg eins góður og margir höfðu vonast eftir, en mótið var samt vel heppnað. Þarna voru t.d. Rússarnir Tal, Spassky og Polugajevsky að stíga sín fyrstu spor á alþjóðleg- um vettvangi. fslenska sveitin: Friðrik, Guðmundur Pálmason, Ingvar, Þórir, Jón Einarsson og Árni Grétar Finnsson. 5. Varna í Búlgaríu 1958 1. Sovétríkin 19% v. 2. Búlg- aría 17 v. 3.-5. Jógóslavía, Tékkóslóvakía og Ungverjaland 14 v. íslendingar urðu í öðru sæti í B-riðli á eftir Rúmenum. 16 þátttökuþjóðir. Sveit íslands: Friðrik, Ingvar, Freysteinn Þorbergsson, Stefán Briem, Bragi Þorbergsson og Árni Grét- ar Finnsson. Eftir þetta féll þátttaka okkar niður í 6 ár. 6. Búdapest 1959 1. Búlgaría 40% v. 2. Sovétrík- in 39 v. 3. Ungverjaland 37% v. Eftir að hafa orðið í öðru sæti tvær keppnir í röð náðu Búlgar- arnir nú að skjóta Rússum ref fyrir rass. 14 þátttökuþjóðir. 7. Leningrad 1960 1. Bandaríkin 41 v. 2 Sovétrík- in 39% v. 3. Júgóslavía 37 v. 14 þátttökuþjóðir. Bandaríska sveitin með Lombardy í farar- broddi gerði sér lítið fyrir og sigraði Rússana á þeirra eigin heimavelli. Það hefur margt óvænt gerst á stúdentamótun- um! 8. Helsinki 1961 1. Sovétríkin 39% v. 2. Banda- ríkin 34% v. 3.-4. A-Þýzkaland og Tékkóslóvakía 31 v. 13 þátt- tökuþjóðir. 9. Marianszke Lasne í Tékkó- slóvakíu 1962 1. Sovétríkin 24% v. 2. Júgó- slavía 20 v. 3. Tékkóslóvakía 19 v. 18. þátttökuþjóðir. 10. Budva í Júgóslavíu 1963 1. Tékkóslóvakía 24 v. 2. Júgó- slavía 23% v. 3.-4. Búlgaría og Sovétríkin 22 v. Eftir kynslóða- skipti í sovézku sveitinni voru Kússarnir ekki svipur hjá sjón. 19 þátttökuþjóðir. 11. Kraká í Póllandi 1964 1. Sovétríkin 31% v. 2. Tékkó- slóvakía 29% v. 3. Ungverjaland 29 v. fslendingar voru nú aftur með eftir langt hlé og frumraun nýju mannanna reyndist erfið. Sveitin varð í 19. sæti, en þátt- tökusveitirnar voru 21. íslenska sveitin: Stefán Briem, Guðmund- ur Lárusson, Sverrir Norðfjörð, Bragi Björnsson og Guðmundur G. Þórarinsson. 12. Sinaia í Rúmeníu 1965 1. Sovétríkin 21 v. 2. fsrael 20 v. 3. Danmörk 18 v. íslendingar treystust ekki til þessarar lang- ferðar, en þátttökuþjóðirnar voru 17. 13. Örebro í Svíþjóð 1966 1. Sovétríkin 34 v. 2 Tékkó- slóvakía 28% v. 3.-4. Danmörk og Júgóslavía 27% v. Enn var á brattann að sækja hjá íslending- um. Sveitin varð í 18. sæti, en 21 þjóð tók þátt. Hún var skipuð þeim Trausta Björnssyni, Braga Kristjánssoni, Jóni Þ. Þór, Guð- mundi Lárussyni og Jóni Frið- jónssyni. 14. Harrachov 1967 1. Sovétríkin 24 v. 2. Bandarík- in 22 v. 3. England 21 v. íslend- ingar urðu í þriðja sæti í B-riðli, eða í 13. sæti af 19 þjóðum. Sveitina skipuðu Trausti Björns- son, Guðmundur Sigurjónsson, Jón Þ. Þór, Bragi Kristjánsson og Jón Hálfdánarson. Bragi hlaut verðlaun fyrir að ná best- um árangri á fjórða borði. 15. Ybbs í Austurríki 1968 1.—2. Sovétríkin og V-Þýzka- land 24% v. (Sovétmenn voru úr- skurðaðir sigurvegarar, því þeir unnu fleiri viðureignir en Þjóð- verjarnir.) 3. Tékkóslóvakía 20% v. 4. Búlgaría 18 v. 5. Bandaríkin 16 v. 6.-8. ísland, Danmörk og Júgóslavía 15% v. Þátttökuþjóð- irnar voru 25, þannig að frammi- staða okkar manna var mjög góð. í sveitinni voru þeir Guð- mundur Sigurjónsson, Haukur Angantýsson, Jón Hálfdánarson, Bragi Kristjánsson, Björn Theó- dórsson og Björgvin Víglunds- son. 16. Dresden í A-Þýzkalandi 1969 1. Sovétríkin 27 v. 2. Júgó- slavía 21% v. 3.-4. Búlgaría og V-Þýzkaland 19% v. Þátttöku- þjóðirnar voru 26. íslenska sveit- in varð í þriðja sæti í B-riðli, eða í 13. sæti í heildina. Sveitina skipuðu Guðmundur Sigurjóns- son, Haukur Angantýsson, Bragi Kristjánsson, Jón Hálfdánarson og Trausti Björnsson. 17. Haifa í ísrael 1970 1. Bandaríkin 27% v. 2. Eng- land 26% v. 3. V-Þýzkaland 26 v. 4. fsrael 22% v. 5.-6. Sviss og fsland 21% v. Af pólitískum ástæðum voru þátttökuþjóðirnar aðeins 11, t.d. vantaði alla A-Evrópu. íslenska sveitin: Guð- mundur Sigurjónsson, Haukur Angantýsson, Jón Hálfdánarson, Björgvin Víglundsson og Jón Torfason. 18. Mayaguez á Puerto Rico 1971 1. Sovétríkin 29% v. 2. Banda- ríkin 21% v. 3. Kanada 21 v. 4. fsrael 20% v. 5. ísland 14% v. Þátttökuþjóðirnar voru 16, þar af aðeins þrjár Evrópuþjóðir. Sveit íslands: Bragi Kristjáns- son, Björgvin Víglundsson, Jón Torfason, Jón Briem og ólafur H. Ólafsson. 19. Graz í Austurríki 1972 1. Sovétríkin 28% v. 2.-3. Ungverjaland og V-Þýzkaland 19% v. Þátttökuþjóðirnar voru 29. fslendingar urðu fimmtu í B-riðli, eða í 15 sæti í heildina. Sveitina skipuðu Guðmundur Sigurjónsson, Björgvin Víg- lundsson, Jón Torfason, Bragi Halldórsson og Andrés Fjeld- sted. 20. Teeside í Englandi 1974 1. Sovétríkin 26% v. 2. Banda- ríkin 22% v. 3. Ungverjaland 22 v. 28 þátttökuþjóðir. fslendingar urðu í þriðja sæti í B-riðli, eða í 13. sæti í heildina. fslenska sveitin: Guðmundur Sigurjóns- son, Haukur Angantýsson, Kristján Guðmundsson, Bragi Halldórsson, Júlíus Friðjónsson og Magnús Gíslason. 21. Caracas í Venezúela 1976 1. Sovétríkin 24% v. 2. Banda- ríkin 17 v. 3. Kúba 15% v. 21 þátttökuþjóð. íslendingar urðu í fjórða sæti í B-riðli, eða í tólfta sæti ef á heildina er litið. f sveit- inni voru þeir Júlíus Friðjóns- son, Kristján Guðmundsson, Ás- geir P. Ásbjörnsson, Björn Hall- dórsson og Helgi Þorleifsson. íslendingar hafa ekki verið með á mótinu síðan í Caracas þar til nú. 22. Mexíkóborg 1977 1. Sovétríkin 25 v. 2. Kúba 22% v. 3 England 16% v. 19 þátt- tökuþjóðir. 23. Mexíkóborg 1978 1. England 26% v. 2. Sovétrík- in 25 % v. 3. Kúba 24% v. 18 þátttökuþjóðir. Ung og upprenn- andi sveit Englendinga sigraði á mótinu. Rússar tóku tapið mjög nærri sér og þegar heim kom voru tveir liðsmenn úr sveit þeirra dæmdir í keppnisbann fyrir agabrot. 24. Mexíkóborg 1980 1. Sovétríkin 26 v. 2. England 21% v. 3. Argentína 20 v. 25 þátttökuþjóðir. 25. Graz 1981 1. Sovétríkin 32% v. 2. Eng- land 30% v. 3. Ungverjaland 28% v. 32 þátttökuþjóðir. 26. (Jhicago 1983 ??? Sveit fslands á mótinu í Chicago. Standandi frá vinstri: Margeir Péturs- son, fyrirliði og Jón L. Árnason. Sitjandi: Karl Þorsteins, Jóhann Hjartar- son og Elvar Guðmundsson. Ljósm. Mbl.: RAX

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.