Morgunblaðið - 24.08.1983, Side 39

Morgunblaðið - 24.08.1983, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1983 39 stefnur, því þarna átti að taka mikilvægar ákvarðanir varðandi veðurathuganir og flugveðurþjón- ustu. Samgöngur voru ekki greið- ar á þessu ári svo Teresía varð að láta sig hafa það að taka sér far með togara til að komast á ákvörðunarstað. Samgöngur bötn- uðu þegar frá leið, en þessi ferð var upphaf mikilla fundaferða á erlendan vettvang varðandi veður- fræði og flugveðurþjónustu. En með fluginu hlýtur veðurfræðin að eiga samleið. Veðurstofan þurfti jafnan að eiga fulltrúa á helstu ráðstefnum Alþjóðaveðurfræði- stofnunarinnar (WMO) svo og Al- þjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO). Því þar var ráðið ráðum og breytingar samþykktar. ísland var komið í alþjóðaflugbraut miðja. Hér var áningarstaður flugvéla, sem fóru um norðanvert Atlantshaf. Sýnt þótti að ekki væri hægt að ætlast til að smáþjóð í norðri gæti staðið straum af kostnaði við þá þjónustu, sem með þurfti, þótt hún væri annars fær um hana. Flugmálastjóri, veður- stofustjóri og póst- og símamála- stjóri unnu að því að semja um þessi mál fyrir íslands hönd. Árangur þeirra samninga varð sá að Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) greiddi kostnað við nefnda þjónustu, sem yrði framkvæmd af þeim þrem íslensku stofnunum, sem að samningunum stóðu. Flugveðurstofan á Keflavíkur- flugvelli tók til starfa 1952. Var hún undir yfirstjórn Veðurstofu fslands. Þetta þýddi auðvitað mikla mannfjölgun á Veðurstof- unni og jók verulega umsvif yfir- manna hennar. Ef tíunda ætti allar breytingar, sem urðu á starfsemi Veðurstof- unnar í stjórnartíð Teresíu Guð- mundsson væri það nánast að segja sögu stofnunarinnar á einu mesta mótunarskeiði hennar. En nefna má að veðurstofustjóri átti frumkvæði að því að sótt var um tækniaðstoð til Sameinuðu þjóð- anna árið 1955. Á næstu árum komu sex erlendir sérfræðingar og dvöldu hér um skeið. Þeir skipu- lögðu rannsóknir og veittu þýð- ingarmiklar leiðbeiningar. Enn- fremur var veitt aðstoð við að koma á fót rannsóknarstofu. Þessi stuðningur Sameinuðu þjóðanna, tæknilegur og fjárhagslegur, var til mikilla framfara fyrir Veður- stofuna. Þegar Teresía lét af störfum veðurstofustjóra árið 1963 hafði hún skipulagt stofnunina í deildir svo til fyrirmyndar þótti. Starfs- menn voru nú orðnir 50 til 60 manns. Teresía veiktist hastarlega 1952 og átti við vanheilsu að stríða um skeið. Mun það hafa flýtt fyrir því að hún lét af erilsömu starfi þegar hún hafði rétt til þess sam- kvæmt hinni svokölluðu 95 ára reglu. Eftir að hún lét af föstu starfi tók hún að sér sérfræðistörf fyrir veðurfarsdeild og vann þar hlutastarf til ársins 1979. En þá hafði hún unnið á Veðurstofunni í 50 ár. Árið 1966 var Teresía sæmd riddarakrossi fálkaorðunnar fyrir embættisstörf. Eitt af sérstökum áhugamálum Teresíu var að Veðurstofan eign- aðist sitt eigið hús. Það gekk ekki hraðar fyrir sig en að þegar hún lét af starfi veðurstofustjóra hafði Reykjavíkurborg ánafnað Veð- urstofunni lóð á góðum stað í borginni. En stofnunin þarf gott landrými vegna mælitækja sinna. Nýtt Veðurstofuhús var svo tekið í notkun 1973. Teresía var sem fyrr segir ein- dregin kvenréttindakona. Hún taldi, með réttu, ekki neina sann- girni, að ætlast til að allar konur, sem giftust, þyrftu skilyrðislaust að skipta um starf, eins og þá var talið næstum sjálfsagt. Benti hún á að ekki myndu allir karlar sætta sig við að leggja niður fyrri störf og verða annaðhvort bændur eða sjómenn við giftingu. Teresía gekk í Kvenréttindafé- lag Islands árið 1942. Hún tók strax virkan þátt í störfum þess, bæði í ræðu og riti. Á fjölmennum landsfundi kvenna á Þingvöllum 1944 var Teresía kosin í stjórn fé- lagsins og var í stjórn næstu 12 ár. Auk þess var hún í stjórn og vara- stjórn Menningar- og minningar- sjóðs kvenna í 8 ár. Hún var ráð- holl og tók virkan þátt í störfum félagsins, m.a. var hún oft valin i nefndir til að fara yfir lagafrum- vörp frá Alþingi, sem send voru félaginu til umsagnar. Árið 1945 var verið að ræða um ný launalög fyrir opinbera starfsmenn. Hinn ötuli formaður Kvenréttindafélagsins vildi reyna að hafa áhrif á löggjöfina ef hægt væri að þoka henni til bóta fyrir konur. Hún fékk til liðs við sig fjórar stjórnarkonur, sína úr hverjum stjórnmálaflokki, sem þá átti fulltrúa á Alþingi. Konurnar voru auk Laufeyjar, Teresía Guð- mundsson (A.), Védís Jónsdóttir (F.), Guðrún Pétursdóttir (Sj.) og Dýrleif Árnadóttir (Sós.). Þær konur ræddu m.a. við Ólaf Thors, þáverandi forsætisráðherra. Auk þess fóru þær á fund fjárveitinga- nefndar Efri deildar Alþingis og þar komst svofelld lagagrein inn í frumvarpið fyrir tilhlutan kvenn- anna: Við skipun í starfsflokka og flutning milli launaflokks skulu konur, að öðru jöfnu, hafa sama rétt og karlar. — Þarna var fyrst samþykkt fullt launajafnrétti til handa konum í þjónustu ríkisins. Þó á ýmsu gengi næstu árin um framkvæmd þessa nýmælis í lög- um var þó ómetanlegur styrkur að eiga lögin bak við sig. Og allmarg- ar leiðréttingar fengu konur næstu árin með vísun til nefndrar lagagreinar. Teresía tók við starfi veðurstofustjóra ári eftir að lögin tóku gildi. Og vitaskuld hefur þessi lagagrein ætíð verið virt á Veðurstofu íslands. Ekki væri saga Teresíu Guð- mundsson sögð að neinu ráði ef ekki væri minnst á áhuga hennar á útivist og ferðalögum. Á sínum bestu árum gekk hún um óbyggðir, stundum með farangurinn á bak- inu, kleif fjöll og ferðaðist á hest- um. Hún þekkti vel íslensk öræfi og heillaðist af þeim. Teresía hafði fágaða kímnigáfu og var oft fljót til svars þegar spaugilega hluti bar að höndum. Skemmtileg tilsvör hennar voru ekki gleymd í ráðuneyti, þó hún væri hætt störfum. Og lengi voru ráðamenn við Arnarhól með spaugsyrði hennar á vörum á góð- um stundum. Bróðir Teresíu, Hákon Anda, var veðurfræðingur eins og hún. Hann starfaði um árabil sem tæknilegur ráðunautur á vegum Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Hann hugðist flytjast til Norðurlanda árið 1957 og hafði Teresía orð á því að hún hlakkaði til að hitta hann eftir langa fjar- veru. En af þeirra fundi gat ekki orðið. Hákon Anda var að koma með flugvél frá Afganistan þegar vélin fórst í flugi yfir Kaup- mannahöfn. Nú var skammt stórra harma milli í lífi Teresíu Guðmundsson. í sömu viku og Hákon Anda fórst varð maður hennar, Barði Guðmundsson, þjóðskjalavörður bráðkvaddur. Reyndi nú mjög á þrek hinnar dugmiklu konu, sem um þessar mundir var ekki við góða heilsu. Þau hjón Teresía og Barði Guð- mundsson voru ólík um margt. Hennar áhugamál voru á sviði raunvísinda, en þau fræði voru að sögn ekki óskafög hans. En hann var aftur á móti snjall og mikil- virkur sagnfræðingur. Milli þess- ara ólíku fræðimanna myndaðist kærleikur, virðing og skilningur, sem var þeim báðum mikils virði. Börn þeirra voru tvö, Hákon, loftskeytamaður, sem er látinn, og Hildur starfsmaður Ríkisútvarps- ins. Barnabörn eru þrjú og barna- barnabörn tvö. Það er ómetanlegur stuðningur í baráttu kvenna fyrir fullu jafn- rétti að geta bent á konu eins og Teresíu Guðmundsson, sem hlýddi kalli þegar hún var kvödd til að taka að sér ábyrgðarstarf og leysti það af hendi með sóma. Megi minning hennar auka ungum kon- um kjark til að takast á við erfið viðfangsefni. Ég votta Hildi Barðadóttur samúð mína og þakka Teresíu samfylgd. Við höfðum ná- ið samstarf og af henni lærði ég mikið og á margt að þakka. Valborg Bentsdóttir Brasilíu, fjarlægs lands með fjar- læga siði og menningu og í þessu framandi landi bjó hún í eitt ár, stundaði nám í portúgölsku, vann á ýmsum stöðum og umfram allt ferðaðist og skoðaði landið. Því næst lá leið hennar til kaldara lands, allt til Finnlands, þar sem hún lagði stund á félagsráðgjöf. En Stína kom aftur heim og vann nú sem læknaritari þar tl hún fór í viðskiptafræði í Háskóla Islands. Þar var hún til ársins 1974 er hún eignaðist soninn Lárus Steingrím, sem var alla tíð síðan hennar dýr- mætasta eign, augasteinn og gleðigjafi. Síðar fluttist Stína til Dan- merkur þar sem hún bjó um tíma. En allt í einu virtist sem gæfu- hjólið hennar væri hætt að snúast. Hún veiktist af þeim sjúkdómi sem hún barðist við allt til þess dags er hún kvaddi þennan heim. Þar kom glögglega fram sann- Ieiksgildi vísuorðanna í Sólarljóð- um, er segja: „Auð né heilsu ræður enginn maður þótt honum gangi greitt." Ég votta Lalla Steina mína dýpstu samúð í þeirri miklu sorg sem missir elskandi móður er. Einnig votta ég foreldrum Stínu, þeim Guðrúnu og Lárusi, samúð við fráfall elskulegrar dóttur og einnig systkinum hennar og bið guð að styrkja þau öll og vernda. Þótt dragi fyrir sólu um stund er ekki öll von úti um að birti á ný, því eins og segir í Sólarljóðum: „Hér við skiljumst og hittast munum á feginsdegi fira; drottinn minn gefi dauðum ró, en hinum líkn, er lifa. Soffía Það fer að hausta. Fyrstu blóm- in eru fallin! Það eru þeirra enda- lok. En það falla líka önnur blóm. Við mannfólkið eigum öll okkar „endalok". Hér er þó munur á, því okkar „endalok" eru aðeins lík- amleg. Fóstur verður barn er það fæðist úr myrku og þröngu móð- urlífi út í þennan víða og bjarta heim. Eins fæðist sál okkar inn í ennþá víðari og bjartari heim, lausan við höft hins ófullkoma lík- ama. Það eru því orð að sönnu að „dauðinn“ er þrátt fyrir allt „sendiboði gleðinnar". Látum ekki sorgina sigra. Stína var sjálf sterkust allra þegar hún missti bróður sinn í blóma lífsins. Nú þegar hún sjálf hefur kvatt okkur tímabundið skulum við reyna að sýna sama styrk. Ég kynntist Stínu mágkonu minni fyrir tæpum sex árum. Við áttum sameiginlegt áhugamál, ferðalög um ókunn lönd. Það gleymast seint lifandi lýsingar hennar á lífinu í Brasilíu og öðr- um ævintýraferðum hennar um heiminn. Þá kom glampi í augun á henni sem gaf vísbendingu um fjörið sem í henni bjó og hún var hvað þekktust fyrir á unglingsár- um. Það mikla fjör lifir hjá okkur í syni hennar, Lárusi Steingrími. Það er huggun hennar að vita af honum, elsku litla strákum sínum, í bestu hugsanlegri umsjá afa hans og ömmu. Þar fær hann alla þá ást og umhyggju sem hægt er að gefa. Éitt af áhugamálum Stínu var ljóðagerð og glímdi hún töluvert við það hin síðari ár. Úr ljóðum hennar má m.a. lesa umhyggju hennar fyrir foreldrum og systk- inum, ást á náttúrunni og síðast en ekki síst endurspegla þau djúp- an skilning á mannlífinu og raunverulegum verðmætum þess. Allt það sem upp er hægt að telja af kostum Stínu verður hennar veganesti í næsta lífi og það er allt sem máli skipti. Annað veganesti er ekki síður mikilvægt, það eru fyrirbænir okkar sem eftir sitjum. Biðjum öll fyrir Stínu. Theodór G. Sigurðsson. t Þökkum veitta aöstoö og hlýhug viö andlát og útför HELGAERLENDSSONAR frá Kirkjubóli, Stöövarfiröi. Börnin. t Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúö og vinarhug við andlát og útför eiginmanns. fööur, tengdafööur og afa, GUÐMUNDARVERNHARÐSSONAR, Neöstutröö 4. Guörún Guömundsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Hugheilar þakkir fyrir auösýnda samúð og vináttu viö andlát og útför mannsins míns, GUNNLAUGSJÓNSSONAR, Hjallavegi 32. Sigríöur Hannesdóttir og fjölskylda. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför INGA HRAFNS HAUKSSONAR, myndlistarmanns. Ágústa Ahrens, Almar Þór Ingason, Haraldur Haukur Ingason, Georg Hauksson, Ingibjörg Þórisdóttir, Erlendur Hauksson, Kristín Helgadóttir. t Þökkum öllum þeim sem heiöruöu minningu JÓNSJÓNSSONAR frá Bæjarskerjum. Halldóra Thorlacius, Jóna Bjarnadóttir, Ármann Böðvarsson, Siguröur Bjarnason, Rósa Björnsdóttir og fjölskyldur þeirra. t Innilegar þakkir fyrir samúö og vinarhug viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, HULDU K. LILLIENDAHL, Birkimel 8A. Karl Lilliendahl, Hermína Lilliendahl, Dagný Lilliendahl, örn Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabarn. t Hjartans þakkir færum viö öllum þeim sem vottuöu okkur samúö og vináttu viö andlát og útför ÁGÚSTAR KRISTJÁNSSONAR frá Auraseli. Guóbjörg Guðjónsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur, tengdafööur og afa, SIGURDAR SIGURJÓNSSONAR, Marbæli. Guörún Siguróardóttir, Guóbjörg Siguröardóttir, Jón Sigurósson Sigurlína Siguröardóttir, Árni Sigurösson, Sigrún Siguróardóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Guðmundur Magnússon, Haraldur Magnússon, Guömundur Rósinkarsson, Ragnheiöur Guömundsdóttir, Hjörleifur Guömundsson og barnabörn. Opiö til kl. 10 virka daga Útfararkransar og kistuskreytingar meö stuttum fyrirvara. Allar skreytingar unnar af dönskum skreyt- ingameistara. FlÓra, Hafnarstræti 16, sími 24025.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.