Morgunblaðið - 24.08.1983, Page 45

Morgunblaðið - 24.08.1983, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1983 45 T VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS nf M/ujMnhc'att'u if Hvers vegna er ekki vatn í læknum? 5789-0584 skrifar: Velvakandi. Hvers vegna var aðstaðan við heita lækinn í Nauthólsvík svo stórlega skert, að einungis tvisvar hefur vatni verið hleypt i lækinn í sumar? Svör við þessu væru vel þegin. Fólk á ýmsum aldri hefur notað lækinn sem heilsubót við gigt, vöðvabólgu og fleiri sjúkdómum og hafa margir sjúkdómar hopað undan heilnæmu hveravatninu, ómenguðu af klórefnum sem margir þola alls ekki. Það geta nefnilega ekki allir nýtt sér sund- laugarnar og sakna lækjarins. Við viljum því fá heilsulindina okkar aftur, og viljum ekki að Reykjavík tapi þessu séreinkenni sínu. Borgaryfirvöld, takið tillit ti okkar og gefið greið svör. Ef við getum eitthvað gert til bóta í þess- um efnum, okkur til stuðnings, þá segið bara til. Gróðurspjöll í Breiðholti Breiðholtsbúi skrifar: Stöðugt er unnið að því að snyrta meðfram akbrautum og fegra umhverfi okkar í Breið- holtinu. í sumar hefur verið unnið myndarlega að því að lagfæra brekkuna norðan við Blesugróf- ina og var sáð í hana að loknu verki. Okkur, sem þykir vænt um umhverfi okkar, þykir eðlilega sárt að sjá umhverfisníðinga for- djarfa þessu öllu um leið og því er lokið. Einn slíkur stytti sér leið úr Blesugrófinni yfir á Breið- holtsbrautina mánudaginn 22. ágúst. Hann var á jeppa með aft- aníkerru og lét sig hafa það að aka yfir græna spilduna og var greinilega ekki sá fyrsti. HEILRÆÐI HVÍTI STAFURINN er tæki sem gerir blindum og sjónskert- um fært að rata, ferðast um, afla sér upplýsinga og veita þær. HVITI STAF'URINN minnir sjáandi menn á að sýna blindum og sjónskertum háttvísi og beita skynsemi í umgengni við þá. HVÍTUR STAFUR - TAKN BLINDRA Þessir hringdu . . . Furðuleg þýðing Kinar Jónsson hringdi. Mig langar til þess að þakka sjónvarpinu fyrir brasilíska þátt- inn sem var á dagskrá 22. ágúst sl. Það er ánægjulegt að sjá þætti og myndir frá öðrum heimsálfum en Evrópu og Bandaríkjunum og ég vil hvetja sjónvarpið til að gefa okkur tækifæri til að sjá meira frá öðrum stöðum. Til dæmis voru hér fyrir nokkrum árum sýndir þættir sem hétu „Malu mulher"; brasil- ískir framhaldsþættir sem voru vel þegin lausn frá sænskum vandamálaþáttum og bandarísk- um glansþáttum. Forráðamenn sjónvarpsins hljóta að eiga þess kost að taka til sýninga þætti og kvikmyndir eins og þá sem ég hef minnst á, þó oft mætti halda að sjónvarpsefni væri aðeins fram- leitt í Evrópu og Bandaríkjunum. Það er annað í sambandi við sjónvarpið, sem mig langar að minnast á. Oft á tíðum eru þýð- ingar á erlendu sjónvarpsefni með ólíkindum mótsagnakenndar. Þann 22. ágúst var bresk-banda- rísk heimildarmynd sem nefnist á íslensku „Lífæð Louisiana", gott og vel, en hvað stendur síðan á skerminum þegar þátturinn byrj- ar „Goodbye Lousiana" eða „Bless Louisiana", og hæfði betur efninu, því þátturinn fjallaði um Louisi- ana-fylki, sem sífellt er að minnka vegna Mississippifljóts. Furðuleg þýðing það. Geta augu verið rangeygð? Magnús V. Finnbogason hringdi: Tilefni þess að ég skýt þessari spurningu til lesenda, er það að sunnudaginn 21. ágúst síðastlið- inn, kl. 19.50, var í hljóðvarpinu dagskráratriði sem nefnt var: Rafmögnuð augu þín eru rangeygð. Ef augu geta verið rangeygð, hlýtur hönd að geta verði smá- hend, munnur opinmynntur, hár manns ljóshært eða dökkhært. Þegar lesendur hafa fundið ör- uggt svar við spurningunni, mættu þeir hlugleiða hvort nokk- ur vafi sé á, að Ríkisútvarpið haldi nú sem fyrr á árum traustan vörð um fagurt mál og rökræna hugsun og vandi nægilega val dagskrár- efnis. „Góðan dag, Grindvíkingur“ Hildur Björnsdóttir hringdi og sagði: í laugardagsblaði Morgunblaðs- ins er fyrirspurn um það hvernig vísan Góðan dag, Grindvíkingur, hljóði. Góðan dag, Grindvíkingur, er eftir Örn Arnarson og birtist í kvæðabók hans Illgresi. Alls er kvæðið 5 erindi. Það fyrsta hljóm- ar svona: Góðan daginn, Grindvíkingur, gott er veðrið, sléttur sær svífa í hilling Suðurnesin, sólarroða á hlíðar slær. Fyrir handan hraun og tinda huga kær minnisrík, bíður okkar bernskuströndin, brimi sorfin Grindavik. Innilegar þakkir til fjölskyldu minnar og vina sem glöddu mig á áttatíu ára afmæli mínu. Lifið öll heii' Aðalheiður Sigurðardóttir, Kleppsvegi 118. Innilegar þakkir til allra sem heiðruðu mig á 90 ára afmæli mínú með skeytum, blómum og heimsóknum. Andréas Bergmann Heildsölubirgðir: Agnar Ludvigsson hf., Nýlendugötu 21. Sími 12134. ALLTAFÁ FIMMTUDÖGUM BROSTU! MYNDASÖGURNAR KOMA MORGUN Vikuskammtw afskellihlátri AUGlYÍ.INGAS>OM KMISHNAU Ht

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.