Morgunblaðið - 24.08.1983, Side 48

Morgunblaðið - 24.08.1983, Side 48
^^skriftar- síminn er 830 33 jKgttnlffofrifr ____jjglýsinga- síminn er 2 24 80 MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 1983 Ofsarok í nótt Víðförull hængur: Merktur í Blöndu, veiddist í Laxá SÁ MERKILEGI atburður átti sér stað í Laxá á Ásum, að lax sem merktur var í Blöndu 2. ágúst síð- astliðinn, veiddist þar á stöng þann 20. ágúst. Var þetta 3 punda hængur sem áttaði sig ekki á því fyrr en komið var upp fyrir fossa í Blöndu, að hann var í rangri á. Á 18 dögum hefur hann rennt sér niður alla fossa og flúðir jökulfljótsins, út í sjó, upp í Húnavatn og upp fyrir miðja Laxá. Sjá nánar á bls. 3: „Eru þeir að fá ánn?“ Flugvélaeigendur urðu að bregðast skjótt við í gærkveldi er hvessti í Reykjavík og hætta var á að flugvelar á Reykjavíkurflugvelli fykju af völdum hvassviðrisins. Ekki var vitað um skemmdir í gærkveldi, er Morgunblaðið fór í prentun, en þó mun TF-FRÚ flugvel Ómars Ragnarssonar fréttamanns hjá sjónvarpinu hafa lagst á annan vænginn. Flugumferðarstjóri á Reykjavíkurflugvelli sagði að það væri undarlegt hvað flugvélaeigendur væru seinir til að athuga með flugvélar sínar, yfirleitt hugsuðu þeir sér ekki til hreyfings, fyrr en hringt væri í þá. Sagði hann að þeir ættu slökkviliðinu á Reykjavíkurflugvelli mikla skuld að gjalda, sem iðulega væri búið að bjarga flugvélum þeirra, þegar þeir rönkuðu við sér. Myndin er frá björgun flugvélanna. MorgunbltðiA/ KAX Lélegar heimtur gatnageröargjalda: 133 millj. króna minni tekjur borgarsjóðs „ÞETTA þýðir 133 millj. kr. minni tekjur borgarsjóðs en við höfðum gert ráð fyrir á þessu ári,“ sagði Davíð Oddsson, borgarstjóri í Reykjavík, í samtali vió Morgun- blaðið í gær, en mun færri hafa staðið í skilum með fyrstu greiðsl- ur gatnagerðargjalda en reiknað var með við lóðaúthlutun í vor. Frestur þeirra, sem fengu út- hlutað lóðum í sumar, til að greiða fyrsta hluta gatnagerð- argjalda, rann út 12. ágúst síð- astliðinn. Samtals var lóðum út- hlutað til 895 aðila, þar af greiddu 479 á tilskildum tíma, eða 53,5% þeirra sem fengu út- hlutað. Ef aðeins er miðað við þá, sem úthlutað var einbýlis- húsa- eða raðhúsalóðum, er niðurstaðan sú, að af 519 aðilum sem fengu úthlutað stóð 181 i skilum, eða 35% þeirra sem fengu úthlutað. Þá var úthlutað 376 lóðum til meistara og byggingarsamvinnufélaga (þ.m.t. verkamannabústaðir) vegna fjölbýlis og af þeim stóðu 298 í skilum, eða 79% þeirra sem fengu úthlutað. „Meginmarkmiðið var að lóða- framboð fullnægði eftirspurn. Sá áfangi hefur náðst og það er í sjálfu sér fagnaðarefni," sagði Davíð. Hann sagði þessar lélegu heimtur gjalda koma þungt niður á borgarsjóði í ár, þar sem unnið hefur verið að fram- kvæmdum í samræmi við lóða- framboð og úthlutun. „En þetta mun jafna sig á næsta ári þar sem lóðaúthlutun þá mun ekki kalla á eins miklar framkvæmd- ir og í ár,“ sagði Davíð ennfrem- ur. Hann taldi ástæðuna fyrir þessum greiðsluerfiðleikum fólks stafa af hinu almenna efnahagsástandi. „Kjaraskerð- ing í framhaldi af almennri efnahagslegri óstjórn síðustu ára hlaut að leiða til tímabund- ins afturkipps. Jafnframt er húsnæðislánakerfið í molum og húsbyggjendum standa fá lán til boða önnur en erfið skammtíma- lán," sagði Davíð Oddsson að lokum. Blóðbankinn: Hert eftirlit med blóögjöfum „ÞESSI aukna aðgæsla felst aðallega í því að hafa í huga vissa áhættuhópa og fylgjasl betur með þeim, en gert hefur verið,“ sagði Ólafur Jensson, yfirlæknir við Blóðbankann í samtali við Morgunblaðið, en Blóðbankinn hefur ákveðið að herða eftirlit með blóðgjöfum, sem hér gefa blóð, vegna sjúkdómsins AIDS eða áunninnar ónæmisbæklunar. Ólafur sagði að alltaf hefði verið fylgst náið með því blóði sem gefið væri og á því gerðar margvíslegar prófanir, til dæmis vegna lifrar- bólgu. í rauninni væri einungis ver- ið að vanda og herða þau vinnu- brögð sem væru alþjóðlega stöðluð og verið hefðu í gildi hjá okkur und- anfarna áratugi. 400 þús. króna smyglvarningur Erlendir ferðamenn 10,3% fleiri í júlí LJÓST ER AÐ ferðavenjur útlendinga sem hingað hafa komið í sumar, hafa tekið umtalsverðum breytingum. Nú er mun algengara að erlendir ferða- menn ferðist á eigin vegum um landið en áður ra.a. til að draga úr kostnaði. Ferðamannastraumurinn í sumar hefur einnig verið nokkuð óstöðugur. T.d. fækkaði útlendingum hér í júní um 4,4 af hundraði en aftur á móti fjölgaði þeim í júlí um 10,3 af hundraði, miðað við sömu mánuði í fyrra. Sparnaður erlendra ferða- manna hér hefur komið fram á ýmsum sviðum atvinnulífs. Má þar nefna að þótt fjöldi útlend- inga hafi vaxið talsvert í júlí, fækkaði gestum á hótelum í Reykjavík. Telur Konráð Guð- mundsson, hótelstjóri á Sögu, eina skýringuna á þessum sam- drætti vera þá að ferðamenn staldri skemur við í Reykjavík en áður. Eins og vænta mátti hafa fjöl- margir ferðamenn komið hingað með ferjunum Norröna og ms. Eddu og í upphafi ágústmánaðar höfðu um 1700 bifreiðir verið fluttar með þeim í sumar. Því má fullyrða að fjölgun útlendinga hér í júlí og breytingar á ferðavenjum þeirra verði að miklu leyti rakin til skipaferðanna milli Evrópu og íslands. Samkvæmt upplýsingum útlendingaeftirlitsins hefur aukn- ingin orðið mest á ferðum Banda- ríkjamanna og Breta hingað til lands í sumar, en Frökkum hefur hins vegar fækkað nokkuð. Sjá nánar: Af innlendum vett- vangi bl8. 16—17. SMYGL fannst í fyrrakvöld um borð í tveimur skipum Eimskipafélags ís- lands, Eyrarfossi og Grundarfossi. Skipin lögðust að bryggju í Sundahöfn síðdegis á mánudag. Andvirði smygls- ins mun nema á markaði rúmlega 400 þúsund krónum. í Eyrarfossi fundu tollverðir 103 flöskur af áfengi, 12 karton af vindlingum, 4 reiknivélar, 10 síma, talstöð, 3 myndbönd og 33 mynd- bandsspólur. Góssið fannst í lokuðu rými í klefum skipverja og nemur andvirði þess tæplega 240 þúsund krónum. Skömmu síðar var hafin leit um borð í Grundarfossi, sem kom frá Sovétríkjunum. Um borð fundust 266 flöskur af áfengi, einkum vodka og viskí og 30 kassar af öli auk fjög- urra kartona af vindlingum. Góss- inu hafði verið haganlega fyrirkom- ið í hliðargeymi olíugeymis. Tæma varð olíugeyminn til þess að komast að góssinu. Andvirði þess á markaði hér mun vera um 165 þúsund kr Heimsmeistaramót í skák: Skotar lagðir ÍSLENDINGAR unnu tvær skákir af Skotum og biðstaðan í hinum tveim- ur skákunum, sem báðar fóru í bið, er síst verri fyrir íslendinga, sam- kvæmt upplýsingum sem Morgun- blaðið fékk hjá Margeir Péturssyni seint í gærkveldi, sem staddur er á heimsmeistaramóti æskumanna í skák sem haldið er í Chicago í Bandaríkjunum. 2. umferðin var tefld í gær, en í 1. umferð unnu ís- lendingar Sameinuðu furstadæmin með 3‘A vinningi gegn '/j. Úrslitin móti Skotum urðu þessi: Margeir — McNab: biðskák, Jón L. — Notwani: 1—0, Karl Þ. — Upton: 1—0, Elvar — Norris: biðskák. Biðskákir átti að tefla í gærkveldi. Eftir þessi úrslit móti Skotum, er útlit fyrir að íslend- ingar séu meðal efstu þjóða á mót- inu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.