Morgunblaðið - 18.09.1983, Side 1

Morgunblaðið - 18.09.1983, Side 1
213. tbl. 70. árg. SUNNUDAGUR 18. SEPTEMBER 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Rússi flýr í Japan Tókýó, 17. .september. Al*. SOVÉZKUR edlisfræðingur, félagi í sovézku vísindaakademíunni, hefur leitað ásjár lögreglu í Japan og lýst sig pólitískan flóttamann. Hann vill flytjast til Randaríkjanna, og er mál hans til athugunar hjá japönskum yfirvöldum og flóttamannafulltrúum SÞ. Vísindamaðurinn heitir Evgenii Alekseevich Novikov og er 52 ára. Hann sótti ráðstefnu um eðlis- fræði í Kyoto. Talsmaður banda- ríska sendiráðsins í Tókýó sagði Novikov hafa birtst í sendiráðinu 9. september og leitað þar hælis, en verið afhentur japönskum yfir- völdum, þar sem sendiráðið hefði ekki verið í stakk búið að veita honum hæli. Díana sögð vera ófrísk l/ondon, 17. september. Al*. HKIMILDIR innan brezku hirðar- innar herma að Díana prinsessa sé með barni og er við því búist að hún verði léttari í maí nk., að sögn The Daily Mirror í dag. Díana er sögð hafa fært kon- ungsfjölskyldunni fregnirnar í konunglegu kvöldverðarboði í Balmoral-kastala í Skotlandi að undangenginni heimsókn til kvennalæknisins George Pinker í Lundúnum. „Það var mikill fögnuður í kon- ungsfjölskyldunni og það var sótt kampavín og skálað af þessu til- efni,“ hefur blaðið eftir heimild- armanni sínum. Díana prinsessa ól manni sín- um, Karli prins af Wales, soninn Vilhjálm fyrir rúmu ári. Bresk blöð hafa gert að því skóna að undanförnu að prinsessan hefði þykknað undir belti, en blaða- fulltrúi drottningar hefur jafnan vísað fregnum þessum á bug. Daily Mirror segir, að ætlunin sé að halda því leyndu eins lengi og unnt er að prinsessan sé barnshafandi, til þess að vernda hana fyrir hugsanlegu fréttaflóði. Haldið á miðin Ljósm. ól.K.Magn. Þessi fallega mynd er úr Hvalfirði og það er hvalbátur sem stefnir á miðin í septemberblíðunni. Skýjafar hefur verið geysilega fallegt marga daga í þcssum mánuði á Suðvesturlandi og ef myndin prentast vel má sjá eitt dæmi þar um. Nýjar tilgátur um mál kóresku þotunnar Sovétmenn finna brak með smákafbátum Wakkanai Japan, New York og Montreal, 17. Neptember. AP. JAPANIR eru í litlum vafa um það þessa dagana, að Sovétmenn hafi fundið að minnsta kosti hluta af flaki kóresku farþegaþotunnar sem þeir skutu niður við Shakalin-eyju á dögunum. Japanskt leitarskip fékk í gær þau boð frá sovésku leitarskipi, að halda sig fjarri, þar sem það sovéska væri með „neðansjávaraðgerðir“ í gangi. Japanska skipið nálgaðist það skildu á milli. Sáu Japanir Sov- sovéska svo, að aðeins 500 metrar étmenn setja smákafbát á flot, Tvítugur Wisconsin-búi: Býr í skógarkofa og borðar ljónakjöt Madison, Wisconsin. 17. s«‘ptember. AP. Tvítugur maður frá Madison í Wisconsin, John Baaske, er með ofnæmi fyrir 20. öldinni, hann hefur búið út af fyrir sig í skóg- arkofa síðan árið 1981, borðað einungis Ijónakjöt, ananas og drukkið vatn. Heilbrigðisyfirvöld hafa nú fengið hann til að fallast á læk-nisskoðun til að skera úr um hvort möguleiki er á lækningu. Hingað til hafa heilbrigðisyf- irvöld í Wisconsin neitað að greiða lækningakostnað Baask- es vegna eðlis sjúkdómsins. Hafa yfirvöldin verið vantrúuð á raunverulegt ástand piltsins og dregið í efa að hann geti ekki lagt annað sér til munns en ljónakjöt. En nú verður skorið úr því. Móðir Baaskes sagði það ekk- ert grín að fjármagna matar- reikninga sonarins, kjötið eitt kostaði meira en 1000 dollara á mánuði og væri sérstaklega pantað frá Illinois. Ávextina kaupir frú Baaske frá Kali- forníu og þeir eru ekki gefnir frekar en kjötið. einnig tvo smábáta. Alls eru níu sovésk skip á þessum slóðum í leit að braki, og einkum og sér í lagi „svarta kassanum". Þá hafa Jap- anir séð Sovétmenn hífa málm- brak um borð í skip sín, brak sem gæti verið úr kóresku þotunni. Fjögur bandarísk skip eru einnig á svæðinu, tvö þeirra með sér- stakan búnað til að vísa á „svarta kassann". Fjögur japönsk leitar- skip eru og þarna á sveimi. Bandaríska sjónvarpsstöðin ABC greindi frá „nýrri vitneskju" í þotumálinu í fréttatíma í gær Þverskallaðist ýmislegt af „vitn- eskjunni" við fyrri yfirlýsingar bæði bandarískra og sovéskra yf- irvalda. Ronald Reagan Banda- ríkjaforseti sagði á dögunum, að það væri ekki með nokkru móti hægt að ruglast á Boeing 747-þotu og öðrum þotum eins og Sovét- menn segjast hafa gert. ABC sagði hins vegar i gær, að sovésku þotuflugmennirnir hafi aldrei verið í aðstöðu til að greina al- mennilega hvurs lags flugfar var á ferðinni, því þeir hafi allan tím- ann verið að minnsta kosti 2.000 fetum fyrir neðan þotuna og aldr- ei í sömu hæð. Fullyrðingar Sov- étmanna um að þotuflugmenn þeirra hafi reynt að vekja athygli flugmanna farþegaþotunar með því að velta vængjunum standast því ekki samkvæmt þessu. Þá seg- ir ABC, að vegna þess hversu langt hafi verið á milli orrustu- þotanna og farþegaþotunar hafi verið útilokað að „varúðarskotin" sem Sovétmenn sögðust hafa hleypt af, hafi nokkurn tíman komið fyrir augu kóreska flug- mannsins eða áhafnar hans. Flugmálaráð Sameinuðu þjóð- anna tók þotumálið fyrir á fundi sínum laust fyrir helgina og sam- þykkti að fordæma árás Rússa á þotuna og skipa rannsóknarnefnd til að taka málið fyrir. Var þetta samþykkt þrátt fyrir áköf mót- mæli sovésku fulltrúanna í ráðinu- Vilja ekki fá ráðherrann Lundúnir, 17. M'piember. Al\ BRESKA ríkisstjórnin hefur til- kynnt Sovétmönnum, að ekkert geti orðið úr fyrirhugaðri ferð Gregorys Kornienko, aðstoðarutanríkisráð- herra Sovétríkjanna, til Brctlands í næstu viku. Var áætlað að Kornienko ræddi við ýmsa ráðamenn í Bretlandi á þriggja daga ferð sinni. Aðgerðir Breta eru í mótmælaskyni við ill- virki Rússa er þeir skutu niður kóresku farþegaþotuna á dögun- um.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.