Morgunblaðið - 08.11.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.11.1983, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR MEÐ 4 SlÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 256. tbl. 70. árg. ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Stuöningsmenn Ara- fats hreiðra um sig í síðasta vígi sínu Beírút og Bir Z«it, fsrael, 7. nóvember. AP. FYLGISMENN Yasser Arafats áttu í vök aö verjast í aöalbækistöðvum sínum skammt utan Tripólí í kvöld, er andstæðingar Palestínuleiðtog- ans sóttu að þeim úr öllum áttum með stuðningi Sýrlendinga. Hafa menn Arafats farið mjög halloka undanfarna daga og neyðst til að yfirgefa hverja bækistöð sína á fæt- ur annarri. Arafat sagðist þess fullviss i kvöld, að Sýrlendingar undir- byggju nú árás á borgina eftir að þeir skipuðu herliði sínu í við- bragðsstöðu í dag og tilkynntu al- mennt herútboð. Her þeirra telur 220.000 manns, en um 100.000 eru í varaliðinu. Sýrlendingar segjast óttast hefndaraðgerðir Bandaríkja- manna vegna árásarinnar á búðir frönsku og bandarísku gæslulið- anna fyrir nokkru. Fréttaskýr- endur eru á hinn bóginn þeirrar skoðunar, að þeir undirbúi nú öfl- uga sókn gegn stuðningsmönnum Arafat í Baddawi-búðunum. Að sögn lögreglu og hers í Líb- anon hafa meira en 1.000 manns látið lífið og 3.000 særst frá því andstæðingar Arafats hófu það sem þeir nefna lokasóknina gegn mönnum hans í dögun á fimmtu- dag. I kvöld var svo skýrt frá því, að til harðra átaka hefði komið við bækistöðvar bandaríska gæslu- liðsins við alþjóðaflugvöllinn í Beirút. Fylgdu átökin i kjölfar eftirlitsflugs bandarískra her- þota yfir Beirút fyrr í dag. Frá suðurhluta Líbanon bárust fregnir af því að handsprengjum hefði verið varpað að ísraelskum Símamynd AP. Yasser Arafat brosir enn, þótt syrti í álinn. hermönnum við olíuhöfnina í Zahrani. Fóru fjórir menn um höfnina á gúmbát með utan- borðsvél og ' vörpuðu hand- sprengjum á land. Þeir voru allir handteknir. Þá skýrðu lögregluyfirvöld í Beirút frá því í dag, að sprengju- sérfræðingum hefði á elleftu stundu tekist að gera öfluga sprengju í stolinni franskri her- bifreið óvirka í morgun, þar sem hún stóð mannlaus fyrir utan sendiráð írana í borginni. Frakk- ar höfðu leitað bifreiðarinnar undanfarna daga en án árangurs. Palestínumenn búsettir á vest- urbakka Jordanár efndu til mót- mælaaðgerða í dag til þess að lýsa yfir stuðningi sínum við Arafat. Til átaka kom á milli mótmælendanna og ísraelskra hermanna í morgun og varð þá 16 ára stúlka fyrir skoti í flótta- mannabúðum fyrir utan bæinn Bir Zeit. Sigri fagnað Símamynd AP. Turgut Ozal fagnar sigri í kosningunum ásamt stuðningsmönnum sínum. Sigur Ozal herforingja- stjórninni mikið áfall Ankara, 7. nóvember. AP. Föðurlandsflokkurinn, flokkur Turgut Ozal, vann mikinn sigur í tyrknesku þingkosningunum, sem fram fóru um helgina. Hlaut flokkur Ozal 45% atkvæða og hreinan meiri- hluta á þingi. Þetta eru fyrstu þing- kosningarnar frá 1980 og í fyrsta sinn síðan 1969, að einn flokkur nær Leiðtogar Sovétríkjanna á Rauða torginu í gær. F.h.: Romanov, Gorbachev, Gromyko, Grishin, Tikhonov, Ustinov og Chernenko. Simamynd AP. Andropov sást ekkí á byltingarafinælinu Moskvu, 7. nóvember. AP. EFASEMDIR um heilsu Sovétleið- togans Yuri Andropov fara nú mjög vaxandi eftir að hann gat ekki verið viðstaddur hin árlegu hátíðahöld i minningu afmælis byltingarinnar í dag. Fjarvera Andropov vakti óskipta athygli er meðlimir stjórn- málaráðsins röðuðu sér upp á tröpp- unum við grafhýsi Leníns. Talið er, að þetta sé í fyrsta skipti, sem leiðtogi Sovétríkjanna er ekki viðstaddur hátíðahöldin. Að sögn embættismanna er Andropov með kvefsótt, en allt þykir benda til þess að hann sé illa haldinn af öðrum og alvarlegri veikindum. Leiðtoginn sást síðast á opinberum vettvangi þann 18. ágúst. Vitað er til þess, að hann hefur þjáðst af hjartakvilla. Ekki var nein skýring gefin á fjarveru Andropov og sjónvarps- vélum var ekki beint að leiðtogun- um fyrr en 15 mínútum eftir að hin opinbera athöfn hófst. Er það þvert ofan í fyrri venjur við beina útsendingu. Tveimur klukkustundum eftir að hátíðahöldunum lauk formlega þusti óþekktur maður inn á Rauða torgið, vætti klæði sín í bensíni og bar síðan eld að. Brann hann mjög illa en var talinn með lífsmarki er útsendarar KGB tóku hann í vörslu sína. hreinum meirihluta þingsæta. Almennt er litið á kosningaúr- slitin sem sigur fyrir lýðræði og um leið mikinn ósigur herfor- ingjastjórnarinnar. Hún hafði lýst yfir stuðningi við þjóðlega lýðræð- isflokkinn, sem hafnaði í neðsta sætinu. Atkvæðahlutfall flokks Ozal færði honum 211 þingsæti af 400. Flokkur alþýðudemókrata hlaut 30,4% atkvæða og 116 þingsæti og þjóðlegi lýðræðisflokkurinn hlaut 23,6% atkvæða og 70 þingsæti. Hverjir hljóta þau 3 þingsæti, sem eftir eru, ræðst ekki fyrr en loka- úrslit hafa borist frá ýmsum fjar- lægari héruðum landsins. Strax í dag rétti Ozal herfor- ingjunum, sem koma vildu í veg fyrir kjör hans, sáttarhönd er hann lýsti því yfir í dag, að hann væri þeim þakklátur fyrir að koma á ný lögum og reglu á í land- inu og endurvekja lýðræði. Talið er víst, að Kenan Evren, yfirmaður herforingjastjórnar- innar, sem stóð að valdaráni hers- ins í nóvember 1980, útnefni Ozal forsætisráðherra innan skamms, þótt hann hafi áður varað þjóðina við „fölskum yfirlýsingum hans og gylliboðum". Evren var í fyrra kjörinn forseti til næstu sjö ára. Samkvæmt nýju stjórnar- skránni aukast völd forsetans. Hann hefur heimild til að leysa upp þingið og getur krafist nýrra kosninga tefjist myndun nýrrar ríkisstjórnar. Þá hefur Evren rétt til að lýsa yfir neyðarástandi og skipa menn í margar af æðri stöð- um stjórnkerfisins. Sinfóníu- hljómsveit- in ofurölvi Kaupmannahöfn, 7. nóvember. AP. Sinfóníuhljómsveit danska út- varpsins fór heldur betur út af laginu í beinni útsendingu frá nútímatónlistarhátíð í Arósum í föstudag. Skýringin var einfald- lega sú, að stór hluti hljómsveitar- innar var blindfullur í útsending- unni. Slíkt var ástandið á sumum hljóðfæraleikurunum, að bera varð þá ofurölvi af sviðinu. Aðr- ir gerðu ekki betur en að sitja uppréttir í stólum sínum og tónlistin var á köflum allt ann- að en fögur. Þá heyrðust ítrekuð hlátrasköll eftir að sessunautar höfðu verið að reyta af sér brandara. Þessi uppákoma hefur vakið óskipta athygli í Danmörku og þá ekki síður hneykslun. Hefur danska útvarpið krafist þess að ástæðan fyrir þessu verði könn- uð rækilega og hlutaðeigandi veitt þörf áminning.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.