Morgunblaðið - 08.11.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.11.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1983 15 hve sænsk leiklist væri rík að hafa borið gæfu til að taka slíkt leikhús í arf frá liðnum kynslóðum. Á leið minni út úr þessum töfra- heimi ölvaður af tónum samtíma- manna Mozarts varð mér hugsað til þeirrar miklu hreyfingar á tónlistarsviðinu, sem miðar að því að gefa okkur kost á að heyra tón- list í upprunalegum búningi. Nú varð mér ekki síður ljóst hve sjálf sýningaraðstaðan skiptir miklu máli: upprunaleg sýningaraðstaða á sviði leikhúss, tónlistar og kvik- mynda. Þetta á ekki síst við í sam- bandi við kvikmyndirnar. Þótt það sé undirstöðuatriði fyrir kvik- myndasöfn að varðveita kvik- myndir, þá er það ekki nóg. Það verður að vera unnt að sýna þær á þann hátt sem til var ætlast í upp- hafi. Þess vegna mega kvikmynda- söfnin ekki horfa upp á það að- gerðalaust, að kvikmyndahúsin leggist smám saman niður með sí- vaxandi ásókn vídeósins og sjón- varpsins. Á þessari stundu skynjaði ég á nýjan leik mikilvægi þess að gamla Reykjavíkur Bíógraftheat- er yrði bjargað frá glötun. Ég sá í hendi mér að þar ættum við ís- lendingar ríkidóm, em gæti að sínu leyti orðið okkar Drottning- holm. Ekki spillti það fyrir að sjálf grunnbygging Fjalakattarins er frá svipuðum tíma og Drottn- ingholm-leikhúsið og reist fyrir atbeina sjálfs Skúla Magnússonar, föður Reykjavíkur. Ég strengdi þess heit fyrir framan leikhúsið að ganga á fund föður Reykjavíkur nútímans, Davíðs Oddsonar, sem einnig fæst við leikritun svo sem kunnugt er, og freista þess að leggja málið fyrir í nýju ljósi og vekja áhuga hans á að hafa for- göngu um að forða Fjalakettinum frá glötun. Gerum Fjalakattarmálið að al- þjóðlegu baráttumáli fyrir við- gangi kvikmyndasýningaraðstöð- unnar, eins og hún hefur þróast innan veggja kvikmyndahúsanna. Kvikmyndahúsa nútímans mega ekki bíða sömu örlög og bíóa þögulmyndaskeiðsins, að detta uppfyrir vegna tilkomu nýrrar tækni. Sérhver þjóð þarf að varð- veita elsta kvikmyndahús sitt og sjá til þess að almennur kvik- myndahúsarekstur búi við viðun- andi rekstrarskilyrði. Baráttan fyrir endurreisn Reykjavíkur Bíó- graftheaters á að vera táknræn á alþjóðlega vísu. Kvikmyndasafn íslands hefur fullan hug á að beita sér í þessu máli á alþjóðavettvangi og væntir stuönings alþjóðasambands kvik- myndasafna, sem áður er getið. Má segja að þegar hafi verið haf- ist handa, því málið var kynnt á aðalfundi sambandsins fyrir fá- einum árum og forseti þess, Wolfgang Klaue, hefur sýnt mál- inu slíkan áhuga að hann hefur ritað borgaryfirvöldum hér bréf og hvatt til þess að gamla bíóið í Fjalakettinum verði varðveitt. Á næsta aðalfundi sambandsins, sem haldinn verður í Vín í apríl 1984, hefur Kvikmyndasafnið hug á því að hafa forgöngu um að láta gera úttekt á stöðu kvikmynda- húsanna í heiminum nú á tímum, aldri þeirra, stærð, rekstrarskil- yrðum, hversu mjög þeim hefur fækkað í landi hverju á siðastliðn- um áratug. o.s.frv. (Ef til vill minnast lesendur útvarpsfrétta- pistils Helga Skúla Kjartanssonar frá London á dögunum í þessu sambandi). Með þessari könnun sæju kvikmyndahúsaeigendur að verið væri að vinna í þeirra þágu. Það gefst því ágætt tækifæri til þess að tengja könnunina við bar- áttuna fyrir varðveislu Reykjavík- ur Bíógraftheaters og hafa við- festan happdrættismiða við útfyll- ingareyðublaðið. Kaupendur happdrættismiðans fengju nafn kvikmyndahússins letrað á skjöld, sem komið yrði fyrir í anddyri Fjalakattarbíósins jafnframt því sem nokkrir vinningar væru ( boði í formi ferðalags til íslands á 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar. Með því að fjársöfnunin hæfist hér heima og bærist síðan til Norðurlanda með stuðningi góðra manna þar þykist ég viss um að hægt yrði að safna miklu fé til endurreisnar Fjalarkattarins, því margt smátt gerir eitt stórt. Það er ljóst að viðgerð Fjalakattarins mun kosta mikið fé í viðbót við kaupverðið. Þess vegna er það langt frá því að vera sjálfsagt mál að leggja þá fjárhagsbyrði á herð- ar skattborgaranna. En málið hlýtur að horfa öðru vísi við ef unnt reyndist að fjármagna endurreisnarstarfið með frjálsum framlögum, þar sem mest munaði um fjársöfnun erlendis. Svo sém kunnugt er, er Fjala- kötturinn eign Þorkels Valdimars- sonar. Um árabil hafa átt sér stað viðræður milli Þorkels og borgar- yfirvalda, sem miðað hafa að því að borgin eignaðist Fjalaköttinn, en ekki hefur náðst samkomulag og skal það mál ekki rakið hér. Nú liggur fyrir borgarráði erindi Þorkels um að fá að rífa Fjala- köttinn. Kvikmyndasafn íslands hefur einnig sent borgarráði er- indi byggt á heitstrengingum und- irritaðs í Svíaríki. Borgaryfirvöld geta nú valið um tvo kosti: að heimila niðurrif Fjalakattarins, eða láta reyna til þrautar mögu- leika þá sem kynntir hafa verið til fjáröflunar, áöur en niðurrif yrði heimilað, ef á að heimila það á annað borð, þar sem bæði borgar- minjavörður og umhverfismálaráð leggjast gegn niðurrifi. Hér hefur að sjálfsögðu nánast eingöngu verið fjallað um varðveislu Fjala- kattarins út frá sjónarmiðum gamla bíósins, sem er ekki nema um V6 af allri byggingunni. Sjón- armið minjavarðar eru efni í aðra blaðagrein. Minnumst þess nú að varla hefur sú staða komið upp í sambandi við varðveislu uppi- standandi húsa á íslandi að er- lendar þjóðir hafi látið sig varð- veislu þeirra einhverju skipta. Til að kalla yfir okkur afskiptasemi erlendis fra, hefðum við væntan- lega þurft að standa frammi fyrir ákvörðun um að láta rifa miðalda- kirkjurnar í Skálholti og á Hólum sem illu heilli eru ekki uppistand- andi í dag. Kvikmyndasafn ís- lands skorar því á borgaryfirvöld að taka tillit til sérstöðu málsins og að þau láti á það reyna, hvort hægt sé að vekja upp alþjóðlega hreyfingu Fjalakettinum til bjargar. Borgarstjórnir og borgar- stjórar koma og fara. Takist nú- verandi borgarstjóra og borgar- stjórn hans að leysa málefni Fjalakattarins með samningum við húseiganda og með því að virkja þá aðila, sem bíða þess al- búnir að leggja mikla vinnu í að fjármagna endurreisn Fjalakatt- arins, þá mun sú ákvörðun ekki gleymast' heldur verða letruð á spjöld sögunnar. Hér með er þeirri áskorun jafnframt beint til Reyk- víkinga að þeir veiti borgarstjórn- arfulltrúum sínum siðferðilegan styrk til þess að taka ákvörðun um varðveislu Fjalakattarins og líti svo á að veglegri afmælisgjöf á 200 ára afmæli sínu fái borgin ekki. Hver kannast ekki við það ágæta bragð, sem maður leikur stundum, þegar mann langar í einhvern hlut, sem maður hefur í raun ekki efni á að eignast, hvort sem það er nú bók eða eitthvað annað. Maður gefur sér hann í af- mælisgjöf. Erlendur Sreinsson er kvikmrnda- gcrðarmaður og forstöðumaður Kvikmyndasafns íslands. Upplýsingar og fræðsla fyrir hjarta- sjúklinga og að- standendur þeirra Á VEGUM Landssamtaka hjarta- sjúklinga og Hjarta- og æðavernd- arfélags Reykjavíkur er nú að hefjast samstarf um fræðslu- og upplýsingastarfsemi fyrir hjarta- sjúklinga og aðstandendur þeirra vegna hjartaaðgerða. Til viðtals verða menn sem farið hafa í aðgerðir og munu þeir veita ýmsar almennar upp- lýsingar sem byggjast á per- sónulegri reynslu þeirra. Fengist hefur aðstaða á skrifstofu Hjartaverndar, Lág- múla 9, 3. hæð, og verða upplýs- ingar veittar þar og í síma 83755 á miðvikudögum kl. 4—6. Úr fréttatilkynningu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.