Morgunblaðið - 08.11.1983, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 08.11.1983, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1983 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS „ 11-rvut n'Ji - uhJ ’IJ II Búðardal. (Árbók Fornl.fél. 1969 og 1978.) Minjasafnið að Hnjóti við Patreksfjörð var opnað sl. sumar í nýreistu húsi , sem sýslunefnd Barðstrendinga lét reisa, Egill ólafsson hafði þá um árabil safnað munum til safnsins. Byggðasafn Vestfjarða á ísa- firði er eitt þeirra safna sem eiga sér langa forsögu. Ýmsar heimildir um það eru í ísfirsk- um blöðum, einkum Vestur- landi. í apríl eða maí 1963 var safnið formlega opnað. Skráðir munir þess þá voru 1820. Safnið er til húsa á rishæð sundlaug- arinnar. (Skutull 26. apríl 1963.) Árið 1939 urðu nokkrar um- ræður manna á milli um nauð- syn á stofnun minjasafns á ísa- firði. Bárður G. Tómasson skrifaði þá grein í Vesturland 16. des. sama ár. Lagði hann þar til að smíðaður yrði árabát- ur með vestfirsku lagi og yrði hann stofn safnsins. Gaf Bárð- ur síðan fyrstur. til þessarar smíði. Sumarið 1940 voru þegar til munir í væntanlegt safn. í janúar 1940 héldu fiskideildir Vestfjarða fjórðungsþing á ísa- firði og samþykktu að styðja fyrirhugað safn með fjárfram- lagi. (Vesturl. 27. jan. 1940 og 3. jan. 1941.) Á sjómannadegi í júni 1941 var nýsmíðuðum árabát róið á pollinum á ísafirði. (Vesturl. 14. júní 1941.) Þessir hringdu . . . leik og þau setja snjóinn upp í sig eins og barna er siður. Það hljóta allir að sjá, að þetta er gersamlega óboðlegt. Mér finnst nú að við séum nógu mörg, sem erum á móti hundahaldi, til að það ætti að vera hægt að taka tillit til okkar. Ég vonast til, að þeir sem ráða þessum málum, geti komið því í kring, að hundaeigendur verði að halda lögin alveg eins og aðrir borgarar. Betur settur en ádur? Aldamótamaður hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Það var mikið talað um aðhlynningu aldr- aðra fyrir kosningarnar í sumar. Hér er eitt dæmi um efndirnar: Ég fékk í ellilaun í september síðast- liðnum kr. 7.506. Núna í nóvember fæ ég kr. 8.007. Af því að það var verið að tala svo mikið um þessa aðhlynningu, langar mig til að spyrja, hvort einhver telji mig nú betur staddan, eftir allar þær verð- hækkanir, sem orðið hafa á milli þessara lífeyrisgreiðslna. Og þess- ar hækkanir hafa flestar komið á vörur, sem ég get ekki sloppið við að kaupa, þó að ég feginn vildi. Mér sýnist ég fremur hafa verið hlunn- farinn en hlynnt hafi verið að mér, þegar ég skoða þetta dæmi. Gersamlega óbodlegt íbúi í Laugarneshverfi hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Það er nýkominn hundur í næsta hús við heimili mitt og finnst mér alveg óskiljanlegt og raunar óviðunandi, hvað fólk leyfir sér. Þessu er hleypt út á lóðina hjá manni seint og snemma til þess að gera þarfir sín- ar. Nú þegar kominn er snjór er mikið um það að börn séu þarna að Hver á að fjar- lægja uppistöðu- kindurnar? Gunnlaugur hringdi og hafði eft- irfarandi að segja: — Nú þegar syrta fer í álinn hjá okkur með veð- ur og ökufæri, finnst mér ástæða til að impra á ákveðnu atriði. Ég er Breiðholtsbúi og hef verið að velta því fyrir mér undanfarið, hvort það væri að verða að einhverju tísku- fyrirbæri að skilja ökutæki eftir í reiðileysi, jafnvel við miklar um- ferðaræðar, ýmist uppi á gang- brautum eða uppi á eyjunum. Fyrir kemur einnig, að uppistöðukindur þessar skagi út í akreinarnar. Það veldur því að ökumenn sveigja fyrir gripina og geta fipað bílstjóra sem aka samsíða, með ófyrirsjáan- legum afleiðingum. Nú spyr ég: Er það hlutverk lögreglu, gatnamála- stjóra eða hreinsunardeildar að koma í veg fyrir, að bílar séu skild- ir svona eftir jafnvel í einn eða tvo sólarhringa? Maður er ekkert hissa á að sjá yfirgefna bíla, þegar vit- laust veður skellur á fyrirvara- laust. Þá vill það henda að bílarnir vökni og ökumenn komist ekki lengra á þeim. En að sjá þetta í ágætis færð og veðri, finnst mér skjóta skökku við. Hvað hefur þá gerst eiginlega? Hafa bílarnir orð- ið bensínlausir, bilað eða er eitt- hvað annað í veginum? Hvað sem um það er að segja, valda þeir óþægindum og óöryggi í umferð- inni, og oft þar sem síst skyldi. Klukku- vísur og kvöldbæn Björn skrifar að norðan: -Velvakandi. I framhaldi af mánaðarvís- um, sem þú birtir 28. október, langar mig að senda þér klukkuvísur ásamt kvöldbæn er fylgdi þeim. Vísur þessar eru ættaðar héðan að norðan heid ég, en um nafn höfundar- ins er mér ekki kunnugt svo að ég geti fullyrt. Kannski veit einhver betur. Klukkuvísur 1. Nú er tíma illa eytt, allir menn það heyra. Nú er klukkan orðin „eitt“ eða nokkru meira. 2. Höfum á Guði trú og traust, til hans bæn vor sveimi. Er nú klukkan efalaust orðin „tvö“ í heimi. 3. Felum Drottni björg og bú, bíðum seinni tíma. Er nú klukkan orðin „þrjú“, enn er nokkur skíma. 4. Góði faðir, gæt mín vel, gef ég hrasi aldregi. „Fjögur" klukkan orðin er, alltaf hallar degi. 5. Heims eru jelin hörð og dimm, hyljast mótin vega. Er nú klukkan orðin „fimm“, eymd vex hræðilega. 6. f heimi er víða pat og pex, prentuð mörg er rimma. Er nú klukkan orðin „sex“, ætlar að fara að dimma. 7. Heyri ég skrafa marga menn, minn sé ei góður hagur. „Sjö“ er klukkan orðin — enn eftir nokkur dagur. 8. Allt vill ganga öfugt hér, ekki er gott til sátta. Neyð að þrengir nöpur mér — nú er klukkan „átta“. 9. Nótt er komin núna hér, næsta er Kári ófagur. „Níu“ klukkan orðin er, á enda er þessi dagur. 10. Úti er blíðu ágætið, unun vottar frýju. Nóttin hylur fold og féð, fetar klukkan „tíu“. 11. Hjá mér alvalds hjálpræði hverja stundu búi. Úti er tíminn „ellefti", að oss værðir hlúi. 12. Ef ég mætti ganga um gólf, gengi flest til sátta. Er nú klukkan orðin „tólf“, allir fara að hátta. Bæn Skapari — faðir, frelsari, fyrirgefðu og vægðu. Huggaðu, eyddu harmkvæli, hegning synda lægðu. Mín eru synda mikil gjöld, míns til Guðs ég vona. Æfi máske er komið kvöid, hvað eitt líður svona. Á þig trúi ég einan hér, öll sem gæði veitir. Frelsari Jesú — forða mér frá ég illa breyti. Ó, minn Drottinn, annast mig og alla mína líka. Ég vil ætíð lofa þig, elskan gæsku ríka. T0Y0TA-VARAHLUTAUMB0ÐIÐ ÁRMÚLA 23 — SÍMI 81733 Loftbitar sígíldur stíll audveld uppsetning gott vcrd Nu er þaö síðasta námskeiö fyrir jól Líkamsrækt og megrun fyrir konur á öllum aldri. 5 vikna námskeiö 14. nóv.—15. des. Morgun-, dag- og kvöldtímar. Fyrir þær sem eru í megrun: 3ja vikna kúrar. Tímar 4 sinnum í viku. Nýir og spennandi matarkúrar. Viktun — Mæling — Sér- flokkar. Lausír tímar fyrir vaktavinnufólk Þú finnur örugglega flokka viö hæfi hjá okkur. Viö erum meö tíma alla morgna — allan daginn og allt kvöldiö. ★ Sturtur — Sauna — Tæki — Liós Ath.: Samlokubekkirnir eru í Boiholti. Afsláttur á1 10 tíma kortum fyrir allar sem eru í skólanum. Ljósin í Suðurveri eru innifalin. 50 mín. kerfi J.S.B. með músík. Kennarar Suðurveri: Bára — Margrét — Sigríður. Kennarar Bolholti: Bára — Anna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.