Morgunblaðið - 08.11.1983, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.11.1983, Blaðsíða 40
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1983 n\kxY\ia* yktcur ennþá okkxiaebL ást er ... ... aÖ horfa sam- an á vetrarkom- una. TM Reg. U.S. Pat. Off.—all riflhts reserved °1983 Los Angetes Times Syndicate Svona þroskaöir bananar eru ekki á hverju strái vina mín! HÖGNI HREKKVÍSI Skúli Magnússon, Keflavík, skrifar: „Á árunum 1930—40 hóf Matthías Þórðarson, þjóð- minjavörður, að vinna að friðun gamalla húsa víða um land. í kjölfar þess vaknaði hreyfing sem leiddi seinna til stofnunar byggðasafna. Hugmyndin um byggðasöfnin var eðlilega tengd varðveislu gamalla húsa, eink- um gömlu torfbæjanna. Mönnum var ljóst, að miklar breytingar voru framundan í þjóðlífi og atvinnuháttum. Þær breytingar urðu einkum á árun- um 1940—50. En um leið eign- aðist hugmyndin um byggða- söfn enn fleiri stuðningsmenn. Víða var hafist handa um söfn- un gamalla muna, þó að að- stæður til geymslu þeirra væru oft harla bágbornar. Smám saman voru söfnin opnuð, en aðdragandi margra þeirra hefur orðið mjög langur. Sum voru svo heppin að eiga að ötula stuðningsmenn sem fórn- uðu flestu fyrir málefnið. Önn- ur urðu að láta sér nægja að vera aðeins nafnið tómt. Slík söfn áttu fáa formælendur og því höfðu sveitarstjórnarmenn öðrum störfum að sinna en málefnum þeirra. Engin al- menn vakning varð f kringum þau af því að enginn hreyfði umræðum. Hér á eftir mun ég í örstuttu máli gera grein fyrir þróun byggðasafna á íslandi. Kemur þá í ljós hve aðdragandi flestra þeirra hefur verið langur. Byggöasafn Hafnarfjarðar var opnað 20. júlí 1974 í húsi Bjarna riddara. Húsið er frá fyrrihluta 19. aldar og hlaut vandaða við- gerð. Er það nú eitt snotrasta hús bæjarins. Við hlið þess stendur Brydes-pakkhús og fer nú fram mikil viðgerð á því. (Árbók Fornl.fél. 1974.) Árbæjarsafn var opnað 22. sept. 1959. Þar stóð yfir sýning fram eftir vetri. Árbær hafði þá staðið auður um tíma. Reykvíkingafélagið fékk umráð yfir bænum í því skyni að gera við hann og koma þar upp safni. Þegar til kom treysti fé- lagið sér ekki til þess af fjár- hagsástæðum. Borgin tók því verkið að sér. Skömmu síðar var farið að flytja þangað göm- ul hús úr Reykjavík og smám saman mótaðist hugmyndin um sérstakt safnsvæði, sem fyrst og fremst var ætlað húsum frá Reykjavík. (Lesbók Mbl. 29.9. 1959. í Lesbók 29.8.1948 skrifar Árni Óla grein um byggðasafn í Laugarásnum.) ByggAasafn Akraness og nær- sveita var opnað í gamla stein- húsinu í Görðum á Akranesi 13. sept. 1959. Um leið var safnið afhent 9 manna stjórn sem til- nefnd var af sveitunum sunnan Skarðsheiðar. Fram að opnun var safnið á ábyrgð sr. Jóns M. Guðjónssonar, sem var for- göngumaður þess og stofnandi. Þetta safn er nú eitt stærsta minjasafn utan Reykjavíkur ásamt Skógasafni. Þar hefur verið reist vandað safnhús og nú stendur yfir endurbygging á kútter Sigurfara, sem safnið eignaðist fyrir nokkrum árum. (Arbók Fornl.fél. 1960.) Byggðasafn Borgarfjarðar. Hinn 4. júlí 1971 var opnað safnahús í Borgarnesi þar sem byggðasafnið er til húsa. Áður var það geymt í húsnæði Kaup- félags Borgfirðinga. (Mbl. 10. júlí 1971.) Byggðasafn Snæfellinga. Árið 1970 keypti byggðasafnsnefnd gamalt hús í Stykkishólmi, sk. Norska hús. Hafin var viðgerð hússins með það fyrir augum að geyma þar muni byggðasafns, en söfnun hafði þá staðið í mörg ár. Safnið hefur þó form- lega ekki verið opnað. (Árbók Fornl.fél. 1971.) Byggðasafn Dalamanna var formlega opnað í skólahúsinu á Laugum í Sælingsdalstungu 20. apríl 1979. Þar hafði safnið ver- ið frá 1977 og var þá jafnframt sýnt gestum. Árið 1968 fór Magnús Gestsson söfnunarferð um Dalasýslu og safnaði um 6—700 munum. Þeir voru fyrst geymdir í félagsheimilinu í Allir vita hvernig nú er komið fyr- ir stærstu von og hugsjón mannkyns 4649-5233 skrifar: „Sæll Velvakandi góður. Nýlega var dags Sameinuðu þjóðanna minnst hér í fjölmiðl- um, m.a. í erindi Jónínu Micha- elsdóttur „Um daginn og veg- ' inn“ 24. f.m., á mjög svo ljósan og gagnorðan hátt og enn skemmra er síðan landsfundi Samtaka um kvennalista lauk. Af tilefni þessa hvors tveggja og af því að friðarmálin eru í dag mál málanna langar mig til að minnast á atriði þau varð- andi sem ég tel að furðu lítið hafi til þessa verið til almennr- ar umræðu. Við, sem munum þá tíð þegar Sameinuðu þjóðirnar hófu göngu sína, trúðum flest að að- alhugsjón og tilgangur þessara stóru samtaka væri fyrst og fremst að koma á friði til fram- búðar í stríðshrjáðum heimi. Og þessi glæsta hugsýn skyldi gerð að veruleika með þeim hætti að öll deilumál þjóða á milli skyldu lögðu fyrir hlutlausa alþjóða- dómstóla, skipaða vitrum og réttsýnum mönnum, er í dóm- um sínum hefðu ávallt stofn- skrá og mannréttindayfir- lýsingu Sameinuðu þjóðanna sjálfra að leiðarljósi. Þá skyldi heldur engin þjóð lengur hafa eigin heri til að beita aðra þjóð vopnavaldi. Hins vegar væri ríkjum Sameinuðu þjóðanna ætlað að leggja til lið (hvert að sínum hluta) í sameiginlegar friðargæslusveitir, er hefðu bæði mátt og rétt (í miklu rík- ari mæli en nú) að grípa inn í og stilla til friðar hvar sem of- beldisverk og ófriðarbál gysu upp á milli þjóða. Einnig ættu einstaklingar og minnihluta- hópar, sem teldu sig órétti beitta, ávallt örugga von um að fá sanngjarna leiðréttingu sinna mála hjá hlutlausum mannréttindadómstólum. Til að byrja með var líka vissulega stefnt í þessa átt með árangri sem lofaði góðu (með alþjóðadómstóli og litlum frið- arsveitum hér og þar). En eftir því sem fram leið varð æ hljóð- ara um þessa grundvallar- draumsýn, hlutverk hennar og framkvæmdir, svo enn gengur hún svo til eingöngu í hring í sín gömlu spor. Og allir vita hvernig nú er komið stærstu von og hugsjón mannkynsins. En hvers er líka að vænta með- an sjálf frumskilyrðin, undir- staðan, eru svo vænrækt og sniðgengin sem raun ber vitni? Er ekki hætt við að friðarhjalið verði næsta léttvægt og áhrifa- lítið meðan svo er í pottinn bú- ið? Þessu mættu konur gefa gaum. Enda þeim öðrum fremur trúandi til að draga fram í dagsljósið og vekja til nýs lífs — jafnframt og þær krefjast friðar og afvopnunar — hina upphaflegu friðarhugsjón heila og óskipta — og fylgja henni eftir af einbeitni." GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Karlakórinn Fóstbræður sungu þetta lag. Rétt væri: Karlakórinn Fóstbræður söng þetta lag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.