Morgunblaðið - 08.11.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.11.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1983 13 Islenska gamanmyndin sem allitiala um Gagnrýnendur segja: „Það var mikið hlegið og áberandi í hléinu hversu fólki var skemmt og hafði um margt að skrafa og flissa yfir. Það voru greini- lega margir sem könnuð- ust við sig í þeim heimi, sem myndin lýsir og þar er líka helsti styrkur hennar. Sagan öll og sögusviðið er eins rammíslenskt og orð- ið getur.“ H.S. Þjóðviljanum „Það sem einkum tekst vel upp við gerð myndar- innar er notkun leikstjór- ans á heimamönnum eða eyjaskeggjum, en þetta lið allt leikur sjálft sig og fer það vel úr hendi.“ FRI Tímanum. „En það eru aðalleikar- arnir, þeir Eggert Þor- leifsson og Karl Ágúst Úlfsson, sem bera hita og þunga myndarinnar. Og þessir ungu leikarar kom- ast frá hlutverkum sínum með glans. Það er aldrei dauðan punkt að finna í leik þeirra og grínsenurnar virðast þeim eðlilegar og eru lausar við allan remb- ing.“ H.K. Dbl./ Vísir AÐAlHUJTVf.RK SlJiiooRcil 1 HANDRIT OC STJÓRN ■%#1 1 r'RAMŒIDANOI Copyrigrt @ 1983 Nytt W s.t. 40.000 „Hljóðið í þessari mynd er betra en oft áður í íslensk- um myndurn." H.S. Þjóöviljanum. „ ... það er hljóðupptöku og hljóðsetningu sem er virkilega ábótavant og verður til þess að draga myndina niður.“ H.K. Dbl./ Vísi. „Nýtt líf er mjög hugguleg mynd á allan hátt og tekst vel til í hlutverki sínu sem er að kitla hláturtaugar landans, hreint bráðfyndin mynd ..." FRI Tímanum. „Og ævintýri þeirra félaga verða æði mörg og skemmtileg og á vegi þeirra verða margar per- sónur, sem flestar koma manni kunnuglega fyrir sjónir úr íslensku þjóðlífi. Þaö er þannig aö alltaf nóg er að gerast og eng- um ætti að leiðast; til þess gefst enginn tími, fram- vinda myndarinnar er bæði hröð og markviss.“ H.S. Þjóðviljanum. „Nýtt líf getur á engan hátt talist tímamótaverk í ís- lenskri kvikmyndagerð.“ G.A. Helgarpóstinum. „Ég held bara að ég hafi ekki skemmt mér eins innilega á íslenskri kvik- mynd fyrr.“ Ó.M.J. Morgunblaðinu. Þeim fjörutíu þúsund áhorfendum sem þegar hafa séö myndina, þökkum viö innilega fyrir frábærar undirtektir. Nýtt líf er nú um þaö bil hálfnaö á hringferö sinni um landiö og skýst staö úr staö milli lægöardraga. Sýningum í Nýja bíói í Reykjavík fer nú aö fækka svo aö viö viljum hvetja alla, sem hafa áhuga á aö kynna sér nýjustu handtökin viö fiskverkun og fiskveiöar til aö hraöa sér í Nýja bíó, áöur en sýningum veröur hætt og síöasti þorskurinn hverfur úr sjónum. Líf og fjör! Vanir menn! Bestu kveójur, Nýtt líf sf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.