Morgunblaðið - 08.11.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.11.1983, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1983 20 Andstæðingar Khomeinis með aðgerðir: Réðust á flugfélags- skrifetoíur í 5 borgum — Harðir bardagar geisa sem fyrr í Kúrdafjöllum Pmrís, Bruasel, Lundúnum og víðmr, 7. nóvember. AP. ANDSTÆÐINGAR Avatollah Ru- hollah Khomeini, Iransleidtoga réðust í gær inn á skrifstofur ír- anska flugfélagsins í fimm borg- um, fjórum í Vestur- Evrópu og Nýju Delhi í Indlandi. Fór fólkið hamfórum um skrifstofurnar, úðaði málningu upp um alla veggi og taetti niður risaandlitsmyndir af þjóðarleiðtoganum. í einu tilviki var skrifstofustjóri barinn sundur og saman. Borgirnar þar sem atburðirnir áttu sér stað voru Lundúnir, Vín, París og Brussel, auk Nýju Delhi. I Aðeins í Brussel voru engin spjöll unnin, en annars staðar voru skrifstofurnar í rústum eft- ir fólkið. Talsmenn íranskra stjórnarandstæðinga sem eru í útlegð, sögðu ástæðuna fyrir að- gerðunum vera að vekja athygli á skefjalausum handtökum og af- tökum stjórnarandstæðinga í ír- an og til að mótmæla stefnu flestra stjórnvalda að láta málið ekki til sín taka og leggja með þögninni blessun sína yfir voða- verk Khomeini-stjórnarinnar. í öllum tilvikunum í gær, skakkaði lögregla leikinn og handtók fólk- ið. Harðir bardagar voru á norð- urhluta víglínunar milli írana og íraka og að venju gumuðu báðir stríðsaðilar af því að hafa „strá- fellt“ andstæðinga sína og „mal- að þá mélinu smærra". Harðastir voru bardagarnir við landa- mæraborgina Penjwin, sem íran- ir hafa reynt að ná á sitt vald síðan 20. október. Hundruðir virðast hafa fallið í liði beggja um helgina. Alsírforseti í sögu- lega ferð til Frakklands Algeireborg, Alsír, 7. nóvember. AP. CHADLI Benjedid, forseti Alsír kom í gær í opinbera heimsókn til Frakklands, fyrsti þjóóhöfðingi Alsír sem fer til Frakklands síðan að þjóðirnar börðust hatrömmu ný- lendustríði í sjö ár, stríði sem lauk árið 1962 með því að Alsír fékk sjálfstæði. Alsír og Frakkland hafa alið á tortryggni í garð hvors annars og vinátta þjóðanna í milli verið lít- il. 23.000 Frakkar féllu í stríðinu við Alsír og fjöldi Alsírbúa. Yfir- völd í báðum löndum telja nú breytingu til batnaðar í vændum og Alsírfáninn blakti við hún eft- ir endilangri Champs Elysees í gær og Benjedid lagði blómsveig á minnisvarða óþekkta her- mannsins. Yfirvöldum í Alsír þótti tími til kominn að vingast við Frakka, enda búa um 1,6 milljón Alsír- manna í Frakklandi. 45.000 þeirra eru svokallaðir „Harkis", eða Alsírmenn sem börðust með franska nýlenduhernum í Als- írtríðinu og hafa nú frönsk ríkis- borgararéttindi. Þeim er meinað að ferðast til heimalandsins þar sem þeir eru álitnir föður- landssvikarar. Símamynd AP Kosið í Tyrklandi Gengið var að kjörborðinu 1 Tyrklandi um helgina og kosið um lýðræðisstjórn í fyrsta skipti í 3 ár. Úrslit kosninganna voru mikil vonbrigði fyrir fráfarandi herforingjastjórn eins og fram kemur í frétt á forsíðu. Á meðfylgjandi mynd notar ung tyrknesk kona kosningarétt sinn. Aðeins þrír flokkar fengu að bjóða fram til kosninga. UJBBD V-BAR SNJÓKEÐJUR fyrir fólksbíla, jeppa, sendibíla og vörubíla getum sett upp keðjur a traktora og vinnuvélar með stuttum fyrirvara. Undirbúið ykkur fyrir veturinn, hafið keðjurnar til. KRISTINN GUDNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633 Lík Bishops talið fundið í fíöldagröf St George, («renada, 7. nóvember. AP. JOHN STEINMETZ, starfsmaður I frá því í gær, að fundist hefði fjölda- bandaríska utanríkisráðuneytisins, gröf á eyjunni. Hann sagði ekki sem staddur er í Grenada, greindi | meira, en bandaríska dagblaðið Viðræðurnar í Genf: Bandaríkjastjórn með nýjar tillögur? Bonn, 7. nóvember. AP. HELMUT Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, greindi frá því á fréttaraannafundi í Bonn í gær, að bandarísk stjórnvöld væru í þann mund að leggja fram nýjar og endurbættar tiilögur á afvopnunarviðræðunum í Genf. „Þeir eru að leggja síðustu hönd á tillögurnar og því væri ekki rétt af mér að tjá mig um innihaldið," sagði Kohl. Hann gat þess þó að um mjög sanngjamar breytingar vsri að ræða miðað við fyrri tillögur. Kohl gat þess einnig á umræddum fundi, að Nicolai Ceausescu, forseti Rúmeníu, hefði að undanförnu lagt á það mikla áherslu við sovésk yfir- völd að þau þráuðust ekki við því að kjarnorkuvopn Breta og Frakka yrðu reiknuð með f viðræðunum við Bandarikin í Genf. Sagði Kohl það skoðun rúmenska forsetans að sam- komulag væri ólíklegt meðan að Sov- étmenn breyttu ekki út af þeirri stefnu sinni. New York Times hafði það hins veg- ar eftir ónafngreindum embætt- ismanni, að 100 lík hefðu verið í gröfinni, þar á meðal eitt sem talið var vera líkamsleifar fyrrum forsæt- isráðherrans Maurice Bishops. Blaðið hafði það jafnframt eftir umræddum embættismanni, að fórnarlömbin í gröfinni virtust öll hafa verið líflátin i valdaráninu á dögunum og það benti til þess að fleiri hefðu þá verið drepnir en talið var í fyrstu. Taldi viðmæl- andi NYT mjög líklegt að allir í gröfinni, að Bishop sjálfum und- anskildum, hefðu verið drepnir á fjöldafundi til stuðnings Bishop strax daginn eftir að valdaránið hófst. Fjórtán manna nefnd banda- rískra þingamanna lauk um helg- ina ferð til Grenada þar sem hún lagði hlutlaust mat á réttmæti ástæðnanna fyrir innrásinni. Niðurstaðan var sú, að ástæðurn- ar hefðu verið réttmætar. Schluter 19 ára ír í slag YÍð inbrotsþjóf Kaupmannahófn, 7. nóvember. AP. PAUL Schliiter, forsætisráðherra Danmerkur lenti f ryskingum við 19 ára gamlan innbrotsþjóf í heimili sínu í Kaupmannahöfn, aðfaranótt sunnudagsins. Þjófurinn sló Schliiter í höfuðið með reiðhjólalukt og skrámaði hann dálítiö, en ekki alvarlega. Það var nærri miðnætti, er ráðherrann heyrði þrusk í íbúð sinni á fjórðu hæð fjölbýlishúss og er að var gáð kom hann að piltinum þar sem hann var að skrúfa nafnspjald ráðherrans af dyrunum. Hljóp pilturinn niður stigann, en ráðherrann upp á efstu hæð að sækja húsvörðinn og þustu þeir svo á eftir innbrotsmanninum. Fundu þeir hann í húsa- sundi skammt frá og hófust þar átök. Rúlluðu allir þrír fram og til baka og pilturinn, stjarfur af hræðslu, sló Schlúter í höfuðið. Hljóp hann síðan á brott, en skildi eftir gleraugu og reiðhjól. Skömmu síðar kom hann hlaupandi til baka og heimtaði eigur sínar, en Schlúter neitaði. Flýði strákur þá enn af hólmi. Klukkustund síðar gaf hann sig fram og sagðist hafa verið að vinna sér inn veðmálspen- inga. Þótti sú skýring trúleg eftir langar yfir- heyrslur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.