Morgunblaðið - 08.11.1983, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.11.1983, Blaðsíða 33
Það er erfitt að trúa og sætta sig við það að amma sé farin frá okkur. En við getum hugsað um allar stundirnar sem við áttum saman, og með því að hugsa um það hjálpar það manni að komast yfir mikinn söknuð. Og hún mun ávallt vera í huga okkar og hjá okkur. Það væri aldrei hægt að þakka allt sem hún gerði fyrir mína fjöl- skyldu. Því alltaf var hún reiðubú- in að gera allt sem hún gat gert fyrir mann og miklu meira til. Ávallt var hún hress og ung í anda, þrátt fyrir öll sín veikindi, oft var amma mikið veik en vildi samt gera það sem hún var vön að gera og stóð ávallt upp úr veikind- um sínum. En svo fékk hún að fara sína síðustu ferð eins og hún sjálf vildi. Það var alltaf gaman að koma til ömmu á Grettisgötu, og þegar við fórum síðast á Grettisgötuna, var sonur okkar fljótur að kyssa ömmu og hlaupa að bíladósinni, sem var alltaf á sínum stað eins og allt hennar dót. Það var ekki spil- að þá eins og svo oft, fátt þótti henni skemmtilegra en að spila, eins og okkur. Það er svo margt hægt að segja og margs að minnast en samt svo erfitt að skrifa, en ég veit að það myndi hún skilja. Ég er fegin því að við vorum svona miklar vinkonur eins og við vorum, höfðum alltaf símasam- band og töluðumst tvisvar við í síma hennar síðasta dag og sonur okkar talaði líka við ömmu. Við ætluðum að hittast eftir klukkan fimm. Það var ákveðið hálftíma áður en hún kvaddi þennan heim. En amma kom ekki til okkar. Hún varð að fara þessa ferð, en hún verður alltaf hjá okkur. Ég votta börnum hennar, stjúpbörnum og fjölskyldum þeirra og öðrum ástvinum mína dýpstu samúð. En við eigum öll svo góðs að minnast um góða konu sem víða skilur eftir sig stórt skarð. Guð veri með ömmu minni. Olga og fjölskylda. Aðalfundur Hjartaverndar: Skorað á stjórn- völd að stuðla að hjartaskurð- lækningum hér á landi Á AÐALFUNDI Hjartaverndar sem haldinn var þann 27. október sl. voru samþykktar eftirfarandi ályktanir: Aðalfundur Hjartaverndar, landssamtaka hjarta- og æðavernd- arfélaga skorar á stjórnvöld að vinda að því bráðan bug að búa Landspítalann þeirri aðstöðu, tækj- um og starfsfólki að unnt sé að taka upp hjartaskurðlækningar hér á landi. Þá heitir aðalfundurinn á félaga hjarta- og æðaverndarsamtakanna og allan almenning i landinu að bregðast vel við og leggja lið þeirri fjársöfnun sem fram fer um þessar mundir til kaupa á tækjum fyrir Landspítalann sem flýti fyrir rann- sóknum á hjartasjúklingum, stytti biðtíma þeirra og bæti möguleika á hj artaaðgerðum. (Úr rrétUlilkrnniBgD.) .Ayglýsinga- síminn er 2 24 80 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1983 37 Góður hlutur gerir tilveruna skemmtilegri Höfðabakka 9, Reykjavík. S. 85411 Otrúlefft en satt Mikið úrval af leðursófasettum Verð frá kr.: 59.750 KM-húsgögn, Langholtsvegi 111, símar 37010 — 37144. B Rekum SMIDSHOGGID á byggingu sjúkrastöðvar SÁÁ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.