Morgunblaðið - 08.11.1983, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.11.1983, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1983 32 Haukur Eggertsson forstjóri — sjötugur Sumir eru svo ungir og á svo mikilli fleygiferð í fyrirtækjum sínum, að þeim er alveg sama, þó um þá séu skrifaðar afmælisgrein- ar, þegar þeir verða sjötugir. Svona er þessu farið með Hauk Eggertsson, og þessvegna sendi ég honum þessa afhiæliskveðju. Það er stutt á milli bæjanna Haukagils og Saurbæjar í Vatns- dal. Haukur ólst upp á öðrum bænum, ég á hinum. Nágrennið var gott, það var traust vinátta milli foreldra okkar. Þegar Eggert á Haukagili, faðir Hauks, lést, lét faðir minn þau orð falla, að nú ætti hann ekkert er- indi norður í Vatnsdal framar, og þekkti hann þó marga góða menn þar eftir 46 ára dvöl í sýslunni. Ég átti því mörg spor í leik og vinnu með bræðrunum þrem á Haukagili, Konráði, Hauk og Sverri. Þetta var ógleymanleg bernska, óskráð ævintýri. Haukur hefur haldið því fram, að hann hafi verið lítið fyrir bú- skap gefinn, en hvorttveggja er að nóg bændaefni voru til í fjölskyld- unni, þó Haukur snéri sér að öðru, og svo hitt, að faðir hans var gild- ur bóndi, þó honum hafi vafalaust verið ýmislegt annað hugleiknara. Haukur flytur til Reykjavíkur tvítugur að aldri, og hefur nám í útvarpsvirkjun. Útvarpsbylgjan er að ganga yfir ísland. Haukur er maður hins nýja tíma. Fyrsta út- varpstækið, sem kom í Húna- vatnssýsiu var á Haukagili, löngu áður en Ríkisútvarp tók til starfa. Vegna málakunnáttu sinnar gat faðir Hauks notað sér erlendar stöðvar, og miðlað öðrum af. For- eldrar Hauks, Ágústa Grímsdóttir og Eggert Konráðsson hrepp- stjóri, voru sveitarhöfðingjar og heimilið með miklum menning- arbrag. Haukur las mikið og fræddist heima, ekki síst á sviði eðlisfræði og margskonar tækni, og er því ekki neinn sérstakur viðvaningur, þegar hann byrjar nám í út- varpsvirkjun. Þeir Haukagils- bræður voru vanir að rífa sundur úr og klukkur og fleiri tæki, ogsetja þau saman aftur, þá lang- aði til þess að sjá í þessu „innvols- ið“, eins og mig minnir að þeir orðuðu það. Haukur lauk því meistaraprófi í útvarpsvirkjun með glæsibrag, og varð allra manna fimastur í því að láta útvarpstæki skrækja á réttan hátt. Hann starfar svo hjá Ríkis- útvarpinu um tíu ára bil. Þann 19. október 1940 ganga þau í hjónaband Haukur og Lára Böðvarsdóttir. Lára er dóttir Böðvars Magnússonar, hrepp- stjóra á Laugarvatni, sem var þjóðkunnur maður, og konu hans, Ingunnar Eyjólfsdóttur. Lára stundaði nám við Kvenna- skólann á Blönduósi, og hefur vafalaust áttað sig á því þar, að í hópi Húnvetninga væri bestu mannsefnin að finna, að maður tali nú ekki um að þau væru fram- an úr Vatnsdal. Haukur mátti líka vel treysta sunnlenskum ættum, því móðir hans var úr Biskups- tungum. Lára er hin mesta ágæt- iskona, félagslynd, söngelsk, skynsöm og skemmtileg. Það er mikið'jafnræði með þeim hjónum, og á heimili þeirra er feiknalega gott að koma. Börn þeirra eru Éggert, Ágústa og Böðvar. Árið 1944 setur Haukur ásamt Eggert Benónýssyni á stofn fyrir- tækið Viðtækjavinnustofan, og reka þeir það saman í 10 ár. Völ- undarhús útvarpstækjanna og annarra skyldra tækja, með öllum sinum þráðum og tilbrigðum, nægir Hauk nú ekki lengur. Hann hefur fengið nóg af því að skoða „innvolsið" í útvarpskössunum, og finnur að þetta getur ekki orðið hans ævistarf. Haukur hefur stöðugt aukið á þekkingu sína á sviði tækni og al- mennrar menntunar, hann kynn- ist meir og meir mönnum og mál- efnum, og lætur sig ýmislegt varða. Hann kynnist hugsjóna- og framkvæmdamanninum Kristjáni Jóh. Kristjánssyni í Kassagerð- inni, og það verður til þess, að Haukur tekur að sér fram- kvæmdastjórn Kötlu hf., nýstofn- aðrar pökkunarverksmiðju, og veitir því fyrirtæki forstöðu í 9 ár. Hann hefur þó fleiri járn í eldin- um, því í samvinnu við Odd Sig- urðsson stendur hann að innflutn- ingi og iðnaði, sem leiðir til stofn- unar Plastprents hf., plastiðnað- arfyrirtækis, sem allir landsmenn kannast við í dag. Plastprent hf. er formlega stofnað 14. maí 1958. Árið 1963 hættir Haukur störf- uhi hjá Kötlu hf. og snýr sér al- (tjörlega að plastiðnaðinum, plast- (ð verður hans aðal-ævistarf. að bóka ST l\ L \RI II :SI.\' (• HOLLANDI 81 ★ Óbreytt verð frá 1983 * S-L ferðaveltan dreifir greiðslum á yfir 20 mánuði ★ Eemhof-Kempervennen stóraukið sætaframboð * Fjölskylduferðir í algjörum sérflokki Nú fylgjum við glæsiiegu sumri í hollensku sumarhúsunum eftir og hefjum strax sölu á sumarferðunum 1984, - og það á óbreyttu verði frá árinu 1983. í sumar var uppself í allar ferðir, biðiistar mynduðust og margir urðu frá að hverfa. Við gengum því strax frá samningunum fyrir næsta sumar og opnum þannig öllum fyrirhyggjusömum fjölskyldum leið til þess að tryggja sér heppilegustu ferðina tímanlega og hefja strax reglubundinn spamað með Eemhof Sumarhúsaþorpið sem sló svo rækilega i gegn á sl. sumri. Frábær gisting, hitabeltissundlaugin. fjölbreytt íþrótta-. leikja- og útivistaraðstaða, veitingahús. verslanir, bowling, diskótek, tennis. mini-golf, sjóbretti o.fl. o.fl. o.fl. Endalaus ævintýri allrar fjölskyldunnar. Vetrarsalan opnar þér greiðfæra leið Vetrarsala Samvinnuferða-Undsýnar á hollensku sumarhúsunum er okkar aðferð l þess að opna sem allra flestum viðráðanlega greiðfæra leið í gott sumarfn með alla liolskylduna. í erfiðu efnahagsástandi er Cmeunlegt að geta tryggt sérharreUu f«ðma með góðum fyrirvara og notfært sér óbreytt verð frá árinu 1983, SL-ferðaveltuna og SL-kjörin til þess að létta á kostnaði og dretfa greiðslubyrðinni á sem allra lengstan tima. SL-ferðaveltunni. í henni er unnt að spara í allt að 10 mánuði og endurgreiða lán jafnhátt spamaðinum á 12 mánuðum eftir heimkomu. Þannig má dreifa greiðslum á yfir 20 mánuði og gera fjármögnun ferðalagsins miklum mun auðveldari en ella. Og enn munum við bjóða SL-kjörín. Með þeim má festa verð ferðarinnar gagnvart gengisbreytingum og verjast þannig öllum óvæntum hækkunum. Þetta er okkar leið til þess að gera Hollandsævintýrið 1984 að veruleika hjá sem allra flestum fjölskyldum. Kempervennen Nýtt þorp, byggt upp í kjölfar reynslunnar í Eemhof og af sömu eigendum. Öll aðstaða er sú sama og í Eemhof og í Kempervennen er síðan bætt um betur og aukið enn frekar við stærð sundlaugarinnar, veitingastaðanna og sameiginlegrar þjónustu auk þess sem bryddað er upp á ýmsum spennandi nýjungum fyrir bömin. Fyrirhyggja í ferðamáium - einföld leið til lægri kostnaðar og léttari greiðslubyrði Nýr Hollandsbæklingur á skrifstofunni oghjá umboðsmönnum um allt land Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 Það var eins með Plastprent og mörg önnur gróin og góð íslensk fyrirtæki, að það fór smátt af stað, ein vél i bílskúr, sem nota mátti til prentunar og til þess að búa til plastpoka, einn starfsmaður. En plastbyltingin var hafin, ekkert stöðvaði þetta undraefni, sem við sjáum nú fyrir okkur í ótrúlegustu myndum. Éf til vill sáu þessir fé- lagar, sem stofnuðu Plastprent, hvert stefndi, sjálfsagt voru þeir líka heppnir og hæfir, en fyrir- tækið óx hröðum skrefum, sprengdi af sér húsnæði og keypti vélar. Árið 1973 verða þáttaskil. Haukur og fjölskylda hans kaupa eignarhlut Odds í Plastprent. Einn vilji réð nú fyrirtækinu. Synir Hauks komu úr Háskólan- um að loknu námi og tóku á með honum, hjólin fóru að snúast hraðar. Og í dag snúast hjólin hratt í Plastprent á fjögur þúsund fermetra svæði við Höfðabakka 9. Margar vélar blása plastfilmu af ýmsum stærðum og þykktum upp í loftið dag og nótt, enn fleiri plastpokavélar mala stanslaust, prentvélar af nýjustu gerðum prenta i ýmsum litum, og ótal hjálparvélar og aðrar vélar eru í gangi. Þeir feðgar Haukur og Egg- ert stjórna fyrirtækinu, fylgjast vel með öllum nýjungum, kaupa nýjar vélar ogfleygja gömlum. Þekking á sviði vélvæðingar, hag- kvæmni í framleiðslu og sölu- mennsku er nýtt sem verða má. Tæknimaðurinn Haukur er í essinu sínu. Stórfyrirtæki á íslenskan mæli- kvarða, þar sem 100 manns starfa nú, hefur risið þrátt fyrir ótal ljón, sem legið hafa í götu þess, og ég veit að saga þess hefði ekki orð- ið með slíkum glæsibrag ef „mek- anikkerinn" og tæknifræðingur- inn Haukur Eggertsson hefði ekki frá fyrstu tíð verið til staðar, þeg- ar nýja vél þurfti að velja, kaupa og gangsetja, eða þegar einhver þeirra hætti að mala með réttu hljóði. Ennþá stendur forstjórinn upp ef hasta þarf sérstaklega á óþekka vél. Manni finnst stundum að ís- lenskur iðnaður hafi átt óþarflega erfitt uppdráttar. Sósíalisminn niðar þungt í eyrum margra stjórnmálamanna, þeir heyra varla bjölluhljóm einkaframtaks og athafnafrelsis. Samt rísa svona stofnar upp úr kjarrinu. Haukur og fjölskylda hans eiga meirihlutann í fyrirtækinu Plastprent, en Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og Skeljungur hf. bættust við sem hluthafar fyrir nokkrum árum. Ég hefi hér stiklað á nokkrum veraldlegum verkefnum Hauks, en það er margt fleira, sem hann hef- ur tekið sér fyrir hendur. Haukur er óvenjulega miklum gáfum gæddur, áhugasamur um þjóðmál á breiðu sviði, og hafa verið falin fjölmörg trúnaðarstörf, einkum í þágu iðnaðar. Nokkurra þeirra vil ég geta. Hann var einn af stofnendum og síðar formaður Félags útvarps- virkja, fulltrúi þeirra á þingum og í ráðum í mörg ár, og ber gull- merki félagsins. Hann er stofn- andi og mikill áhugamaður um velgengni Húnvetningafélagsins, ritstjóri og útgefandi Húnvetn- ings um skeið, og er heiðursfélagi þess félags. Hann er fimmtán ár í stjórn Félags ísl. iðnrekenda og fulltrúi þess félags í ráðum og nefndum. Hann lætur sig iðn- fræðslu og verkmenntun miklu varða, og er í bankaráði Iðnaðar- bankans í 8 ár. Hann er mjög vel ritfær og hefur skrifað margar greinar í blöð og tímarit um áhugamál sín, og hann er í sóknar- nefnd kirkju sinnar. Margt fleira gæti ég auðvitað talið ef mér sýndist svo, en þau störf, sem nefnd hafa verið, sýna fullvel að hér er enginn meðal- maður á ferð. Haukur er stilltur maður, ráð- hollur og tillitssamur, óþreytandi að hafa samband við gamla kunn- ingja og rétta þeim hjálparhönd. Það er athyglisvert að sjá, hve nærgætinn og fræðandi hann er við barnabörn sín, skýrt og fallegt dæmi um mikilvægi heimilanna og tengsl kynslóðanna. Eitt hlýt ég þó að nefna til við- MILLIVEGGJA PLOTUR Stærðir: 50x50x 5 50x50x 7 50x50x10 VANDAÐAR PLOTUR VIÐRAÐ ANLE GT VERÐ B.M.VAL1Á" ~1T Fáanlegar úr gjalli eða vikri PANTANIR: Bíldshöfða 3, sími: 91-85833 og hjá Iðnverk h/f Nóatúni 17, 105 Rvk. Símar: 91-25930 og 91-25945

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.