Morgunblaðið - 08.11.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.11.1983, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1983 BJÖRN BJARNASON AFINNLEHDUM VETTVANGI Kynngimagnaður fundur LANDSFUNDIR Sjálfstæðisflokksins eru ævintýralegasti vettvangur íslenskra stjórnmála. Haustið 1981 var tekist á um afstöðu til ríkisstjórnar á slíkum fundi. Um helgina var kosið á milli þriggja frambjóðenda til formennsku í flokknum. Frá fundinum ganga menn samhentari og baráttuglaðari en áður. í skemmtun sem haldin var lokakvöldið komst einn fundarmanna svo að orði við mig: „Nú þurfum við bara að fá kosningar sem fyrst, þá fengjum við hreinan meirihluta!“ Þegar Geir Hallgrímsson kvaddi fundarmenn og færði þeim þakkir fyrir hlýhug og vináttu komst hann svo að orði að andstæðingar Sjálfstæðisflokksins væru undrandi yfir hinum kynngimagnaða krafti sem setur svip sinn á landsfundi Sjálfstæðisflokksins og þeir skildu ekki þann eiginleika sjálfstæðismanna að geta gengið jafnréttir frá fundi hvort heldur tekist er á um menn eða málefni. Morgunblaðið/Ól.K.M. Til að skilja það sem gerist á landsfundi sjálfstæðismanna verða menn að átta sig á því, að flokkur þeirra er þjóðarhreyfing. Menn láta sér ekki lengur nægja að tala um stétt með stétt í sömu andrá og þeir minnast á stöðu Sjálfstæðisflokksins, þeir bæta gjarnan við orðunum „byggð með byggð". Enginn annar stjórn- málaflokkur hefur sambærilega breidd og Sjálfstæðisflokkurinn en þó jafn einföld grundvallar- atriði í meginstefnu: sjálfstæði þjóðarinnar og frelsi einstakl- ingsins. Málefnin Fyrir landsfundi lágu álits- gerðir um hina ýmsu málaflokka. Þær voru samdar af málefna- nefndum flokksins og fulltrúar á fundinum skiptust í starfshópa til að ræða álitsgerðirnar og gera á þeim breytingar ef ástæða þótti til. Hins vegar voru þær ekki bornar undir atkvæði lands- fundarins heldur ályktaði hann aðeins um meginlínur stjórnmál- anna og stöðu þjóðmála á líðandi stund. Góð samstaða skapaðist í stjórnmálanefndinni undir for- mennsku Geirs H. Haarde, for- manns Sambands ungra sjálf- stæðismanna. í ályktuninni er tekið á viðkvæmum málum eins og vera ber. Þar ber líklega hæst afstaðan til afnáms samnings- réttar aðila vinnumarkaðarins en í því efni tókst að sigla á milli skers og báru. Ágúst Geirsson, stjórnarmaður í BSRB, lýsti úr ræðustól ánægju sinni með samkomulagið um þetta atriði og minntist þess að við stjórnar- myndunina í vor hefði Sjálfstæð- isflokknum tekist að hafa fram- sóknarmenn ofan af því að af- nema samningsréttinn í 2 ár og tekist að skera tímann niður í 8 mánuði. Það einstaka mál sem bar hæst á fundinum var fyrirhuguð einkasala á eggjum. Undir for- ystu Jóns Steinars Gunnlaugs- sonar, lögfræðings í Reykjavík, fluttu nokkrir fulltrúar tillögu til að andmæla einkasöluhugmynd- inni. Með skýrum rökum benti Jón Steinar á að einokunin bryti í bága við grundvallarstefnu sjálfstæðismanna. Samkomulag tókst um að vísa tillögunni til miðstjórnar flokksins en í upp- hafi fundarins þegar ráðherrarn- ir sex og borgarstjóri sátu fyrir svörum kom það fram hjá Geir Hallgrímssyni að ráðherrarnir myndu beita sér gegn einkasölu á eggjum. Umræðurnar Guðmundur Gíslason, bók- bindari i Kópavogi, flutti líklega flestar ræður á fundinum. Ekki er unnt að segja að almennar umræður hafi verið spennandi og kvöldstundin sem ráðherrarnir og borgarstjóri sátu fyrir svörum skildi ekki mikið eftir. Húsakynni í Sigtúni eru þann- ig að í salnum eru margir afkim- ar. Þar byrja menn fljótlega að tala saman hafi þeir ekki áhuga á því sem sagt er í ræðustólnum. En allt fellur í dúnalogn og má heyra saumnál detta þegar mikið liggur við. Síðdegis á föstudag fluttu dr. Þorgeir Pálssón, Ragn- ar Kjartansson, Jón Sigurðsson, og Sólrún Jensdóttir ræður um kjörorð fundarins: Fyrir framtíð- ina. Voru þær ræður vel metnar af fundarmönnum. Síðdegis á laugardag var efnt til einskonar framboðsfundar þar sem keppinautarnir um formannssætið fluttu ræður. Á eftir þeim tóku þau Ellert B. Schram og Sigurlaug Bjarna- dóttir til máls og röktu raunir sínar i samskiptum við Sjálf- stæðisflokkinn. Ellert leitaðist við að skýra ástæðurnar fyrir því að hann bað um frí frá þingstörf- um. Sigurlaug varði þá ákvörðun að bjóða fram sérlista á Vest- fjörðum. Ég held að almennt hafi landsfundarfulltrúar ekki kippt sér upp við þessar ræður og óvíst er hvort líta beri á þær sem loka- orð höfundanna á vettvangi stjórnmálanna. En samkvæmt lýsingu Ellerts er fátt eftirsókn- arvert á alþingi ef þingmennsk- unni fylgja ekki einhverjar veg- tyllur og helst hlutdeild í fram- kvæmdavaldinu. Framboðsræðurnar Glöggur landsfundarfulltrúi sagði að framboðsræða Þorsteins Pálssonar hefði ráðið úrslitum um að hann hlaut meirihluta i fyrstu umferð formannskjörsins. Annar sagði að Þorsteinn hefði talað eins og leiðtogi en keppi- nautar hans eins og forystu- menn. í ræðu sinni sagði Þorsteinn Pálsson meðal annars: „Stjórn- málaflokkar eiga vissulega að vera baráttutæki fólksins. En þeir eiga ekki að vera leiksoppur. Innan þeirra vébanda á mótun framtíðarþjóðfélagsins öðru fremur að gerast. Við þurfum að efla Sjálfstæðisflokkinn í þessu tilliti. Sjálfstæðisflokkurinn hvorki er né á að vera sporgöngu- flokkur einstakra hagsmuna- hópa. Hlutverk hans er að vera virkt og mótandi frumkvæðisafl f samfélaginu." Þetta viðhorf sýnir að Þor- steinn Pálsson er ekki stjórn- málamaður sem eltir ímyndað almenningsálit heldur vill leitast við að hafa áhrif á skoðanir al- mennings og beina þeim til fylgis við stefnu sína. Ég hef þá skoðun að í þessu efni skilji á milli Þorsteins og Friðriks Sophusson- ar. Til marks um það má taka tvær setningar úr framboðsræðu Friðriks; þegar hann ræddi um efnahagsaðgerðir ríkisstjórnar- innar og sagði: „Árangur aðgerð- anna hefur byggst á skilningi og stuðningi alls almennings. Þess vegna geta stjórnvöld sýnt styrk sinn og trú á eigin verk með því að aflétta nú þegar lögbindingu kjarasamninganna." Hafi síðari setningin verið sögð í þeirri von að veiða atkvæði á landsfundin- um þá mistókst sú tilraun. Setn- ingin olli reiði fleiri en hún gladdi og skaðaði Friðrik. I fundarlok þegar Geir Hall- grímssyni voru þökkuð for- mannsstörf í tíu ár komst Geir H. Haarde svo að orði, að á landsfundinum hefði enginn beð- ið ósigur, Sjálfstæðisflokkurinn hefði unnið mikinn sigur og and- stæðingar hans tapað. Birgir ísl. Gunnarsson var í framboðsræðu sinni ómyrkur í máli um þann flokk sem hann taldi höfuðand- stæðing Sjálfstæðisflokksins. Hann sagði: „Alþýðubandalagið er siðspilltasta stjórnmálaaflið á íslandi. Þar fara menn sem einskis svífast ... Engir brosa gleiðar, þegar svo ber undir, en engir hafa rýtinginn í erminni jafn vel brýndan og forystu- mennirnir í Alþýðubandalaginu. öll þeirra saga sýnir að tilgang- urinn helgar meðalið. Við sjálf- stæðismenn hljótum að bægja þeim frá valdastólum um ókomna framtíð." Eftir þessi orð var klappað kröftuglega í salnum og Birgir náði sér á strik í ræð- unni eftir það. Stóra stundin Síðdegis á sunnudag rann stóra stundin upp og það tók þá 1080 fulltrúa sem þátt tóku í formannskjörinu skemmri tíma en vænta mátti að ákveða hver skipa skyldi formannsstól flokks- ins. Fyrr um daginn hafði verið samþykkt breyting á skipulags- reglum flokksins á þann veg að fái enginn frambjóðenda í for- mannskjöri yfir 50% skal kosið aftur á milli þeirra tveggja sem flest atkvæði hljóta. Þorsteinn Pálsson fékk tæp 57% í fyrstu atrennu og þar með lá niðurstað- an fyrir (Þorsteinn 608 atkv. 56,7%; Friðrik 281 atkv. 26,81%; Birgir 180 atkv. 16,79%). Enn á ný sté Þorsteinn í ræðustólinn og talaði nú blaðalaust eftir að hafa verið hylltur með langvarandi lófataki. Hann talaði sig inn í hug og hjörtu landsfundarfull- trúa og andrúmsloftið í salnum var rafmagnað. Var aðdáunar- vert hvernig honum tókst að ná öllum þráðum saman og þeim klassíska íslenska ræðustíl að vitna í fornsögur til að rökstyðja mál sitt enn frekar. Þeir töluðu einnig Friðrik Sophusson og Birgir Tsl. Gunn- arsson. Friðrik lýsti því yfir í ræðu sem hann flutti áður en Birgir talaði að hann myndi gefa kost á sér til endurkjörs sem varaformaður. Var ekki unnt að skilja ræðu Friðriks á annan veg en þann að um þetta væri sam- komulag á milli hans og Þorst- eins. Birgir lýsti því svo yfir að hann væri ekki í framboði til varaformennsku. Aðeins einn yf- irlýstur frambjóðandi var til þessa embættis fyrir utan Frið- rik Sophusson, en það var Sigrún Þorsteinsdóttir frá Vestmanna- eyjum, sem sá ástæðu til að segja í framboðsræðu sinni: „Ég get sem sagt slegið á létta strengi, þegar því er að skipta. En þetta framboð mitt er ekkert grín.“ Friðrik fékk 915 atkvæði, Sigrún 26, Davíð Oddsson 25 og Birgir ísl. 11. í upphafi fundarins var Davíð spurður hvort hann væri í framboði til varaformanns og svaraði hann á þann veg að framboðið væri liklega minna en eftirspurnin — og sló þar með á eftirspurnina eins og tölurnar sýna. Áhrifin Sjálfstæðisflokkurinn hefur fengið verulega kynningu meðal þjóðarinnar vegna landsfundar- ins og vegur flokksins hefur vax- ið við þá kynningu. Er ekki vafi á því að breytt afstaða Morgun- blaðsins til flokksins hefur vald- ið því að aðrir fjölmiðlar, einkum ríkisfjölmiðlarnir, gera meira með málefni flokksins en ella. Kom það til dæmis fram í Kast- ljósi á föstudagskvöldið þar sem landsfundinum voru gerð góð skil. Inn á við í Sjálfstæðisflokkn- um hefur landsfundurinn góð áhrif. Þáttaskil hafa orðið. Þess er beðið með eftirvæntingu hvernig Þorsteini Pálssyni og þingflokki sjálfstæðismanna semur. Miskunnarleysi þing- flokksins gagnvart flokksfor- manninum hefur ekki farið fram hjá neinum. Hið skýra umboð sem Þorsteinn fékk á landsfund- inum veitir honum sterka stöðu í þingflokknum. Fyrir formannskjörið var látið að því liggja meðal annars í Dagblaðinu-Vísi, en forráða- menn þess voru í hópi öflugustu stuðningsmana Birgis ísl. Gunn- arssonar, að Birgir nyti mest fylgis meðal þingmanna Sjálf- stæðisflokksins. Fyrir varafor- mannskjörið 1981 kom fram að innan þingflokks sjálfstæð- ismanna væri meirihluti manna andvígur Friðriki Sophussyni sem þá var kjörinn. Séu þessar getgátur um afstöðu þingmanna réttar vekja þær ýmsar spurn- ingar og þá helst þessar: Eru þingmenn í nægilegum tengslum við kjósendur sína? Eru þing- menn áhrifalausir þegar kemur að því að velja menn í æðstu trúnaðarstöður í Sjálfstæðis- flokknum? Á sínum tlma var það ákveðið á vettvangi þingflokks- ins hvort menn byðu sig fram til varaformennsku í Sjálfstæðis- flokknum eða ekki. Áhrifamiklir þingmenn svör- uðu spurningum mínum um sam- skiptin við hinn nýja formann á þann veg í landsfundarlok, að með öllu væri ástæðulaust að gera ráð fyrir öðru en að sam- starfið yrði gott. Komi annað í ljós er það í hróplegri andstöðu við vilja og óskir fulltrúanna á hinum kynngimagnaða fundi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.