Morgunblaðið - 08.11.1983, Side 35

Morgunblaðið - 08.11.1983, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1983 39 Minning: Kjartan Hjaltested fv. afgreiðslustjóri Kæddur 17. október 1902 Dáinn 29. október 1983 Laugardaginn 29. október sl. andaðist Kjartan Hjaltested fyrrv. afgreiðslustjóri, 81 árs að aldri. Síðustu mánuði hafði hann legið á sjúkrabeði. Þegar við minnumst þessa góð- vinar og nána samstarfsmanns um langt árabil, vakna margar ljúfar endurminningar frá ys og þys starfsins og frá samveru- stundum utan viniiustaðar. Og ekki sist minnumst við hans vegna þess sérstæða persónuleika sem hann var. Kjartan var alla tíð útivistar- maður af lífi og sál. Fór hann með félögum sínum margar ferðir um fjöll og firnindi og var þá oft lögð löng leið að baki. Hann var skíða- maður góður, en iðkaði alhliða íþróttir, meðal annars badminton og atti kappi við færa kappa í þeirri íþróttagrein, oft við góðan orðstír. En ekki iðkaði hann íþróttirnar afrekanna vegna held- ur til þess að njóta yndis og lífs- nautnar sem heilbrigð sál í hraustum líkama veitir. Kjartan var einn af félögum „Litla skíðafélagsins" sem þekkt var á árum áður fyrir miklar skíðaferðir, einkum um páska, um jökla og hálendi. Sagði Kjartan margar sögur frá slíkum ferðum, sem skemmtilegt er að minnast. Var honum einkar lagið að draga hið broslega fram í dagsljósið og krydda frásagnir sínar með hár- fínni fyndni. Kjartan var ritari Skíðafélags Reykjavíkur um langt árabil. Vann hann að eflingu skíðaíþrótt- arinnar ásamt öðrum forvígis- mönnum og stóð við hlið hinna þekktu eldhuga L.H. Muller og Kristjáns Ó. Skagfjörð, sem báðir voru merkisberar skiðaíþróttar- innar og brautryðjendur i að kynna töfra óbyggðanna og opnuðu augu manna fyrir því hve tign og fegurð vetrarins er mikil. Og síðast en ekki síst minnumst við starfsdags Kjartans hjá Eim- skip. Hann gerðist ungur að aldri starfsmaður í skrifstofu Eim- skipafélagsins og átti að baki háifrar aldar starfsferil og fimm árum betur, er hann lét af starfi sakir aldurs. Á þessum 55 árum skilaði hann verki sem var i senn mikið og gott, og mótaðist alla tíð af hollustu við Eimskipafélagið. Árvekni hans var einstök og vinnustundir aldrei taldar. Átta stunda vinnudagur, hvað var nú það? Og hollusta Kjartans snéri einnig að viðskiptavinum félags- ins. Sýndi hann þeim ávallt ein- lægan vilja til að leysa hvern þann vanda sem hann gat greitt úr. Þess vegna átti hann óskorað traust þeirra ekki síður en félgsins og samverkamanna. Við kveðjum Kjartan að leiðar- lokum með þakklæti fyrir sam- verustundirnar. Við biðjum hon- um blessunar á þeirri ferð sem hann nú hefur lagt upp f. Til þeirr- ar ferðar teljum við að hann sé vel búinn og hafi gott veganesti. Við sendum eiginkonu hans, Vilborgu Jónsdóttur og öðrum að- standendum innilegar samúðar- kveðjur. Starfsfélagar Eimskip Minning: Sigrún Erlingsdóttir — Lindarbrekku Mig langar til þess að minnast nöfnu minnar og vinkonu, Sigrún- ar Erlingsdóttur, með nokkrum orðum. Ég kynntist Sigrúnu fyrst per- sónulega fyrir rúmum þremur ár- um, eða sumarið 1980, er hún þurfti að leita sér lækninga til Reykjavíkur. Eftir það lágu leiðir hennar mjög oft í höfuðstaðinn, sömu erinda og fyrr. Með okkur nöfnunum tókst þá góð vinátta, sem engan skugga bar á. Sigrún var hæglát í allri fram- komu, hlýr og einlægur persónu- leiki, sem gott var að umgangast. Aldrei heyrði ég hana kvarta yfir veikindum sínum, hún var jákvæð og reyndi að líta á björtu hliðarn- ar á öllum málum. Þrátt fyrir veikindi sín ferðaðist hún tvívegis til útlanda á þessu tímabiii með eiginmanni sínum, Gunnari Guðmundssyni, hrepp- stjóra, mági sínum og svilkonu. Veitti það henni mikla tilbreyt- ingu og ánægju. Sigrún hafði yndi af handa- vinnu og vann marga fallega hluti, gaf hún mér prjónaða dúke og fleira eftir sig, sem mér finnst af- ar vænt um. Einnig langar mig að þakka fyrir Rúnar, son minn, en hann dvaldi í tvö sumur, þá 14 og 15 ára, í Lindarbrekku þar sem hann mætti skilningi og velvild allra á heimilinu. Minnist hann oft á veru sína þar með gleði, sérstaklega þó hvað hann fékk mikið og gott að borða hjá Sigrúnu. í ágúst 1982 heimsóttum við hjónin þau Sigrúnu og Gunnar, ásamt syni okkar, Einari. Þar var tekið á móti okkur með rausn og myndarskap og ekkert til sparað að gera dvöl okkar sem ánægju- legasta, enda verður ferð þessi og dvölin í Lindarbrekku okkur ógleymanleg. Að lokum votta ég og fjölskylda mín Gunnari, börnum, tengda- börnum, barnabörnum, móður hennar, systkinum, öðrum ætt- ingjum og vinum okkar innileg- ustu samúð. Við kveðjum Sigrúnu með þökk og virðingu, þess fullviss að sjá hana aftur á öðru tilverustigi. Sigrún Einarsdóttir t BJARNI JÓNSSON, beykir, veröur jarösunginn frá nýju Fossvogskapellunni miövikudaginn 9. nóvember kl. 13.30. Vandamenn. t Útför ástkærs eiglnmanns mins, fööur okkar og sonar, DAVÍOS QUDMUNDAR BJARNASONAR, framkvæmdaatjóra, Eínaraneai 20, Raykjavik, fer fram frá Dómkirkjunnl í Reykjavík miövikudaginn 9. nóvember kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuö en þeim sem vildu mlnn- ast hins látna er bent á líknarstofnanir. Fyrir hönd vandamanna, Tama V. Bjarnaaon, Súsanna Davíösdóttir, Sigríóur Davíðadóttir, Kristin Daviösdóttir, Bjarni Davfðsson, Kristfn Brynhildur Davíösdóttir. t Útför PÉTURS WILLIAM JACK, Lágholti 2, Stykkishólmi, sem fórst meö Haferni SH 122 fer fram frá Bústaðakirkju fimmtu- daginn 10. nóvember kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Slysavarnafélag islands. Elin Guðmundsdóttír, Iris Blómlaug Jack, Fjóla Burkney Jack, Hrafnhildur Día Jack, Róbert Jack, Guömunda Vigdís Siguröardóttir og systkini hins látna. t Innilegar þakkir öllum þeim sem vottuöu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför, LEIFS GRÍMSSONAR, Álfheimum 13. Hartha Grímsson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir færum viö öllum sem sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför ARNDÍSAR ÞORSTEINSDÓTTUR, Litlu-Gröf, Borgarhreppi. Börn, tengdasonur, barnabörn og barnabarnabörn. Islensk menningarvika í Berlín íslonskir menningardagar verða haldnir í Akademi die Kunste, í Vestur-Berlín í nóvember, og fara síðan víðar um Þýskaland. Á dagskrá menningardagana eru meðal annars tvennir tónleikar þar sem sungin verða Ijóð og flutt ís- lcnsk kammertónlist. Bókmennta- kvöld þar sem fluttir verða prósar og Ijóð eftir íslensk skáld, eldri og yngri. Þá verða sýndar íslenskar kvikmyndir, fluttir fyrirlestrar og í anddyri Akademíunnar verður Ijósmyndasýning. íslensk Grafík- sýning verður svo opnuð á öðrum stað í borginni. Frumkvæði að þessum menn- ingardögum áttu bræðurnir Stefán og Wolfgang Edelstein, hafa þeir annast heildarskipu- lagningu en auk þeirra hefur áhugamannahópur ýmissa lista- manna starfað að undirbúningi. Á blaðamannafundi sem undir- búningshópurinn efndi til fyrir skömmu sagði Stefán m.a.: „Sú hugmynd sem Wolfgang bróðir minn, sem búsettur er í Vestur- Berlín, fékk fyrir tveim árum, hefur vaxið í meðförum og orðið að veruleika með hjálp ótal að- ila. Það kom fljótt í ljós við at- hugun að áhugi og vilji var til að styðja og styrkja þessa hugmynd í Þýskalandi og svo reyndist einnig vera hérlendis er við leit- uðum til opinberra aðila. Og fjöldi einstaklinga hefur lagt hönd á plóginn. Menningardag- arnir verða opnaðir formlega þann 25. nóvember af forseta fs- lands, Vigdísi Finnbogadóttur sem tók að sér að okkar beiðni að verða verndari þeirra. Fyrsta desember mun svo sama dagskrá hefjast i Bonn, og í Hamborg verður hluti af dagskránni endurtekinn." Á menningardögunum verður sem fyrr segir bókmenntakynn- ing, er hún í höndum Sigurðar A. Magnússonar og Jóns Laxdal leikara sem mun lesa nýjar þýð- ingar sem hann hefur gert á ís- lenskum verkum. Að ljósmynda- sýningunni standa þeir Guð- mundur Ingólfsson og Sigurgeir Sigurjónsson, alls verða mynd- irnar 70 og svna land og þjóð. Kvikmyndir Agústs Guðmunds- sonar, „Útlaginn" og „Land og Synir" verða sýndar, og auk þess Eldeyjan eftir Ernst Kettler, Ásgeir Long og Pál Steingríms- son. Njáll Sigurðsson mun halda fyrirlestur um íslenska alþýðu- tónlist. Og tónlistarmenn sem fram koma í dagskránni eru Manuela Wiesler, Einar Jóhann- esson, Þorkell Sigurbjörnsson og ólöf Kolbrún Harðardótt.ir. Á grafíksýningunni verða 60 verk eftir sjö listamenn, Björgu Þorsteinsdóttur, Eddu Jónsdótt- ur, Jón Reykdal, Valgerði Bergsdóttur, Ragnheiði Jóns- dóttur og Þórð Hall. Prentaður verður 30 síðna bæklingur, með ýtarlegum upp- lýsingum annarsvegar um lista- fólkið og hinsvegar um stöðu og þróun ýmissa listgreina á ís- landi. Lokað í dag miövikudaginn 9. nóvember vegna útfarar DAVIDS BJARNASONAR, framkvæmdastjóra. Plastlökkun sf., Eyjaslóö 9. Lokað vegna jarðarfarar e.h. þriöjudaginn 8. nóvember. Pólaris hf., Austurstræti 8. Kveðjukaffi- Htýleg salarkynni fyrir erfisdrykkju og ættarmót. Upplýsingar og pantanir í síma 11633. LKvoóiwd Caté fíoaanborg.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.